Alþýðublaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUQAGUR 24. ÁGÚST I BLAÐINU I DAG Rey k j a vikur ská kmótið í dag hefst Reykjavikurskákmótiö i Hagaskólanum, og mun þaö veröa meö sterkari Reykjavikurskákmótum til þessa. t tilefni af þvi kynnir Alþýöublaöiö keppendur i blaðinu i dag. bls. 8 og 9 ídL !Oí 2acz Hvitir flýja Allar likur benda til aö átök milli svartra og hvitra I Rhodesiu eigi eftir aö haröna á næstu mánuöum. Er greinilegt aö hvita yfirstéttin er farin aö óttast um sinn hag, þvi f jöldi þeirra sem fluttist burt frá Rhódesiu fyrstu sex mánuöi þessa árs jókst um 42% miöaö viö sex mánuöi þar á undan. bis. 5 aa SC FRÉTTIR Sjö dómar i vixlamálum Vegna ávisanasvikamálsins sem nú er i rannsókn i Sakadómi Reykjavikur birtir Alþýðublaöiö I dag tvo af sjö dómum sem kveönir voru upp á síöasta ári vegna mis- ferlis i vixlaviðskiptum. ;[ Saga af staðreyndum 1 horninu i dag eru gerö aö umtalsefni hin mjög svo uppáþrengjandi verzlun sem rekin er i strætisvögnum Reykjavikur, I formi blaða-merkja og happadrættis- miöasölu. bls. 10 óeðlileg jarðakaup Þaö er ekki ný saga, aö bændum reynist erfitt aö keppa viö efnaða „spekúlanta” þegar jaröakaup eru annars vegar. Ein- faldasta ráöiö til aö stööva þessa þróun er aö setja þaö skilyröi aö jaröareigandi sitji jörö sina. bls. 2 =ot snr^-—<1__ic^car JHi Áskriftar- síminn er 14-900 Framkvæmdum við Kröflu haldið áfram: Þrátt fyrir mikla eldgosahættu Framkvæmdirnar við Kröflu þykja eitt makalausasta ævin- týri, sem um getur i sögu virkjunarmála hér á landi. Ekki er aðeins fyrirsjáanlegt aö virkj- unin verður rekin með stórtapi, heldur hefur i engu verib tekið mark á viðvförunum jarðfræðinga um eldgosahættu. Að Kröflu er nú búiö að flytja til geymslu vélar og tæki, sem ekki verða notuð fyrr en eftir þrjú ár. Auk þess er búið aö flytja þangað tæki, sem nota á I fyrsta áfanga virkjunarinnar. Verðmæti húsa og tækja skipta hundruöum milljóna króna. Nú um helgina var verið að flytja gufuborinn Dofra og allt sem honum fylgir aö Kröflu. Um leið fjölgar starfsmönnum úr 240 i 300. Á'sama tima mælast nú 60 til 70 skjálftar á sólarhring og jarö- fræðingar hafa fundið hraunkviku á iitlu dýpi á sama svæöi og gifur- leg sprengigos hafa orðið á umliðnum öldum. Gjóska frá þessu gosum hefur borizt allt til Suðurlands. Fyrir gosið i vetur mældust 15 til 20 skjálftar á sólarhring og jaröfræðingar telja ýmislegt benda til þess, að þarna geti gos- ið áður en langt um liður. Almannavarnir virðast einnig gera ráð fyrir þvi, ef marka má æfingar þeirra og undirbúning. Fyrrnefndir jaröskjálftar eiga flestir upptök sin i öskjunni, þar sem Kröfluvirkjun stendur. En þessi hætta virðist engin áhrif hafa á þá menn, sem fram- kvæmdum stjórna; verkinu er haldið áfram og tugum milljóna króna eytt á hverjum degi. Spurningin er: Hverjum ber aö „þakka” ef þessir miklu fjár- munir veröa að engu i gosi? Akæra ekki á næsta leiti í samtali við Alþýðublaöiö i gær sagði örn Höskuldsson aö- spurður, aö fullyrbingar I blööum um aö á næstu vikum yrði gefin út ákæra vegna morðsins á Guö- mundi Einarssyni heföi ekki við rök að styðjast. Rannsókninni er ekki lokið og ég get ekki sagt til um hvenær það verður, sagöi örn. Þrátt fyrir játningu sem fyrir liggur um morðið á Guðmundi má þvi ætla, aö rannsóknarmenn telji enn að einhver atriöi liggi ekki Ijós fyrir. Meðan svo er og vegna komu þýzka sérfræðingsins er ógerlegt aö segja hvenær von er á opinberri ákæru. Bollaleggingar um lok málsins á næstunni eru þvi ekki timabærar. —SG Örn Höskuldsson: Engin nöfn birt á næstunni örn Höskuldsson rannsóknar- dómari sagöi i samtali viö Al- þýöublaöiö i gær, aö engin áform væru uppi um aö birta nöfn þeirra aöila sem viöriönir eru ávisana- máliö stóra. „Enn hefur enginn veriö kallaöur til yfirheyrslu og á meöan er augljóst mál aö viö birt- uin engin nöfn. Þaö hefur ekki veriö venja, aö menn lesi I dag- blööunum aö þeir eigi von á aö veröa yfirheyröir hér. Þessari venju veröur ekki breytt”, sagöi örn. Eins og áöur hefur komiö fram hér i Alþýöublaöinu er hér um aö ræöa 26 bankareikninga, en aöil- arnir sem á þeim standa eru nokkru færri. Aöspuröur sagöist örn hafa heyrt hin ólíkiegustu nöfn nefnd i sambandi viö þetta mál, en endurtók, aö á þessu stigi væri nafnbirting útilokuö. Sér vit- anlega heföi enginn aöili komiö tii sakadóms og óskaö þess aö gefin yröi út yfirlýsing um aö nafn hans tengdist ekki málinu. Nú fer fram könnun á hvernig tekiö veröur á málinu og vinnur einn rannsóknarlögreglumaöur viö frumathuganir. Er örn var spuröur hvort leitaö yröi aöstoöar löggiltra endurskoöenda viö rannsóknina sagöist hann ekki geta svaraö þvi, enda ekki ákveö- iö hvaöa dómari fer meö máliö. Dagblaðsmáliö. Eins og kunnugt er var ljós- inyndara Dagblaösins gert aö hætta myndatöku i matstofu sakadóms og filma meö myndum sem hann tók þar gerö upptæk. Er Örn Höskuldsson var spuröur um þaö mál svaraöi hann þvi til, aö ef ætti aö hefja myndbirtingar af starfsmönnum sakadóms gætu þeir alveg eins fariö aö klæöast einkennisfötum. Hingáö til heföu fjölmiölar virt óskir saka- dóms hvaö þetta varöaöi, enda væri augljóst aö myndir i blööum af starfsmönnum sakadóms kæmu sér ekki aöeins illa i starfi fyrir þá sjálfa, heldur einnig fjölda fólks sem þeir þyrftu aö hafa samband viö. —SG Ritstjórn Sfðumúla II - Sfml 81866

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.