Alþýðublaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 19.03.1976, Blaðsíða 11
bla^fd Föstudagur 19. marz 1976 Emma á Heygum les mikiö og hlustar á útvarp. Hinsvegar kærir hún sig ekkert um aö fá sjúnvarp. að vinna þegar maöur getur það. En svo þegar heilsan er búin, þá finnst mér lika allt búið og timi til kominn að fara að kveðja.” Þegar hér var komið var Emma búin að hella upp á könnuna en hafði orð á þvi að sér fyndist blaðamaðurinn æði forvitinn. En það er nú einu sinni svo, að vinna blaðamanns- ins er m.a. fólgin i þvi að spyrja. Þá brosti sú gamla og gaf með þvi i skyn, að i þvi tilviki mundi hún umbera forvitnina. — BJ í Siðumúla 21 hér i borginni búa allmargar fjölskyldur og einstaklingar, sem áður bjuggu i Vestmannaeyjum, en af ýmsum ástæðum fluttu ekki aftur til Eyja eftir gos. Þetta er eldra fúlk, sem allt hefur lokið miklu og löngu lifsstarfi og hefurnú breytt allmikiðum lifs- hætti, eins og gengur og gerist og á fyrir flestum okkar að bggja- • Dani í húð og hár Blaðamaður Alþýðublaðsins leit inn til fyrrverandi nudd- konu, sem þar býr, Emmu á Heygunij sem nú er um áttrætt. Emma flutti til íslands frá Færeyjum árið 1925 og hafði þá búið þar með manni sinum og tveim dætrum i tvö ár. En þó að Emma beri þetta mjög svo færeyska nafn er hún samt eigi að siður Dani I húð og hár. Þrátt fyrir það segist Emma þó álita, að hún sé ef til vill alveg eins mikill og góður Islendingur og ýmsir aðrir, sem eiga rætur sinar að rekja til hinna ipnfæddu. • Mikið nudd Emma lærði nudd I Skodsborg i Danmörku. Eftir að hingað kom rak hún, ásamt systur sinni önnu Katarine (Katy), nudd- stofu i Vestmannaeyjum. Þegar Katy svo giftist rak Emma nuddstofuna áfram allt þartiigaus i Vestmannaeyjum. Þarmeð var stór punktur settur aftan við mikið nudd og langan starfsdag. • Les mikið — Hvernig finnst þér að búa svona einni sér? „Ég hef nú búið ein svo lengi, að það brey tir nú ekki miklu. Annars finnst mér þetta ágætt hér. Þetta fólk, sem býr hérna I húsinu er allt gamlir Vestmannaeyingar, gamlir vinir minir. Annars er Uppí á 3. hæð I Slöumúla 21 er setustofan. Þar er oft rabbað um eitt og annað, bæði gamlar minningar úr Eyjum og svo daglega-'(viðburði. ég mikið ein. Þó koma gestir einstöku sinnum. Ég les mikið. Sumar bækurnar les ég aftur og aftur. Svo hlusta ég á út- varpið.” — Hvað með sjónvarp? „Nei, ég hef engan áhuga á að fá mér sjónvarp og það er ekki af þvi að ég sé svo blönk. Annars hef ég aldrei safnað peningum. Peningar eru til að kaupa fyrir og þaö hef ég yfir- leitt gert.” • Vildi geta eytt meiru — Ertu hamingjusöm? „Æi nei, þaðheld ég ekki. Ég er alveg tilbúin að deyja. Annars fer svo sem nógu vel um mann.” — Dugar ellilifeyririnn? „Já, já. Ég borga lága húsa- leigu og borða litið og eyði reyndar mjög litlu. Þvi miður. Ég vildi ég hefði heilsu til að eyða meiru. — Hvað álitur þú um ei- lifðina? ,,Ég er trúuð, mjög trúuð. Hún systir min, sem heimsótti mig hérna fyrir jólin frá Banda- rikjunum, hún er nú ekki aldeilis á þvi að ég sé trúuð. En það er nú hennar mál.” • Vinnan gerir fólk hamingjusamt - Anægjulegustu minning- arnar? „Mér leið afskaplega vel i Vestmannaeyjum. Þegar ég var I fullu fjöri og gat unnið. Þá var gaman at> vera til. Það voru dásamlegirdagar. Þaðermikil gæfa, að