Alþýðublaðið - 30.07.1976, Page 12

Alþýðublaðið - 30.07.1976, Page 12
12 Auglýst er til umsóknar Starf forstöðumanns námsflokka Garðabæjar frá 1. september nk. Skriflegar umsóknir berist skrifstofu Garöabæjar fyrir 1. ágúst nk. Bæjarstjóri Tilkynning til launagreiðenda er hafa i þjónustu sinni starfsmenn bú- setta i Kópavogi. Samkvæmt heimild i 7. tölulið 103. gr.reglugerðar nr. 245/1963, er þess hér með krafist af öllum þeim er greiða laun starfsmönnum búsettum i Kópavogi, að þeir skili nú þegar skýrslu um nöfn starfs- manna hér i umdæminu, sem tak laun hjá þeim, nafnnúmer, heimilisfang og gjald- daga launa. Jafnframt skal vakin athygli á skyldu kaupgreiðanda til að tilkynna er launþeg- ar hætta að taka laun hjá honum og þeirri ábyrgð, er kaupgreiðandi fellir á sig ef hann vanrækir að halda eftir af launum upp i þinggjöld samkvæmt þvi sem krafist er, en i þeim tilvikum er hægt að inn- heimta göldin hjá kaupgreiðanda, svo sem um eigin skuld væri að ræða. Bæjarfógetinn i Kópavogi. Kennarar Kennara vantar að barnaskólanum á Sel- fossi. Upplýsingar veita skólastjóri i sima 99- 1498 eða 99-1500 og formaður skólanefndar i sima 99-1640. T’RÚL'OFUNARHRINGAR. ^ Fljót afgreiösla. » * Sendum gegn póstkröfu ' GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiöur, Bankastr. 12 Lagerstærðir miðað við jnúrop.- Uæð;210 sm x breicW: 240 sm 2W) - x - 270 snri Aðrar sUarðir. srníÖaðar eftir beiðné " í GLUÍQÓiASMIÐJAN Sfftumúta iO, simi 38220 _ VIPPU - BitSKORSHURÐW 'á&yCg.I Ji Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Huröir — Vélarlok — Geymslulok á Wolkswagen f allflestum litum. Skiptum á . einum degi meö \iagsfyrirvara fyrir ákveöiö verö. Keyniö viöskiptin. ■ ,• Bitasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. Ritstjórn Alþýðubíaðsins er í J Síðumúla 11 - Sími 81866 j ► ^ ^ ** **■ ^ *** ** ^ Pnc+nH^niir 30 iúlí 1976 alþýðu* Líkur á fósturskemmdum fá bandarísk yfirvöld til að banna sölu róandi lyfja Yfirvöld i Bandarikjunum hafa nú uppi hótanir þess efnis að stöðva sölu á valium og librium. Lyf þessi geta valdið fósturskemmdum séu þau gefin vanfærum konum. Þær geta einkum átt það á hættu að ala börn með skarð i góm eða vör, ef þær neyta þessarra iyfja um meðgöngutimann. 1 Sviþjóð fer neyzla þessarra lyfja sivaxandi. En sænsk yfirvöld og sér- fræðingar þar i landi virðast ekki taka viðvaranir Bandarikjamann svo hátiðlega. Þeir telja hættuna á fósturskemmdum ekki það mikla að ástæða sé til að taka fyrir sölu á þessum lyf jum. Lyfjaframleiðandinn Hoffmann La Roche er einnig alveg á sama máli. ólafur ólafsson, landlæknir, sagði að islenzkum læknum hefðu verið gefnar greinargóðar upplýsingar um lyf þessi og notkun þeirra. Vissar takmark- anir væru hér á landi varðandi notkun valiums og libriums, einkum þó varðandi stærð skammta. Ekki sagðist Ólafur sjá neina ástæðu til að banna notkun þessarra lyfja, enda væri Iæknum vel kunn öll ákvæði um notkun þeirra. Til dæmis vissu þeir um hættuna á fóstur- skemmdum og þvi væri islenzkum læknum eindregið FRAMHALDSSAGAN 1. kafli. Það var farið að rökkva mikið um fimmleytið, enda ekki óeðlilegt, þvi að nú var nóvember: en Ruth leit samt ó- eðlilega oft að glugganum á stofunni. Þetta var hlýleg stofa, húsgögnin öll frá þvi fyrir alda- mót, og núverandi