Alþýðublaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 2
2 STJÓRNMÁL FRÉTTIR Föstudagur 30. júlí 1976. jtiai alþyóu- aoíð alþýðu- Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Kekstur: Reykjaprent hf. Kitstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Gunnars- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. Útbr.stj.: Kristján Einarsson, simi 14900. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81860. Auglýsinga- deild, Alþýðuhúsinu llverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar - simi 14900. Prcntun: Blaðaprenti h.f. Áskriftarverð: 1000 krónur á mánuði og 50 krónur i lausasölu. ________________ „Kerfið” og fólkið í landinu Misjafnir eru mennirnir og krosstré bregðast eins og önnur tré. Á síðustu vikum og mánuðum hpf ur það sannast að „kerf ið" svokallaða er brogað og í því eru brestir. Kerfismennirnir reynast vera mannlegir og verknaðir þeirra eftir því. Það hefur verið víðtekin trú á íslandi að embættis- menn eigi síðasta orðið og kveði upp f ullnaðarúrskurð í hverju deilumáli, þegar almenningur og f jölmiðlar kljást við „kerfið" og deila á það. Menn kunna að minnast þess, að fyrir rúmu ári við- hafði lögreglumaður orð í sjónvarpi um íslenzku toll- gæzluna og var fordæmdur fyrir. Hann hafði á orði að tollgæzlan væri þannig, að ekki væri hægt að treysta henni fullkomlega. Fyrir nokkru kom í Ijós, að ekki var allt með felldu á því heimili. Þá minntist enginn orða lögreglumannsins. Fáir hefðu trúað því að óreyndu að lögreglumenn brytu lög gróflega, eins og nú hefur gerzt. Slíkt er mikið áfall fyrir löggæzlumenn, og lögregluyfirvöld þurfa að gera allt, sem í þeirra valdi stendur til að bæta álitshnekkinn. En sérstaklega verða stjórnvöld þessa lands að taka til höndum og bæta léleg kjör þessarar stéttar, sem mikil ábyrgð hvílir á. Þau dæmi, sem hér hafa verið nefnd, eru ekki til þess fallinn að auka traust almennings á „kerfinu". Það kann því svo að fara aðekki reynist unnt að kveða niður með einu pennastriki ádeilur og ummæli um það, sem hinir óbreyttu telja, að miður hafi farið í „kerf inu". Augu manna opnast fyrir því, að „kerf ið" kunni að hafa á röngu að standa og að ekki sé allt satt og rétt, sem kerfismennirnir segja og gera. Á það skal lögð áherzla að með þessum orðum er ekki verið að draga úr heiðarleika og ágæti embættis- manna og annarra, sem falin er f orsjá margra veiga- mestu þátta þjóðlífsins. Aðeins er á það bent, að það er ekki alltaf hugsýki, óhróður eða annað verra, sem stjórnar gagnrýninni á „kerfið". Það er stundum sagt, að það séu embættismennirn- ir, sem völdin haf a, — stjórnmálamennirnir séu í raun og veru valdalitlir eða valdalausir. Víst er það, að lítil hreyfing er á íslenzka embættismannakerf inu. Sömu mennirnir hafa sömu embætti á hendi árum og ára- tugum saman. Þótt þessir menn séu heiðarlegir, vel- viljaðir og réttsýnir kann svo löng seta í sama stól að rugla dómgreind og slíta sambandið við veruleikann. örari mannabreytingar innan „kerfisins" kæmu ekki að sök. I ýmsum löndum hef ur það verið reynt með góðum árangri að láta menn í skyldum störfum skipta um stöður á nokkurra ára fresti. Mætti ekki til dæmis reyna tollverði í störfum lögreglumanna og öfugt. l ráðuneytum gætu æðstu embættismenn skipst á störf- um, rétt eins og ráðherrar hafa leikið sér að því að skipta um ráðuneyti, ýmist á stjórnartímabili eða milli stjórna. Ekkert er algilt og svo er einnig um „kerf ið", sem er aðeins samheiti um mennina, sem það skapa. Mennirnir í „kerfinu" fara oft með meiri völd og ábyrgð þeirra er meiri en gengur og gerist meðal al- mennings. Þess vegna eru meiri kröfur gerðar til þeirra. — En trúin á réttlæti og öbrigðuleika „kerf is- ins" má ekki vera svo miki.l að ádeilan og gagnrýnin verði afgreidd sem f jas og rugl óábirgra manna. — AG Erlendir stúdentar læra íslenzku í sumarleyfinu - ÍSLENZKIR STÚDENTAR Á SAMS K0NAR NÁMSKEIÐUM ERLENDIS Á vegum Háskóla Islands eru hér staddir 32 stúdentar frá öllum Norðurlöndunum og sækja þeir sumarnámskeið í islenzku máli og bók- menntum við Háskólann. Auk þeirra eru 3 stúdentar frá Ástralíu, Englandi og Frakklandi gestir á nám- skeiðinu. Sumarnámskeiö i islenzku máli og bókmenntum