Alþýðublaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 24. ágúst 1976 œr Sjö dómar vinnubankanum i Keflavik og siö- an hafi hann greitt þá á gjalddaga þeirra. Hann kvaðst aðspurður hafa tekið við ávisun vegna fram- angreindra vixia frá Samvinnu- bankanum i Keflavik. Þá kom einnig fyrir réttinn sama dag framkvæmdastjóri stefnda, Jósafat Arngrimsson, Holtsgötu 37, Ytri-Njarðvik. Hann kvaðst hafa ritað dskj. nr. 6 á verkstæði Flugmó h/f, Selási 3, Reykjavik, þann 19. mars 1974. Hann kvað Pétur hafa siðan undirritað yfirlýsinguna, um leið og þau viðskipti hefðu gerst,er yfirlýsingin greindi frá. Hann sagðist hafa móttekið vixla að fjárhæð kr. 540.455 og hann hefði siðan afhent þá Guöbjarti Páls- syni, sem hefði selt þá i Sam- vinnubanka Islands h/f i Keflavik og látið örn Clausen fá andvirðið. Hann sagði, að vixlar þeir, sem hann afhenti Pétri greint sinn, heföu verið samþykktur af ýms- um aðiljum, og kvaðst muna eftir vixlum á verslunina Casanova, sem hann kveðst vita til, að Pétur hefði siðan fengið greidda. Hann sagði, að Pétur hefði ætlað að selja þá vixla, sem hann hefði af- hent, en nota andvirðið til að inn- leysa þá þrjá vixla að fjárhæð kr. 1.005.842, sem Búnaðarbankinn hefði á Kyndil h/f.Hann kvað enga skrá hafa verið gerða yfir þá vixla, sem hann hefði afhent Pétri greint sinn. Pétur Filippusson kom að nýju fyrir réttinn og sagöist hafa feng- ið einn vixil á Casanova að fjár- hæð kr. 260.000 afhentán sem greiðslu frá Jósafat Arngrims- syni, en hann hefði verið til greiðslu á öðru en þeim vixlum, sem hér væri stefnt fyrir. Aöra vixla kvaðst hann ekki hafa feng- ið frá Jósafat Arngrimssyni. Hann itrekaði, að hann hefði enga greiðslu fengið frá stefnda upp I vixla þá, er hér væri stefnt fyrir. Ekki þykir ástæöa til að rekja frekar framburði aðilja i réttar- haldi þessu. 7. janúar sl. var þingað I máli þessu. Var það þinghald boðað með simskeyti til lögmanna að- ilja. 1 þinghald þetta var ekki mætt af hálfu stefnda I málinu, og krafðist stefnandi þd þess, aö málið yrði dómtekiö. bar sem þingsókn féll niður af hálfu stefnda I máli þessu, verður að dæma mál þetta eftir þeim gögn- um og skilrikjum sem stefnandi 3 FRAMHALD Haukur Angantýsson Fæddur 2. desember 1948. Skákstig: 2400. Hæfileikar Hauks Angantýs- sonar á skáksviðinu komu fljót- lega i ljós og var greinilegt, að þar færi mikið skákmannseftii. Arið 1966 varð hann m.a. bikar- meistari Taflfélags Reykjavikur, en siðan hélt hann til Þýzkalands til náms og dvaldi þar i nokkur ár. A þessum árum lét hann námið ganga fyrir skákinni, en eftir að hann kom heim aftur frá námi, hefur hann tekið til við skákina aftur ogsýndi þaö á Skákþingi ts- lands s.l. páska, aö hann hefur alls engu gleymt, en Haukur varð íslandsmeistari, fékk 9 vinninga af llmögulegum.Skákstill Hauks er mjög skemmtilegur yfirleitt tefltstift til vinnings. Þaö ætti þvi enginn að vera svikinn af þvi að fýlgjast náið með skákum Hauks á þessu móti. Ingi R. Jóhannsson Fæddur 5. desember 1936. Skákstig: 2395. Ingi R. Jóhannsson varð Reykjavikurmeistari 1954, þá að- eins 18 ára og árið eftir tefldi hann i heimsmeistaramóti ung- iinga I Antwerpen og haftiaði i öðru sæti I B-flokki. Sama ár náði hann 3.r4. sæti á Skákþingi Norðurlanda i Osló. 1956 varð hann tslandsmeistari í fyrsta skipti, og siöan aftur 1958, 1959 og 1963. 1961 varð Ingi svo skákmeistari Norðurlanda, og á alþjóölega Reykjavikurmótinu 1964 haftiaði Ingi I 7. sæti með 6 vinninga. Smásaga um staðreyndir Þá er nú vist óhætt að fara að tala um að þjónustan I „strætó” sé farin að lagast. Takið eftir, að ég sagði i en ekki hjá. Það var hér einn daginn að ég ■ þurfti brýnna erinda niður I miðbæ, „kerfið” skiljiði, ogfór með strætó. Hann ók sem leið lá, og er komið var á Hlemm er stoppað, (einn var búinn að hringja og hinir segja „já takk” ) og nokkrir fara út, en fleiri inn. Um leið heyrast tuttugu bamsraddir á öllum aldrihrópa: „Dagblaðið — Visir —Vikan” og sumir litlu angarn- ir voru svo óðamála að þeir sögðu (hrópuðu) allt I einuorði. Þeir allra frekustu (það heitir vist sjálfsbjargarviðleitni) stukku upp í vagninn og hrópuðu á báða bóga. Eftir stutta stund (þegar feita konan með doppótta skýluklútinn var búin að hósta nægju sina, staðin upp og farin) sveif á mig smá polli og sagði: „Viltu kaupa skonsur fimmtán krónum ódýrari en I búð?'