Alþýðublaðið - 29.07.1976, Side 8

Alþýðublaðið - 29.07.1976, Side 8
B UR VIVISUM ATTUM Fimmtudagur 29. júlí 1976. alþýðu- blaóíð alþýóu- blaðió Fimmtudagur 29. júlí 1976. VETTVANGUR 9 Ábyrgð alþýðusam- takanna! „Allt frá upphafi valdaferils sins hefur rikisstjórn verzlunar- auðvaldsins vegið látlaust að al- þýðu landsins. Kaupmáttur launa hefur lækkað um liðlega fjórðung á tæpum tveim árum. Verðbólgu- stefna rikisstjórnarinnar hefur einnig orsakað á örskömmum tima stórkostlegar eignatilfærsl- ur frá alþýðufólki til fjármagns- eigenda og skuldakónga. Að gera þá riku rfkari og fátæka fátækari er móttó rikisstjórnarinnar”. Þannig er komizt að orði i upp- hafi leiðara i Vinnunni, timariti Alþýðusambands tslands. Þar segir ennfremur, að verkalýðs- hreyfingin hafi eftir mætti reynt að snúast til varnar. I vetur hafi Alþýðusambandið borið fram merka tillögu um breytta efna- hagsstefnu og baráttu við verð- bólguna. Þær hafi gersamlega verið hundsaðar, en svarað með stórauknum sköttum ogárásum á kjör öryrkja og aldraðra. At- vinnurekendur og rikisstjórn hafi ekki heldur svarað réttmætum launakröfum verkalýðssamtak- anna. Verkalýðshreyfingin hafi Nýjar loftþéttar umbúðir KAFFIÐ fmBrasilíu ames Langley: þvi i febrúar verið neydd til þess að fara i viðtækasta verkfall á ís- landi til þessa til þess eins að halda kaupmætti launa i horfinu. Þá segir: „Siðan hefur hver verðhækkunarholskeflan riðið yf- ir aðra. Þótt dýrtiðarbætur á laun séu tryggðar með hinum svoköll- uðu rauðu strikum, er verðhækk- unum dengt yfir með þeim hætti, að um nokkurn tima verður verkafólk að þola þær bótalaust. En árásirnar á lifskjör al- þýðunnar eru aðeins einn þáttur stjórnarstefnunnar. Östjórn efna- hagslifsins hefur hneppt lslend- inga i varanlega skuldafjötra. Greiðslubyrðin af erlendum lán- um er rétt tæp 20% útflutnings- -verðmætis. Undanlátssemin við útlendinga i landhelgismálinu tryggir þeim verulegt aflamagn á Islandsmiðum út næsta ár. Þar var gefist upp i unnu stri'ði. Her- mangsframkvæmdir eru i fullum gangi ogþjóðin er á mörkum þess að glata efnalegu sjálfstæði sinu”. Leiðarahöfundur Vinnunnar segir siðan, að á alþýðusamtök- unum hvili þvi mikil ábyrgö um þessar mundir. Þau séu eina aflið i landinu, sem megni að berjast með árangri gegn kaupráns- stefnu auðvaldsins ogkoma i veg fyrir frekari landssölur. A 33. þingi Alþýðusambands Islands i nóvember komi forystumenn verkalýðsfélaganna saman til að marka framtiðarstefnu um gerð þess þjóðfélags sem tryggi hag alþýðufólks og jafnrétti i mann- legum samskiptum. Jafnframt verði að móta á ný efnahags- stefnu, sem markistaf þvi björg- unarstarfi i islenzku efnahagsllfi, er enga bið þoli. Lokaorðin eru þessi: „Fram- tiðarheillþjóðarinnarkrefst þess, að verkalýðssamtökin sýni i þessu starfi sömu órofa samstöðu og i verkfallsátökunum i vetur. Hún krefst þess einnig,að alþýðu- hreyfingin taki óhikað höndum saman við þau stjórnmálaöfl, sem styðja vilja verkaiýðshreyf- inguna i endurreisn islenzk þjóð- lifs”. Á meðan hinir „stóru” ganga lausir Undanfarna daga hefur í fjöl- miðlum verið óvenjumikið um frásagnir af afbrotum