Alþýðublaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 16
hjá Flug- leiðum Þá veröur aö hafa það i huga aö i febrúar s.l. var stopp i rúmar tvær vikur. Eins og kunnugt er hafa for- ráðamenn Flugleiða hafið könnun á endurnýjun milli- landaflugflöta fyrirtækisins. Við spurðum Svein hvort einhverjar ráðagerðir væru uppi um endur- nýjun flugvéla á innanlands- leiðum félagsins. — Nei, i augnablikinu er innanlandsflugflotinn nægur. Það eru fimm Fokker Friend- ship flugvélar og það nægir i bili jafnvel einnig þótt þær flugvélar séu einnig notaðar til Græn- landsflugs og fljúgi til Færeyja. En ef einhver veruleg aukning verður þá mun það mál verða tekið upp. Eftir að Flugfélag Norður- lands var stofnað tók það að sér flug út frá Akureyri til Austur- lands og sömuleiðis til tsa- fjarðar. Þetta flug annaðist Flugfélag Islands áður. Þetta léttir á flugflota Flugfélagsins. Þessar ferðir hjá F.N. eru sam- ræmdar ferðum F.I.” sagði Sveinn Sæmundsson að lokum. JEG Það má segja að nýtingin hafi verið mjög góð á allflestum leiðum millilanda- flugsins og Ameriku- leiðin hefur verið mjög góð, sagði Sveinn Sæmundsson, blaða- fulltrúi Flugleiða, þegar Alþýðublaðið hafði samband við hann i gær. Fyrstu sex mánuði þessa árs fluttu vélar Flugleiða 165.213 farþega milli landa. Farþega- kilómetrar eru samtals 798.674. Að sögn Sveins hafa flutningar félagsins aðeins aukizt frá þvi I fyrra, eða sem nemur 2,3%. Sætanýting á millilanda- leiðum Flugleiða er mjög góð, um 74% og hefur batnað veru- lega siðan i fyrra. Við spurðum Svein hvort hann teldi að draga mætti þar ályktun af þessum tölum að nú væri farþegaflugið að koma upp úr þeim öldudal sem það hefði verið i undanfarið. — Þetta gæti nú bent til þess hvað islenzku flugfélögin varðar. En það þarf lengri tima og fleiri félög til að sjá heildar- myndina, sagði Sveinn. 1000 fleiri nú en i fyrra Aðspurður um farþega- flutninga innanlands sagði Sveinn: — Þann 17. júli s.l. var heildar farþegafjöldinn innan- lands orðinn 109 þúsund, sem svarar’ til helmings lands- manna. Þetta er um 1000 fleiri farþegar heldur en i fyrra. Kemst Gjald- heimtan í nýtt húsnæði? Á fundi i borgarráði Reykjavikurborgar, þriðjudaginn 27. jCili, var lagt fram bréf borgarrit- ara, dagsett þann sama dag, ásamt greinargerð hagsýslustofnana rikis- ins og borgarinnar frá 6. þ.m. um húsnæðismál Gjaldheimtunnar. Borgarráð felur borgar- ritara og borgarverk- fræðingi að láta kanna byggingarmöguleika að Borgartúni 2 i samráði við stjórn Gjaldheimt- unnar. Af þessu tilefni leitaði Alþýðublaðið til Guð- mundar Vignis Jóseps- sonar, gjaldheimtu- stjóra, og innti hann eftir nánari upplýsingum. Guðmundur Vignir sagði Gjaldheimtuna um nokkurt skeið hafa veriö að leita fyrir sér i húsnæöismálum. Spurn- ingin heföi aðallega veriö sú, hvort taka ætti á leigu annaö húsnæði eða byggja nýtt. Mál þetta væri þó enn á byrjunar- stigi og væri þvi ekki unnt að segja til um til hvaða úrræöa yröi gripið að svo komnu. Að sögn gjaldheimtustjóra eru húsakynni Gjaldheimtunnar við Tryggvagötu ófullnægjandi á allan hátt. Einkum er af- greiöslan og það rými sem gjaldendum er notaðallt of lftið. Einnig sagði hann þaö bagalegt að hafa skrifstofur Gjaldheimt- unnar á þrem hæðum, það skap- aði of mikið sambandsleysi þeirra á milli. Guömundur Vignir sagði aö ef til kæmu breytingar á borð við þær, að hver einnig 1 fasteign (t.d.fjölbýlishúsum) yrði metin sem sjálfstæð heild, myndi við- skiptamönnum Gjaldheimtunn- ar fjölga til muna. Þetta hefði óhjákvæmilega í för með sér að stækka þyrfti og bæta afgreiðslu stofnunarinnar. Ennfremur ef til kæmi aö hjón yrðu skattlögð sitt i hvoru lagi, þá þurfti að gera gagngerar endurbætur á afgreiðslurými Gjaldheimtunn- ar. „Það er brýnt að allur undir- búningur varðandi endurbætur á húsakynnum Gjaldheimtunn- ar fari i gang hið bráöasta, þannig aö sem fyrst megi mæta öllum þörfum manna á bættri þjónustu” sagði