Alþýðublaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 8
8 Föstudagur 19. marz 1976 alþýðu- blaðiö alþýðu- blaðið Föstudagur 19. marz 1976 VETTVANGUR 9 SKODANA- KÖNNUN ALÞÝÐU- BLAÐSINS Eitt af einkennum nútimaþjóðfélagsins er sjálfstæði ein staklinga i hugsun og athöfnum. Atburðarásin er nú hraða en nokkru sinni fyrr og þekking manna og þekkingarmiðlui er með allt öðrum hætti á okkar dögum en áður tiðkaðist. Að visu gerist það enn, bæði hér á landi, sem annars staðarj að fólk fæðist inn i stjórnmálaflokka, trúfélög og jafnvel iþróttafélög. Þrátt fyrir það er augljóst að skoðanir einstak- linga á einstökum málum fara eftir ýmsu og er fjarri þvi, að hægt sé að flokka fólk i staðlaða og óbreytanlega skoðana- hópa. Ef til vill er það lýðræð- is- og frelsishyggjan, sem hefur þannig kollvarpað hinni gömiu hefð fast- heldninnar og stuðlað að þeirri frjálshyggju, sem einkennir svo mjög hugs- un og lif almennings á þessum siðustu áratugum 20. aldarinnar. Tilraun með skoð- anakönnun Fólk hefur alltaf gaman af þvi, að gizka fram i timann eða spá um þróun einstakra mála eða úrslit. Að visu er forsagnarhæfi- leiki manna mjög mis- jafn, enda er sagt um suma menn að þeir séu forvitri. Aðrir og senni- lega flestir hafa minni hæfileika til að sjá fyrir um óorðna hluti. Alþýðublaðið mun nú á næstunni gera tilraun með skoðanakönnun og hefst sú fyrsta 1 blaðinu I dag. Þessari skoðana- könnun verður þannig háttað, að lesendur Al- þýðublaðsins geta fyllt út þar til gerð spurninga- form, klippt úr blaðinu og sent til Alþýðublaðsins, Pósthólf 320 Reykjavik. Tíu dögum eftir að skoðanakönnun birtist i blaðinu mun umsjónar- maður hennar og annað aðstoðarfólk hringja i jafn marga einstaklinga og sem nemur fjölda inn- kominna svara og leggja fyrir þá sömu spurningar. Simaskráin verður notuð þannig að valin verða númer eftir ákveðnum reglum, t.d. efsta nafn á tiundu hverri siðu i skránni. Rétt er að taka fram, að hér er aðeins um tilraun að ræða og er hugsanlegt, að einhverjar breytingar verði gerðar á formi hennar að fenginni reynslu. Sá sem svarar þessari spurningu er ára Karl kona (Setjið x þar sem við á) Eiga opinberir starfsmenn að hafa verkfallsrétt? já NEI SUMIR HEF EKKI SKOÐUN Leiðbeining: Setjið x við það svar, sem við á. Klippið út og setjið í lokað umslag. Utanáskrift: Skoðanakönnun Alþýðublaðsins Pósthólf 320 Reykjavík ÓPÍUM- OG MORFÍNSTULDIR ERU ÓTRÚLEGA ALGENGIR! I „ópiumtöflum og morfini stolið”, „Brot- izt inn i báta og róandi töflum, ásamt fleiri lyfjum stolið”. Slikar fyrirsagnir getur oft að lita i dagblöðunum. Þessum fréttum er þó alls ekki hampað, enda kannski ekki ástæða til þess. Ef hins vegar finnst hass á einhverj- um, þá verður mikið fjaðrafok, og fylgzt er með rannsókn málsins af mikilli gaumgæftii. Af þessu mætti ætla, að fyrrnefndu efnin væru miklu hættuminni en þau siðamefndu, sem er alls ekki, þvi þar er mikill munur á. AlþýöublaöiB aflaBi sér upp- lýsinga um innbrot i skip, þar sem lyfjakassinn hefur veriB takmark þjófanna. Fyrst var haft samband viB Sigurjón Jónsson, lyfjaeftirlitsmann, og hann spuröur um eftirlit meö þessum litlu „apótekum”, sem eru nauBsynleg I öllum skipum. Sérstakar reglur um ávana- og fiknilyf „Lyfjabirgöir skipa eru endurnýjaöar einu sinni á ári, og er þaö yfirleitt gert i byrjun vertiöar. Þegar þaö er búiö, þá eru gefin út vottorö um aö lyf ja- kassinn sé i lagi. t sérstökum lyfjabúöum eru afgreidd lyf til skipa. Viö endurnýjun, er lyfj- um bætt i, eftir þvi sem þurfa þykir. Skipstjóri getur fengiö flest öll lyf, sem I kassanum eru, sam- kvæmt skriflegri beiöni. Þetta gildir þó ekki um ávana- og fikniefni, um þau gilda sérstak- ar reglur. Aftur á móti, þegar þeim lyfjum er stoliö, þá er nauösynlegt aö bæta þeim aftur i kassann. Styrkleiki allra lyfja, sem eru Ilyfjakössunum.er samkvæmt lyfjaskrá. 