Alþýðublaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 13
bis^fð Föstudagur 30. júlí 1976. ráðið frá þvi að gefa þunguðum konum þessi lyf. Þungaðar konur og róandi lyf. Allar likur benda til þess, að eitthvert samband sé milli notkunar umræddra lyfja og ýmissa likámsgalla hjá börnum. Einkum þó ef lyfin eru tekin á fyrstu mánuðum með- göngutimans. Vissa er fyrir þvi, að neyzla valiums oglibriums getur valdið skarði i góm og vör hjá ófæddum börnum. Nú hefur verið gefin út til- skipun i Bandarikjunum þess efnis, að öli róandi lyf beri að merkja með sérstakri viðvörun. Viðvörun þessi er til alira lækna um að ganga úr skugga um það, hvort kona sé þunguð áður en skrifaður er lyfseðill á viðkom- andi lyf. Viðvörunarmiðar. Lyfjaframleiðendunum hefur verið gefinn stuttur frestur til að setja viðvörunarmiða á um- búðir lyfjanna. Verði það ekki gert áskilja bandarisk yfirvöld sér rétt til að banna sölu þeirra þar i landi. Yfirvöld og sérfræðingar I Sviþjóð virðast samt ekki kippa sér neitt upp við fullyrðingar „koiiega” þeirra i Banda- rikjunum og hafa ekki i hyggju neinar aðgerðir enn sem komið er. Könnun. Nýlega hefur verið gerð nákvæm könnun á. þessum lyfjum i Sviþjóð. Niðurstaður þeirrar könnunar hafa rennt æ sterkari stoðum undir þá vissu sænskra sérfræðinga, að engra aðgerða sé þörf i þessum málum. En konur sem taka þessi lyf á meðgöngutimanum geta i fyll- ingu timans komizt að raun um það að þær hafa verið blekktar, hafi þeim verið talin trú um að lyfin væru með öllu skaðlaus. Á að banna lyfin eða ekki? Sama máli gegnir um valium librium og öll önnur læknislyf. Þungaðar konur ættu að forðast alla lyf janeyzlu á fystu mánuðum meðgöngutimans. En sænskir sérfræðingar telja endar likur vera áþviað lyf þessi séu hættuleg. Að visu er það nú svo, að enginn getur með vissu sagt að læknislyf sé skaðlaust, en hægt er að sýna fram á það að ekki séu þekktar neinar ástæður á að telja þau skaðleg. Rannsókn sem gerð var á meira en 50 þúsund þungunum leiddi i ljós, að enginn munur var á börnum þeirra sem tóku inn róandi lyf og börnum þeirra sem létu það vera. En samt sem áður hafa bandarisk yfirvöld varað við notkun þessarra algengu lyfja. Ástæðan fyrir þvi hefur verið skilgreind svo: Amerisk tryggingalöggjöf hefur reynzt lyfjaframleið- endum erfiður ljár i þúfu. Upphæðir þær sem þeim hefur verið gert að greiða vegna lik- amsgalla barna, sem rekja má til lyfjanotkunar móður um meðgöngutimann, eru gifurlega háar. Lyfjaframleiðendur geta þvi komið i veg fyrir slikt með þvi að gefa upplýsingar um allar hugsanlegar aukaverkanir lyfja á umbúðum þeirra. I Sviþjóð er þvi aftur á móti þannig varið, að yfirvöld þurfa að hafa rökstuddan grun um það, að lyfin séu hættuleg áður en gripið er til aðgerða gegn notkun þeirra. Þau vilja ekki skapa óþarfan ótta hjá fólki. AV. varnað kuldanum inngöngu,- og stofan var of þröng handa eina arninum andspænis glugga- veggnum. Forfeður hennar höfðu vist þolað kuldann betur, hugsaði Ruth. En þeir hefðu heldur aldrei staðið við gluggann og beðið eftjr ungristúlku, sem væri eina á ferli i rökkrinu. Skyndilega ók bifreið að húsinu. Hún nam staðar og dyrnar opnuð- ust, en út kom ringulreið leggja og handleggja, sem teygðu úr sér og urðu að hávaxinni frænku hennar. Ruth brosti, sumpart af létti, en sumpart vegna þess, að hún hafði alltaf skemmtun af að sjá Söru með langa leggi og pinupils stíga út úr smábil. Hún brosti enn breiðar þegar hún sá, hvernig Sara varklædd. Yfirleitt lá hún i rúminu, þegar Ruth fór i vinnuna. Sara hafði lært þá góðu list að hagræða timum þannig, að þeir brutu ekki um of i bága við skemmtanir né svefn: og á hverju kvöldi beið Ruth i ofvæni og eilitl- um ótta eftir frænku sinni. Henni fannst hver klæðnaðurinn hljóta að vera það lengsta sem hægt væri að ganga, en uppgötvaði mistök sin i hvert skiptí. Sara hélt á bókahlaða undir öðrum handleggnum, en með hinni hendinni hnykkti hún siðu hárinu frá andlitinu, en sú hreyf- ing hennar angraði hina kvöldu en þöglu frænku hennar hvað mest. Sara var með dökkt, renni- slétt jár. Ruth hafði aldrei séð hana strauja það, en grunaði hið versta. Hárið huldi eyru stúlkunnar, háls og axlir, og kom með þvi að stað húfu og trefils, sem Sara harðneitaðiaðnota, það yljaði henni þó i