Alþýðublaðið - 24.08.1976, Side 16

Alþýðublaðið - 24.08.1976, Side 16
Æskilegast að þau fái að búa á einkaheim- iium við sem eðlilegastar aðstæður Menntamálaráðu- neytið hefur auglýst eft- ir fósturforeldrum fyrir fjölfötluð börn sem munu stunda nám i öskjuhliðarskóla á vetri komanda. Stefán ólafur Jónsson sagði i viðtali við Alþýðublaðið i gær, að ráðuneytið hefði einnig annazt slika fyrirgreiðslu siðastliðið ár og hefði gengið mjög vel að koma börnunum fyrir. Fólk sýndi þessu mikinn skilning og brygðist bæði fljótt og vel við. Sl. ár voru það 20-30 börn sem þurftu á slikri aðstoð að halda. Aö sögn Ólafs gátu aðstandendur út- vegað nokkrum barnanna dvalar- stað. Oðrum var komið til dvalar á heimilinu að Selbrekku i Kópa- vogi og að siðustu voru nokkur Vantar vistanir fyrir 30-40 fjölfötluð börn barnanna vistuð á einkaheímil- um. Eru þau börn sem um ræðir einkum utan af landi. Þó eru nokkur þeirra úr Reykjavik, en heimilisaðstæðurleyfa þá ekki að þau dveiji heima. Sagði Ólafur að fötlun barn- anna væri á mjög mismunandi stigi. Væru sum þeirra i hjólastól- um og þvi ósjálfbjarga að mestu eða öllu leyti.. I slikum tilfellum væri ekki ætlazt til þess að börn- unum væri komið fyrir á einka- heimilum, heldur væru þau vistuð á Selbrekku. Hins vegar væri reynt að koma þeim börnum, sem ekki væru mikið fötluð fyrir á einka- heimilum, svo að þau lifðu heil- brigðu fjölskyldulifi og við sem eðlilegastar aðstæður. Það munu vera milli 30 og 40 börn sem við þurfum að útvega dvalarstaði núna, sagði Ólafur að lokum. En ég hef ekki trú á öðru en að það gangi mjög vel. Það sýnir reynslan frá siðasta ári.” JSS Tveim drengjum bjargað af kili Tveir drengir voru hætt komnir þegar litlum seglbát sem þeir voru á hvolfdi á Skerjafirði. Ibúi við Sörlaskjól varð fyrir tilviljun þess var að eitthvað var að hjá drengjunum og lét lögregluna vita. Sæmundur Pálsson lögreglu- þjónn býr þarna við Sörlaskjólið og var heima þegar atburðurinn átti sér stað, en það var síðdegis á sunnudag. Sæmundur brá við skjótt og var aö hrinda bát á flot með aðstoð kunningja þegar lög- reglan kom. Fóru þeir og björg- uðu drengjunum sem hénguá kili, gegnblautir og kaldir. Þegar slýsið átti sér stað var hvasst og mikil ágjöf og mikil mildi að þarna varð ekki alvar- legt slys, en drengirnir náðu sér fljótt eftir volkið. —SG Þj óðhagslegt gildi heilbrigðismið- stöðva ekki metið sem skyldi 04 KLEPPSSPITALINN MLUTFALLSIEQ SKJPTING KOSTNADAR 19 7 „Kostnaður við rekstur rlkis- spitalanna fyrstu 6 mánuði þessa árs, nemur nú um 1.8 milljarði króna. Reikna má með allt að 4 milljarða rekstrar- kostnaði á þessu ári en slikt er þó óhægt að áætla I verðbólg- þjóðfélagi sem þessu,” sagði Davið A. Gunnarsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri rikis- spitalanna, I viðtali við blaðið fyrir skömmu. „Um 70% alls rekstrarkostn- aðar er I sambandi við launa- greiðslur til starfsfólks. Næst i rööinni koma svo matur, þvott- ur, lyf og röntgenrannsóknir. Kostnaöur viö ýmsar læknisað- 01 LANDSPITALINN HLUTF ALLSLí O SKIRTINQ KOST N AOA R 1975 gerðir, svo sem uppskurði, er innifalinn i launakostnaöi. Daggjald fyrir sjúkling á Landspitalanum er nú að með- altali kr. 15.500 en sjúkrasamlag greiðir allan kostnað við sjúkra- húsdvöl sjúklings — lyf, læknis- aðgerðir og annað, sem til kann að falla. Á hverju sumri horfir jafnan til vandræða á sjúkrahúsum viðsvegar um land. Fastráðið starfsfólk fer i sumarfri og þá vantar oft starfsfólk til að fylla I skörðin. Astæðuna fyrir þessu taldi Davið vera þá, aö alltof fáir hlytu sérhæfða menntun, miðað 03 VIFILSTADASPITALI HLUTFALLSLEQ SKIPTINO KOSTNAOAR 1975 við þann fjölda sllks starfsfólks sem brýnt er að hafa á sjúkra- húsum. „Okkur vantar til dæm- is æ fleiri hjúkrunarkonur og sjúkraþjálfara. Þetta lagast þó vonandi með hinni nýju náms- braut I sjúkraþjálfun, sem byrj- ar