Alþýðublaðið - 20.08.1976, Qupperneq 10
Landsleikur
í knattspyrnu
Island gegn
Luxemburg
á Laugardalsleikvanginum á morgun,
laugardaginn 21. ágúst kl. 15.00
Forsala aðgöngumiða verður við
Útvegsbankann, Austurstræti
Komið og hvetjið
íslenzka landsliðið
Knattspyrnusamband
íslands
Verð:
Stúka: kr. 1.000.-
Stæði: kr. 600.-
Börn: kr. 200,-
Norræna menningarmála-
skrifstofan í Kaupmannahöfn
Norræna menningarmálaskrifstofan f Kaupmannahöfn
(Sekretaritatet for nordisk kulturelt samarbejde) er
skrifstofa Ráöherranefndar Norðurlanda, þar sem fjallah
er um samstarf á sviði vlsinda, fræðslumála, lista og
annarra menningarmála á grundvelli norræna
menningarsáttmálans. 1 skrifstofunni eru lausar til um-
sóknar 2 stöður
•deildarstjóra,
önnur I fræðslumáladeiid en hin i þeirri deild er Ijallar um
samstarf á sviði vlsinda.
Stöðurnar eru veittar til 2-4 ára. Launagreiðslur miöast
viðlaun skrifstofustjóra (kontorschef) I dönsku ráðuneyti.
Þau iaun eru nú d.kr. 189.028.— á ári auk einhverra við-
bótargreiðslna.
Stöðurnar eru auglýstarlausar með fyrirvara um hugsan-
legar breytingar á skipulagi Menningarmálaskrifstofunn-
ar. Veitingarvaldshafi er ekki bundinn af þeim umsóknum
sem berast.
Staða deildarstjóra I fræðslumáladeild veröur veitt á
næstunni.
Staða deildarstjóra I þeirri deild er fjallar um samstarf á
sviði vfsinda verður veitt frá 1. jiilf 1977.
Umsóknarfrestur um báðar stöðurnar er til 1. september
1976.
Umsóknir skuiu stflaöar tíi NORDISK MINISTERRAD og
sendar tfl SEKRETARIATET FOR NORDISK KULTUR-
ELT SAMARBEJDE, Snaregade 10, 1205 Köbenhavn K.
Nánari upplýsingar veitir Klas Olofsson framkvæmda-
stjóri Sekretariatetfor nordisk kulturelt samarbejde, sfmi
01-114711, Kaupmannahöfn.
Menntamálaráðuneytið, 18. ágfist 1976.
Norræni menningarsjóðurinn
Verkefni Norræna menningarsjóðsins er að stuðla að
samvinnu Noröurlandanna á sviði menningarmála. t
þessum tilgangi veitir sjóöurinn styrki tU norrænna sam-
starfsverkefha á sviði menningarmála.
Aárinu 1977 mun sjóðurinn ráða yfir 6,5 milljónum d.kr.
Af þessu fé er hægt að sækja um styrki til norrænna sam-
starfsverkefna sem unnin eru I eitt skipti fyrir öll. Einnig
er hægt að sækja um styrki til verkefna sem taka lengri
tima.t sllkum tilvikum er um styrki að ræða fyrir ákveöið
reynslutlmabil.
Umsóknir ber að rita á umsóknareyöublöð sjóðsins og er
þeim veitt viðtaka allt árið. Umsóknir verða afgreiddar
eins fljótt og unnt er væntanlega á fyrsta eða öðrum
stjórnarfundi eftir aö þær berast.
A árinu 1977 mun sjóöurinn styrkja „norrænar
menningarvikur”. Um þessa styrki gilda sérstakar regl-
ur. Umsóknarfrestur um þá er til 1. nó"®w>ber 1976.
Frekari upplýsingar um starfsemi sjóðsins veitir
Norræna menningarmálaskrifstofan, Snaregade 10,
DK-1205 Kaupmannahöfn slmi 01/11 47 11.
Umsóknareyðublöð fást á sama stað og einnig I mennta-
málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavlk, simi 25 000.
Stjórn Norræna menningarsjóðsins.
Föstudagur 20. ágúst 1976
Höfum ekki efni á
að reka sjónvarp
Pálina ólafsdóttir
hringdi i blaðið og
sagðist vera óánægð
með það sjónarmið,
sem fram hefði komið i
grein Braga Jóseps-
sonar, að ekki ætti að
leyfa Keflavikursjón-
varpið. Pálina sagðist
hinsvegar hafa verið
mjög ánægð með grein
um málefni sjónvarps-
ins, sem birzt hefði i
Morgunblaðinu eftir
Kristinu Magnúsdótt-
ur.
