Alþýðublaðið - 11.05.1976, Síða 16

Alþýðublaðið - 11.05.1976, Síða 16
ÞAÐ ÞARF AÐ FLYTJA INN ÁTTA ÞÚSUND BÍLA Á ÁRI Fyrir Alþingi liggur nú tiliaga til þingsályktunar um vegaáætl- un fyrir árin 1976-79. Hér er aö sjálfsögöu aö verulegu leyti um umsamda áætlun aö ræöa sem áöur haföi veriö samin fyrir árin 1974-77. í athugasemd meö tillögunni koma fram ýmsar athyglis- veröar upplýsingar og veröa nokkrar þeirra nefndar hér. Bent er á minnkandi eld- sneytiseyöslu benslnbifreiöa á árunum 74-75. Ariö 1974 og á næstu árum þar á undan var meöaleyösla bensínbifreiöa um 1750 litrar á bll en féll niöur i 1600 litra á árinu 1975, eöa um 9%. A árinu 1975 voru geröar breytingar á innheimtu þunga- skatts. Aöalbreytingin fólst i bvl aö innheimta km-gjalds er nU miöuö viö heildarþyngd i staö eigin þyngdar og innheimt af bifreiöum yfir 4 tonna heildar- þunga. Þá var einnig tekin upp innheimta km-gjaldsaf festi- og tengivögnum. 1 marz 1976 var eigendum disilbifreiöa undir 4 tonna heildarþunga heimilaö aö velja um, hvort þeir vildu greiöa kr. 70 þUsund i fast árgjald eöa ákveöiö gjald á hvern ekinn kilómetra. Þetta gjald er nU kr. 2.80 á km. Bifreiðafjöldi 1 lok ársins 1974 voru alls 71.364 bifreiöar á landinu. Af þeim voru bensinbilar alls 63.857 en disilbilar 7.507 Heildaraukning bifreiöa frá ár- inu áöur var 8.175 eöa 12.9%. Alls voru fluttar inn á árinu 1974 rUmlega 12 þUs. bifreiöar, notaöarognýjar, enaöeins 3.794 áriö eftir. Samkvæmt upplýsingum þyrfti aö flytja inn a.m Jí. 8þUs. bifreiöar árlega til þess aö standa undir eölilegri endurnýj- un. Hætt er þvi viö aö bifreiöa- eign landsmanna fari eitthvaö aö gamlast á þessu og næstu ár- um vegna minnkandi kaupgetu almennings og stórhækkaöra innflutningsgjalda á bifreiöar. Holur eru hvimleiðar Um heflun vega segir svo i greinargerö meö frumvarpinu: „Á siöasta ári var kostnaöur viö heflun malarvega 185.9 millj. þrátt fyrir mjög strangt aöhald og aö reynt var aö minnka hefl- un eins og unnt var vegna fjár- skorts. Vegheflun er ekki unnt aö minnka neitt aö ráöi, þvl aö veröi langt timabil á milli heflinga myndast djUpar og stórar holur, sem auk þess aö vera hvimleiöar fyrir umferö- ina valda þvi aö næsta heflun veröur mun dýrari.” Þá segir aö á árinu 1974 hafi kostnaöur viö vegheflun numiö 120.3 milljónum króna, og var þaö álit vegaverkstjóra að sU fjárveiting heföi veriö i algeru lágmarki. Aætlun fyrir vega- hefiun fyrir áriö 1976 var 220 milljónir og fyrir 1977 251 milljón. Rykbinding A árinu 1975 var varið 32.7 miljónum króna til rykbinding- ’ ar, en alls voru rykbundnir 180 km. Samkvæmt áætluninni er æskilegt aö rykbinda alla malarvegi þar sem umferð er meiri en 500 bilar á dag. Einnig er taliö æskilegt aö rykbinda alla vegarkafla, sem liggja ná- lægt býlum, þjónustumiö- stöövum og i nágrenni þéttbýlis, en hér er um aö ræöa 432 kiló- metra, þar af 382 km malarvegi meö meira en 500 bila á dag. A siöastliönu ári heföi þurft aö verja 73.4 milljónum króna til rykbindingar til þess aö hægt he föi veriö a ö n á þe ssu m arki. A fjárveitingu til rykbindingar fyrir árið 1976 