og glæp- um. Lögreglumenn, bæði al- mennir og hjá rannsóknarlög- reglu hafa átt annrikt. A sama tima hefur lögreglan orðið fyrir þvi alvarlega áfalli, að starfandi lögreglumaður og fyrrverandi hafa gerzt brotlegir viö lög þessa lands. Það eru stórar stofnanir og mannmargar, sem eiga að sjá um að lögum sé framfylgt. Ymsir segja þó, að þessar stofnanir hafi hvorki nægan mannafla né fjár- ráð til að fást við þau verkefni, sem þeim eru daglega fengin. Lögreglumenn þessa lands eyða miklum tima i eltingaleik við afbrotamenn, sem hvað eftir annað koma við sögu á spjöldum þeirra. Þetta eru svonefndir si- brotamenn. Siðan koma ungling- ar og þeir, sem stela nokkrum þúsundum króna. Mikil vinna fer i yfirheyrslur og skýrslugerð, og það svo að mál safnast fyrir og langan tima tekur að afgreiða þau. En er það ekki i rauninni hörmulegt, að á sama tima og mikiíli vinnu og fjármunum er varið til að elta „smákarla” i af- brotamannastétt, þá er ekki hreyft við þeim, sem kunna að hafa stolið milljónum eða tugum milljóna. Fjársvikamál, hvers- konar fjármálasvindl, löglegt og ólöglegt, fær aö þróast i friði.Þeir, sem stolið hafa tugum milljóna með þvi að skrifa nöfn sin á ýmsa pappira, ganga lausir, en „smá- bísunum” er stungið inn. Þjóðin er nú smátt og smátt að gera sér grein fyrir þvi, að þetta ástand er óþolandi. Abyrgðin hvilir á stjórnvöldum. Þeim ber skylda til að stöðva þegar i staö þá þróun, sem veldur þvi, að mönnum er ekki hegnt, bara ef þeir stela nógu miklu. — AG IÐIN TIL SAM- EININGAR EVRÓPU - fyrri hluti o o o o Draumurinn um sameinaða Evrópu hefur gengið eins og rauður þráður gegnum sögu álfunnar I þúsund ár. Draumurinn hefur oft náð að rætast í misjafnlega óf ullkominni mynd i skjóli drottnandi einstaklings eða hervalds. Stríðsminjar frá tímum seinni heimsstyrjaldarinn- ar minna okkur á hugmyndir um valdbundna samein- ingu Evrópu og eru tákn annarrar og ógeðfelldari leiðar að sameiningunni en þeirrar leiðar samninga og gagnkvæms samkomulags sem valin hefur verið. Af- leiðingar og ástæður þessarar hörmulegu og sögulegu breytinga eru augljósar. Leið sú sem fylgt hefur verið til sameiningar Evrópu frá stríðslokum er þyrnum stráð og spádómar um það sem gerast kann eru jafnvel enn varhuga- verðari. Hvatt til stofnunar Bandaríkja Evrópu I september 1946, rúmu ári frá lokum ófriðarins, gerði Winston Churchill það að tillögu sinni, i ræðu sem hann hélt I Zurich, að Bandariki Evrópu yrðu stofnuð. Þessari hugmynd, sem varpað var fram i lok mesta hildarleiks sem mannkynið hefur háð, var fálega tekið og þótti bera keim af óraunsæi og draumórum og var auk þess tortryggileg i aug- um þjóða sem þrivegis höfðu lent i bræðravigum á einni og sömu öldinni. Röksemdir Chur- chills voru þó sannfærandi, vegna þess að striðsokið hafði hvilt á herðum hans meðan út- litið var sem verst i Evrópu og einnig vegna þess aö það var hann sem lagöi grundvöllinn að þeim sigri sem endanlega vannst. Hann var auk þess þekktur mannvinur, maður framsýni og sagnfræðingur sem trúöi þvi að þeir sem ekki lærðu af reynslu sögunnar væru dæmdir til þess að endurtaka hana. Þvf var það