Þá sagði Pállna: „Ég tel al-
veg fráleitt að leyfa ekki Kefla-
vikursjónvarpið. Þar fáum við
það bezta sem hægt er að sjá i
bandarisku sjónvarpi og þaö
fyrir litinn pening. Við verðum
að hafa i huga að við tslending-
ar höfum ekki efni á þvi að reka
viðunandi sjónvarp. Við höfum
hvorki fólk, tæki né fjármagn til
þess. Þess vegna er alger
fásinna að banna Keflavikur-
sjónvarpið, þar sem við höfum
varnarliðiö hér hvort sem er og
engar likur eru til þess að á þvi
verði endir i bráð. Ég tel að
þessi áróður gegn bandariska
sjónvarpinu sé tit i hött og, að
nauðsynlegt sé að menn taki
þetta mál aftur til alvarlegrar
athúgunar.”
Krafa almennings á að vera:
Að stjórnmálamenn
hylmi ekki yfir af-
brot samflokksmanna
sinna eða annarra
, Bóndi af Norðurlandi,
sem staddur var i bænum
i gær, hafði samband við
Alþýðublaðið út af þeim
umræðum sem gengið
hafa að undanförnu um
f jármálasvindl og
hugsanleg tengsl Fram-
sóknarf lokksins við ýmsa
f járglæframenn.
Hann sagði, að sem gömlum
framsóknarmanni, væri sér
farið að liða heldur illa út af
þessum umræðum. Fram-
sóknarflokkurinn heföi allt frá
upphafi barizt fyrir þvi æðsta og
göfugasta i samskiptum manna
á milli. Andlegt heilbrigði hefði
verið markmið, sem flokkurinn
heföi alltaf undirstrikað auk
þess sem hann hefði barizt fyrir
auknu félagslifi i gegnum ung-
mennafélögin og bindindis-
samtökin.
'lafur Jóhannesson hefði i
frægri ræðu á Alþingi visað á
bug öllum ásökunum and-
stæðinga sinna um það að
Framsóknarflokkurinn væri á
nokkurn hátt tengdur fjármála-
spiliingu og fjárglæframönnum
svo ekki væri talað um tengsl
flokksins við aðra meiri háttar
glæpamenn.
„Auövitað höfum við trúað
þvi sem ölafur Jóhannesson
hefursagt. En ég verð að segja
það i hreinskilni, að mér er farið
að finnast nóg um. Ef það svo
reynist rétt, að formaður Fram-
sóknarflokksins hafi gerzt sekur
um að hylma yfir tengsl
flokksins við glæpalýð og sé
jafnvel ábyrgur fyrir þvi að
ýmsir þessara manna hafa
komizt I toppaðstöður bæði
gagnvart lánastofnunum og
valdamönnum, þá er ég ansi
hræddur um aö menn fari að
endurskoða afstöðu sina til
flokksins og formannsins. Að
visu er ég ekki enn tilbúinn að
trúa þvi, sem maður hefur
heyrt, að tilteknir áhrifamenn
flokksins hafi beinlinis staðiö
fyrir stórkostlegu svindli,
narraö stórar fjárupphæðir út
úr bönkunum, opnaö stóra
viðskiptareikninga i einum
banka með innstæðulausum
ávisunum úr öðrum banka og
þarfram eftir götunum. Sumtaf
þessu, sem maður heyrir, er
auðvitað algerlega út i hött, eins
og t.d. sú saga, að Einari
Agústssyni hafi verið vikið úr
stööu bankastjóra Samvinnu-
bankans á sinum tima, vegna
óvandaðra samskipta við fjár-
glæframenn. En hverju á maður
að trúa? Mér er farið að þykja
nóg um og síðustu fréttir I sam-
bandi við stórkostlegt ávisana-
svindl gefa tilefni til að óttast
að hér sé ekki allt með felldu.”
Að lokum sagði viðmælandi
blaðsins: „En ég get fullvissað
þig um það að hinn almenni
flokksmaður Framsóknar-
flokksins er yfirleitt heiðarlegur
og vill berjast gegn spillingu i
hverri mynd sem hún birtist.
Þess vegna heid ég að heiðar-
legir menn úr öllum flokkum
eigi að taka höndum saman og
berjast gegn spillingunni hvar
sem hana er að finna. Ég er
þeirrar skoöunar að heiðarlegir
stjórnmálamenn eigi að ganga
fram fyrir skjöldu og neita að
taka þátt i nokkurs konar
svindli, eða öðru misferlið
flokksmanna sinna. 1 þvi
upplausnarástandi, semnú rfkir
i þjóðfélaginu er nauðsynlegt að
slikir menn gangi fram fyrir
skjöldu. Glæpamenn og svindl-
arar eiga ekki að geta blómstr-
að I skjóli stjórnmálaflokkanna.
Það er sennilega kominn timi til
að menn fari að hætta slíkri
iðju.”
1