kuldanum. Siða hárið átti vist að bæta upp nektina á neðri hlutanum. Þetta kvöld var Sara i háum svörtum stigvélum, en samt var svona á- tján sentimetra bil frá þeim að pilsfaldinum. Þessi hluti var fylltur, en ekki hulinn, með svört- um netsokkum, sem sýndu all mikið af beru holdi. Þetta var sérlega skringilegt með tilliti til þess, hvernig Sara leit út, þegar hún kom í septem- ber-byrjun. Þá var hún i lérefts- dragt, nælon-sokkabuxum, krókódilskóm, og með hatt og hanzka. Hatturinn dragtinn og skórnir virtust hverfa sporlaust um leið og hún var komin heim til Ruthar. Það gladdi Ruth að visu, að Sara skildi ekki hafa hana grunaða um ihaldssemi, en þó taldi hún að búingurinn hefði ver- ið fremur móður Söru, en henni sjálfri að þakka. Sara laut inn um gluggann til að ræða við ökumanninn. Hárið huldi aftur ásjónu hennar. Þetta ver ekki einn af þessum venju- legu fylgdarmönnum frænkunn- ar, þvi að Sara var greinilega að bjóða honum aðlita inn. Bfldyrn- ar opnuðust og maður steig út. Ruth fannst hann ósköp venju- legur við fyrstu sýn. Hávaxinn og herðabreiður, en þó bar mest á hárinu, jafnvel i daufu skini götu- ljósanna. Eldrauði liturinn virtist ósnortinn öllu gráu, en Ruth skildi að hann var ekki ungur: hann stóð ekki þannig, hann hreyfði sig ekki þannig... Hann snérist snöggt á hæl og leit á húsið. Ruth lét gluggatjaldið falla fyrir glugganum eins og sögusmetta — eða viktoriönsk gæzlukona. Hún roðnaði út að eyrum — jafnvel fimmtan ára starf hennar hjá utanrikisráðu- DÆGRADVÖL 13 Bridge Vörn á verði. Litum á spil dagsins. Norðuf ÁiK105 A6 jG 10953 Vestur ^ D102 .Áustur 4 42 4 ÁG873 V G10973 V 82 ♦ AD8 4 7 + 963 * ÁG754 Suður ♦ D96 VKD54 : ♦ K642 *K8 Sagnirnar gengu: Suður Vestur Norður Austur ltigl. Pass 21auf Pass 2gr. Pass 3gr. Pass Pass Pass Pass Enda þótt þriggja granda sögn- in sé nokkuð hörð með aðeins 23 háspilapunkta á báðum höndum, eru allar sortir vel stoppaðar og gamesögn engan veginn fjarstæð. Hún hefði verið næstum örugg hefði t.d. tiguldrottningin legið i Austri. Vestur sló út hjartagosa sem sagnhafi tók á ásinn i blindi. Austur fleygði tvistinum i, sýndi engan áhuga. Tigulgosa var nú spilað og hann var gefinni, og nú vöknuðu vonir sagnhafa um vinn- ing. En næsta tigul tók Vestur á drottningu og gætti nú vel að af- kasti Austurs. Eftir nokkra um- hugsun fleygði Austur spaða- tvisti, sem Vestur skildi réttilega að var bending um styrk i laufi, jafnvel útspil. Vestur sló nú út laufniu og sagnhafi var bjargar- laus. Hann hlaut að missa þrjá slagi á lauf og tvo á tigul. Ef Vestur hefði hinsvegar spil- að út hjarta áfram, þegar hann tók fyrri tigulslaginn, hefði sagn- hafa gefizt kostur á að gera tigul- inn góðan og hirða sina niu slagi. t og svo var það þessi um... ..litlu teipuna, sem var i sunnudagsskóla hjá manni sem hafði það að aðalstarfi að stjórna skurðgröfu. Lfklega hefir honum orðið nokkuð tíðrætt um það, þvi eitt sinn er teipan er að þvi spurð hvernig dauða Jesú hafi borið að höndum, svar- aði hún: Hann hefir iiklega orðið undir skurðgröfu. t |í SvÖT -niJpfi| t ’oi Bf •(! 'UOSSBUOf UUBqOf '8 ‘9681 ‘1 •UOSJBJJBfH IJJOX ‘9 •uossSnBjuuno ujbjh -c •uuiSepnuuns v 'V 'S88I 'í: •sajBOS ouEiy 'z •uosBupno JEuiajs IJEM '| FRETTA- GETRAUN Getraunin vill minna menn á, að þó að mesta ferðahelgi sumarsins sé að byrja og margir leggi af stað i ferðina strax i kvöld, þá verður einnig getraun i blaðinu á morgun. Lesið þvl blaðið i dag vel, og kaupið svo Alþýðublaðið i næsta blaðsöðustaðá morgun. 1. Hver er maðurinn? 2. Hvað heitir forsætisráðherra Portúgals? 3. Hvenær var knattspyrnufé- lagið „Southampton” stofnað? 4. Hvenær hefst sjónvarp að nýju? 5. i gærkvöidi flutti rikisútvarp- ið leikrit, er nefnist „Með bakið að veggnum”, og er það eftir Evan Storin. Hver var leik- stjóri? (i. Ilvað lieitir sáttasemjari rikisins? 7. Hvenær voru fyrstu Ólympiu- leikarnir, i núverandi mynd, hald nir? 6. Hvað lieitir forstjóri græn- metisverzlunar landbúnaðar- ins? 9. Var Guðni Kolbeinsson með islen/.kuþátt i blaðinu i gær? 10. Hver var lokasögnin í bridgeþættinum i gær? Nei takk ég ætla ekki að kaupa ryksugu, en þú skalt reyna i næsta húsi. Ég fæ þeirra ryksugu venjulega lánaða og hún er vægast sagt orðin hálf léleg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.