allra álit að sýna bæri tillögu hans fulla virðingu en aðrir vildu sam- þykkja hana án tafar. Lærdómur sögunnar Þeir lærdómar sem draga mátti af evrópskri sögu voru augljósir. Þessi háborg siðmenningar, tæknilegra framfara og efna- hagslegra framfara hafði oröið sviö mestu árekstra sem mann- kynið þekkti. Afleiöingarnar voru miskunnarlausar slátranir á mönnum, hrun þjóðskipulaga og rikja og hugsanleg útrýming sérstæörar menningar. Samlik- ingin viö Grikkland til forna var óvéfengjanleg: Myndu þjóðriki Evrópu eins og borgrikin á Grikklandi forðum eyðileggja sig sjálf á innbyrðis sundur- þykki og biðla til voldugra rikja utan landamæra sinna, eða myndu þau (eins og Toynbee orðaöi það) bregðast við breytt- um aðstæöum meö umsköpun stjórnmála- og efnahagskerfa sinna? Efnahagslegt hrun Evrópu af völdum striösins örvaði þá bæri til þess að leita vlðtækari lausnar, sem byggði á þvi að riki álfunnar legðu sjálfstæði sitt I sölurnar til þess aö stofna mætti eitt rikjasamfélag sem kæmi fram i nafni Evrópu allrar og kæmi samtimis i veg fyrir að til tiöinda drægi i samskiptum rikja á meginlandi álfunnar. Þvi var það að sliku sambandi var komið á og er það nú þaö sem kallað hefur veriö hin mikla tilraun til uppbyggingar Evrópu. Varfærnisleg byrjun í byrjun var farið varfærnis- beizkju sem bjó i brjóstum margra. Askorun Churchills, sem var i hans anda og kom eins og skrattinn úr sauðaleggnum, var hinsvegar leit á svari um andlega og efnalega afkomu álf- unnar. Endurreisn Evrópu Sem betur fer var Evrópa endurreist fljótlega enda var á- stand heimsmála hliðhollt þeirri uppbyggingarviðleitni og sjálfs- hjálp sem Churchill lagði á- herzlu á. Siðmenning álfunnar bjó yfir þeirri samstöðu um hagsmuni, framkvæmdir og stefnu, sem fólst i áskoruninni. Ahrifin komu fram i þvi að álfan sem var gjaldþrota, sundruð og máttlaus á sviði stjórnmála, tók nú fyrstu skrefin til þess að koma á nýju stjórnmálalegu og efnahagslegu jafnvægi, sem geröi það að verkum að hættan á endurtekningu þess sem gerzt hafði, var ekki fyrir hendi og Evrópa skipaði aftur þann sess sem henni bar i viðheimsvið- skiptunum og þeirri endur- skipulagningu á tengslum rikja I milli sem óhjákvæmilega var i lok striðsins. Margar hugmyndir A siöustu árum strlðsins var varpað fram geysimörgum hug- myndum um skipulag milli- rikjatengsla að striðinu loknu. A þessum tima komu fram hug- myndir um sameinaðar þjóðir og margar alþjóðlegar stofnanir sem áttu að móta viðskiptalega og fjármálalega stjórnun I sam- félagi þjóðanna. A þessum tima urðu einnig til margar hugmyndir um samtök rikja I Evrópu, m.a. Beneluz, Samtök vestrænna rikja, OEEC og Evrópuráðiö. Þegar timar liðu varð ljóst að öll þessi sam- tök skorti nokkuö á til þess að fullnægja þeirri þörf fyrir sterkt afl sem Churchill hafði lagt á- herzlu á, enda voru þau of bund- in.annars vegar af eigin landa- mærum eöa þvi að þau voru hvert um sig of áhrifalitil. Þess vegna óx þeirri skoöun fiskur um hrygg að nauðsyn Winston Churchill lega af stað, jafnvel þótt hug- myndin aö baki hafi verið við- tæk og álitleg. Upphafsmenn- irnir, Jean Monnet sá sem smiö- aöi kenninguna, og embættis- menn á borð viö Robert Schu- mann, Paul Henri Spaak og Konrad Adenauer stefndu allir aö sama marki og voru einnig sammála um leiöirnar aö þvi. Arið 1950 sagði Schumann aö sameining Evrópu geröist ekki I einu vetfangi, heldur smám saman. 