Alþýðublaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 6
Þriðjudagur 24. ágúst 1976 {?}£¥&*' 6 WINNING Kristján Dýrfjörð rafvirkjameistari Fæddur 22. júni 1892 dáinn 16. ágúst 1976 Stúkan Morgunstjarnan i Hafnarfirði má muna sinn fifil fegri. A fyrri hluta þessarar aldar var hún meðal þróttmestu félagssam- taka þar i bæ og kjarni hennar samanstendur enn aö meiri hluta af innfæddum Hafnfirðingum. Sizt skyldi þó vanmeta þá sem aö- fluttir eru til þessa byggðarlags og hafa lagt þar bindindismálinu lið. Einn þeirra kveðjum við hinztu kveðju i dag, Kristján Dýr- fjörð. I áðurnefnda stúku gekk hann á fimmta tugi aldarinnar. Hafði hann þá verið búsettur i Hafnarfirði um fárra ára skeið, kom.inn þangað frá Siglufirði. En fæðingarstaður hans var Isafjörður og foreldrar Mikkalina Friðriksdóttir og Krisján Odds- son Dýrfjörð. Kristján yngri var meðal hinna fyrstu hér á landi sem lögöu hönd aö hagnýtingu rafmagnsins. Það stóö i nánum tengslum við timburverksmiðju, einmitt eins og i Hafnarfirði á sinum tima. Siðar vann hann m.a. að járn- smiðum og fékk vélstjóraréttindi Á I GULLHÚSIÐ uL 1 FRAKKASTÍG 7 HU 5IÐ REYKJAVÍK StMI 28519 Gull- og silfurskartgripir í úrvali. Handunnið íslenskt vfravirki. Gull- og silfurviðgerðir. Gyllum og hreinsum gull- og silfurskartgripi. r<#v! árið 1916. Að þvi kom, I fæðingar- bæ hans, að hann tók að sér svo umfangsmikil störf við raflagnir, að ekki þótti annað hlýða en að hann fengi löggildingu sem raf- virki, hvað hann og fékk áriö 1921. Arið eftir réðst hann svo til form- legs náms i þessari iðngrein i Noregi og þegar heim kom lá leið- in til Siglufjarðar Þar biðu hans ærin verkefni, bæði sem fag- manns og félagshyggjumanns. t Hafnarfirði var svo starfsvett- vangur hans i meira en aldar- fjórðung. Þótt þetta yfirlit sé hér skráð, þykir mér liklegt að það verði einnig gert af einhverjum öðrum, og verði þvi um endurtekningu að ræða, svo vinmargur sem Kristján var og átti auðvelt meö að blanda geði við aðra. En svo auövelt sem það var, urðu kynnin ekki yfirborðsleg, heldur iðulega eitthvað annað og meira, sem ekki er svo auðvelt að koma orö- um aö. Okkur Hafnfirðingum yrði liklega helzt fyrir að likja honum viðhöfurid Jóhannesarguðspjalls. Þar er auöséð að farið hefur Iifs- reyndur djúphy ggjumaður. Kristján var virkur góötemplari allt frá bernsku og alla tiö var hugur hans opinn fyrir samtaka- mætti, hag þeirra sem minna máttu sin og yfirleitt fyrir þvi bezta og göfugasta sem hin æðri trúarbrögð hafa að bjóða. Aldrei var asi á Kristjáni Dýr- fjörð. Það var engu llkara en að hann væri á einhvern hátt hafinn yfir rúm og tlma, a.m.k. hið hnit- miðaöa timatal okkar á þessu til- verusviöi. Meö orðinu rúm, á ég hér að sjálfsögðu við viðáttu. En vinur okkar mátti bera það, að verða iðuglega háður öðru rúmi, sýni- legu og áþreifanlegu, þ.e. hinni hábyggðu hvilu sjúkrahússins. Henni hafði hann oft kynnzt og lokadvöl hans þar varð mikið á þriöja ár. En þar lagðist aftur likn með þraut: hið meðfædda æðruleysi og áðurnefnt vfðfeðmt eöa allt að þvi upphafiö timaskyn. A meðan heilsan leyfði, stóð Kristján i bréfasambandi viö marga, ekki siöur utan lands en innan, og var áskrifandi að ýms- um ritum erlendum, og má segja að allt fjallaði þetta um hin háleitari hugðarefni mannlegs anda. Ekki afrækti hann þó hið launaða lifsstarf vegna þessa. Eiginlega átti vel við að þetta skyldi vera rafvirki. Þótt raf- magniö sé til fjölmargra hluta nytsamlegt, hefur vafizt fyrir mönnum hingað til, að gera grein fyrir þvi hvað það eiginlega er. Noröurljósin eru tæpast efnisleg, heldur einhvers konar rafmagns- sveiflur I himinhvolfinu. Visindamenn eru leitandi og rannsakandi þessi fyrirbrigði og aörar reikistjörnur og þviumlikt. Kristján var leitandi að hinu bezta og fullkomnasta og spyrj- andi um hið ókomna. Ekki veit ég hvort óska ber aö nú öðlist hann svör við slikum spurningum. Hér- vistinni er lokiö, en væri ekki betra að leitin héldi áfram á æðri sviðum? Já, við vitum ekki hvers biðja ber, en við vitum að þar sem góðir menn fara eru guðs vegir. Hér hefur ekki verið rætt um einkalif Kristjáns, en afkomend- um hans og öörum ástvinum biðj- um við blessunar guðs. Magnús Jónsson. Lundúna- pistill KFUM-hótelið slær í gegn Nýjasta hótel Bretlands heitir „Y”, en það er líka eitt af stærstu hótelum I London