Alþýðublaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 10
10 SJONJIBMIÐ Föstudagur 30. júlí 1976. bía&ið1 Iss, krakkarnir borga brúsann ... Áfengi í ýmsum ílátum. Fleira mætti rekja af þvi sem boðið er upp á á þessum mótum. Talandi um þessar vinlausu úti- skemmtanir eða hátiöir eins og þæreru gjarnan nefndar, þá má ekki gleyma þeirri landlægu hjátrú að ekki sé hægt að vera meðal fólks án þess að hafa brennivin með ser á gleri. Vegna þess að bannaö er að reyna að koma vinföngum fyrir á mótsstaðnum nokkru áður en mótið hefst sumir ku gera það mánuðum áður. Siðan þegar mætt er til leiks komast menn með engilbros á vör framhjá vinleitarmönnum og hrósa sér fyrir snillina. Kunningi minn lenti þó i þvi fyrir nokkrum ár- um að reyna þetta, en svo ó- heppilega tókst til að hann fól birgðir sinar i jöröu þar sem vera skyldi tjaldsvæöi fyrir fjöl- Verzlunarmannahelgin er að renna upp einu sinni enn. Þessi helgi hefur gjarnan verið nefnd mesta ferðahelgi sumarsins og er það trú- lega réttnefni. Þeir sem vettlingi valda axla pok- ann sinn og bera hann út í bíl, síðan er ekið af stað til hins fyrirheitna stað- ar. Ýmsir hagsmunahópar hafa fært sér i nyt þessa flækings- áráttu þjóöarinnar og fjölgar þeim nu sifellt sem reyna aö skara eld að Ýmsir hagsmunahópar hafa fært sér i nyt þessa flækingsá- ráttu þjóðarinnar og fjölgar þeim nú sffellt sem reyna að skara eld að sinni köku. Alls kyns mót eru haldin i hverjum landsfjóröungi, flest eru kölluö bindindismót eða i öllu falli er ætlunin að vin verði ekki haft um hönd. Margvislegum skemmtikröftum er lofað á hverju móti og fylgir sögunni að þeir muni fljúga milli staða til þess að skemmta fólkinu. Lagt er i að koma upp alls kyns að- stöðu fyrir þá sem sækja staöina til þess að gera þeim sem léttast að yfirstiga þann aðstöðumun sem fylgir þvi að flytjast dag eða tvo i tjalddulu einhversstað- ar þar sem enn hanga uppi nokkrar trjáhrislur, úr bústöð- um manna. Útilegukindurnar hafa að- gang að salerni, rennandi vatni, rafmagn er fáanlegt fyrir raf- magnsrakvélina og rafmagns- tannburstann, verzlanir koma upp útibúum i tjaldi á mót- svæðunum og selja allt frá naglasköfum uppi aflóga sól- gleraugu sem mótsgestir heill- ast þvi meir af sem vitglíran laugast I brennivini. Þjóðarrétt- ur ungu kynslóðarinnar er aö sjálfsögðu á boðstólum, enda hægt aö kaupa kók og pylsur á uppsprengdu verði ef að likum lætur, og gildir það sama um allan varning sem fáanlegur er, hvort sem um er að ræða nauö- synjar ellegar fánýti. taka slikan vökva með sér inn á mótssvæðin, þá hefur ýmislegt verið reynt til þess að sneiða hjá banninu og smygla þessum forboðna vökva inn á svæðin. Meðan ég var i þessum „bransa” gafst það vel að setja vinið i hylkið undir rúðuvökv- ann. Þannig var smyglað hundruðum litra inn á hin vin- lausu mót viða um land. ,,Djús”-brúsar bæði af plasti og pjátri voru einnig gagnlegir til þessa brúks. Tryggasta leiðin var þó sú að kaupa niðursuðu- vörur, leysa upp limið af miðan- um utan um þær, gera þar á gat og tæma innihaldiö úr. Síðan var vin sett á dósirnar lóðað snyrtilega fyrir og að lokum var miðanum komið fyrir aftur. Þessi aðferð mun enn vera not- uð og að sögn gefst hún vel þeim sem hana viöhafa. Margir lögðu og leggja enn á sig mikið umstang og erfiði til þess aö koma vini inn á þennan hátt. Enn er þó ótaliö að sumir skyldur og barnafjölskylda ein setti tjald sitt niður á torfu- snepilinn þar sem vinið var fólgið og hreyfði sig hvergi með- an mótið stóð. Hver borgar auglýsinga- stríðið? Það hefur vist ekki farið framhjá neinum sem heyrn hef- ur að nú um þessa helgi hyggj- ast óvenju mörg félagasamtök maka krók sinn. Milljónum króna hefur verið varið til þess að auglýsa þessi mót, bæði i blöðum og i útvarpi. Hefur þessi