Alþýðublaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 9
8 OR VltflSUM ATTUM Föstudagur 30. júlí 1976. alþýöu- blaöíó alþýöu- blaAíA Föstudagur 30. júlí 1976. VETTVANGUR 9 Eyjafjörður og ísrael . t forystugrein nýútkominnar Samvinnu segir meöal annars, aö menn, sem gerthafa viöreist um heiminn hafi lýst þeirri skoöun, aö hvergi á byggöu bóli sé frjálst samvinnustarf svo umfangsmikiö i einni byggö semi Eyjafiröi — nema ef vera skylfii i samvinnu- sveitum Israelsman'na. Þá segir: ,,I Eyjafiröi starfar mesta samvinnufélag landsins, Kaupfélag Eyfiröinga á Akureyri. Félagiö á níutíu ára afmæli á þessu sumri, og er sannarlega ástæöa til aö minnast þess meö nokkrum oröum. „Þaö er upphaf Kaupfélags Eyfiröinga, aö nokkrir bændur úr innsveitum Eyjafjaröar efndu til fundar á Grund hinn 19. júnf áriö 1886 — til þess aö ræöa verzlunar- mál héraösins. A þessum tfma voru atvinnuvegir landsins i kaldakoli og kunnáttuleysi í verk- legum efnum ömurlegt. Sem dæmi má nefna, aö hömlur voru settar á útflutning lifandi sauöa til Englands 1896, og stóöu þá landsmenn frammi fyrir þeim vanda, aö þeir höföu næstum enga frambærilega verzlunar- vöru aö bjóöa I staöinn — vegna vankunnáttu i framleiöslu- háttum. Þaö varö öörum fremur hlut- verk kaupfélaganna I upphafi aö leysa tviþættan vanda: annars vegar aö útvega erlendar vörur á sem hagkvæmustu veröi — og hins vegar aö byggja upp fram- leiöslu á góöri vöru og selja I staö- inn fyrir hæsta fáanlegt verö. Eftir langvarandi kúgun og eymdarástand var fundin ný stefna, sem leysti islenzkt at- vinnu- og efnahagslíf úr viöjum og leiddi til farsældar. Fáeinar tölur úr siöustu árs- skýrslu Kaupfélags Eyfiröinga segja slna sögu um velgengni félagsins. Heildarvelta þess áriö 1975 var nærri 8 milljaröar króna. Fastráöiö starfsfólk I árslok 1975 var 717 manns, og félagiö greiddi yfir 900 milljónir I laun. Endur- greiddur tekjuafgangur fyrir siöastliöiö ár veröur um 22 millj- ónir króna, og stofnsjóöur félags- manna var I árslok 1975 nærri 140 milljónir króna, en hann er allur myndaöur af endurgreiddum tekjuafgangi. Niöurstööur efina- hagsreiknings félagsins viö siöustu áramót voru yfir 4 millj- arðar króna, og félagiö stendur traustum fótum meö verulegt eigiö fjármagn aö bakhjarli. Hver er orsök þess, aö sam- vinnustarf hefur boriö svo rlku- legan ávöxt I Eyjafiröi? Eitt svar er naumast til viö þeirri spurn- ingu, en vafalaust ber fyrst aö telja góöan samvinnuanda I héraöi og meö afbrigöum þrótt- mikla og dugandi forustumenn, kaupfélagsstjórana Hallgrlm og Sigurö Kristinssyni, Vilhjálm Þór, Jakob Frlmannsson og Val Arnþórsson. Um leiö og Samvinnan sendir Kaupfélagi Eyfiröinga beztu kveöjur og ámaöaróskir, skal hér aö lokum vitnaö I ávarp Vals Arn- þórssonar kaupfélagsstjóra á afmælishátiöinni: „Fólkiö I byggöum Eyjafjaröar hefur treyst samvinnufélagi slnu til forustu um aö bæta hag byggðarinnar og þá gjarnan treyst kaupfélaginu betur en öörum rekstrarformum I at- vinnulifinu. Fólkiö veit, aö allir fjármunir sem myndast I rekstri Kaupfélags Eyfiröinga, ganga til áframhaldandi atvinnuuppbygg- ingar og framfarasóknar I héraö- inu sjálfu, en þjóna ekki skyndi- hagsmunum einstakra manna. — Þannig hefur þetta veriö og þannig mun þaö áfram veröa.” Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri flytur ávarp á 90 ára afmælis- hátlö KEA. 8600 kíló- metra langir þjóðvegir I Félagstlöindum Starfsmanna- félags rikisstofnana er fróölegt viötal viö Arnkel Einarsson, starfsmann Vegageröarinnar, en Arnkell hefur starfaö þar síöan 1944. — Arnkell getur þess I upphafi viötalsins, aö Vegageröin sjái aö öllu leyti um þjóövegi landsins, sem eru 8600 kilómetra langir, en um sýsluvegi, sem eru 2900 km, á móti sýslufélögum, og þjóövegi I þéttbýli, sem eru 132 km, á móti káupstöðum og kaup- túnum. Slöan segir: „Vegageröin er dreifö um allt land. Fastar stööur hjá stofn- uninni eru um 500, þar af eru um 160 I Reykjavlk. Yfir mesta anna- tlmann á sumrin eru starfsmenn þó mun fleiri og skipta þús- undum, enda eru þá alllar helztu vegaframkvæmdir unnar. Skipulagiö er I stuttu máli þannig, aö aöalbækistöövar og yfirstjórn er I Reykjavik. Landinu er skipt I svæöi nokkurn veginn samkvæmt kjördæma- skipun, og er þar yfirstjórn hvers svæöis. Sllkar svæöisbækistöövar eru I Borgarnesi, á Isafiröi, Akur- eyri, Reyöarfiröi og Selfossi. Hverju svæöi er siöan skipt niöur I enn smærri einingar, svonefnd verkstjórnarsvæöi, sem hvert hefur sina bækistöö. Þessi minni svæöi fara nokkuö eftir' sýslu- skiptingunni og landfræöilegum aöstööum. Verkstjórar 1 aöal- bækistöövunum úti á landi heita rekstrarstjórar, en yfirmenn verkstjórnarsvæöanna héraös- stjórar. Vegageröin skiptist I tvær höfuödeildir, tæknideild og bókhaldsdeildv Tæknideildin skiptist I þrjar einingar þ.e. áætlunardeild, framkvæmdadeild og brúardeild. Yfirmenn þessara deilda eru allir I Reykjavik. — En hvaö meö vegaeftirlitiö? Viö heyrum til fram- kvæmdadeildar. Verkefni vega- eftirlitsins eru ýmiskonar. Viö höldum uppi eftirliti meö öxul- þunga úti á vegum, og þá meö aöstoð lögreglu eöa bifreiöaeftir- litsins, en vegamálastjóri hefur heimild til aö ákveöa þunga þeirra bifreiöa, sem mega fara um vegina. Sllkar takmarkanir eru einnig settar sérstaklega þegar aurbleyta er mikil á vorin. Annar þáttur okkarstarfs er núna aö llta eftir búnaöi bifreiöa til inn- heimtu þungaskatts. Þá er vega- eftirlitiö oft látiö leggja mat á kvartanir sem berast um ástand Arnkell Einarsson vega, og eins að koma kvört- unum,sem berast, til réttra aöila. Einnig sjáum viö um allumfangs- mikla umferöatalningu og umferöakönnun. Til þess höfum við 40-50 umferöateljara I notkun á vegum um allt land allt áriö. Á fjögurra ára fresti gerum viö siöan nánari könnun á umferðar- magni I hverjum landshluta. Og slöasten ekki slst er vegaeftirlitiö tengiliöur hins almenna vegfar- anda viö stofnunina. Viö söfnum saman upplýsingum um ástand vega, veöur og færö, og höfum þaö til reiöu á einum staö. Þetta er sérstaklega brýnt verkefni yfir vetrarmánuöina og reyndar einn- ig á vorin þegar aurbleytan er mest. A veturna færum viö t.d. daglega I dagbók upplýsingar um ástand töluvert á annaö hundraö veghluta. Á þeim árstlma