Alþýðublaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 30.07.1976, Blaðsíða 11
sœr Föstudag ur 30. júlí 1976. 11 ____________HBIMGEK STEINFLOTINN Skip, sem byggö eru Ur stein- steypu, þurfa ekki að óttast rotnun, ryð eða elli. Langt er siðan smiði slikra skipa hófst. En seinna tók við vonbrigða- timabil, mönnum virtist efnið þungt og brotgjarnt. Þá var það sem visindamenn- irnir tóku sig til og fóru að kanna vitleysurnar, sem gerðar höfðu verið. Þeir fullkomnuðu tæknina og smiðuðu ný skip. Einna mest var gróskan i þessu starfii Sovétrikjunum, endaeru þar nú rúmlega tvöþúsund steinskip sem höfð eru til hinna margvislegustu nota. Og það var lika i Sovétrikjunum sem haldin var alþjóðleg ráðstefna um notkun steinsteypu i skipa- smi'ðum. Ivan Sivertsef og Nikolaj Égorof, kennarar við skipaverkfræðiskóla i Gorki, eru meðal fremstu sérfræðinga á þessu sviði. Hér fer á eftir við- tal, sem fréttamaður APN átti við þá félaga. — I hverju skjátlaðist fyrstu framleiðendum steinskipa? Að hvaða niðurstöðum hafið þið komist þar að lútandi? I. Sivertsef: Reynslan hefur fyrir löngu sý.nt, að san)a efni hentar ekki öllum tegundum skipa. T. d. er ekkert vit i að steypa hraðbát úr steini, i hann þarf léttara efni. En svo eru aðrar tegundir skipa sem ekkert hafa að gera með hin léttari efni, eins 'og t.d. hafnar- prammar. lipphafsmenn skipa- smiða úr steinsteypu tóku ekki alltaf tillit til þessara atriða. En við getum ekki sagt að þeim hafi skjátlast,þeir voru að þreifa sig áfram, og enginn verður óbarinn biskup. A ánni Volgu, skammt frá Gorki stendur steinprammi sem notaður er til umferminga. Hann hefur staðið þarna i nær hálfa öld. 1 hverri skoðum sann- færast eftirlitsmennirnir um að engin ellimörk sjást á pramm- anum. Prammar og önnur skip úr steinsteypu eru nú ekkiaðeins á Volgu, heldur einnig á mörgum öðrum siglingaleiðum Nokkuð hefur dregið úr framleiðslu á þeim vegna minnkandi eftir- spurnar, sem stafar eingöngu af góðri endingu þeirra. Aður höfðu skipasmiðastöðvarnar ekki við að framleiða skip til þessarra nota, þar sem ryð, rotnun, bilanir og eldsvoðar grönduðu þeim fljótt. N. Égorof :Skipasmiðastöðin i Gorodéts hefur margra ára fjöl- breytta reynslu i smiðum stein- skipa. Þeir hafa framleitt verk- smiðjuskip til nota á Kaspiahafi og fljótandi veitingastaði fyrir ibúa Leningrad. M.a. sem skipa- smiðastöðin getur statað af má nefna fljótandi þorp sem sett eru upp þar sem verið er að reisa raforkuver eða bora fyrir oliu. 1 sliku þorpi eru ibúðarhús,, skóli, félagsheimili, verzlanir, sjúkrahús og bakarf, svo eittk hvað sé nefnt. í Gorodéts er einnig verið að vinna að hug- mynd um stórt fljótandi raf- orkuver. I þessari skipasmiðastöð er einnig verið að framleiða skipakviar sem ætlaðar eru til að gera viö togara. Svo stór mannvirki erekki hægt að flytja eftir Volgu og skipaskurðunum til Svarta hafsins, Hvita hafsins eða Eystrasalts, þar sem þau verða notuð. Þess vegna eru kviarnar framleiddar i pörtum og fluttar þannig, en settar saman þegar komið er á áfangastað. Aðalatriðiðér að i flestum til- vikum er steinsteypa ekki aðeins notuð i staðinn fyrir