Alþýðublaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 9
8 OR ymsub/i attum Þriðjudagur 24. ágúst 1976 bla^fö* hSSS" Þriðjudagur 24. ágúst 1976 VETtVANGUB 9 Tímaritið Menntamál Timarit kennara, Menntamál, er nýkomið út. Ólafur Proppé, rit- stjóri, skrifar þar forystugrein um ritið og hlutverk þess. Visar hann i þvi sambandi 1 orð Sigurðar Thorlacius, skólastjóra, sam hann skrifaði árið 1947. Forystugreinin er á þessa leið: „Timarit kennara, Menntamál, er á timamótum. t deiglu er hvernig staðið verður aö útgáfu ritsins i náinni framtið. A ýmsu hefur gengið undanfarin ár og misjöfn uppskeran og margir velta fyrir sér hvert sé hlutverk timarits eins og Menntamála. Þegar Menntamál höfðu verið gefin út i 20 ár (árið 1947) skrifaði Sigurður Thorlacius, skólastjóri, stutta grein í ritið i tilefni þeirra timamóta. Ég tel að varla verði betur fjallað um hlutverk Menntamála i stuttu máli og birti þvi umrædda grein hér þótt nú fari að styttast i að 30 ár séu liðin frá þvi að hún var rituð. „Vér lifum á tímum flaums og byltinga. Sorgirnar þungar sem blý hvila á herðum þjáðu mann- kyni sem sér hilla i upprof gegnum sprengjuregn og harð- stjórnarmyrkur og framundan bjarmar fyrir nýjum tima. Uppeldis- og kennslumál verða veglegur og áhrifamikill þáttur i uppbyggingu hinnar nýju frelsis- aldar. Islenzkum kennurum og öörum menntafrömuðum ber skylda til að vera á verði, fylgjast með og tileinka sér erlendar nýj- ungar og rannsóknir sem menn- ingarmálum vorum mega að gagni verða. Og Islendingum ber einnig að leggja sinn skerf til rannsókna og þekkingar - bóta. Þjóðmenning vor hefur verið sérstæð um margt frá öndverðu. Hin ytri uppeldis- og minningarskilyrði eru enn sér- kennileg á ýmsa lund og þekking vor á uppruna þjóðar og ætterni einstaklinga heiísteyptari en dæmimunu til annars staðar. Allt þetta ætti að veita islenzkum fræðimönnum sem fengjust við mannfræði, félagsfræði og upp- eldisfræðOegar rannsóknir að- stöðu til athugana, sem gætu haft alþjóðlegt gildi. HlutverkMenntamála, timarits kennara, i sambandi við þá nýsköpun i islenzkum fræðslu- og menningarmálum sem koma þarf og koma mun i náinni framtið er næsta mikilsvert og augljóst. Heillaóskir mínar til handa ritinu á þessum timamótum fela i sér þá einlægu von og það traust að þvi auðnist að ganga i fararbroddi og bera hátt merki framsækinnar kennarastéttar.” A næsta ári verða 50 ár liðin frá fyrstu útgáfu Menntamála. Enn hafa Menntamál hlutverki að gegna”. 1 þessu siðasta riti Menntamála er yfirgripsmikil grein eftir Stefán Edelstein, sem nefnist: „Er gaman i skólanum?” Þar er leitazt við að svara þeim spurn- ingum hvort skólinn sé skemmti- legur eða leiðinglegur i hugum nemenda, hvort nemendur taki vissar greinar fram yfir aörar, hvort viðhorf nemenda til al- mennu námsgreinanna séu önnur en til sérgreinanna og hvort viö- horf nemenda til einstakra náms- greina og skólans i heild breytist yfir árin. Fíkniefni á Suður nesjum 1 Suöurnesjatiðindum er viðtal viö Hauk Guðmundsson, rannsóknarlögreglumann um fikniefnaneyzlu á Suðurnesjum, sem hann segir fara vaxandi. Hann er fyrst spurður hvort neyzla fikniefna fari vaxandi. Hann svarar á þessa leið.: „ Já, ég myndi segja þaö, alveg örugglega, að visu hægt, en vaxandi. Það hefúr verið þróunin, allt frá 1969, aö þetta hefur allt stefnt upp á við, að minu mati”. Þá er hann spurður á hvaða aldri fikniefnaneytendur séu: „Þetta eru nú mest unglingar, það yngsta 16 ára og upp i 25-26 ára. Það eru þessir aldurs- flokkar, sem aðallega eru hér á spjaldskrá hjá okkur”. „Hvernig er neyzluástand neyt- enda”, spyr blaðamaður: ..