skipu- leggjum viö einnig snjómokstur á þjóövegum. Gerö er fyrirfram áætlun um hvenær og hversu oft hver leiö ^kuli mokuö til þess aö þeir, sem þessar leiöir þurfa aö fara^ geti tekiö miö af þvl. T.d. á leiöinni frá Reykjavlk til Akureyrar er ætlaö aö moka tvis- var I viku, ef kostnaöur er ekki óhóílegur og veöur leyfir. — Hvaö eru margir rlkisstarfs- menn hjá stofnuninni? — Þeir munu vera rúmlega 100 talsins. Hjá vegaeftirlitinu eru þrfr rlkisstarfemenn, en sá fjóröi mun veröa rlkisstarfsmaöur á árinu. Einn okkar fjögurra sér aðallega um umferöatalninguna, en viö hinir sinnum öörum verk- efnum eftirlitsins. — Hvernig lita menn hér á launakjör sln? Þaö er ljóst aö opinberir starfsmenn hafa dregizt aftur úr öörum stéttum launalega, auk þesssem launin rýma enn frekar vegna veröbólgunnar. — Tvernig er félagsllfið? — Viö höfum Félag opinberra starfsmanna hjá Vegagerö rikis- ins, sem nær til allra opinberra starfsmanna hjá stofnuninni. Eins er starfandi starfsmanna- félag innan stofnunarinnar sem m.a. beitir sér fyrir árshátlö starfsfólks. — Og vinnutáninn? — Þaö má segja, aö vinnu- timinn hér fari ekki eftir klukku heldur þörfinni. Mln reynsla er sú, aö Vegageröin er stofnun, sem gott eraöstarfahjá.ensem jafn- framt krefet mikils af starfs- mönnum sinum.” Þátttaka íslands í aðstoð við þróunarlöndin Ritstjóri Alþýðublaðsins hefur farið þess á leit við mig að ég segði nokkur orð frá eigin brjósti um aðstoð íslands við þróunarlöndin i framhaldi af umræðuþætti um þetta efni sem Baldur Kristjánsson stýrði föstudaginn9. júli sl. en i hon- um tóku þátt auk okkar Baldurs þeir Ólafur R. Einarsson menntaskólakennari og Baldur ósk- arsson ritstjóri. Er mér ljúft að verða við þeim tilmælum. Ekki verður þó hér rakin saga málsins hér á landi né rif jaðar upp þær staöreyndir sem fjallaö var um i útvarpsþættinum, en látjð nægja i þvi efni að visa til all-itarlegrar skýrslu sem Að- stoð íslands við þróunarlöndin gaf út fyrir sl. áramót og send var m.a. þingmönnum, fjöl- miðlum og ýmsum opinberum stofnunum. Hér verður þvi eink- um rædd hin almenna hlið máls- ins þ.e. að hlutverk þróunar- landaaðstoöarinnar og frain- kvæmd hennar. Siöan verður aö þvi vikið hvaða hlutverki Is- lands getur gegnt á þessu sviði og hvernig þeirri aðstoð sem við veitum verði bezt hagað. Hvert er hlutverk aðstoðar við þróunarlöndin? Svarið við þessari spurningu verður auðvitað nátengt þvi, -hverja skoðun menn hafa á þvi i hverju vandamál þróunarland- anna séu fólgin. Það getur verið álitamál, hvernig skilgreina beri hugtakið þróunarland og hvernig draga skuli markalinu milli þeirra landa er teljist þró- unarlönd og hinna iðnvæddu landa. Verðurekki út i þá sálma farið hér. Hvað sem þvi liöur munu flestir sammála um það að vandamál þróunarlandanna eru fyrst og fremst vandamál fátæktarinnar. öll þróunarlönd hafa mjög lágar þjóðartekjur á ibúa miðað við okkur og ná- grannalönd okkar. Flest þróun- arlandanna eru hitabeltislönd og flest þeirra eru fyrrverandi nýlendur einhverra Evrópu- rikja. Þá er ólæsi og skömm með aldvi einnig einkennandi fyrir þróunarlönd og er hvoru- tveggja