Alþýðublaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 7
7 Föstudagur 30. júlí 1976. SERA MAGNÚS GUÐMUNDSSON fyrrverandi prófastur í Ólafsvík 80 ára Séra Magnús Guðmundsson er áttræður í dag, 30. júli 1976. Hann gerðist prestur i-Nesþingapresta- kalli á miðju ári 1923, og þjónaði þvi brauði fram til ársins 1964. Hann tók við brauðinu úr hendi hins virta og mikilhæfa frænda sins, séra Guðmundar Einarsson- ar, siðar prestur á Þingvöllum og Mosfelli i Grimsnesi, en hafði áð- ur verið aðstoðarprestur hjá hon- um um skeið, Hann þjónaði kirkju sinni og kalli með skör- ungsskap alla sfna tið. En séra Magnús var okkur óls- urum meira en prestur. Hann var I fyrsta lagi skólastjóri við barna- skólann I þrjú ár, áður en hann tók við brauði. Ég var meðal nemenda hans öll þau ár. Ég minnist sérstakiega reikningstimana, þegar liöa tók á námstimann. Hvernig hann sat við borðiö hjá okkur og leysti fyrir okkur erfið dæmi, en við nemendurnir hópuðumst i kring um hann til þess að fylgjast meö þvi, hvernig hann reiknaði dæm- ið. Eöa hugareikningstfmarnir. Þeir voru bæði skemmtilegir og þroskandi. Séra Magnús var mikill stærðfræðingur, en hann var lika mikill islenzkumaður. Hann þótti strangur um það, að nöfn barna, sem hann skirði, lytu islenzkri málvenju og beygingu. Þetta bar mikinn og góðan árang- ur. Séra Magnús var framámað- ur I byggðinni og forustumaður i félagsmálum og sporgöngumaður fyrir mörgum af okkar stærstu málum. Fyrstu tveir áratugirnir, sem hann var i Ólafsvik, voru mjög erfiðir. Þá eins og lengi sið- an, var hafnarmálið stærsta mál byggðarinnar. Hann vann að þvi máli af ósérplægni, elju og dugn- aði i marga áratugi, og ótaldar eru þær ferðir, sem hann tókst á hendur til Reykjavikur, fyrir þetta málefni, og ekki mun alltaf hafa komið fé fyrir, né þakklæti sem skyldi. Þau eru fjölmörg önnur mál byggðarinnar, sem séra Magnús vann að i byggöinni á löngum starfsferli, sem hér veröa ekki rakin. En öll, eða flest komust þau heil i höfn. Nú fyrir skömmu kom hann til Ólafsvikur og prédikaði þar i kirkjunni. Hvithærður öldungur, trúr kirkju sinni og kalli, eins og höfðingjar kirkjunnar hafa lengi verið. Við Ólsararnir eigum séra Magnúsi mikiö að þakka, svo og konu hans, frú Rósu og börnum þeirra, sem öllum þótti vænt um og báru viröingu fyrir. Við hjónin, og væntanlega fjölmargir aðrir úr byggðinni, sendum séra Magnúsi, konu hans og fjolskyldu heilla- og blessunaróskir i tilefni af átt- ræðisafmælinu. Ottó Árnason. r T7 L1 M '■} Vörumarkaðurinn Leyft verð Okkar verð OPIÐ TIL KL. 10 RÍKISÚTVARPIÐ Skúlagötu 4 - Reykjavík Auglýsingasímar: 22274 og 22274 GÓÐA FERÐ! MANA- KAFF Simi 94-3777 Matsala — Gisting — Grillréttir allan dag- inn. Opið frá kl. 7.30-11.30 • Við bjóðum yður velkomin til tsafjarðar. Letgu f lug—Mey öa r f lug HVERTSEM ER HVENÆR SEM ER FLUGSTÖÐIN itE Símar 27122-11422 Kennarar - Kennarar Kennara vantar að Barna- og unglinga- skóla Hólmavikur næsta skólaár. Æskileg kennslugrein mynd- og handmennt. Ódýrt húsnæði. Upplýsingar gefur skólastjóri Bergsveinn Auðunsson i sima 95-3123 Skólanefndin

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.