Ég er hérna með yfir 100 nöfn á spjaldskrá, sem ég held hér alltaf. Við færum spjaldskrá um neyzlu og efnisnotkun einstakra aðila og eru þeir á mjög misjöfnu stigi, eiginlega eins misjöfnu og þeir eru margir. Sumir hafa rétt prófað þetta, aðrir eru komnir lengra og svo erum við meö einstaka tilfelli.semmérfinnst'að séu komin út á hálan is, en þau eru fá, sem betur fer.” Blaðamaður spyr: „Hvar ná þeir i þessi efni?” „Það er fengið eftir ýmsum leiðum. Sumt er fiutt inn beint erlendis frá, eitthvað kemur ofan frá Keflavikurflugvelli, en mest er þetta keypt á höfuðborgar- svæðinu. Efnin eru aðallega keypt erlendis, i Hollandiog Dan- mörku.” Þá er Haukur spurður hvernig þessi fikniefnakaup séu fjár- mögnuð. Hann segir: „Það erýmis gangur á þvi. Það er ekki mikið um innflutnings- aðila hér, en ef þetta er keypt svona í smásölu þá er það oft þannig, að slegið er saman i „púkk” og svo eru einn eða tveir gerðir út af örkinni til að kaupa þessi efni, sem siðan er skipt á milli hlutdeildarmanna. Þegar um innfluting er að ræða, þá kemur fjármögnunin þannig, að þar er geysileg álagning á þessum efnum, þannig að höfuð- stóll myndast fljótt i þessa sölu- mennsku.” Þá er Haukur spurður hvort ekki séu það oftast sömu aðil- Haukur Guðmundsson armr, sem fari erlendis til að afla þessara efna: „Neyzlufólk er mikið til það sama, þó að i hverju máli bætist nöfn við, eöa lang oftast. Hvað varðar þá aðila.sem gerðir eru út til að kaupa, þá höfum við dæmi þess, að menn hafi fariö héðan margsinnis erlendis til þess að kaupa þessi efni og flytja þau inn. Ég hef lengihaft þá hugmynd, að það ætti skilyrðislaust að setja farbann á þessa aðila, sem staðnir eru að þvi að flytja inn þessiefni, þangað tildómur hefur fallið i máli þeirra og þeir hafa tekið út sina refsingu.” ílokin ræðirHaukurnokkuð um refsingar, sem beitt er. AG. Hasspípurnar eru gerftar úr hinum ótrúlegustu hlutum í dag hefst 7. alþjóða Reykjavikurmótið i skák. Að þessu sinni verða þátttakendur 16, þar af 7 stórmeistarar og 2 alþjóðlegir meistarar. Erlendu þátttakendurnir eru átta talsins og þeirra þekktastur er sjálfsagt Hollendingurinn Jan Timman, en hann hefur tvisvar áður keppt hér á landi. Hér á eftir er kynning á skákmönnunum, en röð skákmannanna i kynningunni fer eftir styrkieika þeirra samkvæmt skákstigum. Stuðst er við upp- lýsingar þær, er blaðafulltrúar mótsins létu Alþýðublaðinu i té. ATA Friðrik ólafsson Fæddur 26. janúar 1935. Það er að bera i bakkafullan lækinn að fara að tíunda hér enn einu sinni afrek Friðriks ölafs- sonar á skáks.viðinu, svo kunn eru þau flestum Islendingum. Það verður þvi hér aðeins stikl- að á stóru, þvi af svo mörgu er að taka. Friðrik var aðeins 15 ára þeg- ar hann sigraði i meistaraflokki á Skákþingi Norðurlanda, og þremur árum siöar hreppti hann titilinn Skákmeistari Norðurlanda, þá aðeins 18 ára. A Hastingsmótinu 1954—55 varð Friðrik heimsþekktur i einni svipan. Þar náði þessi óþekkti unglingur frá íslandi 1,—2. sæti ásamt sovéska stór- meistaranum Korchnoi, en á undan þeim Ivkov og Taimanov. Siöan kom einvigiö við Pilnik, þar sem Friðrik sigraöi 5—1, og siðan lá leiðin á svæðamót 1957 Jan Timman HoIIandi. Fæddur 14. 