afleiðing fátæktarinnar. Ekki skal reynt hér að kryfja það til mergjar hverjar séu or- sakir fátæktarinnar i þróunar- löndunum, enda eru þær flóknar og margvislegar. Má þar nefna nýlendustjórnarfarið einhliða framleiösluhætti og siðvenjur, sem eru óhagstæðar efnahags- legum framförum. Hvað fyrsta atriðið snertir, þá er það að þvi leytiúr sögunni, aö -nýlendurnar hafa nú yfirleitt öölast sjálfstæði. En hvort sem menn telja nú fátækt þróunar- landanna fyrst og fremst arf frá nýlendutimanum eöa ekki, þá væri óraunhæft — eins og reynslan hefur þegar sýnt — að gera ráö fyrir vi, að sjálfstæöið eitt nægi til þess að leysa efna- hagsvandamál þróunarland- anna. Jafnvel þótt lönd þessi ættu við sæmilega stjórnarhætti að búa, sem þvi miður á ekki við um flest þeirra, þá gæti sjálf- stæðið ekki rofið það, sem nefnt hefur verið vitahringur fátækt- arinnar, en það sem átt er við með þvi, er það, að skilyrði efnahagslegra framfara er sparnaður og fjármagnsimynd- un, en samfélag, sem er svo fá- tækt að tekjurnar hrökkva að- eins fyrir brýnustu daglegum þörfum, getur ekkert sparaö. Til þess að rjúfa vitahringinn, þarf utanaðkomandi hjálp bæöi i mynd fjármagsn og tæknilegr- ar aöstoðar. Að láta þetta i té verður meginhlutverk aðstoöar- innar. En auk þessa beina hlutverks ættum viö Vesturlandabúar einnig aö geta gert okkur vonir um það, að aðstoðin, ef hún er nægilega mikil og veitt á skyn- samlegan hátt, geti óbeint haft áhrif I þá átt að brúa það mikla bil, sem i menningarlegum efn- um skilur þessi lönd og okkur og grannlönd okkar. I flestum þróunarlöndum er við völd ein- ræðisstjórn herforingja. A það jafnt við, um riki Mið- og Suð- ur-Ameríku, Afrikú og Asiu. Lýðræðiogmannréttindi i skiln- ingi Vesturlandabúa eru óþekkt hugtök. Það er óneitanlea um- hugsunarefni, þegar það gerðist á dögunum að nokkur þeirra ■ þróunarlanda sem sæti eiga i öryggisráði SÞ komu ásamt Austur-Evrópurikjunum komu i veg fyrir það að samþykkt yrði ályktun um það að fordæma flugrán. Eina leiðin til þess að brúa megi þetta mikla bil, sem i menningarlegu tilliti er milli þriðja heimsins og Vesturlanda eru samskipti á sviði efnahags- og menningarmála, sem hafa þann tilgang að leiðrétta eitt- hvaðhið glfurlega misræmi sem er i lífskjörum þeirra þjóða er byggja þessa mismunandi heimshluta. í hvaða mynd á aðstoðin að vera? Eins og getið hefur verið er það tvennt, sem þróunarlöndin þarfnast, ef um efnahagslegar framfarir á að vera, fjármagn og tæknileg aðstoð. Þegar fyrst var hafizt handa um skipulagn- ingu aðstoðar við þróunarlöndin eftir slðari heimsstyrjöldina gerðu menn sér vonir um það, að hægt væri, með þvi að veita tæknilega aðstoð i rikum mæli til þróunarlandanna, að ná miklum árangri til uppbygging- ar atvinnuvega þeirra, á skömmum tima sbr. hina svo- nefndu „Doint Four” áætlun Trúmans Bandarikjaforseta frá 1948, en hún vakti á sinum tima mikla athygli. Þó að slik tækni- aðstoð hafi ávallt siðan verið mikilvægur liður iaðstoðinni við þróunarlöndin þá brugðust þó þær vonir að verulegu leyti.að tækniaðstoð ein gæti leitt til skjótfengins árangurs. Kemur