1 morfinsprautunum, er t.d. 2% morfln eins og lyfja- skráin gerir ráö fyrir.” Les oftar um það i blöðunum „Það koma einstaka mál til okkar, sem fjalla um þjófnaöi á ávana- og fikniefnum úr skip- um, en i flestum tilvikum fáum viö þau ekki til rannsóknar”, sagöi Asgeir Friðjónsson dóm- ari hjá Fikniefnadómstólnum. „Maöur les oftar um þessa þjófnaöi úr lyfjakössum i blöö- unum, þannig aö i flestum til- Lyfjageymslur báta freista margra. Flestir morfínþjófarnir eru innan við þrítugsaldur. Rætt við Njörð Snæhólm aðalvarðstjóra hjá rannsóknarlögreglunni vikum fáum viö þá ekki til rann- sóknar. Ég held, þessi mál séu tekin, eins og um venjulega þjófnaöi sé aö ræöa. Þarna virö- ist vera um óhefta áráttu viss hóps manna i lyfjakistur, og sýnist mér, aö helzt sé leitaö eft- ir morfini. Hvort þarna sé um, eiturlyfjasjúklinga að ræða, get ég ekkert sagt um, en þó held ég að svo sé ekki”. Ákveðnar tegundir i tizku? Hvaða tegundir af sterkum lyfjum eru algengastar? „Fyrir nokkrum árum var töluvert af LSD I umferð, en svo hvarf þaö alveg. Nú höfum viö engin slik mál til meðferöar, og höfum ekki haft I nokkurn tlma. Hins vegar viröist innflutningur á amfetamindufti og neyzla þess, hafa færzt mikiö I vöxt. Margar ástæöur eru sjálfsagt fyrir þessari breytingu. Þetta gæti þess vegna veriö tizku- fyrirbrigöi”, sagöi Asgeir aö lokum. Tekin sem almenn þjófnaðarmál „Það er alltaf töluvert um innbrot I báta, og er þá oft stoliö úr lyf jakistum þeirra. Margir af þessum strákum sem leita I lyfjakistumar, eru þeir sem hafa verið i „hárvatninu”, þ.e.a.s. þefa af eða drekka hár- vatn, til þess að komast i ein- hvers konar vimu”, sagði Njörður Snæhólm aðalvarö- stjóri hjá lögreglunni. „Ég get ekki gefiö þér neina nákvæma tölu um innbrot af þessutagi, enda yröi þaö gifur- leg vinna aö safna öllum gögn- um I þessu sambandi. Þeir, sem stunda þessa iöju, eru flestir innan viö þritugsaldurinn. Þetta er i flestum tilfellum gaukar, sem vinna viö sjóinn. Þegar ekki er sjóveöur, þá eru þeir á þvælingi niöur viö bátana, og of t einhverjir meö þeim. Oftast eru þeir fullir, og fá þá útrás til aö svala forvitni sinni á þessum lyfjum. Hér er ekki um forfallna eiturlyfjasjúklinga að ræöa. Það er almennt tekið á þess- um málum sem almennum þjófnaðarmálum, og þau af- greidd sem slik”. Fullir að sprauta sig Fyrir nokkrum dögum var framið innbrot I bát sem lá I Keflavíkurhöfn, og stolið ópiumtöflum og morfini. Höfö- um við samband við Hauk Guömundsson, lögreglumann i Keflavik, og spuröum hann nán- ar um þessi mál. „Já, þaðer þó nokkuö um mál af þessu tagi hérna, og er ég ekki frá þvi að þau hafi eitthvað aukiztuppá siðkastið. Það byrj- aði fyrst að bera á þessum inn- brotum um og eftir 1973. Það er mjög vont að ná I þessa aöila, þvi að I sumum tilvikum eru það skipsverjarnir sjálfir sem eru hinir seku. Þeir, sem sækja i lyfjakassana, éru I flest illum tilvikum undir áhrifum á- fengis. Ég hef ekki trú á að þetta séu eiturlyfjasjúklingar. Venjulega er fjallað um þessi mál eins og önnur þjófnaðar- mál, en það getur oft verið erfitt að yfirheyra þjófana, vegna þess að þeir eru oft i mjög mis- jöfnu ástandi. Það var komiö að einum sl. vetur, þar sem hann var blindfullur aö reyna aö sprauta i sig morfini. Var hann búinn að pikka sig allan inn að beini. Eins og gefur að skilja, þá er þarna um stórhættulegan verknaö að ræða”, sagði Hauk- ur að