Alþýðublaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 11.05.1976, Blaðsíða 14
14 FRA MORGNI... Þriðjudagur 11. maí 1976 hla^Sð* Útvarp Þriðjudagur 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Morgun- leikfimikl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dag- bl.) 9.00 og 10.00 Morgunbænkl. 7.55. Morgunstund barnannakl. 8.45: Guðrún Birna Hannes- dóttir les framhald sögunnar af „Stóru gæsinni og litlu hvitu öndinni” eftirMeindert DeJong (8). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli at- riða. Fiskispjall kl. 10.05: As- geir Jakobsson flytur. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Til- kynningar. 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Gestur i blindgötu” eftir Jane Black- more Valdis Halldórsdóttir les þýðingu sina (2). 15.00 Miðdegistónleikar Adolf Scherbaum og Barokkhljóm- sveitin I Hamborg leika Trompetkonsert nr. 2 i D-dúr eftir Giuseppe Torelli: Scher- baum stjórnar Amsterdam kvartettinn leikur Kvartett nr. 1 i D-dúr fyrir flautu, fiölu og sembal eftir Georg Philipp Telemann. Jörg Demus leikur á pianó Partitu nr. 1 i B-dúr eft- ir Johann Sebastian Bach. Hu- bert Schoonbroodt, Pierrick Houdy, Robert Gendre og kammersveit leika Konsertsin- fóniu fyrir sembal, pianó, fiðlu og kammersveit op. 9 eftir Jean Francois Tapray: Gérard Cartigny stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). Tónleikar. 17.30 Sagan af Serjoza” eftir Veru Panovu Geir Kristjánsson les þýðingu sina (6). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.00 Nokkur orð frá NairobiSéra Bernharður Guömundsson flyt- ur erindi 20.00 Lög unga fólksins Sverrir Sverrisson kynnir. 21.00 Að tafli Ingvar Asmundsson flytur skákþátt. 21.30 Elly Ameling syngur lög eft- ir Hugo Wolf Irwing Gage leik- ur á pianó (Hljóðritun frá belgiska útvarpinu). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöldsagan: ,,Sá svarti senuþjófur”, ævi- saga Haralds Björnssonar. Höfundurinn, Njörður P. Njarövik, les (19). 22.40 Harmonikulög Adriano leikur. 23.00 A hljóðbergi „Tal som regn”. Karen Blixen ræðir um sjálfa sig sem söguþul og segir frá Barrabasi og vini Heródes- ar konungs. 23.40 Fréttir. Dagskrárlok Sjónvarp Þriðjudagur 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Þjóðarskútan Þáttur um störf alþingis Umsjónarmenn Björn Teitsson og Björn Þor- steinsson. Stjórn upptöku Sigurður Sverrir Pálsson. 21.20 MóCloudBandarískur saka- málamyndaflokkur. Riddaralið stórborgarinar Þýðandi Krist- mann Eiðsson. 22.50 Hver á að metta mannkyn- ið? 1 þessari bandarísku fræðslumynd er lýst eðli og ástæðum matarskortsins i heiminum og bent á hugsanleg ráðtil úrbóta. Einnig eru borin saman lifskjör manna I hinum ýmsu heimshlutum. Þýöandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 23.35 Dagskrárlok Líkt og kaka án lyftidufts: llla farið með gott hráefni Austurbæjarbió sýnir þessa dagana bandariska mynd, sem tekin er á Englandi, Italiu og Sviþjóð — þar sem fjallað er , eða öllu heldur gerð tilraun til að fjalla um efni, sem harla litlar heimildir eru til um og kvik- myndahandritið nánast skáldsagna- ritun. Reyndar er islenzka nafn myndarinnar „Drottning i útlegð” afskaplega viilandi þýðing á ,,The Abdiction” — þvi að eftir túlkun handrits- höfunda afsalaði Kristln Svía- drottning sér völdum af fúsum og frjálsum vilja, þar eð hún gat ekki hugsaö sér að ganga að eiga mann af stjórnmála- ástæðum einum saman, án tillits til þess hvort hún elskaði hann og virti. Eftir