Alþýðublaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 2
2 STJÓRNMÁL Þriðjudagur 24. ágúst 1976 æsr alþýðU' blaðið tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjdri og ábyrgðarmaöur: Arni Gunnars- son. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggs- son. Útbr.stj.: Kristján Einarsson, simi 14900. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsinga- deild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar - simi 14900. Prentun: Blaöaprenti h.f. Áskriftarverð: 1000 krónur á mánuði og 50 krónur i lausasölu.__________________ Hrossakaup Fyrir nokkru var seld stór jörð á Vesturlandi. Bóndi, sem hafði hug á því að stækka við sig bauð í jörðina á móti peningamanni af Suðurnesjum. Vegna fjár- skorts gat bóndinn ekki boðið betur en peningamaour- inn og missti af jörðinni. Peningamaðurinn mun hins vegar ætla að nota jörðina til hrossabeitar. Dæmi af þessu tagi eru mýmörg. Þrír eða f jórir og jafnvel fleiri efnaðir hrossaeigendur taka sig saman og bjóða í jarðir, sem losna. Þessir menn hafa slík fjárráð að ekki er möguleiki fyrir mann, sem ætlar sér að hefja búskap, að bjóða á móti þeim. Þannig hverfa f leiri og fleiri jarðir úr ábúð og komast í hend- ur manna, sem nota þær vegna tómstundaiðju sinnar. Jarðir eru einnig keyptar til að braska með. Þessi þróun er mjög varhugaverð. Dæmi eru til þess að sjóðir bænda séu notaðir til að lána peningamönn- um til að kaupa jarðir. Hrepparnir hafa ekkert bol- magn til að standa gegn þessari þróun. Þeir eru f jár- vana og geta ekki varizt þeim auðmönnum, sem telja bað góða f járfestingu að eiga jörð. Á þennan hátt hafa margar jarðir fallið í hendur mönnum, sem aldrei munu búa á þeim; nota bæjar- húsin fyrir sumarbústaði og túnin til hrossabeitar. Á sama tíma og þetta gerist hefur eftirspurn eftir jörð- um aukizt verulega, en fá bændaefni geta greitt 20 til 30 milljónir króna fyrir sæmilega jörð að viðbættum háum f járhæðum fyrir bústofn og vélar. Þessa þróun verður að stöðva þegar í stað. Einf ald- asta ráðið væri að setja það skilyrði að jarðareigandi sæti jörð sína. Á meðan slík skilyrði verða ekki sett þarf að gera hreppum unnt að nota forkaupsrétt sinn með f járhagsaðstoð. Slíkt myndi stöðva hin óæskilegu kaup á jarðnæði. Á hinn bóginn verður að vinda bráð- að bug að því að hestaeigendur geti fengið beifiíand f yrir hesta sína, án þess að þeir kaupi jarðir í þeim til- gangi. Hér verða ekki gerð að umræðuefni kaup manna á jörðum við laxveiðiár, eða kaup á jörðum, sem síðan eru seldar undir sumarbústaði, en slík viðskipti eru nú talin mjög arðbær. — Það er verðugt verkefni fyrir bændasamtökin að taka þetta mál til alvarlegrar at- hugunar og stöðva þegar í stað óeðlileg jarðakaup f landinu. —ÁG fllþýðusam- bandsþing Þannig dæmdi Hæstiréttur í þeim málum: Vegna ávisanasvikamálsins, sem nú er í rannsókn i sakadómi Reykjavik- ur, kannaði Alþýðublaðið hvort nýlega hefðu fallið dómar i slikum málum i Hæstarétti. A siðasta ári var kveðinn upp einn dómur i ávisanamáli, sem þó á ekkert sameiginlegt með þvi máli, sem nú er i rannsókn. Hins vegar voru kveðnir upp nokkrir dómar i vixlamálum. Eftirtekt vekja sjö vixladómar, sem aliir eiga eitthvað sameiginlegt. Ýmislegt athyglisvert kemur fram í þessum dómum, en tveir þeirra verða birtir hér í blaðinu. Sjö dómar í víxlamálum Mánudaginn 23. júni 1975. Nr. 2/1975. Kyndill h/f (Aki Jakobsson hrl.) Ragnari Jónssyni hæstaréttar- iögmanni (sjálfur). Dómendur: hæstaréttardómararnir Magnús