Alþýðublaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 11
ssssr Þriðjudagur 24. ágúst 1976 SJÖNARMIÐll sig, að þegar dagblöð hafa skýrt frá einhverju ákveðnu máli dög- um saman og ótal aðilar hafa staðfest að rétt sé farið með, þá fyrster skýrt frá málinu í ríkis- fjölmiðlum útvarpi og sjón- varpi. Hér er alls ekki við fréttamenn Rikisútvarpsins að sakast þar sem þeir eru ekki siður vel á verði en blaðamenn heldur hefur útvarpið ákveðið að svona skuli það vera. Auðvit- að er rétt, að rikisfjölmiðlar gæti fyllstu varkárni, en stund- um hefur maður það á tilfinn- ingunni, að ekki skuli fjallað um málið þar fyrr en séö er, að blöðin ætla ekki að gefast upp. Enn er reynt að bregða fæti fyrir upplýsingaöfiun blaðanna af ýmsum aðilum i opinberri þjónustu. Sem betur fer er slikt þó á hröðu undanhaldi. En það vantar mjög tilfinnanlega ákveðnar reglur um upplýs- ingaskyldu stjórnvalda. Af ein- hverjum orsökum hefur reynst óframkvæmanlegt að setja slik- ar reglur, en i ljósi siðustu at- buröa verður ekki lengur undan þvi vikist. Ég erekki i vafaum.að flestir embættismenn rikisins tækju slikumreglum fegins hendi, ekki siöur en fréttamenn. Sæmundur Gudvinsson HIN DAGLEGU SORPRIT Hér fyrir langa löngu kom einu sinni svo- hljóðandi tilkynning á forsiðu eins aðalblaðs Reykjavíkur, sem var vikublað eins og önnur blöð i þá daga: „Allra siðustu fréttir biða næsta blaðs”. Þetta þætti miður gott i dag þegar lesendur kref jast þess að blöðin birti fréttir um leið og þær gerast og jafnvel áður. En menn voru rólegri i tiðinni fyrr á dögum og fréttir bárust manna á milli án þess að prent- listin þyrfti endilega að koma þar nærri. A öndverðri öldinni starfaði maður nokkur við ritstjórn vikublaðs I Reykjavik. Hann haföi þann ágalla nokkurn, að oft þegar verst stóð á, blaðið aö koma út og mikið lá viö að fylla þessar fjórar síður, þá óx rit- stjóranum þetta mjög í augum, keypti sér brennivln og drakk ekki við sleitur. Eitt sinn er þannig stóö á var hringt til dr. Guðbrandar Jónssonar, sem þá fékkst við blaöaútgáfu og hann beðinn að koma blaðinu út. Guð- brandur fékk sér aöstoðarmann ogþeir gengu Iþaö að fylla blað- ið, en mikið vantaði á. Þegar þeir voru búnir aö hraðskrifa einhverjar dellugreinar meðan andriki entist, vantaði enn hálfa baksíðuna. Þeir flettu þá öðrum I blöðum i þeirri von aö finna þar auglýsingar sem þeir gætu stol- ið til birtingar. Svo iila vildi til, að aðeins ein auglýsing var tiltæk. Það var dánarauglýsing, en þá voru þær að byrja að birtast, þar sem auglýst var lát einhverrar kerl- ingar, ástkær móðir min, tengdamóöir, amma o.sf rv. Nú blæs fjandinn þvi i brjóst þeirra félaga, að taka þessa auglýs- ingu og þen ja hana út yfir hálfa baksiðuna, sem þeir og gera. Þótti þeim sem þarna væru þeir að gera kerlingunni mikinn heiður og ef illa færi væru þeir ekki ábyrgir heidur ritstjórinn. Ekki er að orölengja það frekar á bak við. Siðdegisblöðin vilja sverja af sér öll pólitisk tengsl og Dagblaðiö heldur þvi fram, að það eitt sé óháð og frjálst dagblað. Hin blöðin eru kölluö pólitisk sorprit, sem ekki þori að opna munninn nema fá leyfi hjá stjórnmálaforingjum. Sam- kvæmtþessari skilgreiningu er Dagblaðið þá ópólitiskt sorprit og það er háifu verra. Raunar held ég aö Jónas Kristjánsson ritstjóri sé aðeins að striöa kollegum sinum með þessum hnútum. Hann starfaöi sjálfur árum saman á pólitiskum sorp- ritum og varla hefur hann