1 raun þýddi þetta að Evrópa yrði I fyrstu að ná góðum ár- angri I minniháttar efnahags- legri skipulagningu innbyrðis, en siðan yrði tekið til við veiga- meiri verkefni. Ef tækist að halda hráefnaiöngreinunum innan þessara banda, en á þess- um ti.ma var það óljóst hvort takast mætti, þá yrði hrundið af stað skriðu sem leiddi til þess aö sameiginlegu markaðssvæði yröi komið á fót. Þegar frá liði leiddi þetta sið- an til þess aö komið yrði á fót náinni samvinnu i efnahags- og fjármálum milli þessara rlkja auk viöskipta. Aö siðustu yröi DANMÖRK / ENGLAND I hollandT londonO r bel'gia jgV ' IV-ÞÝZKALANDI siðan afleiðing þess sem aö ofan er talið, einhverskonar stjórn- málalegt samband og þá yrði verkið fullkomnað og sameinuð Evrópa væri orðin að veruleika. Fyrstu skrefin t samræmi viö þessi markmið var síöan stofnað Kola- og stál- samband Evrópu, árið 1951. Stofnendur sambandsins voru Frakkland, V-Þýzkaland, ttalia og Beneluxlöndin. t kjölfar þessa sambands var reynt að stofna samband um varnir Evrópurikja en sú tilraun mis- tókst. Næst geristþað 25. marz 1957 voru undirritaðir tveir sátt- skyldur og þann ávinning sem aðildarlöndunum féll I skaut viö framkvæmd samningsins. Sú mikla vinna sem lá til grund- vallar Rómarsáttmálanum launaði sig meö þvi að fram- kvæmd hans hefur gengiö vel fyrir sig og án þess til stórátaka kæmi og Tollasamband Evrópu (ECU) var siöan endanlega stofnað I júli 1968, einu og hálfu ári fyrr en ráö var fyrir gert I Rómarsáttmálanum. Ókostir þessarar aöferðar Þessi aðferö hafði samt sem áöur vissa ókosti i för meö sér. Sáttmálinn sem geröur var i Róm fjallaöi nær einungis um atriði sem vörðuðu verzlun milli rikjanna og yfirlýstur tilgangur hennar var sá að hún væri á- fangi aö settu marki, en ákvörð- unum um veigameiri atriði á leið Evrópu til sameiningar var frestað og vandamálin fengin sporgöngumönnum að fást við. Pólitisk varfærni og augljós ó- beit evrópskra leiötoga á frek- ari áföngum til þess að skapa einhvers konar nýja herraþjóö sem höfðaöi til Evrópu sem þjóðernis sins, var ekki það eina sem hér réöi feröinni. Cvissan um atburðarás sögunnar krafð- ist þess að höfundarnir að sam- einingu Evrópu skiluðu verki sinu þannig að sveigja mætti af leið og breyta ef nauðsyn kreföi, jafnvel þó þeir teldu aö þegar Ibúar hefðu einu sinni lært að vinna saman þá myndi þaö samstarf svotilsjálfkrafa verða viðtækara. Sú barátta sem átt hefur sér staö innan Efnahagsbandalags- höfðu aðildar ins á undanförnum árum hefur átt rót sina að rekja til efa- semda um hvort allt þetta brölt leiði á endanum til þess sem aö er stefnt. Viljayfirlýsing Viljayfirlýsing um stjórn- málaleg markmiö Iét ekki lengi standa á sér þegar loks hafði tekizt að ná samkomulagi um meginatriðin varöandi sameig- inlegt markaðssvæði. 