Þ. Torfason, Armann Snævarr, Björn Sveinbjörnsson, Einar Arn- aids og Logi Einarsson. Vixilmál. Dómur Hæstaréttar. Afrýjandi hefur skotið máli þessu til Hæstaréttar með stefnu 7. janúar 1975. Krefst hann þess aðallega, að meöferð málsins frá og með þinghaldi 21. október 1974 verði ómerkt og málinu visað heim I hérað til löglegrar með- ferðar og dómsálagningar að nýju. Til vara krefst hann sýknu. í báðum tilvikum krefst hann málskostnaðar I héraði og fyrir Hæstarétti. Stefndi krefst staðfestingar hins áfrýjaða dóms og málskostn- aðar fyrir Hæstarétti. Engir þeir annmarkar þykja vera á meðferð máls I héraði, að ómerkingu varði. Stefndi hefur lýst yfir þvi hér fyrir dómi, að Á. H. Magnússon 6 Co. sé eigandi vixla þeirra, sem um ræðir í máli þessu. Stefndi er handhafi þeirra samkvæmt eyðu- framsali til innheimtu, og er hon- um þvi rétt að innheimta þá I eigin nafni. Með þessari athugasemd og að öðru leyti með vlsan til forsendna hins áfrýjaða dóms ber aö staö- festa hann að undanskildu máls- kostnaöarákvæöi hans. Málskostnaður I héraði og fyrir Hæstarétti þykir hæfilega ákveð- inn 300.000 krónur. Dómsorð: Hinn áfrýjaði dómur á að vera óraskaður að undanskildu máls- kostnaðarákvæöi hans. Afrýjandi, Kyndill h/f, greiði stefnda, Ragnari Jónssyni hæsta- réttarlögmanni, samtals 300.000 krónur í málskostnað I héraði og fyrir Hæstarétti að viðlagðri að- för að lögum. Dómur bæjarþings Keflavikur 21. október 1974. Mál þetta, sem tekið var til dóms að loknum munnlegum málflutningi I dag, hefur Ragnar Jónsson hæstaréttarlögmaður, Hverfisgötu 14, Reykjavík, höfð- að fyrir bæjarþingi Keflavfkur með stefnu, útgefinni 25. septem- ber sl. og birtri 26. september sl., á hendur Kyndli h/f I Keflavlk til greiðslu vlxilskuldar að fjárhæð kr. 1.647.474 auk 1.5% dráttar- vaxta fyrir hvern byrjaðan van- skilamánuð af kr. 219.200 frá 4. febrúar 1973 til 12. febrúar 1974, af kr. 438.400 frá þeim degi til 16. febrúar 1974, af kr. 657.600 frá þeim degi til 3. mars 1974,af kr. 1.101.200 frá þeim degi til 20. mars 1974, af kr. 1.396.200 frá þeim degi til 28. aprll 1974 og af kr. 1.647.474 frá þeim degi til 15. júlí 1974 en 2% dráttarvöxtum fyrir hvern mán- uð eða brot úr mánuði frá 15. júll 1974 til greiðsludags, kr. 1.290 i bankakostnað og kr. 1.200 I af- sagnarkostnað og málskostnaöar að skaölausu samkvæmt gjald- skrá LMFl. í stefnu er málavöxtum lýst svo: Skuld þessi er vegna 6 vlxla, sem allir eru útgefnir og ábaktir af A.H.Magnússyni & Co. og allir samþykktir til greiðslu af Kyndli h/f, Keflavlk. Víxlarnir eru sem hér segir: 1. Kr.219.200, útgefinn 1. janúar 1974, samþykktur til greiðslu 4. febrúar 1974 í Verzlunarbanka Islands h/f I Keflavík, afsagður 6. febrúar 1974. 2. Kr. 219.200, útgefinn 13. desem- ber 1973, samþykktur til greiðslu 12.febrúar 19741 Versl- unarbanka Islands h/f I Kefla- vlk, afsagður 14. febrúar 1974. 3. Kr. 219.200, útgefinn 30. desem- ber 1973, samþykktur til greiðslu 16-febrúar 19741 Versl- unarbanka tslands h/f I Kefla- vík, afsagður 19. febrúar 1974. 4. Kr. 443.600, útgefinn 3. janúar 1974, samþykktur til greiðslu 3. mars 1974 I Útvegsbanka Islands h/f í Keflavlk, afsagður 5. mars 1974. 5. Kr. 295.000, útgefinn 21. desem- ber 1973, samþykktur til greiðslu 20. mars 1974 I Versl- unarbanka tslands h/f I Kefla- vík, afsagður 22. mars 1974. 6. Kr. 251. 274, útgefinn 1. mars 1974, samþykktur til greiðslu 28. aprll 1974 I Verslunarbanka tslands h/f I Keflavik, afsagður 30. mars 1974 (sic). Stefnandi segir og I stefnu, að allir vixlarnir hafi verið afsagöir kum greiðslufalls, eins og að ofan greinir. 