söluverð hefði komið eigandanum allmikið á ó- vart. Aðeins stóru, stoppuðu sófarnir við arininn voru tiltölu- lega nýir af nálinni. Hvitt silkiá- klæðið fór vel við bláu og hvítu liti stofunnar, en þeir höfðu verið byggðir á flngerðum Wedge- worth-flisunum yfir arninum. Það logaði eldur á arninum, og neistarnir endurspegluðust frá krystalglösunum á kaffiborðinu og breyttu sérriinu i slípuðu könnunni i bræddan kopar. Ruth haföi sett glös og vin á borðið á hverju kvöldi eftir að frænka hennar kom til hennar. Það var hátiðlegra, þó að þær fengju ekki annað en hamborgara að borða. En i kvöld kom Sara seint. Gul birta götuljósanna lýsti inn um myrka gluggana, og Ruth flýtti sér að þeim til að draga fyrir þá. Hún hinkraði þá við og strauk viðutan yfir ljós blátt satinið.Sara var búin i skólanum kl. hálf fjögur... En Ruth minnti sjálfa sig á það, ákveðin, að Sara væri oröin tvi- tug. Hún hafð svo sem ekki lofað neinni barnagæzlu, þegar hún tók aö sér að hafa frænkuna búandi, meðan hún væri i skóla. Auðvitað fannstSöruhún vera fullorðin. En Ruth fannst frænkan svo við- kvæm og auðsærð eins og ungt fólk er gjarnan. Og það var ekki hollt að ferðast einn um göturnar i Washington á þessum tima sólarhrings —jafnvelekki i svona finu hverfi. Þetta var ömurlegur árstimi, eilift rökkur eða myrkur, en þó örlaði enn fyrir hinum frægu töfr- um Georgetown, út um gluggana á húsi Ruths, á töfrum, sem byggðust á hefðbundinni byggingarlist og fornum siöum. Nú var hinn forni virðuleiki mótaður af þvi, að vera enn á ný I tizku, og hrörleg húsin höfðu fengið nýtt andlit, sem bar vitni um miklar viðgerðir og auð. Húsin við götuna voru reist i byrjun átjándu aldar. Georgiskar framhliðir, skreyttar útskurði og ljóskerum með örlitlum túnblett- um fyrir framan og aftan þau. Millihúsanna voru garðarnir sem borgarhlutinn var þekktur fyrir, gróskumiklir og faldir fyrir aug- um umferðarinnar og afgirtir frá næstu nágrönnum. Núna var að- eins hægt að sjá trjátoppana. Andrúmsloftið var eilltið skemmt af umferðinni og bilun- um, sem lagt var þétt hvern við annan, og oftast ólöglega. Bifréiðarnar, sem óku eftir götunni höfðu kveikt á ljósunum, og Ruth leit taugaóstyrk yfir á strætisvagnastöðina við hornið. Sara sást hvergi. Ruth tautaði eitthvað ófagurt fyrir munni sér, en hristi svo kollinn. Móðurtil- finningin varð bara sterkari. þeg- ar hún byrjaði að á að láta á sér bera um siðir. Ruth var rúmlega hálffimm- tug. Hún hafði alltaf verið lág- vaxin og var enn grönn, en þar sem hún hafði aldrei viljað „gera eitthvað” við hærunum eða not- færa sér önnur „bellibrögð” kvenna, sem dýrka æskuna, sögðu nýtizkulegri vinkomur hennar vorkunnsamlega, að hún „héldi sér bara vel”. Hún keypti föt sin enn i litlu búðinni, sem hún hafði verzlað við i fimmtán ár, og notaði enn sömu stærðina af fötum. Hún var i nýlegu köflóttu pilsi og ljósblárri rúllukragapeysu. 1 vinnunni gekk hún i drögtum, en heima valdi hún helzt ljósa liti, sem áttu vel við blá augun og gyllt hárið, sem breytzt hafði i silfur. Það fór hrollur um hana við gluggann. Það var alltaf kalt á þessum stað i stofunni, jafnvel þung gluggatjöldin gátu ekki Kortidu heim, Ammí Höfundur: Barbara Michaels Þýðandi: Ingibjörg Jónsdóttir

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.