lokum. GG KEDIUBREFIN BÚNNUD! Lagt fram á Alþingi frumvarp um eftirlit með opinberum fjársöfn- unum - og um bann við fjársöfn- unaraðferðum sem teljast hæpnar Lagt hefur veriö fram á Alþingi frumvarp til iaga um opinberar fjársafnanir. Flutningsmaður er Helgi Seljan. Frumvarpiö hefur tvisvar veriö flutt áöur, en hlaut i hvorugt skiptiö endanlega af- greiöslu. í greinargerö með frumvarpinu segir á þessa leiö: Fjársafnanir ýmiss konar eru orönar mjög algengar. Jafnan fara þær fram I góöum tilgangi, og það skal fram tekiö, aö engin sérstök ástæöa tii tortryggni ligg- ur að baki þessa frumvarps. Hins vegar skortir nokkuð á um laga- setningu, sem ákvarði fyrir- komulag og uppgjör slikra fjár- safnana. Ekki er það óalgengt, að fjár- safnanir skili milljónum I hendur þeirra, sem fyrir þeim standa, og almenningur, sem þarna leggur fram sina fjármuni, á siöferði- lega heimtingu á þvi að vita nið- urstööur söfnunar og ráöstöfun fjárins. Hverjum þeim aöila, er aö f jár. söfnun stendur, á einnig aö vera þaö ljúft aö sýna allt á hreinu, svo aö enginn blettur geti falliö á að- standendur eða markmið slikrar söfnunar. Hér virðist vanta all- mjög nánari lagafyrirmæli. Þetta frumvarp, sem mjög er sniöiö eft- ir löggjöf I Danmörku, miöar aö þvi, aö hér komist á fastar og skýrar reglur um framkvæmd og skipulag slikra fjársafnana. Þaö skal rækilega undirstrikaö, aö hér er á engan hátt verið aö bregöa fæti fyrir heilbrigöar fjársafnan- ir, frekar er hér um aö ræöa undirstrikun á tilvist þeirra og réttmæti, en um leið ætti að vera hægar aö stemma stigu viö fjár- söfnunum, sem engan rétt ættu á sér. Einnig ætti ákveöin lagasetning aö koma I veg fyrir óþarfa og ó- réttmæta tortryggni, en reyndar skýra eöli og tiigangur frum- varpsins sig fullkomlega. Þaö er varla ofsagtaö fjársafn- anir séu orðnar mjög algengar hér á landi, eins og segir I upphafi þessarar greinargeröar. Nær sanni væri aö ætla, að fjársafnan- ir væru hér fleiri og almennari en i nokkru öðru landi. □ Tilgangurinn helgar meðalið 1 æsku er börnum strax kennt, aö fjárhættuspil séu af hinu vonda og þau beri aö foröast, sem aöra meiriháttar lesti og glæpi. En þegar þjóðþrifastofnanir standa fyrir og reka happdrætti sem velta hundruðum milljóna á ári Lukkuhjól happdrættanna fá — frumvarpinu sam- kvæmt—að snúast áfram á sinn hefðbundna hátt... ... en keðjubréfaskriftir, betl — eða hótunarbréf munu flokkast undir ósæmilegar fjár- öflunaraðferðir. breytist fjárhættuspiliö og veröur að góðgeröarstarfsemi. Þegar einmana ræfill slangrar um göturnar og biður vegfarend- ur um aura til aö kaupa þær nauö- þurftir, sem hann telur mikilvæg- astar, er hann kallaður betlari. Á hinn bóginn snýst máliö viö ef hinn almenni borgari missir hús sitt og bú I eldsvoöa og biöur um fjárhagsaöstoð til að framfleyta sjálfum sér. □ Fjársafnanir eru fyrirtæki Þaö er mjög nauðsynlegt aö setja lög um fjársafnanir eins og hér er lagt til, enda er hér um að ræða stórar fjárfúlgur, sem al- menningur lætur af mörkum til verðugra málefna. Það er einnig nauösynlegt aö fullt eftiriit sé haft með opinber- um fjársöfnunum til þess aö draga úr eða koma I veg fyrir tor- tryggni i garö þeirra, er að f jár- söfnun standa. □ Keðjubréfin bönnuð Fyrir tveim árum gekk sérstök keðjubréfaalda yfir hér á landi. Keðjubréfin hafa skotiö upp koll- inum af og til og eru enn langt. frá þvi aö vera úr sögunni. Enda þótt frumvarpið sé mjög tlmabært og gagnlegt er spurning hvort ekki sé ástæða til að taka þessi mál öll til enn frekari athug- unar og meðferðar en hér er lagt til. —BJ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.