þar tvennt til, i fyrsta lagi það, að fjárfesting er gjarnan skil- yrði þess, að hin nýja tækni verði tekin i notkun en i öðru lagi skortir oft þá undirstöðu- menntun i þróunarlöndunum, sem nauðsynleg væri til þess að hægt væri að notfæra sér hina nýju tækni. Mikilvægasti liður aðstoðar- innar við þróunarlöndin hefir verið fjármögnun ýmiss konar framkvæmda ýmist með lánsfé eða gjafafé. Mikið hefir verið um það rætt, að ónóg fjárfram- lög til aðstoðarinnar hafi valdið mestu um það, að árangur hennar hefir e.t.v. ekki sam- svaraö þeim vonum er menn hafa gert sér. Rétt er það, að framlögin hafa verið ófullnægj- andi, en hér kemur einnig annað til, sem menn gera sér ekki eins ljóst en það er vöntunin á nægi- lega undirbúnum verkefnum, svo og aðtöðu til þess að hag- nýta megi þær framkvæmdirsem fé er boðið til t.d. vegna ófull- kominna samgangna. Munu þess ófá dæmi, að þróunarlönd- in hafa þess vegna ekki getað hagnýtt sér nema hluta þess fjármagns sem á boðstólum hefur verið. Framlög þeirra landa, sem veitt hafa þróunaraðstoð, hafa verið veitti tvenns konar mynd. I fyrsta lagi sem svokölluð tvl- hliða aðstoð, þ.e. með sérstöku samkomulagi við það eða þau lönd, sem aðstoðin hefir verið veitttil. I öðru lagi sem framlög til alþjóðlegra stofnana, svo sem stofnana SÞ. OECD o.fl. Verður nánar vikið að þessum tveimurkostum hér á eftir, þeg- ar rætt verður sérstaklega um Island. Hver hefir þá orðið árangur þessarar starfsemi, þegar á heildina er litið? Um þetta er auðvitað erfitt að fella nokkurn dóm, sem algildur sé. Vist er um það, að sá skjóti árangur, sem menn gerðu sér vonir um, þegar fyrst var hafizt handa um aðstoðina, hafa brugðist og hafa ástæðurnar fyrir þvi þegar ver- ið raktar. Ekki er það þó álita- mál, að árangur aðstoðarinnar hefir orðið verulegur, þannig að i flestum þróunarlanda þeirra, sem aðstoðar hafa notið, hefir verið um hagvöxt að ræða og i mörgum þeirra meiri en I iðn- væddu löndunum. En án aðstoð- arinnar hefði ekki tekizt að rjúfa vitahring fátæktarinnar, sem áður var getið, þannig að hagxötur hefði enginn orðið það er mikilvægt skilyrði þess að einhvers árangurs sé að vænta af efnahagsaðstoðinni, að fólks- fjölgun verði einhvern veginn haldið i skefjum enda eru svo- kallaðar fjölskylduáætlanir verulegur þáttur í ráðgjafa- starfsemi þeirri sem látin er þróunarlöndunum i t.é. Árang- urinn heir þó orðið æði misjafn. Eiga íslendingar að veita þróunaraðstoð? Frá lokum síðari heimsstyrj- aldar eða siðan skipulögð aðstoð við þróunarlönd hófst og alveg fram að þessu, hefir láland miklu fremurverið þiggjandi en veitandi á þeim vettvangi. Tækniaðstoð sú, sem íslending- ar hafa fengið frá SÞ. ásamt þeim stórfelldu lánum sem við höfum fengið frá’ Alþjóðabank- anum vega örugglega margfalt á móti þvi, sem við höfum lagt af mörkum til þessara stofnana og óveruleg framlög til Aðstoð- ar Islands við þróunarlöndin siðan henni varkomið á fót 1971, breyta þvi dæmi ekki verulega. En er þetta ekki allt i lagi? Á þaðekki við enn þann dag idag sem Matthlas kvað, að við séum fáir, fátækir, smáir” ogþvi ekki þess megnugir