Alþýðublaðið - 24.08.1976, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 24.08.1976, Qupperneq 7
btaófö* Þriðjudagur 24. ágúst 1976 LISTIR/IVIENNING 7 i skuggum Hollywood Að minu mati kemur myndin nokkuð vel til skila lifi þessa fólks. Fólksins sem á sér glæsta drauma sem aldrei rætast. Sumar persónurnar koma nánast eins og skrattinn úr sauðarleggn- um án nokkura skýringa. Má þar nefna Homer, sem virðist vera þarna fyrir tilviljun, enginn veit hver hann er. Fortið hans skiptir ekkimáli og hvað hann gerir skiptir heldur ekki máli. Það eitt að þarna er hann kemur málinu við. Það verður að viðurkennast að það kom undirrituðum dáiítið spánskt fyrir sjónir að sjá Sutherland gráta einsog barn. Maður átti nú von á ööru úr þeirri átt. Hann lék þennan klunnalega, en jafnframt barnslega mann vel. Þau i hinum hlutverkunum koma og sinu til skila. Burgess Meredith i hlutverki gamla farandsalans er góður. Hann túlkará góðan hátt þennan gamla mann sem lifir einskisvirtu lifi. En þrátt fyrir mótstreymið glatar hann ekki kimni sinni. Þetta er góö mynd. Hún varpar raunsæju ljósi á lifiö i skuggum HoUywood á guUaldarárum þeir- ar borgar. Og ef einhver heldur að þar hafi lifið veriö dans á rós- um þá ætti sá hinn sami að fara i Háskólabió, þar er sjón sögu rikari. jeg. verið endurreist „Wahnfried” hét húsið, sem Wagner byggðihanda sér og fjöl- skyldu sinni, þegar hann flutti til Bayreuth um 1870. Stórt og mjög ljótt er húsið það, sem stendur (auðvitað) á Richard Wagner Strasse, það hefur verið umgjörðin fyrir spenn- andi en stormasamt lif afkomenda Wagners i nær heila öld. Það hafa margir þekktir menn heimsótt Villa Wahnfried — meðal þeirra Adolf Hitler, sem þó var á öruggum stað, þegar sprengjur Bandamanna féllu á húsið 5. april 1945. Nú hefur Wahnfried verið endurreist i til- efni hundrað ára hátiðahaldanna i Bayreuth og gert að safni, en þar erhandritum og minjum Wagner, sem voru i eigu fjölskyldunnar komið fyrir gestum til augnaynd- is. Völundarhús Við fyrstu sýn ber mest á prjálgirni Wagners. Nokkur herbergjanna hafa verið búin sem stofur með flyglum Wagners og bókum hans, og glæsi- bragurinn á innréttingum öllum jaðrar við smekkleysi. Mestur hluti safnsins er þó einskonar völundarhús sýningar- herbergja, sem öll eru kyrfilega aðskilin meö silkismúrum, svo að gestirnir geti úr fjarlægð virt fyr- ir sér fáséöa muni, minjagripi, bréf og ljósmyndir, en sú fyrsta er af móður Wagners, sú siðasta er mynd af söngvurum i hátiðar- tónleikunum i Bayreuth. Þarna er ýmislegt áhugavert að sjá, bæði i sýningarsölunum og sitt hvað hlýtur að finnast i geymslunum. Sumir þekktir menn vekja athygli meö fjarveru sinni eins og t.d. tengdadóttir Wagners, Winifred Wagner, sem var stjórnandi hátiðahaldanna 1930 til 1943, og hinn voldugi verndari hennar, Adolf Hitler. Sá siðastnefndi lætur glytta i sig á svölum húss á einni myndinni, og myndin af Winifred er frá þvi' að hún var við kartöfluflutninga á striðsárunum! Gamaldags Bayreuth og Wagner-fjöls- kyldan eiga enn sinar „beina- grindur i kjallaraskápnum” — og ekki aðeins frá Hitlers-timabil- inu. Það skortir t.d. mikið að birt- ar séu myndir af söngkonu, sem með sambnandi sinu viö Wagner vakti töluvert hneyksli nefnilega Ania Silja. Leiksviðsmyndir Látum það nú lönd og leið. Það er verra fyrir safngestinn, að Wahnfries-safnið er alls ekki inn- réttað sem nútima safn. Allt,sem til sýnis er, hefur verið sett i ós- mekkleg, litil hylki, án minnstu tilraunar til að vekja athygli á þvi, sem markvert er eða sýna minnsta samhengi 1 sýningar- gripum. Eina undartekningin eru leiks- viðsmyndirnar allt frá fyrstu leiksviösgerð Bruckners með rúmlega 30myndum til eftirstriðs leiksviðsgerðar Wielands, en þarna má ljóslega sjá þróunina i leikmyndagerð á verkum Wagners i heila öld. Lærður safn- vörður og hljómlistarunnandi hefði getað gert þessa sýningu mun betri, ef litið væri á minjar Wagner-f jölskyldunnar sem sýningargripi en ekki sem helgi- muni. Stjörnnrnar sem aldrei skína Dagur plágunnar „The day of the locust” Eftir sögu Nathanael West Kvikmyndahandrit: Waldo Salt Leikstjóri: John Schlesinger Tónlist: John Barry Framleiðandi: Jerome Heliman Aðalhlutverk: Donald Sutherland, Burgess Meredith, Karen Black og William Atherton. Sýningarstaður: Háskólabió. Hollywood rétt fyrir 1940. Borgin þar sem fólk gat orðið frægt á einni nóttu. En hún var lika borg vonbrigðanna, borg þeirra sem aðeins urðu „statistar” og fengu i mesta lagi að segja tvær setníngar. En hvernig var ævi þessa fólks endalausra vonbrigða? 