Alþýðublaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 5
bto&M*'Þriðjudagur 24. ágúst 1976 ÚTLOND 5 Búast rná við frekarí átök- R ódesíu um í Snemma i síðustu viku réðust hermenn rhodesisku stjórnar- innar inn fyrir landamæri Mosambique og drápu - að sögn stjórnarinnar i Salsbury — þrjii hundruð rhodesiska skæruliða, þrjátiu Frelimo-hermann og tiu óbreytta borgara sem studdu skæruliðana. Hinn hviti minnihluti I Rhodesiu fagnaði þessum aö- geröum stjórnarinnar (heldur dró þó úr ánægjunni eftir hefndaraðgerðir svartra þjóð- ernissinna i þriðja stærstu borg Rhodesiu, Umtali). önnur „Entebbe-að- gerð” Stjórnin I Salsbury hefur reynt að sveipa leifturárás hermanna sinna seinustu viku einhverskonar „Entebbe-hetju- blæju”. I yfirlýsingu stjórnar- innar segir meðal annars: Rhodesia á ekki á öðru völ en ráðast gegn þeirri skipulögðu hermdarverkastarfsemi sem rekin er við landamærin. Þetta er einungis gert i sjálfsvarnar- skyni. Raunin er þó sú að aðgeröir Rhodesiumanna eiga fátt skylt með „Entebbe-árás” Israela. Krafa tsraelsrikis um tilveru- rétt nýtur stuðnings almenings- álitsins i heiminum, en þeir eru fáir sem viðurkenna stuðning sinn við stjórnina I Salsbury. Engar leifturaðgerðir breiöa yfir hinn rhodesiska raunveru- leika: Land sem er heimkynni óbilgjarnrar kynþáttaaðskiln- aðarstefnu. Land þar sem hvitu kúgararnir (sem telja einungis 3,6% þjóðarinnar) fá það meir og meir á tilfinninguna aö þeir séu fangar, þrátt fyrir glæsileg hús, fallega garöa sundlaugar og tennisvelli. Þeir eru umkringdir þrælum sinum, og þrælarnir þrengja sér nær og nær. Skýrsla, alþjóða lögfræðinga- nefndarinnar I Genf, sem afhent var einum starfshópa Sameinuðu þjóðanna nú fyrir skemmstu undirstrikar kúgun svartra I landinu. 550.000 blakk- ir þjónar og verkamenn I land- búnaði, námagreftri, skógar- höggi og falla undir „Húsbónda og þjónalögin” sem sett voru árið 1970. Lög þessi banna „þjónunum” að segja upp at- vinnu sinni án „fullnægjandi ástæðu”. Ef þeir samt sem áður segja upp — eða öllu heldur reyna að segja upp — er hægt að láta þá sæta sektum eða hveppa i fangelsi. Þeim er einnig bönn- uð óhlýðni og „kjaftháttur” að viðlagri fangelsisvist. Sá sem neitar að taka upp vinnu á fyrri vinnustað eftir sllka fangelsis- refsingu getur átt það á hættu að hljóta fangelsisdóma á ný — mánuð og mánuö i senn — uns hann beygir sig. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna sem ætlaö er að berjast gegn þrælahaldi hefur ekki gert mikiö til hjálpar, meðal annars vegna þess aö Sovétrikin hafa, vægast sagt, sýnt málinu litinn áhuga. Hvitir flýja Hinir hvitu herrar I Rhodesiu lita þróun mála þar mjög alvar- legum augum. Það sést best á tölum stjórnarinnar um fjölda þeirra sem flytja inn í landið og út úr þvi. Fjöldi þeirra sem fluttist burt fyrstu sex mánuði þessa árs jókst um 42% miðaö við sex mánuðina þar á undan. Fjöldi þeirra sem flutti inn minnkaöi á sama timabili um 27%. 