eru 40 milljónir fyrir 1977 50milljónirogá árun- um 1978-79 57 milljónir hvort ár. Vatnsskemmdir og óhöpp A hverju ári er variö stórfé til viögeröa á vegum vegna vatns- skemmda og ýmissa ófyrir- sjáanlegra orsaka. Talið er að kostnaöur vegna þessara viö- gerða væri varlega áætlaöur um 80-90 milljónir á ári. Á vegaáætluninni er gert ráö fyrir 72 milljónum fyrir þennan liö fyrir áriö 1976, 82 milljónir fyrir 1977 og 94 milljónir á árunum 1978-79. Vetrarviðhald Kostnaöur viö snjómokstur á árinu 1975 nam 321.7 millj. króna. 1 áætlun fyrir 1976 er gert ráö fyrir 264 milljónum til snjó- moksturs, aftur sömu upphæö fyrir 1977 en 300 milljónir fyrir 1978 og 342 milljónir fyrir 1979. Augljóst er aö m jög erfitt getur veriö aö áætla kostnað viö snjó- mokstur ár frá ári. 1 þvi sam- bandi má benda á aö á árinu 1975 var halli á þessum lið hvorki meira né minna en 133 milljónir. Þá er greint frá ýmsum öðrum kostnaöarliöum vega- geröarinnar. Til vegmerkinga er til dæmis variö 18 milljónum, til griöinga og uppgræöslu meö- fram vegum 40 milljónum, til aöalfjallvega (um 900 km) 7 millj., til annarra fjallvega 14 millj. og til reiövega einni milljón. Þá fara 10 milljónir i þaö sem nefnt er þjóögarösvegir og vegi aö fjölsóttum feröamanna- stöðum. Þá áætlar vegagerðin 20 milljónir á ári á véla og áhaldakaup og 30 milljónir til byggingu áhaldahUsa. —BJ KEFLAVÍKURGANGAN A LAUGARDAGINN Keflavikurganga 1976 veröur farin n.k. iaugardag 15. mai. Þetta veröur fimmta Keflavikur- gangan, sú fyrsta var farin áriö 1960. Þaö er Miönefnd herstööva- andstæöinga sem efnir til göng- unnar, en mörg féiagasamtök eiga aöild aö Miönefndinni. Gangan hefst viö aöalhliö Keflavikurfiugvaiiar og veröur lagt af staö ki. 8.30. Þar flytur Karl Sigurbergsson skipstjóri úr Keflavik ávarp. Siöan veröur gengiö áieiöis til Reykjavikur en áö veröur á eftirtöldum stööum: Vogum, Kúageröi, Straumi, Hafnarfiröi og Kópavogi. Ráö er fyrir þvi gert aö göngumenn veröi komnir til Hafnarfjarðar um ki. 18.30, umki. 20 veröi þeir í Kópa- vogi og á Lækjartorgi kl. 22. A þessum áningarstöðum mun fólki veröa skemmt meö söng og upplestri auk þess sem flutt veröa ávörp. Leið göngunnar um Reykjavik veröur eins oghér segir: Kringlu- mýrarbraut, Miklabraut, Rauöarárstigur, Laugavegur, Bankastræti og á Lækjartorg. Þar veröur siöan haidinn % fundur, þar sem Sigrún Huld Þor- grimsdóttir starfsstúlka, Arni Hjartarson kennari og Svava Jakobsdóttir aiþingismaöur flytja ræöur. Andri tsaksson prófessor veröur fundarstjóri. Láti skrá sig Þeir sem ætia aö ganga alla leið eru beönir aö láta skrá sig sem ailra fyrst þannig aö hægt veröi aö skipuleggja feröirnar suöur á vöil. Akstrinum veröur þannig háttaö aö upp úr kl. 7 á Iaugar- dagsmorguninn munu hópferðar- bflar aka um öll hverfi borgar- innar og safna fólki saman. Rúturnar munu siðan hafa sam- flot frá Kópavogslæk um átta- leytiö og veröur ekiö rakleiöis til Kefla vikur. Tilefni göngunnar er nú ööru fremur aö þann 7. mai sl. voru 25 ár liðin frá þvi aö bandariskur her sté hér á landi og þá voru hinn 30. marz liðin frá þvi aö ísiand gekk