ákafa leit finnur Kristin (Liv Ullman) fyrst þann mann, sem hún fellir hugi til, þegar Azzolini kardináli (Peter Finch) einn af frambjóðendum til páfa- kjörs, fær það verkefni að meta hvort hvarf fyrrverandi drottningarinnar til kaþólskr- ar trúar muni henta kirkjunni I áróðursskyni. Azzolini felur þessa athugun undir þvi yfirskyni, aðhann sé að fuÚvissa sig um einlægni drottningar, en i rauninni er hann að tefja timann, þvi að páfi liggur fyrir dauðanum og verkefni það, sem honum var faliö, gæti orðið honum lyfti- stöng I væntanlegu páfakjöri — ef hann er fær um að velja réttu augnablikin og um það að sjá viö bellibrögðum mótframbjóðenda sinna. Ætlun Ruth Wolf handrits- höfundar og Anthony Harvey leikstjóra hefur eflaust verið sú aö sviðsetja i þessari valda- baráttu sérstæða og óvenju- lega ástarsögu, og reyndar hafa þeir komist talsvert áleiðis f þeim ásetningi sinum. En stundum er það ekki nema herslumuninn, sem vantar til að mynd nái i gegn og hrifi áhorfandann, þótt mikið sé reynt, og þá er þaö oft vegna þess að eitthvað er til sparað, eða einhverju ofaukið. Þannig er það um þessa mynd. Hún lofar góðu — en hinn þungi tónn hennar verður of þungur i ekki lengri mynd en þetta — og sifelld mynda- taka um gler, sem smurt er feiti verður þreytandi til lengdar. Það vantar inn I milli. Það vantar hina léttu, frjálsu og óhindruðu mynd- frásögn, sem hvilir áhorfand- ann og undirbýr hann undir þungar samræður og hugleið- ingar. Þess vegna verður myndin likust köku, sem gleymst hefur að setja i lyftiduft. Er bragðgóð að visu, en óneitan- lega illa farið með gott hrá- efni. — BS frAbærlega CARACAS Fréttir haf a nú borizt til Þjóðleikhússins frá Alþjóðaleiklistarhátið- inni i Caracas i Vene- zuela, þar sem leik- flokkur frá Þjóðleik- húsinu sýndi leikritið INÚK 8 sinnum. Á hátiðinni komu fram 30 leikhópar frá 20 löndum, flestir frá Suður-Ameriku en einnig hópar frá Þýzkalandi, Dan- mörku, Sviþjóð, Spáni, Frakklandi, Júgó- slaviu, Póllandi, ftaliu og Portúgal, auk is- lenzka hópsins. Undirtektir áhorfenda á sýningum INÚK hafa verið frábærar, leikhúsin troöfull á öllum sýningunum og þurftu margir frá að hverfa. Ahorfendur risu úr sætum I lok sýninganna og bravóhróp dundu á leikurunum. Dagblöð i' Cara- cas hafa kallaö sýninguna bezta verkið á hátiðinni og eigi þaö eftir að marka spor i leikhúsi álfunnar. Sjónvarpið i Caracas gerði sérstaka upptöku á öllu verkinu, sem sýnd verður i menningarþætti þess. Nokkur barnaleikrit hafa veriö sýnd á hátlðinni i tengslum við bamaleikhúsþing, sem haldið er á staðnum. Var ein sýning á 1N(JK sérstaklega ætluð börnum og var það eina INUKUM TEKIÐ í verkið á hátiðinni sem sýnt var fyrir alla aldursflokka. Forstöðumenn leiklistar- hátiðar i Sao Paulo, sem sáu ÍNÚK I Caracas, hafa lagt hart aðhópnum að koma til Brasilíu og hefur ferðaáætluninni verið breytt þannig, að flokkurinn geti þegið það boð og dvalizt vikutima i Brasiliu. Frá Cara- cas átti að halda 7. mai til Columbiu og Brasiliu, en siðan til Panama, Costa Rica og Guatemala. Hópurinn er væntanlegur heim 25. mal. I t K0STAB0Ð á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti Simi 7420U — 74201 y Dunn Síðumúla 23 /ími 64900 Heimiliseldavélar, 6 litir - 5 gerðir Yfir 40 ára reynsla Rafha við Óðinstorg Símar 25322 og 10322 Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 önnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gðmul húsgögn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.