1 júnimánuöi siðastliðnum komu 572 manns til landsins, en 1330 yfirgáfu landið á sama tima. Rhodesiumenn hafa átt við stöðugan flótta hvitra að striða allt frá árinu 1976, og töl- urnar hækka I sifellu. Stjórnin I Salsbury er mjög uggandi vegna þessarar þróun- ar og I júli siðastliðnum reyndu stjórnvöld aö hefta fólksfióttann — °S fjöldi hvítra, sem kýs að flytjast brott eykst stöðugt með þvi að minnka þá peninga- upphæð sem fjölskylda, sem vilja flytja burtu má taka með sér. Hver einstaklingur má nú taka með sér sem svarar 330.000 krónum, eða einn fimmta hluta þess sem áður var leyft. Jafn- framt hefur stjórnin skorið niö- ur ferðamannagjaldeyri. Ef maður er 16 ára eða eldri, og þar með á þeim aldri sem bú- ast má við herkvaðningu, verð- ur hann að sækja um leyfi til varnarmálaráðuneytisins til þess að fá að fara úr landinu á annað borö. Þessar aðgerðir munu jú bæta efnahag landsins nokkuö, en hafa miður góð áhrif á traust hvitra á stjórninni. Ian Smith, forsætisráðherra, hefur beint þeim orðum til þeirra sem flytja vilja burt, að þeir hugsi sig vel um og taki ekki neinar skyndiákvarðanir. En flestir Rhodesiubúar eru einmitt þungt hugsi þessa dag- ana og fjöldi þeirra sem tekur þá ákvöröun að flytjast á brott eykst stöðugt. Búast má við frekari átökum Einn ráðherranna i stjórn Smiths, Edward Sutton Price, hefur beðið hina hvitu ibúa landsins að vera viðbúna frek- ari árásum blakkra skæruliöa þegar regntiminn hefst, I októ- ber. Þaö eru sem sagt allar lik- ur á þvi að átökin I Rhodesiu eigi eftir að harðna á næstu mánuðum. Herinn i Rhodesiu telur milli 10 og 15 þúsund manns, þar af eru um 5 þúsund manns að jafn- aði undir vopnum. Ef viösjár verða með hvitum og svörtum má hugsanlega fjölga hermönn- um I 25 þúsund. Þessi her hefur möguleika á þvi aö vinna ein- stakar orustur, en er dæmdur til þess að tapa striðinu. Aö lokum hlýtur svo að fara að Rhodesia hinna hvitu verður Zimbabwe hinna svörtu (Zimbabwe er það nafn sem innfæddir hafa gefið landinu? — ES Braskað með Kim II Sung-dýrkun „ódauðleg, klassisk verk hins mikla leðtoga, Kim II Sungs” ög „Ævi- saga Kim II Sungs” frásögn af heiðvirðum og giæstum ferli leiðtogans mikla eru bækur, sem gefnar eru út I ótal löndum. Svona hljóðar textinn við mynd I norður-kóreönsku timariti. I grein I „The Times”, London, segir Peter Hazelhurst frá sam- tali I sendiráðsveislu I Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. Þar var rætt um hömlulausan áróður Norður-Kóreu til aö gera Kim II Sung forseta að mesta byltingar- sinna tuttugustu aldarinnar. „Hvernig getur land, sem kallar sig alþýðulýðveldi eytt minnk- andi gjaldeyrisbirgðum sinum i auglýsingar 1 erlendum blöðum til að gera þennan eina mann að dýrlingi?” spurðimaður, sem var I fyrstu heimsókn sinni til Kóreu- skagans. „ Norður- og Suður-Kórea blekkja bæði kommúnista og Vesturveldin,” sagði vitur og lærður Kóreumaður. „Kóreu var skipt I tvö riki, þegar kalda striðið stóð sem hæst og þar rikja nú tveir lénsherrar, sem hafa taliö sér hag i að varpa yfir sig skikkjum lýöræðis og kommún- isma. En báðir eru lénsherrar innst inni. Þaö er sama hvað mikið menn neita þessu i Washington og Moskvu, þvi að það örlar ekki á lýöræði i Suöur- Kóreu og vissulega er ekkert alþýöulýðveldi i noröurhlut- anum,” sagöi Kóreumaöurinn. Við skulum lita á hina hlægi- legu og afskræmdu Kim II Sung dýrkun, sem jafnvel kommún- istiskum vinum Norður-Kóreu hlýtur að veitast erfitt aö sætta sig við. Þaö er hreinasta hneyskli, hvernig áróðrinum er beitt utan Norður-Kóreu um leið og viö- skiptasamningar eru sviknir og landið er nú skuldugt bæöi I austri og vestri um alls 1200 milljónir dala (skv. „Times”). Sifellt rennur