Alþýðublaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 3
alþýðu- blaolð iFöstudagur 30. júlí 1976._ Talstöðvar í strætisvagna Reykjavíkur koma í vetur „Uppsetning talstöðva i strætisvagna Reykja- vikur gerir okkur kleift að stjórna vögnunum f leiðakerfinu á einfaldan og öruggan hátt og bæta þannig þjónustuna til muna”, sagði Eirikur Ásgeirsson, forstjóri strætisvagna Reykja- vikur i viðtali við Al- þýðublaðið. „Þaö er þegar búiö aö panta talstöövar frá Bretlandi, aö verö- mæti um 12 milljónir króna, og vonumst viö til aö geta sett þær i vagnana eftir áramótin”. Aö undanförnuhefur veriö unn- iö aö þvi aö fuUkomna vagnakost SVR og sagöi EirDkur þá vera vel birga af góöum vögnum til næstu tveggja ára, aö minnsta kosti. Strætisvagnar Reykjavikur hafa nú yfir aö ráöa um þaö bil 63 vögnum, þar af eru 45 aöalvagnar á fóstum leiöum. Byrjaö veröur á þvl aö setja talstöövar I aöal- vagnana. Talstöövar þessar veröa meö lokaöar rásir, þannig aö ekki er hægt aö koma inn á samtöl og ekki heldur aö hlusta á þau utan kerfisins. Bilstjórar geta ekki tal- aö sm á milli, en veröa þess I staö að hafa samband viö stjórnstööv- ar, sem komiö veröur fyrir á Lækjartorgi, Hlemmi og á verk- stæöi SVR. Vilji bllstjóri hafa samband við ökumann annars vagns, veröur hann fyrst aö hafa samband við stjórnstööina. Kerfi þetta á aö koma aö góöum notum ef vagn bilar á miöri leiö, ef blll veröur yfirfullur og senda þarf annan honum til aðstoöar, eöa ef slys eiga sér staö. Einnig kemur þaö sér vel fyrir vagn- stjóra aö geta tilkynnt stjórnstöö ef óeðlileg seinkun yrði á strætis- vagni, einhverra hluta vegna. A þennan hátt er hægt aö koma i veg fyrir ýmsan óþarfa akstur og tviverknaö, sem óhjákvæmi- legur erþegar talstöövar eru ekki fyrir hendi. Ef slys ætti sér staö gæti vagnstjóri þegar I staö til- kynnt þaö til stjórnstöövar, I staö þess aö eyöa tima i aö yfirgefa vagninn oghlaupa aö næsta sima. Ennfremur flýtir notkun tal- stööva mjög fyrir feröum strætis- vagna í öfærö að vetri til, til dæm- is ef vagn festist i skafli og þarf aö fá skjóta aðstoö viö aö losna. AV Ægir I Slippnum. Hann hefur veriö I slipp siöan á Sjómannadaginn, enda eru ýmsar skemmdirnar, sem að er gert nií slðan I þorska- strlðinu 1972. Ægir í viðgerð Nú að loknu þorskastriði sleikir Landhelgisgæzlan sárin. Ægir er i Slippnum I Reykjavik og er þar gert að allstóru gati, sem kom á skipið i átökunum við Bretann. Ægir er búinn að vera alllengi I Slipp og hefur viðgerð hans dreg- izt nokkuð vegna sumarfria starfsmanna Slippsins. Auk Ægis, eru varðskipin Þór og Ver einnig i viðgerð. Ekki er vitað, hvað viðgerð á skipunum mun kosta, en þau eru öll tryggð hjá Samábyrgð og baktryggð hjá Lloyds tryggingarfélaginu brezka, þannig aðekki er óliklegt, að Bretarnir bæti sjálfir það tjón, sem þeir voru valdir að. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um frekari viðgerðir eða endurbætur á skipunum, en það hefur verið rætt, svo sem að setja tölvuradar I Ægi, svipaðan þeim sem er i Tý. Einnig er ráðgert að senda Tý i viðgerð til Danmerkur, en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um þetta. ATA FBÉTTIB 3 Þjónustumiöstöö: Kaupfélag Ausfur - Skaftfellinga Þjóögaröinum SKAFTAFELLI SLITLAGIÐ REYKJANESBRAUT - kostar 20 milljónir króna Að undanförnu hefur verið unnið við að lag- færa vestari akrein Rey kj anesbra ut ar milli Breiðholtsvegar og brúnna. Vegarspotti þessi var lagður fyrir tveimur árum og hefur all»tið þótt vera með verri vegarköflum i Reykjavik vegna þess hve hann er ósléttur. Það var þegar ljóst eftir aö umferö var hleypt á vegarkafl- ann að gerö hans heföi ekki tek- izt sem skyldi, en þó leysti hann úr brýnni þörf, enda var ekki nema ein akrein sem hægt var að aka I fjölmennasta hverfi landsins. Blaðið hafði tal af gatnamála- stjóranum I Reykjavlk Inga C. Magnússyni og innti hann eftir málavöxtum. Hann sagöi: • — Strax varö vart við ójöfnur á vegarkafla þessum og ástæð- urnar til þess eru margar. Segja má aö samsafn af smáóhöppum hafi valdið þvi hvernig til tókst viö lagningu malbiks á hann. Þar ber helzt aö nefna aö í versluninni: Allar nauðsynlegar matvörur, búsáhöld og vefnaöarvara miöuö viö þarfir feröamanna. í veitingastofunni: Heitur matur og grillréttir. Opið alla daga. hæöarstillingin á vélinni sem leggur út malbikið bilaöiog þess vegna fór eins og áöur er sagt. Þess ber aö geta aö aldrei hefur veriö lagt slitlag á þennan vegarkafla. Nú er hins vegar unnið að þvi aö leggja slitlag á vestari akreinina alla frá brúnnum að Breiöholtsbraut. Auk þess er iagt slitlag á kafla eystriakreinarinnar til móts viö Blesugrófina. Tækifæriö er þvi notaö og ójöfnurnar I undir- laginu eru jafnaöar, áöur en yfirlagiö er lagt á. Kostnaöur viö þessar framkvæmdir er alls um 20 milljónir króna. Ekki.hef ég þó handbærar tölur um kostnaöinn viö þaö eitt aö slétta undirlagið, en hann er eflaust nokkur. — EB Ný þjónustumiðstöö KASK SKAFTAFELLI

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.