12. 1951. Skákstig : 2550. Timman er islenzkum skák- áhugamönnum að góðu kunnur, þvi hann hefur tvisvar áður teflt hér á landi. Hann var meðal keppenda á Reykjavikurskák- mótinu 1972, þar sem hann hafn- aði 17. sæti með 9 1/2 vinning af 15 mögulegum. Timman skorti að- eins 1/2 vinning upp á að ná stórmeistaratitli á mótinu, en hann tapaði úrslitaskákinni gegn Friðriki I siöustu umferð. {„1 j »‘ 5tj:::::::::js::j:: æ. f !:jj:?í yt « 4 1 ■ •=;!" !:j:;F 7. Reykjavfkur- skákmótið hefst og millisvæðamót 1958, þar sem Friðrik hafnaði i 5.—6. sæti og vann sér þar með rétt til þátt- töku i 8 manna móti, en þar var keppt um réttinn til að skora á Botvinnik heimsmeistara. Þar hafnaði Friðrik i 7. sæti. Friðrik var útnefndur stór- meistari 1958, er hann var að tefla á millisvæðamótinu i Port- oroz. Eftir þetta tefldi Friðrik viða um heim og var árangurinn yfirleitt góður. Þar má nefna: Sigur á svæðamóti i Hollandi og siðar i Tékkóslóvakiu, sigur á Reykjavikur skákmóti 1966 og aftur 1972, 3.—4. sæti i Piatigos- kymótinu i Bandarikjunum 1963, sigur i Wijk aan Zee 1976 ásamt Ljubojevic, 2.-3. sæti i Tallinn ásamt fyrrverandi heimsmeistara Spasský og fleiri góðir árangrar, sem of langt mál yrði að telja hér upp. Nú siðustu árin hefur Friðrik alveg helgað sig skákinni, og má ætla, að eitt af efetu sætunum i þessu móti falli honum i skaut. Næst tefldi Timman hér á svæðamótinu 1975, og var talinn eiga góða möguleika til að kom- ast áfram á millisvæöamótiö. Framan af gekk allt samkvæmt áætlun, eða þar til Timman átti aö tefla við Laine, frá Guernsey. Þá ruglaðist Timman heldur bet- ur i riminu, mætti ekki til leiks fyrr en klukka hans var fallin og varð þvi aö sætta sig viö tap gegn neðsta manni mótsins. Þetta setti Hollendinginn unga út af laginu, og hann missti af svæðamótinu i þetta sinn. Timman er fremsti skákmaður Hollands um þessar mundir, eins og glöggt kom fram á hollenzka meistaramótinu 1974. Þar vann Timman yfirburðasigur, og varð 2 vinningum fýrir ofan næstu menn, Ree og Sosonko. Meöal helztu árangra Timmans má nefna 1.-4. sæti I Hastings 1974, þar sem hann varð jafn Tal, Kuzmin ogSzabo með 10 vinninga af 15 mögulegum. Sombor 1974. 1.-2. Timman og Gulko, 10 1/2 vinning af 15 mögulegum. Natanya, Israel 1975. 1. Timman 9 vinninga af 13 mögulegum. 2. Liberzon 8 1/2 vinning. Guðmundur Sigurjónsson Fæddur 25. september 1947. Guðmundur Sigurjónsson hóf skákferil sinn ekki eins ungur og Friðrik Olafsson, en tók skjótum framförum upp úr 1964 og sigraöi 1 Skákþingi íslands i landsliðs- flokki 1965. Var þetta upphafiö aö giæsilegum ferli Guðmundar viö skákborðið. Guðmundur náöi sér I 1/2 al- þjóölegan meistaratitil á Reykjavikurskákmótinu 1968, þegar hann hiaut 7 1/2 vinning af 14 möguiegum, og náði titlinum alveg 1970, er hann sigraði mjög glæsilega I Reykjavikurskákmót- inu, hiaut 12 vinninga af 15 mögu-1 legum. Meöal þátttakenda voru , Matulovic, Padevsky, Ghitescu i og Friðrik Ólafsson. Siðan gerði Guömundur nokkurt hlé á taflmennsku, meðan hann var að ljúka prófi i lögfræði við Háskóla Islands, en eftir það ákvað hann að fara út i atvinnumennsku l skák. Hann hefur teflt viöa erlendis, og náöi sér i stórmeistaranafbót á Hastingsmótinu 1974-75, er hann hafnaði þar I öðru sæti. Guömundur