selt sálu sina allan þann tima. Eða buðu einhverjir aðrir betur? En ég bara man ekki eftir neinu einasta dæmi um að Dagblaðið eitt hafi skýrt frá einhverjum glæpum eða myrkraverkum, en pólitisku sorpritin kosið aö þegja. Stundum verður Dag- blaðið fyrst til aðskýra frá ein- hverju máli, ef það er þess viröi að fjallað verði nánar um það gera hin blööin það. Oft snýst þettalika alveg viðog Dagblað- ið tekur upp mál sem önnur blöð hafa skýrt frá. Svona gengur það i blaðaheiminum og þetta er ósköp venjulegur gangur. Það má hverjum manni vera ljóst, að ekki er hægt að tala um lýð- rasði án frjálsra blaða. Mikilvægi blaðanna hefur ekki sizt komið i ljós á siðustu mánuðum. Hvert giæpamáfíð á fætur öðru hefur skotiö upp koll-~ inum og þar hafa blöðin að mörgu leyti staðið sig vel I að reka á eftir. Mjög reynir þá á ritstjóraogblaöamenn. Lesend- ur skulu ekki halda, að það sé nóg að taka upp simann og hringja i sakadóm eða Seöla- banka og spyrja hvað sé I frétt- um. Nei, þegar menn eru búnir að sanka að sér upplýsingum úr ýmsum áttum er hringt I þá sem ráða og þeir beönir um að staö- festa þessar upplýsingar eða gefa aörar betri- ef heimildir blaðamanns eru ekki að öllu leyti réttar. Þegar frétt er hvorki neitaö eða játað verða blöðin aö vega og meta hvaö segja skuli. Hér er frjáls og óháð blaöa- mennska á ferðinni og þau blöð sem annaö hvort birta kviksög- ur sem sannar fréttir, eða þá birta ekki fréttir af málum þar sem það getur komið illa við volduga eða vesæla, eru hrein- lega ekki samkeppnisfær. Það er svo kapituli út af fyrir nema blaðið kom út á réttum tima með hálfsíðu auglýsingu um andlát kerlingar. Mörgum lesendum brá m jög I brún, enda var hin látna ósköp venjuleg manneskja. Tengdasonur kerlu kemur ævareiður til ritstjórans og bliðkaðist ekki fyrr en rit- stjórinn var búinn að dreypa á hann afréttaranum sem hann haföi geymt sér. Þannig má alltaf finna ótal skemmtileg dæmi úr sögu islenzkra blaða og þarf raunar ekki að fara svona langt aftur I timann. Það hefur alltaf veriö metingur milli blaðanna, þau deila sin á milli um hvert þeirra flytji beztar fréttir og þar fram eftir götunum. Nú er svo komið, að blöðin keppast við að lýsa þvi yfir, að þau séu ekki háð aðstandendum sinum hvað fréttaflutning varð- ar. Morgunblöðin fjögur eru annað hvort gefin beint út af stjórnmálaflokkum eöa hluta- félögum sem flokkarnir standa >,'M" 1 ' ’ ' - Upplýsingarnar á borðið! Merkilegheit? Varla getur hjá þvi farið, að fólk furði sig almennt á afstöðu rannsóknar- og sakadómara- embættismanna i fjársvikamál- unum. Hvaö sem menn vilja annars segja eöa hugsa um þörf á að hafa „starfsfrið”, eins og þeir góðu menn oröa það, veröur ekki annað sagt en að hann hafi verið fyrir hendi. Við þaö bætist, að það hefur nú ekki farið svo sérstaklega fyrir erfiði þeirra i frumrann- sóknúm þar sem aðallega hefur mætt á starfsliði Seðlabankans. Þetta mál er þess eðlis, að engin heilvita maöur getur séð hvaða tilgangi þaö getur þjónaö, að sveipa um það þeim þagnar- hjúpi, sem þeir virðast kjósa. Skal það nú nokkuð rakið. Hér ræöir um bófaflokk, eða flokka, sem hafa svikið út fé i stórum stil úr bankakerfinu og hagnýtt þaö sér til framdráttar I allskonar braski. Þetta liggur fyrir og veröur ekki framhjá þvi komizt. Vitanlega er tilgangs- laust, ab ætla að telja fólki trú um, að hér geti verið um að ræða eitthvert huldufólk! Þvert á móti getur ekki annað verið