Alþýðublaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 5
SÍaSkt Föstudagur 30. júlí 1976. OTLÖMD 5 Hinn „svarti júlí” Sýrlendinga Utanrikisráðherra bráðabirgðastjórnar P.L.O er farinn til Damaskus að reyna að ná samkomulagi við Sýrlendinga um stöðv- un bardaga þessara tveggja aðila i Libanon. t»að var full- trúi Lybiustjórnar sem hafði milligöngu um samningaumleitanirn- ar og i yfirlýsingu, sem hann lét frá sér fara i gær, sagði hann að von- ast væri til að bindandi samkomulag yrði gert á næstunni. — En fyrir- gefa Palestinuarabar Sýrlendingum nokk- urntima afskiptinn af borgarastyrjöldinni i Libanon. Það verður framtiðin að skera úr um. Undarlegt strið í mannkynssögunni verður borgarastyrjöldinni i Libanon lýst sem undarlegu striði. Und- arlegu vegna þess, að umheim- inum var ef til vill aldrei ljóst tilætlun einstakra aðila með af- skiptum af þvi. En af öllu und- aregu i sambandi við þetta strið verða afskipti Sýrlendinga lik- lega talin undarlegust. Stjórnmálasaga Araba telur margar hetjur, — en einnig óbótamenn. Ef það er einhver, nú i augnablikinu, sem Arabar lita á sem slikan þá er það að öllum likindum Assad Sýrlands- forseti. pessa dagana falla Israelsmenn alveg i skuggann af honum, og Sadat forseti Egyptalands, sem verið hefur úti i kuldanúm siðan hann gerði Sinai samninginn. Hafez al Assad, slunginn stjórnmála- maöur HafezalAssadkomsttil valda i Sýrlandi með herforingjabylt- ingu fyrir sex árum. Siðan hefir hann verið álitiiin einn slungn- asti stjórnmálamaður i Araba- heiminum. Yfirleitt lætur Assad litið á sér bera út á við. Hann veitir fréttamönnum aldrei viðtöl, og talar sjaldan opinberlega. Aftur á móti vinnur hann að innan- rikismálum Sýrlands af mikilli hyggju og slægviti. Fljótt á litið virðist hann vera framfarasinnaður arabiskur sósialisti af Bath skólanum. Hann hefir þóttst vera algjör- lega mótfallinn friðsamlegum samningum við tsraelsmenn, hann hefir þóttst vera einn at' einlægustu stuðningsmönnum Palestinuaraba og hann hefir þóttst vera einn virkasti and- stæðingur „ameriskrar heims- valdastefnu i Mið-Austurlönd- um. En bara þóttst. Sannleikurinn er sá að Assad er kaldur rök- hyggjumaður, sem hefur til að bera ákaflega næmt skyn á stjórnmálalega þróun og lætur ekki tilfinningarnar hlaupa með sig i gönur. A siðustu ferð sinni um mið Austurlönd lagði Henry Kiss- inger utanrikisráðherra Banda- rikjanna einna mest upp úr við- ræðum sinum við Assad. Ekki einungis vegna þess að þar var á ferð erfiður andstæðingur heldur og vegna þess að þar var verðugur andstæðingur. Ef harter gengið á diplómata i israelska utanrikisráðuneytinu viðurkenna þeir djúpa virðingu sém þeir bera fyrir stjórnmála- hæfileikum Assads. Völd lians byggjast á liernum Sem fybr segir komst Assad til valda i herforingjabyltingu sem gerð var fyrir sex árum. Eftir byltinguna komst hann sjálfkrafa inn i röð æðstu manna i Bath flokksins, sem er eini leyfilegi stjórnmálaflokkurinn i Sýrlandi. öfugt á við fyrri for- seta Sýrlands og gleymir Assad þvi ekki að grundvöllur valda hans er herinn og án Hans væri hann ekki neitt. Assad er upprunninn i mú- hameðskum minnihiutahóp i Sýrlandi Alawitum. Þeir telja einungis 5-6% þjóðarinnar. Meðal alawita er það hefði að vinna sér frægð og frama innan hersins. Það er þeirra eina leið til þess að komast ofar i þjóðfé- lagsstigann, þar sem efstu þrepin eru þéttsetin sunnitum. Það er þvi engin tilviljun að margir beztu herforingjar Sýr- lendinga eru alawitar, og þeir halda saman og styðja við bakið hver á öðrum. Trúasti fylgisveinn Hafez al Assads er jafnframt bróðir hans og heitir Rifaat Assad. Hann stjórnar vélaherdeild sem hefir aðsetur sitt i Damaskus. Þessi yngri bróðir er nánast eins og lifvörður forsetans og hefir góö- ar gætur á öllum þeim sem gætu haft hug á forsetastólnum. Assad og Sadat Þrátt fyrir að Assad hafi tekið nokkuð stórt upp i sig þegar Sadat, forseti Egyptalands samdi við tsraelsmenn i fyrra, var það ekki vegna þess að hann væri andvigur friðsamlegum samningum við Israelsriki. Hann taldi að með þvi að