Alþýðublaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 5
biattð1 Föstudagur 19. marz 1976 Alþýöuflokkurinn 60 ára 5 □ Uppruni og uppvöxtur ,,Þú ert Eyrbekkingur Jón?” „Já, ég er fæddur á Eyrar- bakka og ólst þar upp fram til 15 ára aldurs, ab ég fór til Reykja- vikur.” ,,Það mun ekki hafa verið neinnauður i garði á þinu æsku- hejmilifrekaren algengastvar i þá daga?” „Nei, það var siður en svo. Fátæktin var landlæg hér þá og foreldrar minir höfðu þungt heimili, sem kallað var. Krakk- ar og unglingar reyndu að létta undir með heimilinu strax og nokkur tök voru á, og það taldi enginn eftir sér. Flestar fjöl- skyldur voru samhentar og létu eitt yfir alla ganga, min ekki siður en aðrar.” „Svo þú hefur snemma lært að taka hendi til?” „Já. Ég fór i sveit á 7. ári fyrst, og þar reyttist nóg til að starfa við. Nú svo kom þetta hvað af hverju, ef eitthvert handtak var fáanlegt, þannig leið nú bernskan.” „En svo fórstu á sjóinn?” „Já eftir ferminguna. Ég reri fyrst á árabát. Það var tólfróið skip, sem gert var út frá Þor- lákshöfn. Við stunduðum neta- veiðar. Það voru um 30 skiþ, sem þaðan réru.” „Hvernig var aðbúðin?” „Hún þætti nú sjálfsagt ekki fyrsta flokks nú. Við lifðum við skrinukost og heldur þröngan, lágum þarna við, en skutumst heim ifrátökum, og þegar þurfti að afla matfanga. En hvorki mérné foreldrum minum fannst nein sérstök framtið i þessu og það varð úr, að ég fór til Reykjavikur 15 ára, eins og áður sagði.” „Hvað tók þá við þar?” „Það var nú ekki beysið, stopul eyrarvinna fyrst, en svo komst ég á flóabátinn Ingólf, ’ sem flutti vörur á Faxaflóa- hafnirnar og stundum til Grindavikur og einstaka sinn- um til Vestmannaeyja.” „Hvemig voru kjörin?” „Það var fast kaup, 70 kr. á mánuði og fæði, og við bjuggum i skipinu. Þetta var nettókaup- greiðslan. Það var nú ekki til siðs að borga eftirvinnu, eða aukavinnu i þá daga, þó hún væri oft unnin, þegar við vorum i túrunum.” „Vom þetta nú ekki sæmilegir vasapeningar i þá daga?” „Vasapeningar? Nei, heyrðu nú, góði. Auðvitað setti ég metnaðinn i að láta sem mest af kaupinu ganga heim. Þess þurfti sannarlega með.Það voru 65 krónur mánaðarlega, sem ég sendi. Hitt átti að vera fyrir þjónustubrögðum. Það hrökk nú reyndar ekki en ég fékk það, sem á vantaði með þvi að ferja menn milli lands og skipa, þegar við lágum i höfn. □ í millilanda- siglingum o.fl. „Varstu þarna lengi?” „Nei, ekki svo mjög. Ég fékk Á flokksþingi Alþýðuflokksins. Frá vinstri: Bragi Sigurjónsson, Gylfi Þ. Gislason, Emil Jónsson og Jón Axel Pétursson Jón Axel Pétursson: „Það hefur verið mín skapgerð, að vilja meta hreinskiptið fólk, hvort sem það var innan hóps samherja, eða andstæðinga” VAR SVO LÁNSAMUR AÐ EIGNAST GÓÐA VINI 0G MIKIL- HÆFA ANDSTÆÐINGA hásetapláss á Gullfossi 1917, en þá sigldi hann til Ameriku. Það voru nú hálfgerðar slarkferðir enda var þetta á striðstimum. Við urðum t.d. að taka kol til beggja leiða úti. Þau voru ófáanleg hér heima. Við full- fermdum skipið og fylltum svo þilfarið af kolapokum, sem við losuðum smátt ogsmátt i boxin, eftir þvi sem úr þeim eyddist. Það sást vist ekki mikið á hleðslumerkin þegar við létum úr höfn, svo hlaðinn var dallur- inn. En okkur hlekktist aldrei á.” „En svo fórstu i Stýrimanna- skólann?” • „Já.1918. Ætlunin var að vera þar tvo vetur heila. En spanska veikin setti strik i þann reikning, svo skólaveran varð ekki nema rúmur mánuður. En