i Nato. Kjörorö göngunnar veröa þvi Gegn herstöövum — Gegn Nato. —EB Ljósmyndalistinni vex fiskur um hrygg Áhugi manna á ljósmyndun sem listgrein, viröist hafa aukizt mikiö aö undanförnu. Ljósmyndasýningar voru áöur svo til óþekkt fyrirbæri hér á landi, en undanfarin ár hafa þó nokkrar ljós- myndasýningar verið haldnar, og var ein sllk opnuö mánudaginn 10. mai, aö Laugavegi 176. Er þaö ljósmyndaklúbbur starfsmannafélags sjónvarpsins, FÓTON, sem heldur þessa sýningu. Þar eru til sýnis 56 myndir, eftir 15 ljósmyndara. Heiöursgestur sýningarinnar er Óskar Gislason. Allar myndirnar eru svart-hvitar. Sýningin, sem er i matsal sjónvarpshússins á 5. hæö, veröur opin frá kl. 9-19 alla virka daga og stendur í tæpan máiiuö. Óþarfi að kynna þennan heiðursmann. Spor í sandinn. ÞRIÐJUDAGUR 11 MAÍ 1 97 ( alþýöu blaðiö Heyrt: Að mikill áhugi sé á þvi hjá lögmönnum að fá að vita hverjir séu sér- fræðingar þeir, er Halldór E. Sigurösson, póst- og simamálaráðherra, leitaöi til með ýmis vandasöm lögfræðileg atriði vegna samninganna við Stóra norræna ritsimafélagiö. — Til þeirra var leitað um ráð vegna samninga, sem geta kostað islenzku þjóöina tugi ef ekki hundruö mill- jóna króna og mikilvæga tengingu viö sjónvarps og simakerfi með jaröstöö. — Halldór E. hefur aldrei nefnt hverjir mennirnir eru, aðeins visað i álit sér- fræöinga. Hlerað: Að sérfræöingar Halldórs E. Sigurössonar i fyrrnefndu máli séu þrir nýbakaöir lögfræöingar. Heyrt: Aö við lestur á skýrslum fiskmats um afla togara og báta á sunnan- verðu landinu komi i Ijós, að undirmálsfiskur sé allt- að 28 af hundraði heildar- afla sumra skipa. Hjá skip- um má undirmálsfiskur ekki vera nema innan viö 10 af hundraði aflans. — Frétt: Að við umræður á Alþingi i gær, þegar fjallað var um breytingar á lögum um Framkvæmdastofnun rikisins, hafi Gylfi Þ. Gislason vakiö athygli á þvi, að i frumvarpinu er „forstjóri” stofnunarinnar aldrei nefndur I nefnifalli. Alltaf talað um forstjóra. Forsætisráðherra greindi þá frá þvi, að um f jölda for- stjóra yröi siöar tekin ákvöröun. — Ellert Schram lýsti þvi yfir að hann myndi ekki samþykkja breytingarnar, ef gert væri ráö fyrir fleiri en einum forstjóra. Frétt: Aö sjómenn og Ut- vegsmenn séu felmtri slegnir vegna ummæla Jakobs Jakobssonar, fiski- fræðings, i Kastljósi sjónvarpsins á föstudags- kvöld, en hann málaði þá mun dekkri mynd af ástandi þorskstofna, en fram koma i svörtu skýrsl- unni svonefndu. Ummæli Jakobs hafa einnig komið illa við stjórnmálamenn, sem nU standa frammi fyrir þvi aö þurfa að skipta fiskaflanum á milli byggðarlaga. Til skiptanna eru 200 þUsund lestir fyrir flota, sem getur veitt 500 þUsund lestir. SÉD: „Er Norræna fél- agið i Keflavik lýöræöislegt félag, eða einkaklika?” spyrja „SUÐURNESJA- TIÐINDI”. Segir blaðið, að félagar deildarinnar i Keflavik hafi engin fundar- boð fengið fyrir aðalfund, sem nýlega var haldinn, þar sem kjörin var ný stjórn. Þá segir blaðið einnig, að engar ársskýrsl- ur hafi borizt frá stjórn deildarinnar allar götur frá árinu 1966.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.