Alþýðublaðið - 24.08.1976, Side 4

Alþýðublaðið - 24.08.1976, Side 4
4 ÍÞRðTTIR Þriðjudagur 24. ágúst 1976 {j{p2Sf“ A laugardaginn léku tslendingar sinn fyrsta landsleik á heimavelli þetta keppnistimabil. Léku þeir við Luxem- burgara en þetta er fyrsti a-landsleikur þjóðanna i knattspyrnu. Erfiðleikar. Ekki var landsliösþjálfarinn okkar, Tony Knapp, öfunds- veröur af þvi aö velja landsliöiö aö þessu sinni. Enginn atvinnu- mannanna okkar gat tekiö þátt i leiknum, aö Guögeiri Leifssyni einum undanskildum. Auk þess háöu meiösli mörgum þeirra, sem valdir voru i liöiö og gátu þeir af þeim ástæöum ekki tekiö þáttileiknum. Má þvi segja, aö sem æfingaleikur fyrir leikina við Belga og Hollendinga, hafi þessi leikur nánast veriö mis- heppnaöur. Fyrri hálfleikur. Leikurinn byrjaöi meö nokkr- um krafti og voru Luxemburg- arar öllu aögangsharðari. Þaö var strax á 4. minútu aö mark Islendinganna komst i hættu. Komust tveir Luxemburgarar innfyrir vörn Islendinganna en skutu yfir af stuttu færi. Nú fóru íslendingarnir heldur aðsækja isig veðrið og átti Guö- geirLeifsson mjöggóða spretti i þessum leikkafla. A 8. minútu lék Guðgeir á tvo varnarmenn Luxemburgara og gaf gullfall- ega sendingu á Teit Þóröarson. Teitur var i mjög góöu færi og skaliaöi aö marki. Varöi mark- vöröur Luxanna laglega, en hélt ekki knettinum sem skoppaöi aftur til Teits, sem skaut f þetta sinn. Aftur varöi markvöröur- inn og nú hélt hann knettinum. Allan þennan tima stóöu varnarmenn Luxemburgara kyrrir og fylgdust meö einvigi þeirra Teits og markmannsins án þess aö hreyfa sig. Meiri ógnun i sókn íslendinga A 16. minútu átti Guögeir fall- egt skot aö marki Luxanna, en boltinn fór rétt framhjá. Upp úr útsparkinu fengu Luxarnir gott tækifæri til að komast yfir i leiknum, er leikmaður númer 8, Browne komst i gott skotfæri og skaut, en Arni Stefánsson sýndi enn einu sinni aö hann er frábær markvöröur og varði skotið. Nú fer aö færast meiri ógnun i sókn Islendinga og á 19. minútu skora þeir fyrsta mark leiksins. Ingi Björn Albertsson splundr- aöi vörn Luxanna og gaf siöan á Teit. Teitur tekur sér góöan tima, hálf dettur um knöttinn, lagar hann til og skýtur svo aö marki. Markvörðurinn hálfver boltann en missir hann til Guö- mundar Þorbjörnssonar, sem rennir honum i netiö. Allan þennan tima stóöu varnarmenn Luxanna og horföu á. Tveimur minútum siöar skor- ar Guömundur Þorbjörnsson aftur. Teitur lék upp völlinn og Aödragandi aö fyrsta marki tslands. Teitur Þóröarsson meö boltann. Markvöröur Luxemburgara kom- inn úr jafnvægi. Og Guömundur Þorbjörnsson biöur sins tima. Myndir: Einar ÍSLENDINGAR SIGRUÐU 3-1 Síður en svo ástæða til að fagna gaf gullfallega sendingu á Guö- mund.sem sendiboltann Inetiö. Luxemburgarar jafna leikinn nokkuð. Við seinna mark Islending- anna var sem deyfö og leikleiöi tæki aö þjá landann hrikalega mikið. Þeir hreinlega virtust ekki nenna lengur aö hoppa meira um I drulluflaginu, sem Laugardalsvöllurinn er rétt einu sinni oröinn. A sama tima tóku sóknar- menn Luxanna f jörkipp og á 30. minútu varö Arni aö taka á hon- um stóra slnum til aö foröa marki. Sex minútum siöar skaut áberandi bezti maður Luxanna, Browne, lúmsku skoti. Arni rétt náöi aö slá boltann i þverslá. A 43. min útu veröa svo mjög slæm varnarmistök i islenzku vörninni og Browne kemst einn innfyrir og skorar framhjá Arna. Seinni hálfleikur. 