stál, af illri nauðsyn, heldur er hún betra og fullkomnara efni fyrir þessa tegund skipa og mann- virkja. Nú þegar er listinn yfir fljótnadi mannvirki úr stein- steypu orðinn langur og hann lengist stöðugt. t þessu sam- bandi hefur mikið að segja að sovézkir visindamenn eru sifellt að finna upp nýjar tegundir af steinsteypu. Ein þeirra er svo- kallað útvikkandi seme nt , sem harðnar fljótt og myndar sterkt lag á samskeytum, en það er mikils virði þegar skip og önnur mannvirki eru steypt i pörtum. I Sovétrikjunum var fundin upp sú aðferð, að styrkja með steinsteypu stálskrokka gull- leitarslóðanna sem slæða ár og aðra vatnsfarvegi, og nú er i athugun smiði þessarra tækja úr steinsteypu eingöngu. Tilkoma nýrra efna hefur kallað á nýja aðferðir i skipa- smiðum. Með minni fyrir höfn er nú unnt að framleiða traustari skip. Skipasmiðir i Gorki hafa náið samstarf við starfsbræður i Leningrad, Moskvu, Nikolajev, Gorodéts, Herson og viðar. — Hvernig framtið spáið þið steinskipunum? I. Sivertsef: Nýting land- grunnsins, þar sém óhemju auð- ævi er að finna, opnar einstaka möguleika fyrir steinskipa- smiðar. Enn sem komið er vinnum við aðeins fimmta hvert tonn af oliu, sem fyrirfinnst i landgrunni okkar, allt hitt til- heyrir framtiðinni. Reynslan sýnirað olia á hafsbotni verður ekki unnin með venjulegu móti nema upp að 40 metra dýpi. Þegar lengra kemur þarf að nota fljótandi mannvirki, risa- stóra steinpramma þar sem bortækjunum verður komið fyrir auk annarra nauðsynlegra mannvirkja. Sama máli gegnir um önnur efni, sem unnir verða af hafs- botni. Okkur þykir nauðsynlegt að hyggja þegar i stað að smiði geysistórra fljótandi eyja, sem verða einskonar miðstöðvar fyrir iðnaðarflota framtið- arinnar. Þar yrðu að vera við- gerðarverstæöi, frystihús og geymslur, flugvellir og bryggjur og kjarnorku- afstöðvar. Þá er einnig nauð- synlegt að koma upp hvildar- aðstöðu fyrir fólkið sem vinnur að framleiðslustörfunum, þar sem það gæti dvalizt á fridögum sinum. Þar verða að vera fyrir hendi fljótandi félagsheimili, sjúkrahús, vietingastaðir, brauðgerðar, og tæki til að framleiða drykkjarvatn úr sjó. Að sjálfsögðu er' erfitt að segja fyrir með nokkurri nákvæmni hvernig nýting út- hafsins mun fara fram. En eitt er hafið yfir allan vafa: það verður nauðsynlegt að reisa^ svona fljótandi þorp. Bezta efnið og stundum það eina sem tilgreinakemur.er steinsteypa. Grígorí Zakharov (APN). _____________________HOBWID KVEÐJUR TIL KARTÖFLUSTJÓRA Ragna Jónsdóttir hringdi: Ég var að lesa frétt í Alþýðublaðinu um að kartöflur myndu stór- hækka i verði í haust. En það kom jafnframt fram/ að „kartöf lustjórinn" eða hvað hann er kallaður þessi sem stjórnar inn- flutningi á kartöflum# hafi litið sem ekkert vilj- að tala við blaðið af því það skammaðist út af skemmdu kartöflunum sem f luttar voru inn í vor. Þetta finnst mér fyrir neðan allar hellur hjá opinberum em- bættismanni. í raun og veru ætti að kæra rikiö fyrir svik. Þegar pólsku kartöflurnar voru þær einu sem fengust kom það oft fyrir á minu heimili, að meira en helmingur i fimm kilóa poka var ónýtt rusl sem fór beint i