Það skal tekið skýrt fram, að hann var með huldan plast- poka ómerktan náttúrulækn- ingafélaginu, og þvi siður neyt- en-’.jsamtökunum. Ég sagði að sjálfsögðu fyrst bara ha! siðan „hvað kostar”, og að lokum „nei takk”. Ég var nefnilega bæði stein- hissa, og eins rétt nýbúinn að hesthúsa (hakka i mig) 3ja manna skammt af flatkökum Margeir Pétursson Fæddur 15. febrúar 1960. Skákstig: 2390. Margeir Pétursson hefur sýnt það og sannaö á undanförnum tveim til þremur árum, að þar er •á ferðinni mikið skákmannsefni. Hann er mjög ungur að árum, að- eins 16 ára og þvi langyngsti keppandi þessa móts, en hann hefúr þegar komið sér i flokk sterkustu skákmanna Islands. Hann hefur teflt mikiö á erlend- um vettvangi og yfirleitt staðið sig mjög vel, að vteu aldrei oröið efstur en hvað eftir annað I ööru og þriðja sæti i sterkum unglinga- skákmótum. Hér heima hefúr hann háð baráttu við Helga Ólafs- son um sigur i mótum. Hann hef- ur ekki náð að sigra I meiri háttar móti ennþá, en þess verður áreiðanlega ekki langt aö biða að nafti hans skreyti einhvern þann bikar, sem um er keppt. hjá gömlu konunni. Svo heföi sú gamla orðið æf, og sennilega flökurt (að maður tali nú ekki um slag) efhún fréttiað ég hefði keypt rándýrar skonsur i strætó, sem ég vissi ekki einu sinni hver hefði bakað. Og hús sem hefði bakað flatkökur i fimmtiu ár eftir öllum kúnst- arinnar reglum og fjögur hundruð ára uppskrift fenginni hjá langömmu sinni. Annars var ég að ihuga það, að ef mað- ur þyrfti að fara upp I Breiðholt eða út á Nes, ætti maður ekki á hættu að verða hungurmorða, ef þetta væri eins i öllum vögnum. Og talandi um þjónúslu, að-á leiðinni niður Laugaveginn i (vagninum) strætó losaði ég mig viö 2ja daga kaup i merki dagsins og happdrættismiða hinna ýmsu liknarfélaga, fannst mér nú orðið nóg komið og snar- aði tvöfaidri teygju utan um budduna og stakk henni i spari- vasann. En viti menn! Að lokum i Lækjargötunni þegar ég fór úr (þ.e.a.s. vagninum) strætó var mér tekið tveim höndum af brosmildum sendisveini Frels- arans, sem bauðmér „Herópið” á hagstæðu verði! Ps: Ég þakkaði mínum sæla fyrir að eiga gamlan skipti- ^1*^3' StefánÞór j Sama ár var hann útnefndur al- þjóðlegur meistari I skák. Hann tefldi svo á Olympiumótinu á Kúbu 1966 og hlaut þar 8 vinninga af 16 á öðru borði, sem er mjög góður árangur, þar sem Island tefldi i A-riðli I úrslitakeppninni. Ingi hefur ekki teflt mikið að undanförnu, og má þar kenna erilsömu starfi hans sem endur- skoðanda um. En eitt er víst að margir hafa gaman af þvi að sjá Inga aftur viö taflboröið, og víst er, að hann á eftir aö gera mörg- um keppendunum gramt í geöi, þvi þrátt fyrir langa fjarveru frá skákmótum, hefur hann ekki gleymt neinu af sinni gömlu kunnáttu i skáklistinni. Helgi Ólafsson Fæddur 15. ágúst 1956. Skákstig: 2370. Helgi Ólafssoner einnaf þeirri kynslóð, sem íslendingar vænta svo mikils af i framtiðinni. Hann er nýlega orðinn tvitugur, en hef- ur þegar áunnið sér hálfan al- þjóðlegan meistaratitil, en það gerði hann á sterku móti í Banda- rikjunum nú fyrir skömmu. Þaö er þvi tíl mikils fyrir hann aö keppa á þessu móti, þar sem er hinn helmingur alþjóðlegs titils. Þegar þvi marki er náð þá er það alls ekki órafjarlægur draumur að Helgi fari að keppa að stór- meistaratitli. Helgi ólafsson hefur verið mjög vaxandi skákmaður á síðari ár- um, m.a. komst hann I fyrra i úr- siit i Evrópumeistaramóti ung- linga og lenti þar i' 5.