Alþýðublaðið - 30.07.1976, Page 1

Alþýðublaðið - 30.07.1976, Page 1
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ Askriftar- síminn er 14-900 I BLAÐINU I DAG Ólym píuleikarnir Iþróttaskrif blaðsins i dag eru helguð knattspyrnuleiknum i gærkvöldi. Einnig eru tvær greinar um Olympiuleikana i Kanada, sem að sumra mati eru þeir siðustu sem haldnir verða með þvi sniði, sem nii er viðhaft. göi ■ aci: DC Svartur júlí í Sýrlandi í dag er fjallað um striðið sem geysað hefur i Libanon undanfarið ár. Samið hefur verið margsinnis um að striðsaðilar leggðu niður vopn, en jafnoft hefur sá friður verið rofinn ef vopnahlé hefur þá komizt á. !aa 'cf CCdD CIT3 CJ Leið 8 kallar stjórnstöð Bráðlega verður komiö fyrir talstöðyum I almenningsvögnum, sem aka um Reykja- vikurbæ. Hér er á ferðinni viðleitni til þess að bæta þjónustu við farþegana og getur komið sér vel þegar ófærð er mikil á götum. Sjá bls. 3 íacz o[ Sælir nú „Kartöflustjóri” Kartöflumálin, sem svo eru nefnd, viröast nú vera að komast aö nýju i sviðsljósið. Lesandi skrifar umviðbrögð „kartöflu- stjórans” sem hann kallar svo, og segir undarlegt ef hann ber ekki ábyrgð á inn- flutningi „svinafóðursins.” Sjá bls 11 icar RSi iÆJ r~i r cir )oa Kerfið og fólkið í landinu Hingað til hefur fólkið i landinu treyst þvi að mennirnir i „kerfinu” væru alvisir og þvi talið óhætt að leggja úrskurð mála af hverju tagi i þeirra hendur. Nú viröist þessi trú vera á undanhaldi. Þetta hefur vakið ugg i margra brjóstum og vantrúin breiðist út. acr =oC jr =^CJ -------------------------- ■■ Fíkniefnasmyglarar ganga lausir: - Enginn fangelsis- dómur hefurverið afplánaður Enginn þeirra sem dæmdir hafa verið til fangelsisvistar vegna fikniefnamála hafa af- plánað refsingu I f angelsi. Árið 1974 staðfesti hæsti- réttur fangelsisdóma yfir tveimur mönnum vegna aðildar að innflutningi fikniefna. Annar þeirra hlaut sex mánaða fang- elsi. Hvorugur þessara manna hefur afplánað dóminn, en rannsókn málsins fór fram árið 1972. Þessi mál voru upphaflega af- greiddhjá embætti bæjarfógeta i Kópavogi vegna annars aöilans en hinn dæmdur i sakadómi Reykjavikur þar sem fikniefna- dómstóllinn var þá ekki tekinn til starfa. 1 samtali við Alþýðublaðið sagði Ólafur Walter Stefánsson, skrifstofustjóri dómsmálaráðu- neytisins, aö tekin heföi verið ákvörðun um frestun á afplánun i þessum málum. Dómarnir fyrn- ast á fimm árum frá uppkvaðn- ingu. Ef dómur hljóðar uppá eins árs_fangelsi eða meira er fýrn- ingafrestur hins vegar 10 ár. Einn i gæzlu- varðhaldi Arnar Guðmundsson hjá fikni- efnadómstólnum sagði i samtali við Alþýðublaðið, að nú sæti einn maður i gæzluvarðhaldi vegna dreifingar á ýmsum kannabisefn- um. Hann var úrskuröaður i allt að 30 daga varðhald en rannsókn málsins er skammt á veg komin. Um er aö ræða dreifingu I tals- verðum mæli og margir verið yfirheyröir i þvi sambandi. Nokkuð mörg mál varöandi smygl og dreifingu ftkniefna hafa komiö upp frá áramótum. Það siðasta kom upp i júni þegar smygla átti i land þrem kilóum af hassi, sem falin voru i hæginda- stól um borö I millilandaskipi. Það kom fram i samtalinu viö Arnar, aö það er mikið til sama fólkiö sem kemur fyrir dóminn vegna fikniefna. Þó eru alltaf að bætast viö nýir aöilar. Biður afplánunar Eftir að fikniefiiadómstóllinn hefur kveðið upp dóm fer málið aftur inn i kerfið. Það er sent sak- sóknara til athugunar sem tekur ákvörðun um hvort dóminum verður áfrýjaö til hæstaréttar og- slöan er það sent dómsmálaráöu- neytinusem ákveöur framkvæmd afplánunar. Þá geta hinir dæmdu einnig áfrýjað til hæstaréttar og allt þetta vafstur tekursinn tima. 1 byrjun febrúar var maður dæmdur I fjögurra mánaða fang- elsi vegna innflutnings á hassi. Nú nýlega fól dómsmálaráðu- neytiö fikniefnadómstólnum framkvæmd afplánunar og mun hún hefjast innan skamms. Verö- ur það þá Ifyrsta s>nn sem slik af- plánun fer fram. Hins vegar eru mörg mál i gangi sem kerfiö er ekki endanlega búið aö taka ákvöröun um. —SG y Þátttaka íslands í aðstoð við þróunarlöndin Að mlnum dómi ber islendingum tvimæialaust að stefna að þvi að veita tvihiiöa aðstoö til þróunar- landanna. Koma þar auövitað fyrst og fremst til áiita verkefni á þeim sviðum sem ætla má að við höfum sérþekkingu á, svo sem hinar ýmsu greinar sjávarútvegs og fiskiðnaðar. Ailt þarf slikt þó vandlegan undirbúning: Þannig farast Ólafi Björnssyni prófessor orð i grein sem hann ritar i Alþýðublaðið i dag. Sjá opnu Ný, spennandi framhaldssaga 1 dag hefst i Alþýðu- blaðinu ný framhalds- saga, sem heitir „Komdu heim, Ammi”. Sagan er eftir Barböru Michaels og það er Ingi- björg Jónsdóttir, sem hefur þýtt hana. Þessi saga er mjög spennandi og dularfull, og mun halda lesendum vak- andi. V__________________.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.