1 bók Nathanaels West „The day og the Locust”, sem út kom 1940, er reynt að varpa ljósi á lif þessa fólks. Háskólabió hefur um nokkurt skeið sýnt mynd sem gerð er eftir þessari skáldsögu. Nefnisthún „Dagur plágunnar” i islenzkri þýðingu. Leikstjóri er John Schlesinger sá sami og leik- stýrði Midnight Cowboy. Söguþráður Eins ogáðurgreinirer sögusvið myndarinnar Hollywood rétt fyrir stríð. Þangað lágu leiðir þeirra sem vildu öðlast frægð og frama innan kvikmyndanna. Þangað fór ungur málari, Tod Hackett (William Atherton). Todd fær vinnu hjá kvikmynda- veri. Hann kemst fljótl. i kynni við hinar dapurlegri hliðar kvik- myndaborgarinnar. 1 nágrenni við þar sem hann leigir herbergi, býr farandsali, Harry Greener (Burgess Meredith) að nafni. Hann var áður gamanleikari en varð nú að gera sér að góðu sölumannsstarfið. Hann áttí dóttur, Faye (Karen Black) sem ætlaði sér að verða stjarna. Fljótlega fær Todd það hlutverk að gera uppkast að svipmyndum úr orustunni við Waterloo. Todd tekst vel upp og þegar til kvik- myndatökunnar kemur er stuðst við teikningar hans við gerð sviðsins. Herry gamli er ekki orðinn sterkur til heilsunnar og i einni af söluferðum sinum veikist hann heima hjá miðaldra manni, Homer Simpson (Donald Suther- land). Þegar að þvi kemur að gamli maðurinn deyr flytur Faye heim til homers. En það er sama hvað hann gerir fyrir hana, hún særir hann æ og litillækkar æ ofan i æ. Rústir hins liðna t>að er ársbyrjun hjá leikhúsfólki núna- og hér hittist hópurinn i LR fyrir framan Iðnó. Leikarar og annað starfsfólk Leikfélags Reykjavikur kom aft- ur til starfa á laugardaginn að loknum sumarleyfum, en leikár það sem nú fer i hönd er hið 80. i röðinni. 1 ávarpi sem leikhússtjórinn Vigdis Finnbogadóttir hélt við það tækifæri kom fram, að ætlun- in er að helga afmælisárið flutn- ingi islenzkra verka. Þrir islenzkir höfundar hafa verið ráðnir til aö semja verk fyrir leikhúsið, en það eru þeir Birgir Sigurðsson og Jökull Jakobsson, en þriðji höfundurinn vill ekki láta nafns sins getið að svo stöddu. Auk þessa eru nú hafnar æfingar á nýju islenzku verki eftir Svövu Jakobsdóttur sem ráðgert er að verði frumsýnt i endaðan október. Einnig hefur Kjartan Ragnarsson samið nýtt verk sem hann nefnir, Týnda te- skeiðin og verður það væntanlega sýnt seinna i vetur. Þá eru æfing- ar á gamanleikritinu Stórlaxar eftir ungverska höfundinn Ferenc Malnár vel á veg komnar, verður það væntanlega frumsýnt eftir miðjan september. Sagði Vigdis, að á siðasta starfsári hefðu 70 þúsund áhorf- endur komið i leikhús á vegum Leikfélags Reykjavikur, eru þá meðtaldar 28 sýningar á Sauma- stofunni úti um landsbyggðina. Afmælisverk Leikfélagsins verður Macbeth eftir Shake- speare, i þýðingu Helga Hálf- dánarsonar og verður það frum- sýnt á afmælisdogi félgagsins 11. janúar næstkomandi. Af verkefnum siðasta starfsárs verða tvö tekin til flutnings að nýju, en það eru, Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson og Skjaldhamrar eftir Jónas Arna- son. Þá hefur komið til tals, að taka aftur upp sýningar á Equus, en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um, hvort af þvi veröur. —gek Hápunkt sinum nær myndin undirlokin.Þar sýnir Schlesinger að hann kann sitt fag svo um munar. Þar sýnir hann hina tak- markalausu stjörnudýrkun i hnotskurn. Þar sem almúginn gerirallttil þess að fá augum litið stjörnurnar. En það sem honum tekst um fram allt er að sýna á- horfendanum hve grunnt er á viUimanninum i mannskepnunni. Glansinn og gljáinn var fljótur að hverfa og eftir nokkur andartök stóðu aðeins rústirnar eftir. Rústir hins liðna, aðeins var eftir minningin um glauminn og gleð- ina. Þannig er Hollywood nú — rústir hins liðna. Kvikmyndir Áttræðisafmæli LR í vetur Hús Wagners gert að safni í tilefni af aldarafmæli Bayreuth- hátiðarhaldanna hefur Wahnfried Machbeth í afmælisgjöf

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.