peningaflóðið til að gylla Kim H Sung. Það hlýtur að kosta hundruð þúsunda króna á Norðurlöndum einum að gefa út allar þessar bækur og rit I rauðu bandi með gyllingu, sem streyma sifellt á markaðinn og i eru ræður „hins mikla foringja félaga Kim II Sung” og greinar, sem fæstir nenna að lesa. Sama máli gegnir um auglýsingarnar, sem birtast ekki aöeins I blöðum stórveld- anna heldur og I blöðum á Norðurlöndunum, en þar er að finna gullkorn Kim forseta. Það blygðunarlausa við þessa bókaútgáfu er, að Norður-Kórea fjármagnar hana sjálf, bæði heima fyrir og erlendis er látið að þvi liggja, að það séu blöð og bókaforlög I öðrum löndum, sem gripi gráðug hvert tækifæri til að segja almenningi, frá þvi sem skapari „Kimilsungismans, leiðarljós mannkynsins i fram- tiðinni,” hefur að segja. Sem dæmi má nefna, að I siðasta hefti af „The Pyongyang Times,” sem gefið er út á ensku, dgs. 24. júli, er aðalfréttin: „Odauöleg klassisk verk leiðtog- ans mikla, félaga Kim II Sung, gefin út I mörgum löndum.” Þessu fylgir löng upptalning bókaútgefanda eða vinafélaga I Japan, Nepal, Indlandi, Dan- mörku, Togo, Stór-Bretlandi o.s.frv. Annars stendur i miðri upptalningunni „Frelsishreyf- ingin er voldugt and-heimsveldis- sinnaö afl á vorum timum” er gefið út af bókaútgáfunni „Observateur Africain” I Senegal og „The Press Printing House” i Noregi, hvar svo sem sú útgáfa er tilhúsa! Annað jafnnýlegt og afskræmislegt dæmi er nýjasta hefti af myndablaðinu „Demo- cratic People’s Republic of KOREA” nr. 4. 1976. Á Kápusiðú nr. 2 er texti og lag vð sönginn „Hann er sól fólksins”. Hamingjan rikir I voru ljómandi landi. Þjóöin syngur um leiðtog- ann, um marskálkinn mikla Kim II Sung. Hann er sól þjóðarinnar. Hann hefur gert fimm þúsund ára riki okkar aö Paradis.” A bls. 1 eru myndir með text- anum: Hinn mikli leiðtogi Kim II Sung með barn (april 1975). Blað- siður 6-8 eru allar vigðar svindl- áróðrinum um þann óseðjandi áhuga sem rikir um allan heim á visdómi Kim II Sungs. Textinn er svohljóöandi: Byltingarsinnar um heim allan lofa hinn virta og heittelskaða leiötoga, en bylt- ingarhugmyndir hans munu loga sem leiöarljós um ókomnar aldir. Þar er sagt, að Kimilsungisminn sé hápunktur alþýðubyltingar- innar og eigi viö nútimann o ,s .frv. Þvi er ennfremur haldið fram, aö á flestum þjóðlöndum hafi menn myndað lesflokka til að læra af ritum Kim II Sungs, og að nú séu mörg námskeiö I gangi. A þessum siöum eru niu stórar myndir, sem eiga að sanna þessa staðhæfingu — ein þerra sést með þessari grein. Allar hinar myndarnar eru af erlendum vinum og „erlendum blaðamönnum ”, sem leggja stund á Kimilsungnámið eða ljóma af hrifningu yfir nokkrum KIM-bókum (barnabækur gefnar út af Leiftri). Enginn myndanna er staöfest sem rétt, enda vist allar framleiddar i Pyongyang. A öðrum siðum blaðsins fyrir- finnst Kim-dýrkunin i öllum myndum. Hvort sem um er að ræða ávaxtaræktun, borgar- skipulagningu eða námugröft. Svo megum við ekki gleyma þrem myndasiðum um „Man- gyondae þar, sem sól Kóreu reis”, eða bernskuheimili Kims, sem nú hefur veriö gert aö safni. Foreldrar hans eru fyrir löngu teknir i hálfguöa tölu, og nú bendir margt til þess, að Kim ætli að segja son sinn, Kim Chung II, eftirmann sinn i „leiðtogaland- inu” Noröur-Kóreu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.