auglýsingaalda stundum borið uppi auglýsingatima útvarpsins og lengt hann oft til muna, jafn- skemmtilegt viöfangsefni og þessar auglýsingar eru. Lengi framan af var verði aðgöngu- miðanna haldið leyndu, trúlega til þess að keppinautarnir hefðu engar spurnir af þvi, þannig að hættan á undirboði minnkaði. Þar kom þó að ekki verð lengur dulizt og verð voru auelvst. Inngangseyrir er frá hálfu fjórða þúsundi og niður I eitt þúsund. Gerum okkur dæmi um visi- tölufjölskyldu sem gerir sér ferö á svona mót. Aðgangseyrir fyrir hana er 14 þúsund krónur og þá á hún eftir að koma sér á móts- staðinn. Sá kostnaður er vitan- lega misjafn eftir þvi hvaðan farið er, en gera má ráð fyrir að visitölufjölskyldan sem fer frá Reykjavik þurfi að greiða um 11 þúsund fyrir ferðirnar. Útbúnaður sem er nauðsyn- legur til svona útilegu er tjald sem varla kostar undir 20 þúsund krónum, fjórir svefn- pokar sem kosta um 8 þúsund kronur hver, og ekki er ósann- gjarnt að reikna með þvi að matvæli sem höfð eru meðferðis og það sem keypt er i sölutjöld- um kosti minna en 10 þúsnd krónur ef sparlega er fariö með fé. Þarna eru komnar tæpar 90 þúsund krónur, en þess ber að geta að fjárfesting i tjaldi og svefnpokum endist oftastnær lengur en eina ferð af þessu tagi, kostnaðurinn er nægur þrátt fyrir það. Sá mikli aðgangseyrir sem nefndur var að framan er rétt- lættur með þvi að vel sé til skemmtanahaldsins vandað og einnig sé mikill kostnaður i för með þeirri aðstöðu sem komið hefur veriö upp vegna sam- komuhaldsins. En þeir sem sækja þessi mót ættu að leiða hugann að þvi hver það er I raun og veru sem borg- ar fyrir boli og einhverskonar gúmmifigúrur, kenndar við hjá- trú, og kemur I hlut þeirra sem kaupa fyrstu þúsund aðgöngu- miðana. Eins dauði er annars brauð Þegar upp er staðið eftir þessa helgi sem jafnan er ein mesta rigningarhelgi hvers árs, ætti fólk að skoða þessi mál i samhengi. Það er góðra gjalda vert að ungmennafélög, skátar og þess háttar samtök skuli sýna við- leitni til þess aö afla sér fjár sjálfir, i stað þess að troða staf- karlsstig á vit þeirra sem sitja á sameiginlegum sjóðum ætluð- um til aimannaþarfa. Þessir að- M / /4 , 1' ilar sem hver á fætur öðrum hafi troðið upp I fjölmiðlum og lýst þvi yfir að þeir geti hver um sig tekið á móti öllum þeim sem hyggja á ferðalag um verzlun- armannahelgina, verða að gera sér grein fyrir þvi að það er að- eins takmarkaður hópur sem verið er að bitast um. Það er staðreynd að auglýsingaher- ferðin sem haldin hefur verið með tilheyrandi kostnaði ræöur sáralitlu um hve margir feröast um þessa helgi, hún hefur að vissu marki áhrif á það hvert fólk leggur leið sina, hitt ræðst mun fremur af veðurfari. Aðstandendurir ættu einnig að gera sér grein fyrir þvi að sú blóöuga samkeppni sem nú er háð um ungmennin, kemur ein- ungis niður á þeim sem út i hana fara, auk þess sem ungmennin, fyrir sakir áhrifagirni sinnar, verða fyrir stórfelldum fjárút- látum. Hvorugt samræmist hugsjónum ungmennafélag- anna eöa drengskaparástundun skátanna svo vel fari á. Eirikur Baldursson. Hvað veldur þeirri sorg? Skuggalegar horfur Veðurguðirnir hafa ekki leikið við sunnlenzka bændur það sem af er þessu sumri. Ötiðin veld- urþvi,að annað árið i röð hrekj- ast nú hey i stórum stii, eða grasiö sprettur úr sér og verður næsta lélegt aö fóðurgildi, þótt einhverntima bráðum stytti upp. Engum, sem kunnugur er sveitabúskap, dylst, að hér er mikil vá fyrir dyrum, og hætt við aö menn séu ekki vel i stakk búnir til mikilla kjarnfóður- kaupa annað árið i röð. Þvi fer raunar fjarri, að samskonar á- föll hafi ekki yfir dunið og það býsna þétt. Þetta leiðir hugann að þvi, hvað sunnlenzkir bændur virð- ast vera ihaldssamir um hey- verkun, að ekki hefur verið haf- izt handa um að hagnýta sér