Alþýðublaðið - 29.07.1976, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 29.07.1976, Qupperneq 4
4 IÞRÖTTIR Fimmtudagur 29. júlí 1976. bÍaSið' Bill Shankley Þjóðsagnapersóna í heimi knattspyrnunnar Velunnari iþrótta- siðunnar og mikill áhugamaður um enska \ knattspymu sendi okkur þessa grein og kunnum við honum beztu þakkir fyrir. Fyrrum fram- kvæmdastjóri Liverpool knattspyrnufélagsins, Bill Shankly, er orðinn einskonar þjóðsagnar- persóna i heimi knatt- spyrnunnar. Ýmiss hnyttin tilsvör hans eru orðin fræg og oft i þau vitnað. 1. Eitt sinn kom maður til Shanklys með ungan pilt, og bað um að hann yrði reyndur með Liverpool-liðinu. Shankly fannst geta piltsins ekki nógu mikil og að prófuninni lokinni sagði hann manninum þetta álit sitt. „Þetta eru mikil mistök hjá þér”, sagði maðurinn, ,,þvi pilturinn hefur knattspyrnuna i blóðinu”. „Getur verið ,” svaraði Shankly, „en þá hefur hann áreiðanlega æðastiflur i fótun- um”. 2. Þegar Ron Yeats var ráðinn miðvörður hjá Liverpool, kom blaðamaður til Shanklys, og spurði hvort Yeates værieins stór og mikill og af væri látið. „Hann er risi”, sagði Shankly, „farðu bara níður i búningsherbergi og gakktu i kringum hann, segðu mér svo hvað þér finnst, þegar þú ert búinn að hvila þig”. Shankly sagði alltaf að mesti knattspyrnumaður, sem hann hefði séð væri Tom Finney. Blaðamaður nokkur maldaði i móinn og sagði að Tony Gurrie væri eins góður. „Rétt”, sagði Shankly, „þeir eru það i dag, enda Finney fimmtiu og tveggja”. 4. Framkvæmdastjóri hins fræga hollenska knattspyrnufé- lags, Ajax, Van Prag að nafni hélt veizlu til heiðurs Shankly, og færði honum að gjöf dýrmætt, handunnið matarstell úr hinu fræga bláa og hvita „Delft” postulini. Shankly horfði á stellið lengi og sagði svo: „Þið gætuð vist ekki haft það i Liver- pool-litunum, rautt og hvitt?” 5. Það var orðið allmikið um það, að. hinsta ósk aðdáenda Liverpool væri, að ösku þeirra væri dreift á Liverpool-leik- vanginn. Að lokum sá Shankly sig tilneyddan til að hafna þessum beiðnum. Eitt sinn, þegar hann var beðinn um skýringuá þessari synjun, svaraði hann: „Keegan erstórkostlegurá grasi, en i ökla- djúpri ösku getur henn ekkert.” 6. Shankly hafði ekki mikið álit á hinum umdeilda framkvæmda- stjöra Brian Clough. Clough var þekktur fyrir stóryrði sin, um stjórnir og leikmenn annarra knattspyrnufélaga, og fyrir að tala mikið, hátt og lengi. „Málæðið i Clough er verri en rigningin i Manchester”, sagði Shankly, „þvi þar styttir þó stundum upp”. 7. Shankly var eitt sinn spurður hvort hann i raun og veru héldi, að knattspyrnu bæri að taka jafn alvarlega og lff og dauða. „Vit- leysa, svaraði Shankly, „hún er miklu meira virði”. ENSKA KNATT- SPYRNULIÐIÐ SOUTHAMTON I HEIMSÓKN Dýrlingarnir (The Saints), eins og þeir eru kallaðir, unnu það sér til frægðar á siðasta keppnistimabili að sigra Manchester United i Ur- slitaleik um bikar- meistaratitilinn enska á Wembley. Þei r féllu fyrir tveimur árum niður i aðra deild, eftir að hafa verið i fyrstu deild frá keppnis- timabilinu 1965-66. Southampton er eitt af eldri knattspyrnufélögum Englands, stofnað 1885. Félagið komst fyrst á blað 1899-1900var þá i úrslitum FA-bikarins og aftur 1901-02. Keppnistimabilið 1921-22 unnu þeir sig Upp i aðra deild. Sout- hampton-liðið lék siðan nokkur ár i annarri deild en féll svo aftur niður i þriðjudeildina. Keppnistimabilið 1959-60 unnu þeir aftur þriöju deildina og kom- ust siðan upp i fyrstu deildina 1965-66, þar sem þeir léku i niu ár. Heimavöllur Shouthampton, „The Dell”, er við Milton Road i Southampton og tekur völlurinn milli 30 og 35 þúsund áhorfendur. Fyrr á árum léku margir þekktir kappar með Dýrlingunum t.d. Ron Davies, Terry Paine og Alf Ramsey, fyrrum landsliðsein- valdur Breta, lék með' þeim um tima. 1 dag ber hæst nöfn leikmanna eins og Channon, sem verið hefur fastur leikmaður I enska lands- liðinu að undanförnu, og Osgood, sem