að veita öðrum löndum efnahagsaðstoð, hvað sem þörfin fyrir slikt kann að liða. Rétt er það, að við erum fá- ir. Hvort við erum smáir, fer eftir þvi frá hvaða sjónarhóli skoðaðer. En fátækir erum við ekki lengur, þótt við værum það á þeim tima þegar Matthias orti hinn fagra sálm sinn. Við erum nú i hópi rikustu þjóða heimsins ef miðað er við raunverulegar þjóðartekjur á mann. Eftirfar- andi tölur sem teknareru upp úr skýrslu Alþjóðabankans fyrir árið 1974 sanna þetta. LAND * X! -« 03 S — Mali 70 0,5 Laos 80 3,1 Eþíópia 90 1,6 Indland 130 1,5 Pakistan 130 2,5 Tanzania 140 2,6 Kenýa 200 3,3 Botswana 270 6,4 Kinv. Alþýðulý ðv. 300 4,6 Suður-Kórea 470 8,7 Túnis 550 4,9 BRasilia 900 6,0 Júgóslavia 1250 6,0 Sovétrikin 2300 3,5 Bretla nd 3340 2,3 A-Þýskal. 3430 2,9 Japan 3880 9,6 Finnland 4130 5,2 Noregur 5280 3,8 Noregur 5280 3,8 Island 5550 3,9 Danmörk 5820 3,8 V-Þýskal. 5890 4,0 Canada 6080 3,5 Bandarikin 6640 2,5 Sviss 6650 3,0 Sviþjóð 6720 2,4 Kuwait 11640 -2,9 Þessar tölur tala sinu máli og þarfnast raunar ekki nánari skýringa. Rétt er þó að vekja at- hygli á þvi, að þegar borið er saman hitabeltisland og norð- lægt land eins og t.d. Canada, Sviþjóðeða Island, þá njóta ibú- ar hitabeltislanda ókeypis ým- issa gæða sem greiða verður háu verði i hinum norðlægu löndum, eins og t.d. upphitunar húsa. Þar sem þróunarlöndin eru yfirleitt hitabeltislönd verð- ur raunverulegur munur lifs- kjara þar og i norðlægu löndun- um, þvi minna en ofangreindar tölur gefa til kynna, en munur- inn er þó ærinn samt. Þá er það og nokkrum örðug- leikum háð að gera samanburð á framleiðsluverðmæti annars vegar i löndum er búa við mið- stýrt efnahagskerfi, svo sem sósialisku rikin og hins vegar i þeim löndum, er byggja á frjálsum markaði, en ekki verða á þvi efni gerð hér nánari skil. En hvaðsem þvi liður, er það staðreynd að ójöfnuðurinn á skiptingu lifsgæðanna milli ibúa jarðar er ótrúlegur. Þjóöirnar verða að hafa samstarf sin á milli ef varðveita á friðinn ogsiðmenninguna,en slikt sam- starf er óhugsandi nema eitt- hvað sé gert til þess að brúa hið gifuriega bil milli lifskjara hinna fátæku og riku þjóöa. Sanngjörn skipting byrðanna hlýtur svo að miðast við efna- hagslega getu þjóðanna en mælikvarðinn á hana hlýtur að vera rauntekjur á ibúa. Þjóðir eins og t.d. Kuwait og Island sem hafa mjög háar tekjur á ibúa geta ekkiskorast undan þvi að leggja fram sinn skerf, þótt fámennar séu. í hvaða mynd á aðstoð islands að vera? Aðstoð við þróunarlöndin hef- irsamkvæmtáðursögðu einkum verið með tvennu móti. Sum- part er þessi aðstoð veitt með framlögum til alþjóðlegra stofnana svo sem Þróunarsjóðs SÞ, eða Alþjóðlega Framfara- stofnunarinnar sem starfar á vegum Alþjóðabankans, sum- part er um svonefnda tvíhliða aðs toð að ræða en þá byggist að- stoðin á samkomulagi milli þess rikis sem aðstoðina veitir og þess sem þiggur hana. Megnið af þeirri aðstoð, sem ísland hefur veitt til þessa hefir verið framlög til alþjóðlegra stofnana einkum þeirra tveggja áðurnefndu. Þær raddir hafa heyrzt hér á landi, að við eigum að láta það nægja að leggja fram fé til