Alþýðublaðið - 29.07.1976, Page 6

Alþýðublaðið - 29.07.1976, Page 6
Sósíalistar taka við stjórn- artaumunum i Portusal Portúgalir hafa búiö viö fasistiska einræöisstjórn í 40 ár. Þeir eiga sér þvi engar þingræðislegar heföir. Stjórnarskráin sem samþykkt var á stjórnarskrár- þinginu gefur þvi vart meir en grófa mynd af því hvernig stjórn landsins veröur i raun háttað. Þingiö/ forsetinn og rikisstjórnin verða að feta sig áfram með það fyrir augum aö gefa stjórnarskránni það innihald og gildi sem nauðsynlegt er til þess að þingræðinu verði búin öruggur framtíðarsess. Erfiðleikar Ymsir erfiöleikar blasa við Portúgölum þegar i upphafi. Ekki er pólitiskur grundvöllur fyrir myndun samsteypustjórn- ar meö þingmeirihluta aö baki sér, og þvi veröa fyrstu skref Portúgals á vegi lýöræöisins undir leiösögn minnihluta- stjórnar. Eeynsla annarra þjóöa af minnihlutastjórnum er misjöfn, og oftar en-ékki hefir lukka þeirra reynzt völt. Það er þvi ekki alveg aö ástæöuiausu að forsætisráöherrann Mario Soares, formaður sósialista- flokksins hefir kynnt sér norsk stjórnmál, þvi i Noregi hafa minnihlutastjórnir setið við góðan oröstý. Vandamálin mörg og stór Vandamál þau sem stjórnin fær viö að glima eru bæöi mörg og stór i sniður, og vafalaust myndi auðveldara aö leysa úr þeim ef að baki stjórnarinnar stæði einhuga þjóð. Efnahagslifið er mjög veikt og mega landsmenn búast við að þurfa aö herða mittisólina verulega. Þvi væri þeim heilla- vænlegast að leggja flokkspóli- tiskar deilur á hilluna, — fyrst um sinn. Leitað eftir stuðningi Áður en tilkynnt var endan- lega um val ráðherra i nýju stjórnina haföi Soares setiö á löngum fundum með leiðtogum allra þeirra flokka sem eiga fulltrúa á þinginu, með verka- lýðsleiðtogum, meö fulltúum iðnrekenda og fleirum, og freistað aö afla stjórninni alls mögulegs stuðnings. Hann hefir fengið loforð um vinnufrið handa stjórninni úr ýmsum áttum, en óvist er hversu sterklega hann getur reitt sig á þau verkalýðsfélög sem stjórnaö er af kommúnist- um. Auðvitað vona sósialistar hið bezta, en ef tekið er tillit til þeirra- róttæku aðgerða sem nauðsynlegar eru til þess aö koma efnahagslifi landsins á r'Htan kjöl má örugglega eiga von á einhverjum óróa. Sósíalistar og óháðir Ef augum er rennt yfir ráö- herralistann kemur i ljós að ráðherrarnir eru flestir sósial- istar, en einnig nokkrir óháðir. Það kemur fáum á óvart að varnarmálaráðherrann er mað- ur úr hernum, Spirmino Miguel. Hann var náinn samstarfsmað- ur Antonio Spinola fyrrverandi forseta. Varaforsætisráðherrarnir eru tveir. Þeir eru Jorge Campions fyrrverandi ráðherra utanrlkis- verzlunar, ungur og metnaöar- gjarn sósialisti, og Henriquo de Barros, fyrrum forseti stjórnar- skrárþingsins. Hinn nýji utanrikisráðherra er Jose Medeiros Ferreira. Hann er 34 ára gamall og var áður deildarstjóri i sama ráðu- neyti. Melo Artunas, sem var forveri Ferreira i starfi, er nú settur forseti þeirrar nefndar sem á að fylgjast með þvi að ákvæðum stjórnarskrárinnar verði framfylgt. Likast til getur sú nefnd haft nokkuð að segja i portúgölsku stjórnmálalifi i framtiðinni, en heldur hefur An- tunes þótt setja ofan við þessi hlutverkaskipti. Lopes Cardosso verður áfram landbúnaðr- og sjávarútvegs- málaráðherra. Marcelo Curlo, sem áður var ráðuneytisstjóri i Atvinnumála- ráöuneytinu verður nú ráðherra sama ráðuneytis. Curto er lög- fræðingur að mennt og hefir mikið starfað innan sósialista- flokksins. t Efnahagsmálaráöuneytinu situr við völd Souz Comes (óháður) hann tekur við af Fransisco Salgado Zenha, sem verður nú leiðtogi sósialista i þinginu. Comes var náinn sam- starfsmaður Zenha og hlaut em- bættið vegna óvejulegra hæfi- leika og dugnaðar. Fjármálaráðherra nýju stjórnarinnar er Medina Carr- eira. Ráðherra utanrikisverzlunar verður Barreto. Enginn nýr upplýsingamálaráðherra hefir verið útnefndur, en Manúel Alegre verður deildarstjóri þess ráðuneytis. Dómsmálaráðherrann nýi er Almeid Santos, hann er óháður. Rikisstjórnin mun leggja stefnuskrá sina fyrir þingið hið fyrsta, og ekki er gert ráð fyrir aðhún mæri mikilli mótspyrnu. — ES 6 ÚTLÖND Fimmtudagur 29. júlí 1976. i Nokkrum sekúndum eftir áreksturinn. Vegfarandi heldur aftur bilhuröinni svo ræninginn kemst ekki út FRJÁLS í EINA KLUKKUSTUND Og hér leiðir lögregian ógæfumanninn út úr bílnun Fyrir skömmu var framið bankarán i Málmey i Sviþjóð. Þjófurinn komst undan með 10.000 sænskar króna. En lögregla þeirra Svia er snör i snúningum og klukku- tima siöar sat hann bak við lás og slá. Þegar þjófurinn kom út úr bankanum tók hann leigubil og fór á bilasölu þar sem hann keypti notaöann bil fyrir helminginn af ránsfénu. Stuttu siöar ók hann á ljósastaur á „Stóratorgi”. Vegfarandi sem átti leið X framhjá sá að ekki var allt með felldu, hélt aftur bilhurðinni svo að ræninginn komst ekki út. En þá þegar var lögreglan komin á sporið og birtist nokkrum minútum seinna og hirti kauða. Auglýsið i Alþýðu- blaðinu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.