hófst mánudag- inn 26. júli og stendur þaB yfir i fimm vikur. Námskeiö þetta er haldiö a vegum sumarnám- skeiöanefndar Háskóla Islands og er liöur i norrænu samstarfi um kennslu Noröurlandamála I hverju einstöku landi. Hliöstæð námskeiö eru haldin i ár i Dan- mörku, Finnlandi, Noregi og Svi- þjóö. Meöal þátttakenda þar eru nokkrir islenzkir stúdentar. A námskeiöinu er 50 kennslu- stundum variö til málfræöináms og 30 til bókmenntanáms. Mál- fræöikennsluna annast Dr. phil. Helgi Guömundsson, lektor, og Svavar Sigmundsson, lektor. Um kennslu i bókmenntum sjá lektor- arnir Heimir Pálsson og Kristinn Jóhannesson. Auk beinnar kennslu veröa fluttir við námskeiöiö 10 fyrir-. lestrar um ýmis efni, feröast veröur um söguslóöir og farnar stuttar kynnisferöir um Reykja- vik og næsta nágrenni. Nám- skeiösstjóri er Jón Friöjónsson, lektor. AV EINSTEFNUUMFERÐ Á HEIMSHÖFUNUM „Meö þeirri þróun á stærö skipa, og þá einkanlega oliuskipa, hefur hættan á slysum vegna árekstra aukizt, sérstakiega á þeim skipa- lciöum, þar sem fjöldi skipa ier uni “ Mörg undanfarin ár hefur á vegum Alþjóða- siglingamálastofnunar- innar, IMCO, verið unnið markvisst að því að auka siglingaöryggi á höfun- um, enda er öryggi á sjó eitt af mikilvægustu verkefnum þessarar al- þjóðastof nunar Samein- uðu þjóðanna. Með þeirri þróun á stærð skipa, og þá eink- anlega olíuf lutninga- skipa, hefur hættan á slysum vegna árekstra orðið sífellt meiri, sér- staklega á þeim skipa- leiðum, þar sem mikill fjöldi skipa fer um. Akreinar á hafi úti Þessvegna hefur á undanförn- um árum veriö unnið aö þvi inn- an IMCO að skipuleggja ein- stefnu-siglingaleiöir þar sem skipaumferð er mest. Slikar einstefnu-siglingaleiðir hafa þegar verið téknar upp á ýms- um þeim hafsvæðum, sem is- lenzk skip fara um, og þess- vegna hefur Siglingamálastofn- un rikisins vakið athygli allra islenzku farskipafélaganna á nauðsyn þess, að um borð i öll- um farskipum séu sjókort yfir slik hafsvæði, þar sem gerð er grein fyrir þessum einstefnu- siglingaleiðum. Upphaflega var um að ræða tilmæli um, að öll skip fylgi þessum reglum um einstefnuleiðir, en augljóst var, að nauðsynlegt myndi verða að gera þær að skyldu, likt og ak- reina-akstur á umferðaæðum á landi. Nú stendur þetta næsta skref fyrir dyrum, þvi að nýjar alþjóðasiglingareglur, sem samþykktar voru á alþjóðaráð- stefnu, sem haldin var á vegum Alþjóðasiglingamálastofnunar- innar i London árið 1972, mun taka gildi á næsta ári. Frumdrög þessara alþjóða- siglingarreglna, voru samin af sérnefnd innan IMCO. Auk þessara nýju ákvæða, þar sem krafizt er að skip fylgi ein- stefnu siglingaleiðum á ýmsum hafsvæðum, þar sem umferð skipa er sérlega mikil, þá taka þessar nýju alþjóðasiglinga- reglur tillit til þeirrar stað- reyndar, að ratsjá er orðið al- mennt og mikið notað siglinga- tæki, og ennfremur eru ráðstaf- anir gerðar til þess að sigiing mjög stórra skipa, sem viðýmis skilyrði hafa takmarKaða möguleika á að breyta stefnu vegna stærðar, verði ekki tor- velduð af öðrum skipum, á þröngum siglingaleiðum. Tekur gildi á næsta ári Alþjóðasamþykktin, sem al- þjóðasiglingareglurnar eru við- auki við, tekur gildi tólf mánuð- um eftir þann dag, þegar minnst 15 lönd, sem samtals eiga eigi minna en 65% af skipa- fjölda, eða brúttórúmlestatölu af öllum skipum heimsins, sem eru 100 brúttórúmlestir eða stærri, hafa staðfest alþjóða- samþykktina. Vestur-Þýzkaland staðfesti alþjóðasamþykktina 14. júli sl., og þar með hafa lönd sem eiga alls 66% af skipastól heimsins miðað við rúmlestatölu staðfest alþjóðasamþy kktina. Þessar nýju alþjóðasiglinga- reglur munu þessvegna taka gildi 15. júli árið 1977, og þær munu eflaust verða mikilvægt skref til aukins öryggis á sjó, en það er takmark allra þeirra 97 þjóða, sem nú eiga aðild að al- þjóðasiglingamálastofnuninni IMCO, sem hefur aðalstöðvar sinar i London. Þessar nýju alþjóðasiglinga- reglur hafa þegar verið þýddar á islenzku, og staðfestar af Is- landshálfu. Þær munu fljótlega verða birtar i Stjórnartiðindum, en siðan mun Siglingamála- stofnun rikisins birta þær i sér- bók, eins og þær eldri, til afnota fyrir islenzka sjómenn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.