1 leikhléi var gerð ein breyt- ing á Islenzka liöinu. I staö ólafs Sigurvinssonar kom Viöar Hall- dórsson inn á. Arni Sveinsson og Halldór Björnsson áttu báöir góö skot aö marki, en skot Árna fór yfir og skot Halldórs var naumlega variö. A 17.minútuskoraöi Teit- ur svo mark, sem var dæmt af vegna rangstööu. A 21. minútu einlék Ingi Björn upp aö marki Luxanna og skaut þrumuskoti, sem rétt sleikti stöngina utanveröa. Þá var Ingi Björn tekinn útaf og Rúnar Gislason settur inná I staöinn. Skömmu siðar var svo Teitur tekinn útaf og Hinrik Þórhalls- son kom inná i hans staö. Árni skorar. A 30. mlnútu skoraöi Arni Sveinsson þriöja mark Islend- inga. Var gefiö fyrir markiö og plataöi islenzka sóknin Luxanna meö þvi, aö tveir sóknarmenn létu boltann fara fram hjá sér, en siðan kom Arni Sveinsson á fullriferöog skaut þrumuskoti I bláhomið af vitateigslinu. Gull- fallegt mark. Ekki góður leikur. Ekki veröur þessi leikur geymdur á söguspjöldum knatt- spyrnunnar sem stórleikur og stórsigur islenzkrar knatt- spyrnu, þó svo aö sigur i lands- leik sé ávallt ánægjulegur. Þaö sem undirrituöum fannst helzt á skorta, var baráttan og leik- gleöin, sem einkennt hefur leik landsliösins okkar aö undan- förnu. Hætt er við þvi, að lands- liöiöþurfiað sýna talsvert betri leiki gegn Hollendingum og Belgum ef þeir eiga ekki að enda á hroöalegan hátt. I þessum leik léku eftirtaldir leikmenn fyrirlslands hönd: Arni Stefánsson, Ólafur Sigurvinsson, Jón Pétursson, Einar Þórhallsson, Jón Gunnlaugsson, Halldór Björns- son, Guögeir Leifsson, Ingi Björn Albertsson, Teitur Þóröarson, Guöundur Þor- björnsson, Arni Sveinsson, Við- ar Halldórsson (v), Rúnar Gislason (v), Hinrik Þórhalls- son (v). ATA I íslandsmótið í siglingum Um helgina fór fram íslandsmeistaramótið i siglingum. Keppt var i tveimur flokkum, eftir gerð bátanna. í öðrum flokknum voru bátar af gerðinni Flipper, u.þ.b. 14 feta langir bátar. Var þetta i fyrsta skipti sem keppt er i þessum flokki á íslandsmóti. í hinum flokknum voru bátar af Fireball-gerð (Eldhnöttur). Það er i fjórða skiptið, sem keppt er á íslandsmóti á þeim bátum. Þeir eru um 16 feta langir. Byrjaö var aö keppa á laugar- dagsmorgun og var keppni ekki lokiö fyrr en klukkan 18 á sunnudag. Farnar voru sex um- feröir i hvorum flokki eftir sér- staklega mörkuöum leiöum. 1 Flipper flokki hófu tiu bátar keppni en sex bátar I Fireball flokknum. Uröu margir bátar fyrir ýmsum skakkaföllum, og einn bátur ónýttist nærri, er siglt var inn I hann. Crslit uröu þessi: I Flipper flokknum. Nr. 1. Þór Oddsson og Sigurö- ur Ragnarsson, Ými. Nr. 2. Magnús Erlingsson og Guömundsur Sigurösson, Siglu- nesi. I Fireball flokknum: Nr. 1. Gunnar Hilmarsson og Finnur Torfi Stefánsson, Ými. Nr. 2. Jón Ólafsson og Sigurð- ur Hjálmarsson, Brokey. Skoda-umboöið gaf bikara og afhenti Svavar Egilsson sigur- vegurunum bikarana fyrir hönd umboösins. Bikararnir eru farandbikarar. ATA V Ekki viröist blása byrlega fyrir köppunum og báturinn á næsta litilli ferö. Þessir aftur á móti koma á fullri ferö og skemmta sér hiö bezta.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.