þess- asa stofnana, en sinna ekki að- stoð i annarri mynd. Hafa þau rök einkum verið færð fyrir þvi, að þannig væri hægt að spara innlendan stjórnar- og skrif- stofukostnað, þannig að fé það, sem fram er lagt renni þá óskipt þangað sem aðstoðin er veitt. Þetta er þó á misskilningi byggt. Auðvitaö verða stofnanir ir aftur, að það verða þá stór- veldin, sem mestu koma til með að ráða um ráðstöfun fjárins en það skapar tortryggni i garð þessara stofnana hjá þróunar- löndunum hvort sem slikt er á rökum reist eða ekki. En af þessu leiðir, að þótt eitt- hvert land leggi að fullu fram sinn skerf til þessara alþjóða- stofnana, þá verður hlutdeild þeirra i aðstoðinni ljtil, ef ekki er um neina tvihliða aðstoð að ræða, af þvi aðmeginhluti hinn- ar virtu aðstoðar er tvihliða að- stoð. Tvihliða aðstoðin hefir lika þann kost að með þátttöku i henni öðlast lönd þau, er hana veita miklu nánari kynni af þró- unarlöndunum, færi persónu- lega reynslu sem getur verið mikils virði að þvi er varðar öll samskipti við þessi lönd. Að minum dómi ber Islend- ingum tvimælalaust að stefna aðþvíað veita tvihliða aðstoð til þróunarlanda. Koma bar auð- SÞ. einnig að leggja i stjórnar- og skrifstofukostnað, og hefur það verið gagnrýnt — með réttu eða röngu — að hann væri óeðli- lega mikill. Annars tel ég ekki rétt, að ræða þetta mál á þeim grund- velli að spurningin sé um annað hvort eða, heldur eigi að vera bæði og, þótt deila megi um skiptingu fjár þess, sem veitt er milli þessara leiða. A það má benda, að það er að- eins litill hluti aðstoðar við þró- unarlöndin sem er á vegum stofnana SÞ, að meðtöldum Al- þjóðabankanum. Astæðan til þess er nærtæk, en hún er sú, að þvi eru þröng takmörk sett hve mikið fjármagn þessar stofnan- ir geta fengið til umráða. En þvi veldur það, að aðildarrikin leggja ógjarnan fram mikið fé þannig að þau geti engin áhrif haft á ráðstöfun þess. A þetta ekki sizt við um stórve’ ií.. en um þeirra framlag munar mest. Úr þessu hefir að visu verið reynt að bæta með þvi að heim- ila þeim rikjum, er fé leggja fram að hafa nokkur áhrif á ráöstöfun fjárins. En af þvi leið- vitað fyrst og fremst til álika verkefni á þeim sviðum sem ætla má, að viö höfum sérþekk- ingu á, svo sem hinar ýmsu greinar sjávarútvegs og fiskiðn- aðar. Allt þarf slikt þó vandleg- an undirbúning. Þó megnið af þeirri aðstoð sem tsland hefir veitt þró- unarlöndunum hafi samkvæmt áðursögðu verið framlög til stofnana SÞ. þá hafa þó fyrstu sporin i þá átt að skapa grund- völl fyrir þátttöku lslands i tvi- hliða aðstoð veriö stigin með þátttöku Islands i hinum sam- norrænu verkefnum i Kenya og Tanzaniu, en sú þátttaka hefir verið kostuð af þvi fé sem veitt hefir verið til Aðstoðar Islands við þróunarlöndin. 12 Islending- ar hafa verið ráðnir þangað sem sérfræðingar á ýmsum sviðum þar af eru 10 enn að starfi. En hvort unnt veröur að nýta reynslu og þekkingu þessara manna i þágu áframhaldandi starfa að þessum málefnum verður auðvitað fyrst og fremst undir skilningi f járveitingar- valdsins komið. ólafur Björnsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.