1 greinargerð sinni segir stefnandi, að útgefandi vixlanna, Á. H. Magnússon & Co., hafi látið þá I banka I þeirri von, að sam- þykkjandi mundi greiða þá. Sú von hafi brugðist, hann hafi þá leyst til sln víxlana og siöan af- hent stefnanda þá. Stefnandi kveðst þvl leggja vlxlana fram I máli þessu til innheimtu á hendur samþykkjanda. Stefnandi byggir kröfu sina um sýknu á þvi, að vixlarnir séu Þegar Tíminn innheimtir hjá bændum Alþýðusambandsþing kemur saman í haust. Er nú orðið lengra á milli sambandsþinga en áður var, enda eru þau miklar samkomur, en hvert þing verður því mikilvægara. Er þess að vænta, að þingið marki höfuðstefnu launþega í málefnum þeirra (sem eru nálega öll landsmálin), og hefur Björn Jónsson, for- seti ASÍ, undirbúið stefnuyfirlýsingu til að leggja fyrir þingið. Fyrir nokkrum árum var pólitík miklum mun harð- vítugri í verkalýðsfélögunum en nú er. Þá fóru fram kosningar í hverju félagi á fætur öðru og voru það mikil bræðravíg. Þessi átök drógu mjög styrk úr sam- tökunum og voru þeim og þjóðinni til tjóns. Á síðustu árum hefur verið samstjórn verkalýðs- foringja úr öllum stjórnmálaflokkum í Alþýðusam- bandinu. Er það heilbrigð skynsemi við núverandi að- stæður að halda því stjórnarkerfi áfram, en bjóða ekki heim nýrri borgarastyrjöld í alþýðusamtökunum. Það væri að leika beint i fang kapítalistanna, sem ekkert vilja frekar en sundrungu í röðum Alþýðusam- bandsins. Þrátt fyrir þá heildarstef nu velur hvert fél- ag að sjálfsögðu f ulltrúa sína á lýðræðislegan hátt og getur þar oltið á ýmsu. Ætti kjarabarátta síðustu ára undir hægristjórn íhalds og framsóknar að sýna, að enn sem fyrr eru ábyrgir lýðræðissinnaðir menn, sem gera baráttu fyrir kjörum launþega að meginatriði stefnu sinnar, farsælustu foringjar samtakanna. B.Gr. Dagblaðið Tlminn hefur löngum notiö „sérstakra kjara” hjá samvinnuhreyfingunni og kaupfélögum. Um árabil var þaö svo að bændur fengu blaðið sent hvort sem þeir vildu eða ekki, og áskriftargjaldið tekið út af reikn- ingi þeirra hjá kaupfélaginu, að þeim forspurðum. Þessu hefur nú verið hætt, þ.e. að senda öllum blaðið. En ennþá er áskriftargjaldið tekið út af reikningi bænda, en ekki inn- heimt á sama hátt og hjá öðrum blöðum-. Bændur eru lítt hrifnir af þessari aðferð. I fyrra var áskriftargjaldið vlða tekiö I lok ágúst-mánaðar, en þá er þröngt I búi hjá mörgum bændum og hætt við að lítil inneign sé á reikningi þeirra. Ef ekki er til fyrir áskriftargjaldinu greiöir kaupfé- lagið og færir til skuldar hjá við- komandi bónda. Af þessari skuld greiðir bóndinn 18% vexti og getur áskriftargjaldið því hækkað verulega, ef ekki myndast fljót- lega inneign á reikningi. Tlminn er eina blaðið, sem þannig (mis)notar aðstöðu slna hjá kaupfélögunum. Þetta tryggir blaðinu árvissar tekjur, þar sem áskriftargjöld eru greidd I einu lagi. Þetta er auðvitað siðlaus að- ferð, enda mun vera hreyfing „Fært i viðskiptareikning. Kaupfélag Borgfiröinga” stendur stimplað yfir kvittun fyrir áskrift Tlmans. meðal bænda að mótmæla henni. Kaupfélögin geta varla veriö einkafyrirtæki Tlmans. Hér fylgir mynd af kvittun, þar sem sést að áskriftarg jaldiö hefur verið tekið og fært I viöskipta- reikning hjá Kaupfélagi Borgfirö- inga. Þetta er árgjaldið fyrir siðasta ár, 8200 krónur, en það verður 12.000 krónur á þessu ári.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.