Alþýðublaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 4
Föstudagur 30. júlí 1976. wISh?** 4 IÞRÖTTIR Dýrlingarnir mættu með Dregið í Bikarnum t hálfleik i leik Úrvalsliðs KSÍ og Southamton i gær var dregið i bikarkeppni KSf. Þessi lið drógust saman: UBK : KR 1A : IBK leggi Vikinga að velli, verði Bik- armeistarar nái fram að ganga. jeg Liðin norður Fram : Valur FH : Þróttur frá Neskaupssta Þarna verður án efa stæsti leikurinn milli Fram og Vais, efstu liðanna i fyrstu deild. Þá verður og fróðlegt að sjá viður eign Akurnesinga og Keflvik- inga. Skagamenn lögðu Vikinga að velli i siðustu umferð. Og fróðlegt verður að sjá hvort spá- dómarnir um, að það lið, sem ....... Það voru margir sem lögðu leið sina á Laugardalsvöllinn i gærkvöld til að sjá úrvalslið KSt kljást við bikarmeistarana frá Englandi Southamton. Veður var nokkuð gott, smá gola en frekar kalt, rignt hafði fyrr um daginn þannig að völl- urinn var háll. Fyrri hálfleikur var nokkuð skemmtilegur á að horfa og þó nokkuð um tækifæri, en seinni hálfleikur var heldur iakari. Southamton hóf leikinn með öllum sömu mönnunum og léku á Wembley i vor, en er á leikinn leið skiptu þeir þrem út af. tslendingar gerðu þó um betur og skiptu fjórum mönnum. En snúum okkur nú að leiknum og gangi hans. Hálfleikur tækifæranna. Fyrsta umtalsverða tækifærið átti Guðmundur Þorbjörnson strax á 3 min. Hann skaut þá frá vitateigslinu góðu skoti en þvi miður — það fór yfir. Næstu tuttugu og fimm min- úturnar skiptust liðin á að sækja án þess þó að takast að skapa sér umtalsverð marktækifæri. Á 28. min. fær Hermann Gunnarsson eitt bezta tækifæri leiksins. Hann spyrnti boltanum i átt að marki, frá vitateigslinu, en markmaðurinn, lan Turner, var kom inn út i miðjann teig og varði þetta skot frá Hermanni. Hermanni gafst svo annað tækifæri á að skora þrem min. siðar. Þá átti hann vinstri fótar snúningsur var á boltanum og hann fór framhjá. Southamton fékk lika sin tækifæri. A 36, min var dæmd óbein aukaspyrna innan vita- teigs Islendinga, rétt við vita- teigspunktinn. Sigurður Dags- son tókst með naumindum að bjarga markinu i það skiptið. Vel gert Sigurður! Og tvisvar strax á eftir varð Sigurður að taka á honum stóra sinum til að halda markinu hreinu. Siðasta marktækifæri hálf- leiksins kom á 38. min. þar var á ferð Ingi Björn Albertsson. Skaut hann þrumu skoti frá miðjum vallarhelmingi South- amton en boltinn fór rétt fram- hjá stönginni. Þetta var eitt af þessum skotum, sem Inga Birni er svo lagið að skjóta. Engin á von á þeim, enda stóð Ian Turn- er stjarfur i markinu og hreyfði hvorki legg né lið. Þá hafði markaþrenning Vals fengið sin tækifæri — en þvi miður heilladisirnar hafa setið eftir á-Hliðarenda! Hálfltikur markanna Atli Eðvaldssoi. var einn þeirra sem skipt var inn á i sið- ari hálfleik og hann þakkaði fyrirsig með góðum leik út hálf- t kvöld leikur Southamton norðurá Akureyri. Verður fróð- legt að sjá hvort Úrvalsliði KSl takist að hefna ófaranna frá i Reykjavik. Sem kunnugt er, þá verður það lið töluvert breytt frá þvi liði sem lék á Laugar- dalsvellinum. Koma nú Skaga- mennirnir og fleiri inn i liðið. Leikurinn á Akureyri byrjar klukkan hálf átta. jeg Guðmundur Þorbjörnsson i baráttu um boltann i leiknum við „Dýrlingana” á Laugardalsvellinum i gærkvöld. ----------- ^ liðið frá Wembly leikinn. Strax á fimmtu minútu átti hann og félagi hans úr Val Guð- mundur Þorbjörnss. gullfalllegt samspil á hægri kantinum upp við vitateig. Atli batt siðan enda á það með stór glæsilegu skoti sem Ian Turner náði rétt að slá yfir. Glæsilegt skot og glæsileg markvarzla. Aftur voru þeir félagar á ferð upp úr hornspyrnunni. Frá þeim fékk Ingi Björn sem stóð fyrir miðju marki, boltann en nýtti sér ekki tækifærið. En nú fór Southamton að sækja i sig veðrið og á 21. min. kom markið. Þar var gamal- kunna kempan Peter Osgood á ferð. Skotið frá honum hafnaði upp i vinstri vinklinum. Vörnin og Sigurður stóðu og horfðu á. Og „Dýrlingarnir” bættu um betur með skallamarki varamannsins Earles, á 42. min. Kom það upp úr auka- spyrnu. jeg 20 KLUKKUSTUNDIR FRA MONTREAL Næstkomandi sunnudag verður byrjaðað sýna í sjón varpinu myndir frá Olympiuleikunum í Montreal. Bjarni Felixson íþróttafréttamaður sjónvarpsins, sagði í viðtali við Alþ.bl. að sjónvarpið fengi efni, sem væri um 20 klukkustundir. Þegar hef ur sjónvarpinu borizt þó nokkuð af því efni sem verður sýnt. í gær var Bjarni að fara yf ir það og sagði hann okkur að f yrst yrði byrjað á að sýna sund- iðog fimleikana. Bjarni sagði að sennilega yrðu f im- leikar stúlkna geymdir meðan sovézka f imleikafólk- ið er hér með sýningar. jeg. i Einn albezti / langhlaupari sögunnar Lasse Viren, sá skeggjaði. Hinn tvöfaldi ólympiuverð- launahafi frá Munchen, Finninn Lasse Viren, ætlar að verja báða ólympíutitlana sina i Montreal. Hinn 27 ára gamli lögregluþjónn er nú þegar búinn að verja titil sinn i 10.000 metra hlaupinu. Þó höfðu fæstir búizt við þvi, að hann yrði framarlega i ár. Illjóp hann nú á timanum 27:40,4 , sem er tveimur sek- undum lakari timi, en hann sigraði á i Munchen. Flestir muna eftir sigurhlaupi hans i Munchen. Hann hafði lengi vel forystu. Þá datt hann og dróst nokkur afturúr. Töldu allir hann þá úr leik. En Viren stóð upp og hélt hlaupinu áfram. Með seiglu og dugnaði tókst honum að vinna upp það forskot sem keppinautar hans höfðu náð og sigraði glæsilega. 1 dag mun Lasse Viren gera tilraun til að verja Ólympiutitil sinn i 5.000 metra hlaupi. I Munchen sigraði Viren á tim- anum 13:26,4, sem var Ólympiumet. Sigri hann i dag, kemst hann á bekk með al- fremstu langhlaupurum heims, bæði fyrr og siðar. ATA.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.