nýjungar, sem eru þó hreint ekki alveg spánnýjar — til þess aðbægja frá þeim voða, sem við blasir, þegar fóðuröflun fyrir búpeninginn bregzt, vegna ótiðar. Furðuleg stöðnun Um langan aldur var mikill samgangur milli Suður- og Norðurlands, bæði vegna ver'j- ferða suður að norban, og kaupafólks norður að sunnan. Enginn efi leikur á, að með þessum mannlegu samskiptum fluttust nýjungar milli lands- hluta miklu fyrr en ella og báðir landshlutar græddu á. Snemma á þessari öld voru sunnlenzkir bændur i farar- broddi um heyverkun.og er það til marks,aðheyhlöður voru þar reistar miklu fyrr almennt en i Norðurlandi. Vera má, að þar hafi nokkru um valdið, hve miklu votviðrasamara er hér syðra en i norðlenzkum sveit- um. Enda kennir neyðin naktri konu að spinna. En framtakið var rriikið og merkilegt eigi að siður. Þessi met hafa nú raunar jafnazt og vel það. En með hlið- sjón af þvi', sem áður var, vírð- ast framfarir i heyverkunarað- ferðum hafa sneitt hreint furöu- lega hjá garði sunnlenzkra bænda. Þvi fer auðvitað fjarri, þótt yfirleitt sé fremur þurrviðra- samt i Norðurlandi, séu þó ekki ýmis byggðarlög þar afskipt, og bændur nyrðra hafi ekki þurft að neyta ýmissa ráða, til að bjarga fóðuröflun sinni, ann- arra en að biða eftir sólskininu og láta slag standa. tbúar Strandasýslu hafa löngum verið hart haldnir um heyþurrk, öðr- um byggðarlögum fremur I Norðurlandi. Þeir hafa þvi orðið að leita annarra bragða en að setja allt sitt traust á þurrheys- verkun. Fregnir berast nú um, að vot- heysverkun hafi um sinn gefið þá raun, að leysa þá undan þvi oki, að eiga allt sitt undir sól og regni. Við höfum fyrir satt, að is- lenzkur túngróður, og raunar allu. íslenzkur gróður, sé i senn harðgerður og næringarrikur, ef hanser aflað i fóður,þegar hann er hæfilega sprottinn, hvorki of eða van, siztof. Það líggur þvi i hlutarins eðli, að mestu skiptir, að geta slegið og verkað fórið á réttum tima. Bændur um allt land hafa klif- ið þritugan hamarinn, til þess að afla sér nýtizku heyvinnu- tækja, og svo stórvirkra, að það tekur skamman tima að slá og hirða, ef tiðin leikur i lyndi. Sá þáttur fóðuröflunarinnar mun ekki vera annarsstaðar myndarlegar úr garði gerður, og virðist mörgum, að þar sé jafnvel meira til kostað en þörf krefur. En hvað, sem um það má segja, verður að telja það einstaklega ömurlegt, að horfa á þær aðfarir, að i stórum byggðarlögum og vel ræktuðum séu sibreiður af kolmórauðum hrakningi það, sem mætir aug- um, ef um byggðarlögin er far- ið, eða þá trénuð og úr sér sprottin óslægja. Mönnum verður eðlilega á að spyrja, hvað þvi geti valdið, að bændastéttin hér syðra, sem á sinum tima var á undan öðrum i fóðurverkun, skuli hafa dregizt svo hörmulega aftur úr, sem nú virðist raun á. Varla verður kunnáttuleysi um kennt. Satt er það, að á siðari timum hefur það færzt ákaflega i vöxt, í HREINSKILNI SAGT að ala islenzkan búpening á er- lendu kjarnfóðri. Vera má að þar sé nokkur orsök þess, að bændur hafa siður hirt um að laga sig að þvi að búa að sinu, sem áður var hátturi sveitum. Okkur er sagt, að landsmenn þurfi nú öllu til að kosta, að vera sem mest sjálfbjarga af eigin landsgæðum, og það eru vist fá- irsem draga þá þörf i efa, þegar litið er á bæði efnahagsástand og þá ekki sfður gjaldeyris- skortinn. Þegar litið er á þá staðreynd, að með votheysverkun má kalla að létt væri af bændastéttinni, að verulegu leyti þeirri hug- raun, að horfa á heyfeng sinn eyðileggjast ár eftir ár og jafn- framt verulega létt af þeim tvi- eða margverknaði að basla við heyþurrkun i votviðrasumrum, hlýtur sú spurning að verða á- leitin. Hvað veldur þeirri sorg að þeir hættir, sem öðrum gef- ast vel, skuli ekki hér upp tekn- ir? Oddur A. Sigurjónsson

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.