hafa nóg að gera og ég tala nú ekki um, þegar maður fær að vinna það sem maður hefur ánægju af. Það er á hinn bóginn jafn ömurlegt að fá ekki IÐNAÐURINN VERÐUR AÐ FA AÐ KEPPA A JAFNRÉTTISGRUNDVELU Friðriksson, fyrrum formaður Félags ísl. iðnrekenda segir Gunnar J „Ég lit svo á”, sagði Gunnar J. Friðriksson i samtali við blaðið, „að væri vel búið að iðn- aðrnum, þyrfti hann enga toll- vernd. Hitt liggur i hlutarins eðli, að frumskilyrði þess að iðnaður geti þrifizt og blómgazt, er að jafnvægi sé i efnahags- kerfinu. Verðbólga, eins og við höfum búið og búum við, hlytur að leika alla ákaflega grátt. Iðnað- urinner atvinnugrein, sem stöð- ugt þarf á að halda endurnýjun og samhæfingu við það, sem bezt er gert. En þvi er ekki að neita, að hann er þyngri i vöfum en svo. að hann þoli til lengdar stórar sveiflur.” „Telur þú, að iðnaðurinn sé hart haldinn i tollamálum?” „Það mál er alls ekki einfalt og verður ekki rakið I stuttu rabbi. Hitt vil ég segja, að það er mér mjög óskapfellt, ef gripa ætti til innflutningshafta og skömmtunar. Ég vil berjast. En auðvitað er það skilyrði, að sú barátta sé háð á jafnréttisgrundvelli. Sé þess ekki gætt hlýtur sá, sem lakari hefur vopnin, að vera dæmdur til ósigurs.” „Og með jafnréttisgrundvelli áttu við?” „Þar kemur fleira en eitt til greinaEn tökum t.d. möguleika til fjárfestingarlána. Almennt mun iðnaðurinn búa við 50% há- mark þar, þó má vera að fisk- iðnaður hafi eitthvað rýmri kjör. En mér skilst, aö t.d. fiskiskipakaup séu i miklu hærri lánaflokki, allt upp i 95% lán, þegar allt er talið og það sem hagstæðast er. Svo er ekki þvi að neita, að erlend samkeppni getur verið erfið. Við skulum taka til dæmis, að þeir, sem geta varið stórum fjárfúlgum i auglýsingar i áhrifamiklum fjölmiölum, hafa allt aðra að- stöðu til að selja sina vöru en hinir, sem skortir fjármagnið”. „Og þetta er ekki eingöngu bundið við vörugæðin?” „Nei, alls ekki. Margar is- lenzkra iðnaðarvörurstanda hin um erlendu fullkomlega á sporði.” „Hvað viltu segja um áhrif nýgerðra kjarasamninga?" „Mér virðist, að framhjá þvi verði ekki komizt, að þeir þýði verðlækkanir. Nokkur bót er i máli, að áhrif þeirra koma i áföngum. En það liggur I hlut- arins eðli, að hækkun fram- leiðslukostnaðar fari meira og minna út i verðlagið. En verð- bólgan er okkar mesta böl. Vegna hennar gefst fyrirtækj- um ekki kostur á að byggja sig nægilega upp, og slhækkandi verðlag kemur "fram i rýrnand'i' birgðum nauðsynlegra hrá- efna.” „En telur þú ekki hreyfingu i þá átt, að fólk kaupi fremur innlendar vörur en útlendar?” „Um það er erfitt að fullyrða, en þó hygg ég að svo sé, enda er þess full þörf. Kaup á innlend- um vörum, sem eru jafngóðar hinum erlendu er tvennt i senn, gjaldeyrissparnaður og stuðn- ingur við þjóðarhag. Þess mættu landsmenn minnast. Og eigi iðnaðurinn að geta uppfyllt það hlutverk, að taka við og veita atvinnu fyrirsjáanlegri aukningu á vinnumarkaðinum, er fátt brynna en að honum sé fullkominn sómi sýndur.” „Fullkomlega sammála. En ertu bjartsýnn á, að þetta tak- ist?” „Það verður að takast, og ég tel mig vera bjartsýnismann i þvi efni, þó full nauðsyn sé að viðhafa raunsæi i þessu sem öðru.” lauk Gunnar J. Friðriks- son máli sinu. — OS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.