-6. sætí af 10 keppendum. Helgi er núverandi skákmeistari Taflfélags Reykja- vikur og einnig núverandi skák- meistari Reykjavikur. Tvö sið- ustu ár hefur hann einnig verið mjög nálægt þvi að vinna Islands- meistaratitil, en I bæöi skiptin vantað aðeins herzlumuninn. Gunnar Gunnarsson Fæddur 14. júni 1933. Skákstig: 2310. Gunnar Gunnarsson tefldi i fyrsta skipti I meistaraflokki i Taflfélagi Reykjavikur 1953, en ári siðar varð hann skákmeistari félagsins ogsiöan aftur 1959, 1962, og 1971 deildi hann titlinum með Magnúsi Sólmundarsyni. Arið 1966 varð Gunnar skákmeistari Isla nds. Gunnar hefúr tvisvar tekið þátt i Olympluskákmótum fyrir Is- lands hönd, hiö fyrra skiptið var i Leipzig 1960 og siðan aftur 1966, en þá var hann I hinni sigursælu sveit, sem tefldi á Kúbu undir for- ystu Friðriks Ólafesonar. Þettaerf jórða alþjóðlega skák- mótið, sem Gunnar tekur þátt i hér á landi, hin fyrri eru Guðjóns- mótiö svokallaða 1956, Stórmót T.R. 1957, og V. Reykjavlkur- skákmótið 1972. Frá 1974 til vors 1976 gegndi Gunnar störfum sem forseti Skáksambands Islands og tók þvi af eðlilegum ástæðum ekki mik- inn þátt i skákmótum. En á sið- asta skákþingi tslands vann Gunnar sér sæti i landsliði og hef- ur þvi skipað sér i raðir fremstu skákmanna landsins á nýjan leik. íþróttaþing íþrótta- sambands íslands 1976 íþróttaþing 1S1, eru haldin á tveggja ára fresti, koma þar saman fulltrúar frá öllum hér- aðssamböndum landsins svo og frá sérsamböndunum Að þessu sinni verður iþrótta- þingiðhaldið á Akranesi dagana 4. og 5. sept. 1976, og fer fram i Gagnfræðaskólanum þar, en á þeimstaðgista fulltrúarnir lika. { Iþróttaþir •ir helzt fyrir helztu viöfangsefni Iþróttasambandsins fyrir þvi liggja tillögur um veigamiklar breytingar á lögum ÍSÍ, sem gert hefur sérstök milliþinga- nefnd er Iþróttaþing I974fólþað verkefni að endurskoða lög iþróttasam bandsins. 1 tengslum við iþróttaþingiö mun m/s Akraborg fara frá Reykjavik til Akraness kl. 12.30 laugardaginn 4. sept. n.k. og frá Akranesi til Reykjavikur kl. 21.00 sunnud. 5. sept. n.k. hefur lagt fram i málinu, og með tilliti til þess sem fram hefur komið af hálfu stefnda, sbr. 118 gr. laga nr. 85/1936. Þær varnir, sem stefndi hefur haft uppi um efni máls i máli þessu, eru ekki ein þeirra varna, sem hafa má uppi um efni máls i vixilmálum, sbr. 208. gr laga nr. 85/1936. Dóm- urinn litur svo á, að dskj. nr. 6, þ.e.a.s. kvittun undirrituð „Pétur Filippusson,” geti ekki komist til álita i þessu máli, þar sem hér er um vixilmál að ræða. Eins og áö- ur segir, verður að dæma mál þetta eftir framkomnum gögnum og skilrikjum stefnanda, og þar sem ekkert hefur komið fram af; hálfu stefnda i máli þessu, er hnekki kröfumhans og stefnandi hefur lagt fram frumrit vixlanna svo og afsagnargerð, verða kröf- ur hans teknar til greina aö öllu leyti, enda engir þeir gallar á málatilbunaði, er frávisun varða. Málskostnaður tildæmist kr. 75.000. Jón Eysteinsson héraðsdómari kvað upp dóm þennan. Dómsorð: Stefndi, Kyndill h/f, greiði stefnanda,Flugmóh/f,kr. 545.842 með 1.5% dráttarvöxtum á mán- uöi og fyrir brot úr mánuði af kr. 272.842 frá 28. febrúar 1974 til 14 mars 1974, af kr. 545.842 frá þeim degi til 15. júli 1974 en 2% dráttar- vöxtum á mánuði og fyrir brot úr mánuði frá þeim degi til greiösludags, kr. 420 i afsagnar- kostnað og kr. 75.000 I málskostn- að, allt innan 15 daga frá lögbirt- ingu dóms þessa að viölagðri að- för að lögum.” UTIVISTARFERÐIP Föstud. 27.8 kl. 20 Dalir-Klofningur, berjaferð, landskoðun. Gist inni. Farar- stj. Þorleifur Guðmundsson. Farseðlar á skrifst. Lækjarg. 6, sftni Föstud. 3/9. Húsavikurferð, aðalbláber, gönguferðir. Fararstj. Einar Þ. Guðjohnsen. Færeyjaferð, 16.-19. sept. Fararstjóri Haraldur Johannsson. Útivist reykjavíkurskAkmótið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.