églauksvo farmannaprófi vorið 1919.” „Og svo?” „Ég fór i siglingar á enskum skipum og norskum fljótlega eftir prófið, og hafði fengið II. stýrimanns stöðu eftir tvö ár. Þá andaðist faðir minn, og ég þurfti að fara heim á Eyrar- bakka, til að annast heimilið.” „Ekki hefur þú verið lengi þar?” „Nei, þar var ekki verksvið lyrir mig, svo við fluttum til Reykjavikur 1922. Ég fékk aftur pláss á Gullfossi.” „Vannstu eitthvað i félags- og stjórnmálum milli þátta?” „Nei, ekki að ráði. En við stofnuðum samtök, far- mennirnir og náðum samni'ig- um við Eimskip um kaup" ig kjör, sem sniðinn var eftir danskri fyrirmynd, enda gerður i Kaupmannahöfn. Síðan gengum við í Sjómannafélagið hér heima, sem sérstök deild og afhentum þvi samningana og okkur sjálfa.” □ í landi og við land „Fljótlega bauðst mér hafn- sögumannsstaða við Reykja- vikurhöfn. sem ég tók og undi mér vel i.” „En. hvað um félags- og stjórnmálin?” „Þau komu nú fljótt til skjal- anna, eftir aðéghætti siglingum og mér reyndist það svo, að þar var hægara að komast i en úr. Það má lika segja, að mér væri kannski vel vært með það.” „Þetta hafa verið erfið ár?” „Já, það var enginn dans á rósum. Atvinnuleysið og kreppan hrjáði fólk óskaplega. og öll starfsemi i stéttarfélögum kostaði mikið erfiði. Svo eftir að ég kom i bæjarstjórnina 1934 reyndi enn meira á, að freista að bægja atvinnuleysisvofunni frá dyrum almennings. Við hóf- um fljótlega baráttu fyrir bæjarútgerð Alþýðuflokks- fulltrúarnir, og mörg hildi var háð á fundum við ihaldið. En svo fór að lyktum, að ákveðið var að stofna til bæjarútgerðar 1946.” „Og þú gerðist útgerðarstjóri þar? ” ,',Já, ásamt Sveini Benedikts- syni. Mér var nú satt að segja um og ó með það. En Bjarni Benediktsson lagði fast að mér, og flokkssystkinin studdu það eindregið. Mér fannst það niðurlæging að þora ekki að slá til og taldi lika, að mér yrði illa vært, að hafa barizt hart fyrir • málinu, og draga mig svo i hlé.” „En unnu þá andstæðingarnir vel með þér sem forstjóra?” „Já, bæði Bjarni Benedikts- son og Gunnar Thoroddsen studdu drengilega að þvi að lyrirtækið mætti blómgast og yrði ekki i' svelti fjárhagslega. Annað verður ekki um þá sagt. Það ersvo á almanna vitorði, að togaraútgerð hefur ekki ætið ausið upp gullinu hér á landi. Hins vegar hygg ég að siður verði deilt um þýðinguna fyrir atvinnu, einkum eftir að fisk- verkunin varð jafn stór þáttur og nú er.” r J Bankastjóri í Lands- bankanum „Svo gerðist þú bankastjóri i lokin.” „Já, en ég sóttist ekki eftir þeirri vegtyllu. Mér fannst ég vera annarskonarerfiðismaður. Hitt vissi ég, að ég hafði öðlast nokkuð viðtæka þekkingu á út- gerðarmálum, og gæti þar lagt liðaf minni reynslu. Mér fannst fljótlega að ég væri kominn i góðan hóp. Samstarfsmenn minir voru prýðismenn og við unnum samhent að þvi að greiða fyrir og úr marghátt- uðum erfiðleikum, sem steðjuðu að, eftir þvi sem fjármagn var fyrir hendi. Um þá á ég aðeins góðar minningar.” „En. el þú litur yfir farinn veg. Finnst þér þú bera sár eftir þina baráttu?” „Nei, alls ekki. Ég hef verið svo lánssamur að eignast góða vini og trausta meðal samherj- anna og einnig mikilhæfa and- stæðinga.sem ég virti, þó haröir væru og oft ósammála^mér. En það helur verið og er min skap- gerö að vilja meta hreinskiptið folk. hvort sem var innan mins flokkseða meðal andstæðinga.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.