en að hlut að þessu eigi menn, sem þekktir eru fyrir veruleg umsvif I þjóðfélaginu. Og hvernig hafa svikin farið fram? Allir vita, að þó hægt sé að gefa út innistæðulausar ávis- anir, verður þaö ekki gert nema þær séu undirritaðar og þannig rækilega merktar meö nafni út- gefanda. Almenningur þekkir nægilega mikið til bankaviðskipta, að vita, að bankar taka ekki mill- jónaávisanir af Pétri eða Páli án þess að vitað sé hver þessi Pétur eða Páll er. Þetta getur þvi ekki fariö milli mála. Þegar við þetta bætizt, aö starfsemin hefur verið rekin árum saman, eftir þvi sem bezt er vitað, verður enn minni á- stæða til að halda að saklausir vefjist inn i starfsemina að raunaiausu. Hitt kann að vera, aö öll kurl séu ekki komin til grafar. En með það I höndum, sem rann- sóknarmenn þegar hafa, ætti ekki að vera nein hætta á, að til allra náist ekki. Þaö er vist sjaldgæft, aö bófar, sem þegar eru orðnir uppvisir að glæpum, komi ekki upp um meðseka, svo að engin ástæða virðisttil að kviða þvi að sekir sleppi, ef rösklega og einarðiega er eftir gengiö. Þetta skilur fólk til fullnustu. Dómsmálaráðherra mun almennt ekki talinn neinn sér- stakur glópur i lögum og þá ekki heldur i löglegri og eölilegri meðferð sakamála. Hann hefur látið i ljós þá skoðun, að nú sé svo komiö, að nafnbirtine sé ekki óeðlileg, enda þótt hann veigri sér máske við að ganga þvert á sakadómara eða rann- sóknarmenn. Honum er vitanlega ljóst, að öll þessi dul i þessu máli er einkar vel til þess fallin að eitra þjóðlifið, og gefa færi á aö sak- lausir lendi ófyrirsynju fyrir staðlausum erunsemdum. Ætli hinsvegar þeir, sem nú hafa þessi mál i höndum, að þæfast fyrir um að birta nöfn hinna seku, eða þeirra, sem i hafa vafizt, verður þaö naumast skilið öðruvisi en sem einskonar merkilegheit af þeirra hálfu! Allt fram undir þennan tima viröast stjórnarblöðin og þó einkum Timinn, verið furöu deig i kröfum um að misferli þetta verði tekið hörðum tökum. Nú hefur þó svo ánægjulega brugðið við, að ráðamenn þess- ara blaða hafa bætzt i hópinn, sem einarölega gerir kröfur um •láta hendur skipta. Og rikisfjöl- miðlar, einkum sjónvarpiö, túlka einnig kröfur almennings alveg hispurslaust. Aö visu verður það að teljast fremur broslegt, þegar Morgun- blaðið þenur út „brjóstkass- ann” og þykist ekki hafa viljað ræða þessi mál, vegna þess, aö það fari nú sannarlega ekki eftir neinum orörómi eða lausa- fregnum, sem vissulega hafi þó borizt þvi til eyrna, eins og öörum! En stórum meiri athygli hlýtur þó afstaða Timans að vekja. Aðalritstjóri blaðsins er nú staddur á hafréttarráös- stefnunni i ■ þeirri stóru Ameriku, til þess að bjarga málum okkar I höfn. Nú situr aukaritstjórinn við stýriö, og varla getur hjá þvi farið að menn sjái, aö um leið og hann tók við, kúvendir blaöið i sinni afstöðu til viðbragöa við stórfölsurunum. Hans dyggð er vissulega ekki minni fyrir þaö, þó hann sé annarrar handar ráðamaður, og skal viður- kenning til hans ekki látin liggja I láginni. Og þá er nú hingaö komiö. I.andsmenn hljdta aö krefjast þess með fullum þunga, að ekki verði lengur legiö á upplýsing- um, sem menn eiga fullan rétt á að fá að minnsta kosti siðferði legan. Og það á ekki að vera undir einhverjum geðþóttaá- kvöröunum komiö, hvort viö þvi er oröið eða ekki. Þessvegna. Skjölin á boröiö, herrar minir! Oddur A. Sigurjónsson IHREINSKILNI SAGT

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.