hefur teflt á mótum á Spáni, Kúbu, Rússlandi og staöiö sig með miklum ágætum, og litlu munaði að hann kæmfet f milli- svæðamót, aðeins óheppni i siöastu umferð svæðamótsins i Búigariu varö þess valdandi aö hann sat eftir með sárt ennið. Guðmundur á, eins og Friörik góöan möguleika á að ná sér i toppsæti á þessu móti. Hann teflir yfirleitt öruggt og yfi’rvegaö, og tapar sjaldan skák. Fróðlegt verður að fyigjast meö honum I framtiðinni, þvl þegar Guö- mundur kemst i rétta formið, er erfitt fyrir hvaöa skákmann sem er að eiga við hann. Miguel Najdorf Argentina. Fæddur 15. 4. 1910. Skákstig : 2510. Najdorf er pólskur að uppruna, en hefur verið búsettur i Argentinu siðan 1939. Najdorf hefur sett mark sitt á skáksögu undanfarinna áratuga, og var til skamms tima einn ailra öflugasti skákmaður heims. Hann hefúr tekiö þátt i tveim áskorenda- mótum, 1 Budapest 1950, og Zurich 1953. í Budapest varð Najdorf I 5. sæti á eftir Sovétmönnunum Bronstein, Boleslavsky, Smysiov og Keres. Askorendamótið i i Zurich er jafnan taliö eitt öflug- j asta skákmót allra tima, enda 1 voru þar samankomnir bókstaf- lega allir fremstu skákmenn heims, að Botvinnik undan- skildum. Þarna varö Najdorf i 6.-8. sætiaf 15 þátttakendum, með 14 1/2 vinning, en Smyslov varð efstur meö 18 vinninga. Næstir komu Keres, Bronstein og Reshevsky með 16 vinninga, og þá Petroshan með 15 vinningá. Á Olympiskákmótum hefur Najdorf verið mjög sigursæll, og oft orðiö hlutskarpastur 1. borös manna i keppninni. Má nefna Olympiuskákmótiö 1950, er hann fékk 11 vinninga úr 14 skákum, Helsinki 1952 og loks Varna 1962. Þar hlaut Najdorf 14 vinninga úr 18 skákum, og varð m.a. fyrir ofan þáverandi heimsmeistara Botvinnik og Fischer. Najdorf átti um skeiö heims- metið I blindskákafjöltefli. Ariö 1947 tefldi hann á 45 boiðum i Braziliu, og tók keppnin 23 1/2 klukkustund. Najdorf vann 39 skákir, gerði 4 jafntefli og tapaði aðeins 2 skákum. Þrátt fyrir aldurinn er litinn bilbug á Najdorf aö finna. Þaö sýnir bezt árangur hans á skák- þingi Argentinu 1975, er hann varði 1.-2. sæti ásamtPannomeö 15 vinninga af 20 mögulegum. Vladimir Tukmakov Sovétrikjunum. Fæddur 25.3. 1946. Skákstig : 2490. Tukmakov vakti fyrst á sér verulega athygli, er hann tefldi á heimsmeistaramóti stúdenta 1966. Hann var þá varamaður i sovézku skáksveitinni, og vann allar sinar skákir, 9 að töiu. Arið eftir var hann kominn upp á 1. borð, og fékk þar beztu út- komuna, 81/2 vinning af 11 mögu- legum. Eftir þetta tefldi Tukmakov á 1. borði allt til 1972 en þá kom Karpov til sögunnar, 1 og tók viö forystunni. Arangur Tukmakovs á skák- mótum hefur verið óvenju sveiflu kenndur. A skákþingi Sovétrikj- anna 1972varöTukmakov i 2. sæti á eftir Tal, og tryggði sér með þvi þátttökurétt á millisvæöamótið i 1 Leningrad næsta ár. Úrslitin þar , hljóta aö hafa verið Tukmakov i mikil vonbrigði, þvl hann varö i I 16. sæti af 18 keppendum meö 6 1 vinninga. Ldag I Buenos Aires 1970 náöi Tukmakov mjög góðum árangri, er hann varö i 2. sæti á eftir Fischer. Tukmakov tapaöi aðeins einni skák á mótinu, og varð fyrir ofan Panno, Najdorf, Smyslov og Mecking, svo nokkrirséu nefiidir. Tukmakov var meöal keppenda á Reykjavikurmótinu 1972, og hafnaði I 6. sæti með 10 vinninga af 15 mögulegum, og sá árangur veitti honum stórmeistaratítii. Milan Vukcevich Bandarikjunum. Skákstig : 2490. Eins