1 desem- bermánuöi áriö 1969 héldu leið- togar hinna sex aðildarrikja. Efnahagsbandalagsins i Haag til þess að ræða gang mála og freista þess aö koma samninga- viðræðum um aðild Bretlands að bandalaginu af stað á ný. Bretar gengu sem kunnugt er frá leiknum á fyrsta þrepi sam- einingar Evrópu. A þessari yfirlitsráðstefnu, eins og hún var nefnd, var tekin ákvörðun sem ætlað var að vera lykillinn að frekari þróun Bandalags Evrópurikja eins og Efnahagsbandalagið er núorðið kallað á alþjóðavettvangi. Þessi lausn kraföist þess að stofnaö yrði Efnahags- og gjald- miðlasamband rikjanna og var það talið nauðsynlegt skref á leiðinni til sameiningar Evrópu sem er endanlegt takmark sem stefnt er að. Bandalagið stækkar Þremur árum seinna eða i október 1972 hittust leiðtogar rikjanna sex að nýju og þá i Paris. Auk þeirra voru við- staddir starfsbræöur þeirra frá þeim þremur löndum sem æskt að Efnahagsbandalaginu. Á þessum árum milli fund- anna höfðu farið fram viöræður um stækkun bandalagsins viö Breta tra og Dani." Yfirlitsráöstefnan endurtók og lagöi áherzlu á þær miklu vonir sem bundnar höfðu verið við hina greiðu framvindu að sameiningu Evrópu. Einnig var itrekuð sú fyrirtælun banda- lagsins að koma á fót efnahags- legu og gjaldmiðlasambandi og þvi lýst yfir aö rikisstjórnir hinna 9 landa hyggðust sameina öll tengsl sin I milli I Evrópu- bandalag fyrir lok þessa ára- tugs. Efnahags- og gjaldeyrissam- bandið (EMU) hafði þvi þokað sameiningu Evrópu um mikil- vægan áfanga að settu marki. Fljótandi gengi Þær ákvaröanir sem lágu til grundvallar þessu Efnahags- og gjaldmiðlasambandi voru tekn- ar á árunum 1971 og ’72. Til- gangurinn meö þeim var sá að reyna að þrengja þau mörk sem gengi hinna ýmsu mynta banda- lagsrikjanna gagnvart hverri annarri gátu flotið innan (m.a. með það i huga að siðar yrði tekin upp ein mynt fyrir allar bandalagsþjóðirnar). Þessari viöleitni var siðan fylgt eftir með itarlegri áætlun um sam- ræmda stefnu i efnahags- og peningamálum. Þá voru teknar ákvaröanir um samræmingu máls, og vog- ar, um fjármagnshreyfingar og fleira. EB. þýddi og endursagöi málar I Róm, annar var um Kjarnorkumálasamband Evrópurikja (EAEC) og hinn var sá frægi Rómarsáttmáli sem liggur til grundvallar Efna- hagsbandalagi Evrópu (EEC). Þessar siðasttöldu stofnanir eru ásamt Kola- og stálsam- bandinu (ECSC)’ hornsteinar þeirrar viðleitni sem enn er haldiö uppi til þess að sameina Evrópu I stjórnmálalegum skilningi. Nauðsyn bar til þess aö Róm- arsáttmálinn væri mjög ná- kvæmur og allt aö þvi smá- smugulegur vegna þess að i honum er gerð grein fyrir þeim skyldum sem aðildarrikjunum voru lagðar á herðar og til- greindar timasetningar fyrir efnahags- og fjármálalegu hliö- ina á stofnun Efnahagsbanda- lagsins. Nákvæmnin var eölileg var- úðarráðstöfun vegna þess að hin breytta skipan efnahagsmála gæti skaðað þá sem ættu fjár- hagslegra hagsmuna að gæta i einhverju hinna landanna, og auk þess var nauðsynlegt að skýra nákvæmlega út þær Þegar Bretland, Danmörk og Irland undirrituöu Rómarsáttmálann fyrir 4 1/2 ári var enn eitt skref stigið i átt til sameiningar Evrópu.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.