nýta sér ' díplomatisk klókindi og þann þverbrest sem virtist vera aö koma i mið-austurlanda- stefnu Bandarikjamanna, gætu Arabar fengið meira út úr samningunum en raun varð á. Að hans áliti urðu Arabar að vera þolinmóðir og biða sins rétta tima. En Sadat gat ekki beðið, hann vildi árangur og það fljótt. Svar Sýrlendinga við friða- samningunum við Israel var ný hernaðaráætlun, þar sem megin áherzlan var lögð á nýjar ,,vig- stöðvar” meðfram öllum aust- urlandamærum ísraels. Og það var hugmynd Assads að fá bæði Jórdani og Palestinumenn (og þá Libani óbeint) með i leikinn. Með þessu vildi Assad mynda nýja valdamiðju i Arabaheim- inum. Allt bendir til þess að þetta hafi tekizt, — ef ekki hefði kom- ið til borgarsty r jaldar i Libanon. Blaðinu snúið við Ef litið er til þess sem átti sér stað i Libanon i vetur er leið kemur i ljós að i upphafi studdu Sýrlendingar við bakið á Palestinumönnum bæði leynt og ljóst. Meðal annars sendu þeir svonefndar PLA (palestinska frelsisherinn) inn i Libanon. Og þessi stuðningur hafði sitt að segja. Þá loks hófu múhameðs- trúarmenn að sækja fram i bar- dögum við hinar kristnu her- sveitir. En ekki fór þó allt aö vilja Assads. Eftir að Palestinu- mönnum fór að vegna betur i styrjöldinni kom i ljós að þeir vildu standa á eigin fótum. Ara- fat hafði allan timann vitað um fyrirætlanir Sýrlendinga, og hann var ekki hrifinn af þeirri hugmynd að gengið yrði til friðarsamninga við Israela, þar sem hagsmunir Palestinu- manna yröu ef til vill fyrir borö bornir. Þetta er skýringin á þvi hvers vegna Sýrlendingar kúventu svo skyndilega umheiminum til mikillar furðu. Allt frá þvi að sýrlenzkar hersveitir réðust inn i Libanon hafa þær barist viö hliö kristinna falangista og maronita gegn Palestinumönn- um og vinstrisinnuðum múham- eöstrúarmönnum. Kapallinn gekk ekki upp 1 dag er margt sem bendir til þess að Assad hafi tekið skakk- an pól ihæðinaerhannákvaðaö ráðast inn i Libanon. Hann bjóst við að innrásin yrði ein sleitulaus sigurganga i gegn um hið striðshrjáða land. En ekki fer allt sem ætlað var. P.L.O menn vita að þeir berjast fyrir tilveru samtakanna, og jafn ótrúlegt sem það annars kann að virðast hefur styrkur þeirra aukizt frekar en hitt, þrátt fyrir að við 25.000 manna vel þjálfað og vopnum búið sýr- lenzkt lið sé að etja. P.L.O. hefur misst þúsundir manna i bardögum, en aðrar þúsundir nýþjálfaðra hermanna hafa fylit skörðin. Þau samtök Palestinumanna sem áður lutu Sýrlendingum og höfðu aðal- stöðvar sinar þar (PLA og Saika samtökin) eru nú algjörlega i höndum P.L.O. Eitt er enn sem ekki vóg hvað minnst á meta- skálum striðsgæfunnar. Palestinumenn eru fullir af bar- áttugleöi sem þeir höfðu ekki yf- ir að ráða áður. Þeir veiku eru ýmist fallnir eða hafa gefizt upp , eftir stendur kjarni sterkra og traustra hermanna. Astæðuna fyrir hrakförum Sýrlendinga má einnig setja i samband við afskipti stórveld- anna. Assad fékk ekki blessun Bandarikjamanna á innrás sina i Libanon, eins og hann hafði vonað og eftir þvi sem liðið hef- ur á júlimánuð hafa sovétleið- togarnir i auknum mæli lagt að stjórnvöldum i Damaskus að láta af hernaðaraðgerðum i Libanon, annars geti svo farið að Sovétmenn hætti öllum hen- aðarlegum og efnahagslegum stuöningi við Sýrlendinga. Hinn „svarti júli” I borgarastyr jöldinni i Jórdaniu árið 1970 var septem- bermánuður nefndur hinn „svarti september” Husseins konungs. Það sama hefir skeð i libönsku borgarastyrjöldinni. Assad hefir verið eignaður hinn „svarti júli”, en öfugt á við Jórdaniukonung átti Assad ekki striðsgæfu að fagna. Hinn pólitiski kapall gekk ekki upp og þvi er það að Assad sest að samningaboröinu með P.L.O. Það var almennt hald manna i gær að ef samningar nást verði Palestinuaröbum heimilað að hafa áfram stöðvar i Líbanon til árása á Israel. Að sjáífsögðu erulsraélar óánægöir meö þessa þróun mála, þvi fyrir skömmu komst Rabin forsætis- ráðherra Israels svo aö orði, að Israelar væru rólegir meðan Sýrlendingar gengju endanlega frá P.L.O. —ES

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.