og nafnið bendir til, er Vukcevich fæddur I Júgóslaviu. Þar var hann vel þekktur skák- meistari, og tefldi eitt sinn i Olympiusveit Júgóslava. Vukce- vich er hámenntaður maður, og hefur unnið að visindastörfum siðan hann flutti vestur til Banda rflcjanna. Þau störf hafa komiö I veg fyriraðhann gæti einbeitt sér að skáklistinni, en hann hefur jafnan fylgzt mjög vel með öllu sem gerist i skákheiminum, og hefur teflt með góöum árangri I borgarkeppni Bandarikjanna. Skákþing Bandarflcjanna 1975 var jafnframt svæöamót, og 2 efstu sætin veittu rétt til þátttöku i millisvæðamótin. I efsta flokki tefldu 12 skákmeistarar, þeirra á meðal 7 stórmeistarar. Auk Vukcevich voru aðeins 3 kepp- enda titillausir, enda voru allir fremstu skákmenn Bandarikj- anna, að Fischer undanskildum mættir til leiks. Óhætt er að segja, að Vukce- vich hafi komið mjög á óvart með frammistöðu sinni. Eftír harða keppni hafnaöi hann I 3. sæti með 71/2 vinning, 1 vinningi á eftir sig urvegaranum Browne, en Rogoff varð I 2. sæti með 8 vinninga. Reshevsky, sem varði 4. sæti tap- aði skák sinni gegn Vukcevich, og það var eina skákin sem „gamli maöurinn” tapaöiá mótinu. Hann hefur 2490 skákstig. Heikki Westerinen Finnland. Fæddur 28. 4. 1944. Skákstig : 2485. Westerinen hefur um árabil verið skæðasti skákmaöur Finn- lands. Hann þykir sérlega harð- skeyttur sóknarskákmaður og teflir af mikilli leikgleði. Hann gerir venjulega fá jafntefli, og er þvi vinsæll meðal áhorfenda. Westerinen hefur teflt ötuilega undanfarið, og helztu árangrar hans eru þessir: Santa Felicia, Spáni 1973. 1. Westerinen 7v. af 9möguleg- um. 2. Tatai 6 1/2 vinning. Torrelimos, Spáni 1974. 1.-2. Torre og Gheorgieu 9 1/2 v. af 13 mögulegum. 3.-4. Westerin- en og Lombard 8 1/2 v. A þessu móti vann Westerinen flestar skákir allra keppenda og geröi aðeins eitt jafntefli. Bucharest 1974. 1. Tschekovsky 11 v. af 14 mögul. 2. Kurajica 10 1/2 v. 3. Westerinen 9 v. Dortmund 1975. 1. Westerinen 9 1/2 v. af 11 mögul. 2. ögaard 8 v. 3. Savon 7 1/2 v. 4. Parma 7 v. Westerinen varð alþjóðlegur meistari árið 1967, og á siðast- liðnu ári var hann útneftidur stór- meistari f skák. Hann hefur 2485 skákstig. Raymond Keene England. Fæddur 29. 1. 1948. Skákstig : 2460. Undanfarin 10 ár hefur Keene verið einna mestáberandi enskra skákmanna. Bæði hefur hann teflt ósleitiiega, og eins skrifað mikið um skák og skákfræði. Hann hefur tekiö þátt I svæðamótum og flokkakeppnum fyrir Englands hönd og þykir traustur og öruggur skákmaður. Keene hefur verið nærri þvi aö hljóta stórmeistara- titil 1 skák, og til skamms tima háðu hann og Miles harða keppni um hvor fyrr yrði til aö ná tak- markinu. Enski f jármálamaöur- inn Slater, hafði heitiö 5.000 sterlingspund þeim Englendingi til handa sem fyrstur næði stór- meistaratitii og lengi vel mátti vart á milli sjá, hvor krækti I verðlaunin, eða þar til Miles náöi stórmeistaratitilinum sl. vetur. A Olympiuskákmótinu 1970, náði Keene mjög góðum árangri, 11 vinningum af 16 mögulegum, og tapaði engri skák. Keene var mjög nærri þvi að hljóta stór- meistaratitil á 3. þýzka meistara- mótinu 1975. Þar sigraði Brown meö 11 v. af 15 mögulegum, Pachman varð i 2. sæti með 10 1/2 v. og I 3.