einnig lék nokkra landsleiki fyrir England og er álitinn einn leiknasti framherji Englands, og McCalling, skozkur landsliðs- maður, áður leikmaður með Manchester United. Dýrlingarnir eru þekktir fyrir sinn skemmtUega sóknarleik og sitt hraða samspil. Enkum hefur varnarmönnum gengið iUa að stöðva Cannon. Það er alltaf fengur i þvi að fá þekkt erlend lið i heimsókn, bæði fyrir áhorfendur og ekki siður fyrir islenzka knattspyrnumenn. Islenzka landsliðið ætti að geta fengið góða og gagnlega æfingu og þjálfun, ef það verður látiö leika við gestina. Sprettharðasti maður heims: Ég get einnig unnið Steve Williams Hasely Crawford frá Trinidad er heldur betur ánægðuryfir sigri ! sinum i Montreal. En Banda- rikjamenn eru ekki eins ánægð- ir eftir 100 metra hlaupið. Og það er engin furða. Það eru 48 ár siðan það hefur gerzt á Ólym- piuleikum að Bandarikjamaður hefur ekki hlotið verðlaun i þessari grein. Það var Trinidadbúinn Hasely Crawford sem hreppti gullið i 100 m hlaupinu. Hann hljóp á 10,06. Annar var Jama- icabúinn Donald Quarre og þriðji varð sigurvegarinn frá Munchenarleikunum hinn sovézki Borzov. 1 Munchen hljóp Borzov á 10,14 sek og það gérði hann einn- ig i Montreaæ,, en nú færði sá timi honum aðeins brons verð- laun. Mistókst í Munchen Crawford keppti I Munchen ’72 en hann meiddist og komst ekki i úrslitariðilinn. — Eg ætlaði mér að vinna i Munchen enmajðsli komu I veg fyrir að ég gæti hlaupið. Fyrir þessa leika hef ég undirbúið mig vel. Og ég er stoltur og glaður yfir að mér tókst það sem ég ætlaöi mér, sagði Crawford eftir sigur- hlaupið i Montreal. Eftir þrjátiu metra hafði hlauparinn i röndóttu sokkunum tekið forystuna. Quarrie fylgdi honum eftir en Borzov hafði ekki möguleika. Bandariskur blaðamaður spurði Crawford eftirfarandi spurningar: — Heldur þú að þér tækist að vinna Steve Wiliiams, sem er sprettharðasti Bandarikjamað- urinn, sem meiddist fyrir 01? Blaðamaðurinn varð að endur- taka spurninguna áöur en Crawford svaraöi. — Mig langar mikið til að keppa við Steve Williams á hlaupabrautinni. Og ég veit fyr- ir vist hvor okkar mun sigra I þeirri viðureign. Ég! Crawford hafði gert sér vonir um að sigra einnig i 200 m hlaupinu en enn einu sinni voru það meiðslin sem settu strik ireikninginn. Hann gat ekki keppt og Quarrie sigraði. jeg Meö upprétta hendi kemur Hasely Crawford i markiö sem sigurvegari, en Rússinn Valery Borsov (númer 887) náöi ein- ungis i bronsiö. ✓ „Eg hleyp fyrir Jesúm" Madelene Jack- son-Manning sem sigraði i 800 m i Mexico ’68 og varð önnur á sömu vegalengd i Munchen ’72, verður meðal þátttakenda i Montreal. Madelene, sem er 28 ára hafði lagt hlaupaskóna á hilluna, en byrjaði að keppa aftur og hefur nú góða möguleika á þvi að sigra i 800 m. Jesús beindi henni á hlaupabrautina. Hún var hætt allri keppni, en eigi alls fyrir löngu fékk trúar- leg sannfæring hennar hana til að byrja aftur. „Eg hleyp fyrir Jesús, sjálf skipti ég óverulegu máli”, segir hún og sýnir hlaupaskyrtu sina, en á henni stendur skýrum stöf- um: Hleyp fyrir Jesúm. „Jesús hefur beint mér inn á hlaupabrautina aftur. Hans vegna .hleyp ég og hans vegna mun ég sigra”. Madelene er frá Cleveland, en þar starfar hún nú við að að- stoða fátæk börn og alkóhólista, sem búa i fátækrahverfunum. Hún sér einnig um son sinn, John, sem hún átti með Iþrótta- stjörnunni John Jackson. Fyrir utan allt annað, er hún ágætis söngkona og nýlega kom út plata með henni, sem ne&iist: „Running for Jesus”. Með guðs hjálp set ég heimsmet. Madelene Jackson-Manning Madelene Jackson-Manning. kom keppinautum sinum á úr- tökumótinu fyrir Ólympiu- leikana á óvart. Rétt áður en ræsimerkið var gefið, safnaði hún þeim öllum saman, og bað hljóða bæn. Heimsmetið i 800 m er 1:56 en bezti timi Madelene er 1:59,8. „Með guðs hjálp hleyp ég á 1:55 og gæti vel hlaupið á 1:52”, segir þessi ameriska stúlka. — ATA

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.