Alþýðublaðið - 31.03.1976, Side 7

Alþýðublaðið - 31.03.1976, Side 7
VETTVANGUR 7 öu biaðíö Miðvikudagur 31. marz 1976. skil, heldur aðeins drepið á það helzta. Útlit og horfur i hinum einstöku iðngreinum eru mjög misgóðar eins og sjá má i upp- talningunni hér á eftir. Matvæla- og drykkjar- vöruiðnaður Ekki eru fyrirsjáanleg nein af- gerandi þáttaskil i þessari grein. Starfshópurinn spáir lit- illi mannaflaaukningu, heldur mun framleiðniaukning mæta aukinni eftirspurn. Ekki eru forsendur fyrir útflutningi vegna hins háa framleiðslu- kostnaðar. Vefjar-, fata- og skinnaiðnaður Spáð er töluverðri vinnuafls- aukningu i þessari grein. Vax- andi hluti framleiðslunnar verð- ur fluttur út, og þá aðallega ull- ar- og skinnavörur ef efld verð- ur vöruþróunar- og markaðs- starfsemi. Einnig er vert að geta veiðar- færaiðnaðar. tslenzkur markað- ur fyrir veiðarfæri er tiltölulega stór og byggir starfshópurinn spá sina á aukinni hlutdeild inn- lendrar framleiðslu i heima- markaðinum. Trjávöruiðnaður Starfshópurinn tekur ekki undirbjartsýnarspár um allt að 17% mannaflaaukningu i þess- ari grein. Mestur hluti þessa hóps tilheyrir húsgagnaiðnaðin- um, og þar má gera ráð fyrir vaxandi samkeppni vegna breytinga á innflutningsaðstæð- um. „Ekki er óliklegt, að hinir stærri og þróaðri innlendir hús- gagnaf ramleiðendir muni standast samkeppni við inn- flutning næstu ára. Minni verk- stæðum mun fækka og munu þau snúa sér meira að þjónustu og viðgerðum”. Pappirsiðnaður 1 pappa- og pappirsvörugerð muni vinnuafl standa i stað, en aukinni eftirspurn mætt með aukinni framleiðni. t öðrum greinum svo sem prentun og bókagerð verður ekki teljandi aukning vinnuafls, enerlend samkeppni mun knýja fram endurskipulagningu. Efnaiðuaður A árunum 1966—1972 varð vinnuaf lsaukning i þessum flokki 25%. en spáin gerir ekki ráð nema fyrir 8% aukningu á árabilinu 1972—1980. Þó verður að taka þessa spá varlega þvi ekki þarf nema tilkomu einnar nýrrar framleiðslugreinar til að þessar tölur raskist. 1 framtiðinni gæti orðið um verulega aukningu að ræða á þessu sviði. Og kæmi þar nýting ódýrra orkulinda okkur að not- um. Steinefnaiðnaður 1 steinefnaiðnaðinum er gert ráð fyrir minnkun vinnuafls vegna aukinnar vélvæðingar, þetta er háð þvi skilyrði að ekki komi til nýr iðnaður á þessu sviði. Stærsta fyrirtæki steinefna- iðnaðarins er Sementsverk- smiðja rikisins. Hún fær við vaxandi vandamál að glima nema tækninýjungar verði teknar i notkun og gæði fram- leiðslunnar bætt. Frumvinnsla málma Frumvinnsla málma hér á landi byggist á ódýrri raforku, og markaðsmöguleikum erlend- is. Aðeins eitt fyrirtæki er starf- andi hér á landi i þessari grein, Isal h/f. Það nýtur margskonar sérstöðu hvað varðar orkuverð og skattlagningu. Gert er ráð fyrir nokkurri mannaflaaukn- ingu. Bent er á möguleika i sam- bandi við frekari vinnslu áls hér á landi, þar eð verðmætisaukn- ing við frekari vinnslu er um 100%. Skipasmíðar Stálskipasmiði er tiltölulega ný atvinnugrein, og þvi vöxtur- inn verið ör. Gert er ráð fyrir töluverðri mannaflaaukningu fram til 1980. Talið er varasamt að blanda saman nýsmiði og viðgerðum, þar eð það komi i veg fyrir beitingu skipulegra og þróaðra aðferða. Nauðsynleg forsenda jákvæðrar þróunar er talin markvissari fjármagns- stýring en verið hefur. Málmsmiði „Til þessa flokks teljast öll málmiðnaðarfyrirtæki, nema þau, sem vinna að viðgerð og smiði skipa, bifreiða og ílug- véla.” Ekki er gert ráð fyrir neinni umtalsverðri mannafla- aukningu, i nánustu framtið, en ef lengra er litið þá eru verkefn- in næg. Bifreiða- viðgerðir Spáð er fjölgun i bifreiðavið- gerðum. Þó mun sú aukning ekki verða i hlutfalli við aukna bifreiðaeign þjóðarinnar, vegna bættrar vinnutækni. Þetta er það helzta úr spá starfshópsins. Ef eitthvað er missagt eða slitið úr samhengi biður undirritaður velvirðingar á þvi. Ekki verður rætt hér um framtiðarhorfur i nýiðnaði. Ekki er búizt við neinum um- talsverðum nýjungum i stóriðju fram til ársins 1980 utan ef járn- blendiverksmiðjan á Grundar- tanga kæmist á legg. 1 