öskutunnuna. En það fékkst engin endurgreiösla og svona viöskipti eru hrein svik og ekk- ert annað. Þaö hefur einstöku sinnum komiö fyrir að ég hef fengið of gamalt skyr i verzlun- unum, en alltaf fengið þvi skipt fyrir nýtt alveg orðalaust. En „kartöflurstjórinn” segir bara eitthvað á þá leið, að hann beri ekki ábyrgð á vöru sem hann selji og prangar svo svina- fóðri inn á fólk. Og nú vill hann ekki einu sinni segja hvort farið er að athuga með innflutning fyrir næsta vetur. Þetta er mál sem kemur öllum við og svör stjórans er ekkert annað en arg- asti dónaskapur við almenning sem borgar honum laun. Að minum dómi væri rétt að athuga hvort aðrir gætu ekki sinnt þessu starfi betur heldur en sá er nú situr i þvi. Að minnsta kosti verða ekki fluttar inn verri kartöflur en i vor. Það er útilok- að. 53^ Kartöfluakrar eru sviönir eltlr ládæma þurrka Gífurlegar verðhækk- anir á kartöflum í Evrópu í haust Vegna fádæma kartöflum erlendis frá. þurrka Í Evrópu nú Í Skemmst (ró aft segja tókíor- sumar er búizt viö upp- syórinn þessum spurningum Qlromhroctí A kartnfl- af"-Ula. Kvaöst hann ekki haía sKeruoresti a Kartoii neina hugmynd um uppskeru- um og gifurlegri verö- horfur hérlendis og taldi af og séB, aB blaBiB skuli hafa vogaB sér aB gagnrýna innflutningum á skemmdum kartöflum I vor. Danir áhyggjufullir Fullorðnir menn og konur Alþýðublaðið óskar eftir tveim fullorðnum mönnum eða konum til að annast lausa- sölu á blaðinu hluta úr degi, 5 daga vik- unnar. Þeir eða þær sem áhuga hafa leggi nafn, heimilisfang og simanúmer inn á afgreiðslu blaðsins Hverfisgötu 8-10 merkt „hálfs dags vinna” eða hringi i 14-900. Snæfellingar — ferðamenn Bensin og olíuvörur frá öllum þrem oliufélögunum Esso — BP — og Shell. Sælgæti, tóbak, öl og gosdrykkir. Alls konar ferðavörur. Bensín- og olíustöðin við Aðalgötu Stykkishólmi Kynning á æskulýðs- og félagsmálastarfi i Vestur-Þýzkalandi mai-júli 1977. Vestur-þýzk stjórnvöld og Victor Gollancz menntastofn- unin bjóða starfsfólki og sérfræðingum i æskuiýðs- og fé- lagsmáiastarfi til þriggja mánaða náms- og kynnisferða f Sambandslýðveldinu Þýzkalandi næsta sumar (mai-júll 1977). Þátttakendur þurfa að hafa gott vald á þýzkri tungu, vera starfandi viö æskulýös- eða félagsmálastarf og vera yngri en 35 ára. Umsóknareyöublöö og nánari uppiýsingar fást I mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, og þurfa umsóknirum þátttöku að hafa borizt ráðuneytinu fyrir 15. september n.k. Menntamálaráðuneytiö 27. júli 1976. Ingólfs-Café Gömludansarnir í kvöid kl. 9 Hljómsveit Garðars Jóhannessonar. Söngvari Björn Þorgeirsson. Aðgöngumiðasala frá kl. 8. — Simi 12826. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR HÓTEL LOFTLEIÐIR Cafeteria, veitingasalur með sjálfsafgreiðslu opin alla daga. . IIÓTEL LOFTLEIÐIR Blómasalur, opinn alla daga vikunnar. HÓTEL SAGA Grillið opið aila daga. Mfmisbar og Astrabar, opiö alla daga nema miövikudaga. Simi 20890. INGÓLFS CAFÉ viö Hverfisgötu. — Gömlu og nýju dansarnir. Simi 12826. ÞÓRSCAFÉ Opið á hverju kvöldi. Simi 23333. SKEMMTANIR — SKEMMTANIR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.