fgjaldheimtu- stjóri að lokum. — AV Einstaklingar í Fíladelfíusöfn- uði eiga Núverandi eigendur sparisjóðsins Pundið eru um 60 meðlimir Filadelfiusafnaðarins. Hins vegar á söfnuður- inn sem slikur, en inn- an vébanda hans eru um þúsund manns, enga aðild að Pundinu, aðeins einstaklingar innan hans. Einar J. Gislason forstööu- maður safnaðarins sagði I sam- tali við Alþýðublaðiö i gær, að allir eigendur og ábyrgðarmenn Pundsins væru I Filadelfiusöfn- Pundið uðinum og engir utan safnaðar- ins mættu kaupa þar hluti. Sjálfur sagöist Einar ekki eiga hlut I Pundinu en persónulega hefði hann allt gott um spari- sjóðinn að segja. Sparisjóðs- stjórinn hefði helzt verið gagn- rýndur fyrir að segja oft nei. En þaö mætti benda á, að ekki fyrir löngu hefðu tveir bankastjórar orðið aðláta af störfum þar sem þeir hefðu sagt já heldur oft. Varöandi kæruna á Pundið sem nú er til meðferöar hjá saka- dómi sagði Einar, að þar sem hann ætti ekki hlut i sparisjóðn- um fylgdist hann ekki með starfsháttum þar náiö, en rann- sóknin leiddi eflaust sannleik- ann í ljós. —SG RANNSÓKN PUNDS MÁLSINS VERÐUR NÚHRAÐAÐ mánuóum liðnum tékkst Unið ekki framlrngt nema aftur yrbu greiddar 100 þúsundir. Vegna eignaraOildar llvlta- sunnusafnaðarins aó Pundlnu Frétt Alþýöublaösins i gær um viöskipti manns nokkurs viö sparisjóðinn Pundiö vakti mikia at- hygli. Mun nú vera ráö- gert aö hraöa rannsókn málsins hjá sakadómi, en eins og blaöiö skýröi frá i gær hefur oröiö óhæfilegur dráttur á þvi vegna anna rannsóknar- mannu viö önnur mái. Samkvæmt þelm upplýsingum sem Alþýóublaðið hefur undir höndum mi ælla. aö umfangs- mlklar UnvelUngar hafi itt sér staft I Pundinu meft þelm hættl aft lánþcgar greiddu .elgendum sparisjóðsbóka hóar upphæftir gcgn þvi að fá I hendur númer á bókum þeirra. Má nefna sem dæpii. aft þegar maður sá er kærðl þessa slarfsemi Pundsins fékk 750 þúsund króna lán greiddi hann bókareiganda, sem spari- sjóðsstjórinn vlsafti honum d, eilthundrað þúsund krónur. Framlenging fékkst aðeins til þriggja mánafta I senn og aft sex reyndl blaðift að ná tall af for- stöðumanni safnaðarins. Ilann er hins vegar veikur og náðist þvl ekki samband vlð hann. —SG Þurftu lánþegar aö greiöa milljónir?" spyr Alþýöu- ilaöiö f gær f frétt um „ Pundsmáliö". FOSTUDAGUR 30. JÚLÍ 1976 Frétt: Að Fram sóknarmenn á Akureyri sæki það mjög fast, að Helgi Bergs, yngri, verði ráðinn næsti bæjar- stjóri á Akureyri. Lesið: Að borgarráð Reykjavikur hafi sam- þykkt, að veita skáksveit stúdenta 100 þúsund króna styrk til þátttöku i heims- meistaramóti stúdenta i skák. o Séð: Að lagt hefur verið fram i borgarráði Reykja- vikur bréf frá lögreglu- stjóra, ásamt skýrslu vegna kvörtunar um ónæði vegna tónlistar frá verzluninni Karnabæ i Austurstræti. o Tekið eftir: Að Timinn hefur tekið einarða afstöðu ileiðurum gegn þeirri fjár- málaspillingu, sem núá sér stað i islenzku þjóðfélagi. Blaðið hefur að undanförnu þumbast við að viðurkenna hvernig málum er'komið, en nú virðist hafa orðið timabær stefnubreyting. Frétt: Að flestir stjórn- málaflokkanna séu byrjaði að undirbúa framboðslista. Valdamenn I flokkunum hafa verið á þeytingi um landið i sumar, rætt við kjördæmaráð, og má nú búast við að átök um efstu sætin fari að koma upp á yfirborðið. Það er álit margra, að meiri breyt- ingar verði á framboðs- listum en nokkru sinni fyrr, og að fleiri ungir menn taki við af eldri, en dæmi eru til. o Tekið^ eftir: Að Alþýðublaðið hefur að undanförnu orðið fyrst með fréttir um margvisleg mál, tengd hverskonar fjár- málaóreiðu, en önnur blöð ekki getið þeirra fyrr en eftir dúk og disk. Má i þessu sambandi nefna gjaldeyrissvik i sambandi við kaup á Grjótjötni, undarlega lánastarfsemi Pundsins, rannsókn Seðla- bankans á skipakaupum siðustu árin og fleiri slik mál. Jafnvel „óháðu” blöð- in hafa látið þessi mál framhjá sér fara.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.