fram- leiðsluiðnaði eigum við mörg tækifæri, en ekki verður séð að þau komist af umræðusbginu fyrir árið 1980. E S BORÐOG 1973 Stofnlánadeild landbún.....30 mill. Fiskveiðasjóður............35mill. Iðnlánasjóður..............50 mill. 1974 1975 121 mill. 202 mill. 210mill. 312 mill. 50mill. 50mill. Ekki verður af þessu séð að fjármagnsdreifingin sé á þann hátt, að forgang hafi það sem skilar mestri arðsemi. Þrátt fyrir að iðnaður hafi skilað langmestri arðsemi heildarfjár- magns nú undanfarin ár, hefir minnst áherzla verið lögð á aukningu f jármuna innan hans. Skortur á sérmennt- uðum mönnum sem unnið geta að skipu- lags og þróunar- málum fyrirtækja Fæst hinna smærri iðnfyrir- tækja geta ráðið sérmenntaða menn til að vinnaað framtiðarat hugunum, fjárhagsáætlunum, skipulagi og tækniþróun. En þegar fyrirtækin auka fram- leiðslugetu sina, oftar vegna fjölgunar starfsfólks en fram- leiðniaukningar, verður ráðning sliks manns möguleg. En menn með einhverja starfsreynslu liggja ekki á lausu, og ráðning )r nýmenntaðs manns getur valdið erfiðleikum, ef hann á einn að menntun, telur starfshópurinn, að allar aðgerðir séu langt á eft- ir þeim breytingum á atvinnu- háttum og vinnuaðferðum sem sifellt koma fram. Mjög er gagnrýnd iðnskóla- kennslan og hún talin langt á eftir timanum. Til úrbóta er bent á svonefnd „teknologisk institut” sem starfrækt eru á vegum hins opinbera viða er- lendis. Þar fer fram mjög sér- hæfð kennsla sem miðast við þarfir nútimans. Getið er verkstjóranámskeiða Iðnþróunarstofnunar Islands, og bent á að þar mætti gera bet- ur. Þá er nefnd stjórnunarfræðsla fyririðnrekendur. Þrátt fyrir að þessi fræðsla sé i sjálfu «ér mjcg til bóta, virðist stjórnendur skorta aðstoð til þess að koma nýlærðum fróðleik i fram- kvæmd og aðhæfa hann fyrir- tækinu. Niðurstaða Hérhefir verið gripið á nokkr- um stöðum niður i úttekt starfs- hópsins á stöðu og aðbúnaði iðn- aðarins, en fjarri þvi að efninu hafi verið gerð nokkur fullnað- arskil. Ljóst er af þvi sem fram hefir komið að hlutur iðnaðar i aðstoð rikisins við atvinnuvegina er langtfrá þvi að vera viðunandi. Einnig háir skortur á skipulagn- ingu frekari uppbyggingu margra iðngreina. Hjal ýmissa stjómmálamanna um stuðning við iðnaðaruppbyggingu i land- inu hlýtur að verða vegið og léttvægt fundið þegar litið er til þeirrar aðstöðu, eða aðstöðu- leysis, sem iðnaðinum er búin i dag. Framtiðarspár Hér að framan hefir i stuttu máli verið rakin staða iðnaðar- ins i dag. En hvaðber framtiðin i skauti sér? Þessu hefir starfs- hópurinn leitast við að svara, og þá miðað spár sinar við árið 1980. Margar spár hafa áður komið fram um breytta skiptingu vinnuafls á atvinnugreinar. Al- mennt er ekki talið að veruleg mannaflaaukning komi til greina i landbúnaði né heldur sjávarútvegi. Sérfræðingar á vegum rikisins hafa áætlað að hlutur framleiðslu- og þjónustu- iðnaðar.muniaukastum 18,5% á árabilinu 1972—1980. I álitsgerð sinni telur starfs- hópurinn, að án verul^gra breytinga á aðstöðu iðnaðárins muni þessi aukning ekki verða nema um 8%. En geta má þess að á næsta sex ára timabili á undan, (1966—1972) var aukn- ingin 18,5%. Útlitið misgott Ekki verðurframtiðarspá rfs- hópsins gerð hér nein fullnaðar- mótframlaga i stofn- lánasjóði og forgangsfyrir- greiðslu varðandi rekstrarlán. Auk þess fá þessir atvinnuvegir lán sín á mun hagstæðari kjör- um hvað snertir vexti, lánstima og visitölubindingu. Vextir af rekstrarlánsfé eru um 36% hærri i iðnaði heldtir en land- biinaði, og 32% hærri i iðnaði heldur en sjávarútvegi. Mismunun á fram- lagi til fjár- festingalánasjóða Hér að neðan er birt tafla sem sýnir framlag rikfsins i helztu fjárfestingarlánasjóðum atvinnuveganna; byggja upp starfssvið sitt innan fyrirtækisins. Sums staðar hafa fyrirtæki verið skipulögð með það i huga að slikur sérfræðingur starfaði þar, en slik fyrirtæki eiga vana- lega i sömu erfiðleikum og önn- ur með að finna menn með reynslu. ,,Verk- ,og tækni- menntun” Hvað varðar verk- og tækni- NAÐUR-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.