-4. sæti urðu Keene og Kestler með 9 1/2 v., en 10 1/2 v. þurfti I stórmeistaratitilinn, Keene vann góðan sigur á Camaguey-skákmótinu á Kúbu 1974, er hann varö efstur i B-flokki með 12 vinninga af 15 mögulegum. Keene var meöal þátttakenda á svæöamótinu i Barcelona 1975, en mót þetta sniðgengu A-Evrópuþjóöirnar af pólitiskum ástæðum. Keene hafn- aöi I 4. sæti með 4 vinninga af 7 mögulegum, en Sosonko sigraði með 5 1/2 v. Arið 1972 hlaut Keene títilinn alþjóölegur meistari, og sama ár tefldi hann hér á Reykjavflcur- skákmótinu. Vladimir Antoshin Sovétrikjunum. Fæddur 14. 5. 1929. Skákstig : 2460. Antoshin var 17 ára gamall, þegar hann fór að leggja skákina fyrir sig af alvöru. Hann tók skjótum framförum, og á meist- aramóti Moskvu 1952, varð hann i 2.-4. sæti ásamt Kotov og Simagin. Tveim árum slðar vann hann sér rétt til aö tefla á skák- þingi Sovétrflcjanna, er hann varð efstur 1 undanrásunum, og skaut þar aftur fyrir sig stórstjörnum svo sem Kotov, Flohr og : Kortsnoj. Arisiðarlék hannsama 1 leikinn, og varö nú fýrfr ofan 1 Taimanov, Tolush og fleiri vel I þekkta meistara. Antoshin hefur \ teflt á heimsmeistaramótum stúdenta, og i Frakklandi 1955 fékk hann beztu útkomu allra 3. boiðs manna i keppninni, 5 vinn- inga af 6 mögulegum. A næsta heimsmeistaramóti stúdenta tefldi Antoshin á 4. borði, og fékk þar hæsta vinningshlutfallið, 4 vinninga af 5 mögulegum. Ariö 1963 hlaut Antoshin stór- meistaratitil i skák. Salvatore Matera Bandaríkjunum. Skákstig : 2420. Ariö 1967 var heimsmeistara- mót unglinga iskák haldiði Jeru- salem. Meöal keppenda þar voru Guðmundur Sigurjónsson, Timm- an, Keene og Matera, og svo skemmtilega vill til, að þeir tefla allir hér á Reykjavflcurskákmót- inu nú. Kaplan sigraði I A-riðli á heimsmeistaramótinu með 6 1/2 vinning af 9 mögulegum, næstur kom Keene með 5 1/2 vinninga. Guðmundur og Matera tefldu i B-flokki og urðu i 1.-3. sæti með 7 vinninga af9mögulegum. Matera var yngsti keppandi mótsins, aö- eins 16 ára gamall. AI.B.M.mótinui Hollandi.sem lauk fyrir skömmu, var Matera meðal keppenda I B-flokki. Þar urðu jafnir og efstír, Tatai, Italiu og Pribyl, Tékkoslóvakiu með 8 1/2 vinning af 11 mögulegum, en Matera hafnaöi i 5. sæti með 6 vinninga. Af þekktum meisturum sem urðu lægri, voru heimsmeist- ari kvenna, Gaprindashvili, og rúmenski meistarinn, Ciocaltea. Matera var meðal keppenda á al- þjóðlegu skákmóti i Birmingham 1975. Þar varö Matulovic efstur með 11 vinninga af 15 möguleg- um, en i 2.-4. sætí urðu Matera, Mestal og Miles með 10 vinninga. Lægri urðu svo stórmeistararnir Bisguier og Janosevic. Björn Þorsteinsson Fæddur 7. janúar 1940. Skákstig: 2415. Fyrsta meiriháttar sigur sinn vann Bjöm áhaustmóti T.R. 1960, er hann varð skákmeistari fé- lagsins. Arið eftir varöi hann titil sinn glæsilega, hlaut 8 1/2 vinning af 9 mögulegum. Björn varö skákmeistari Reykjavikur 1964 og vann allar skákir sinar, 9 aö tölu. 1967 varö Björn svo Skák- meistari Isiands, er hann hlaut 7 1/2 vinning af 11 möguiegum, og siöan aftur 1975. Hann hefur einnig oft teflt fyrir Islands hönd i Olympiumótum og öðrum alþjóðlegum keppnum, og keppti fyrir Islands hönd á svæöamótinu, sem haldiö var hér i Reykjavflc s.l. vetur. Björn getur veriö haröur keppnismaður, en þaö er eins og hann beri oft of mikla virðingu fyrir mótherjanum, ef hann er af erlendu bergi brotinn. Ef hann lagfærir þetta atriði gæti hann hafnað ofarlega i mótinu. 10, SÍÐA wmm p—

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.