við háskólann I haust. Nú er sifellt verið að auka legurými á sjúkrahúsum. Sú aúkning hefur það I för með sér, að fjölga þarf hjúkrunarfólki. Það þykir nú lágmark að á meðalstórri deild, með um það bil 25 sjúklinga, þurfi 5 hjúkrunarkonur. Vandræðin I sambandi við þetta eru þó mest á sumrin, en við höfum þó mun meira starfs- fólk nú en á sama tima I fyrra þó mikið vanti enn á. Það hefur meira að segja orðið að gripa til þess ráðs að loka deildum eða stofna 5 daga deildir, þar sem sjúklingar eru sendir heim um helgar. Það segir sig þó sjálft að tilgangslitið er að stækka sjúkrahús, ef ekki er nægur vinnukraftur fyrir hendi. Stefna okkar I heilbrigðis- málum ætti fremur að vera sú,að fjölgaö yrði göngudeild- 1 LAUN OG LAUNATENOO OJÖLO 97.9« * LTF OG ÝMSAR SPÍTALAVÓRUR 2.3* 3 MATVÖRUR 8.4« 4 ORKA TIL LJÓSA 00 HITUNAR | B% 9 HJÚKR.GÖQN OO LiCKNAÁHÓLO Q1* 9 SÉRFR<COI|>JÓNUSTA 0«\ 7 VERKTAKAR. HREING þVOTTAHÚS 17* 9 VIOHALOSGJÖIO 2.9« » STOFNKOSTNA0UR lB% 10 VMISLEGT 195« um, deildum fyrir langlegu- sjúklinga og heilsugæzlustööv- um, i stað þess að bæta viö rúm- um á sjúkrahúsum. Það á ekki allt að miöa I þá átt, aö leggja sem flesta inn. Þeir sem gang- ast þyrftu undir rannsókn, ættu að geta fengið það gert á göngu- deildum. Ef I ljós kæmi að rann- sókn lokinni, að viðkomandi þyrfti að gangast undir aðgerð, þá væri rétti timinn að leggja hann inn á sjúkrahús. RIKISSPITALAR, YFIRLIT YFIR BRAÐABIRGÐAUPPGJÖR jan/júni 1976 DAGGJALDASTOFNANIR SAMTALS: (Landspitali, Fæöingar- deild, Vifilstaöaspitali, Kleppsspitali, Kópavogshæli, Gunnars- holtshæli) Laun og launatengd gjöld önnur rekstrargjöld Viöhald Fjárfesting............. Gjöld samtals............ Tölur sýndar i milljónum króna. Kr: 1.223.131. 66% kr: 473.718. 26% kr: 59.862. 3% ......................92.238. 5% ................Kr: 1.848.949. ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1976 alþýðu blaöið Tekið eftir: Það hlýtur að vekja athygli hve óheppi- legur timi er valinn til opinberrar heimsóknar Einars Ágústssonar, utan- rikisráðherra, til Tékkóslóvakiu. Hann kem- ur þangað rétt i þann mund að tiu ár eru liðin frá þvi að sovézki herinn barði niður tilraun Tékka til að rifa sig lausa frá Sovétrikjunum. Mætti lita á þessa heim- sókn sem viðurkenningu islenzkra stjórnvalda á að- gerðum Sovétmanna i Tékkóslóvakiu fyrir tiu ár- um. o Heyrt: Að islenzka rikis- stjórnin hafi haft hug á þvi að stöðva framkvæmdir við Kröflu, að minnsta kosti i bili, eða að fá Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráð- herra, til að draga úr fram- kvæmdahraða. Þessar til- raunir munu hafa farið út um þúfur, og er fram- kvæmdum haldið áfram þrátt fyrir verulega eld- gosahættu á Kröflusvæö- inu. o Fre'tt: Að ef sakadómur Reykjavikur tregðast lengi við að birta nöfn þeirra manna, sem stundað hafa milljarða ávisanasvindl i Reykjavik um árabil, muni dagblöð, sem nú hafa undir höndum nöfn flestra þeirra manna, sem þarna koma við sögu, bindast samtök- um um að birta þau. Betur færi þó á þvi að sakadómur birti nöfnin, en kröfur um nafnbirtingu verða sifellt háværari. Almenningur óttast að málið kunni að „gleymast”, eins og oft hefur orðið raunin á. o Lesið: I Lögbirtingarblað- inu: „Eftir kröfu inn- heimtumanns rikissjóðs og að undangengnu lögtaki 26. febrúar 1976 verður hús- eignin Hafnarbyggð 1 i Vopnafjarðarkauptúni, ásamt leigulóðarréttindum og öllu, sem eigninni fylgir og fylgja ber, þinglesin eign Kaupfélags Vopna- firðinga, boðin upp og seld, ef viðunandi boð fæst, tií lúkningar gjöldum til rikis- sjóðs ca. kr. 10 milljónir, auk alls kostnaðar við lög- takið og væntanlegt upp- boð, á opinberu uppboði, sem hefst á skrifstofu minni fimmtudaginn 7. október 1976 kl. 9.30, en sið- ar verður háð á sjálfri eigninni á þeim tima, sem ákveðinn verður á upp- boðsþingi”.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.