og hefur 734 herbergi. Þetta undar- lega nafn er vegna þess, að . YMCA (betur þekkt á Islandi, semK.F.U.M.) rekurþaö. Þetta risastóra háhýsi er við endann á Totenham Court Road og hefur þegar sýnt mikla nýtingu, ekki aðeins ungt fólk gistir.ar, heldur og ferðamenn og menn, sem eru i viðskiptaerindum, og sjá, aö hér fá þeir mun betri þjónustu en á viðurkenndum hótelum.og svo kostar gistingin milli 4 og 7 pund á sólarhring, en allt að 20 pundum annars staðar. Rúm prestsins Það var mikið hlegið að sögunni um prestinn frá Winchester, sem kom nýlega til London til að sitja kirkjuþing, en þar átti hann að prédika. Hann fór á hótel, en þar var aðeins hægt að fá tveggja manna herbergi. Þegar hann kom heim á hóteliö um kvöldið, lágu náttfötiná öðru rúminu en hvítur hökullinn á hinu... Umferðavandamál Umferðatafir verða i London einsog annars staðar, og eruoft verri þar, svo að naumast liður sá dagurinn, að einhver telji sig ekki hafa fundið snilldarlega lausn. Nýjasta tilllagan er sú, að utanaðkomandi ökumenn eigi aö borga eitt pund á bil fyrir að mega aka inn I miðborgina. Höfundurinn heldur þvi fram, að það verði hreinlega að neyða bileigendur til að notfæra sér al- menningsvagnana. Róbinsonhátið Litla skoska þorpið Largo hefurefnttilhátiðarvikui tilefhi af þvi, aö einn mesti sonur þorpsins, sjómaðurinn Alexander Selkirk, sem varö fvrirmynd Daniels Defoe að Róbinson Krúso, sem allir þekkja, fæddist fyrir 300 árum. Það hefur tekist að skrapa nokkra muni á sýningu, s.s. dagbók hans og skipskistu. Chileanski sendiherrann, sem kom til þorpsins nýlega til að sjá bronsstyttuna af Selkirk klædd- um i Róbinson-skinnfötin, hefur lofað, að afmælið verði einnig haldið hátiðlegt á eynni, sem Selkirk var skipsbrotsmaður á i fjögur ár, og sem nýlega hefúr veriö skirð eftir honum. Fulltrúi Chile á hátiðinni i Largo verður chileanskur sjóforingi, sem er staddur 1 Skotlandi. Hann er skipstjóri á kafbáti, sem Chile lét smiöa i Skotlandi, en hefur ekki enn getað greitt, svo að brezk yfirvöld hafa neitað að sleppa honum. Börn og áfengi Það er viöar en á íslandi, sem deilt er um börn og áfengis- neyzlu. Ferðamenn og Bretar sjálfir undrast áfengislöggjöf- ina á Bretlandi. Börn undir 14 aldri mega aö visu ekki koma á bjórkrár, en unglingar milli 14 og 18 ára mega gjarnan drekka sterka drykki, ef þeir sitja við borö, en ekki ef þeir standa við barinn. Svo eru það vinveitinga- húsin. Bömin mega auðvitað koma I fylgd með foreldrum, og foreldrarnir geta, án þess aö lenda i 'höggi við login. pantað viskihanda sér og börnunum, ef þau eru orðin fimm ára. Þúsund og ein ótf Nú eignast London sitt Kashbah, en þar getur arabisku oliumilljónamæringunum liðiö eins og heima hjá sér, en eins og allir vita, hafa arabiskir oliu- furstar keypt margarhúseignir I London. Hinn heimsfrægi Pigalle Klúbbur verðurendur- skipulagður aö arabiskum sið og nýja nafniö verður i Þúsund og einnar nætur stll, Sherazade, og fimm magadansmeyjar vom fluttar inn frá Kairó til að skapa réttan anda. Maturinn veröur fyrsta flokks — franskur og arabiskur — og áfengisveitingar eru leyfðar. Þrœðum perlufestar. Afgreiðum viðgerðir samdœgurs ef óskað er. TROfcOFUNARHRINGAR jj' Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu ' GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður, Bankastr. 12 Auglýsiö í Alþýðu- blaðinu * Islenskubættir Alþýðublaðsins eftir Guðna Kolbeinsson í Þjóöviljanum skömmu fyrir páska var sagt frá manni nokkrum sem klifraði upp á kirkjuþak til þess aö geta veriö séður af sem flestum. Mun eðlilegra hefði verið að taka svo til orða aö maöurinn heCu. klifrað upp á kirkjuþakið til þess að sem flestir gætu séð hann. Virðist mér liklegast aö hér sé um að ræða óvandaða þýðingu þar sem fylgt er setningaskipun frummálsins, en slikt er mun hættulegra tung- unni en þó að menn noti eitt og eitt óþarft tökuorö á stangli. — Engan veginn er hér verið að , mæla óþörfum tökuoröum bót, j þau eru til mikilla lýta I máli manna — en ekki skæðasti óvin- urinn. Dæmi um hervirki hættulegasta óvinarins er oröa- jsambandið ég mundi segjaiöll orðin eru islensk en engu að siður er um að ræöa enskættaða málvenju: „I would say.” — Sem betur fer á islensk tunga sér ötula og vaska varnarmenn sem m.a. hafa barist mjög gegn oröatiltækinu ég mundi segjaog meö þó nokkrum árangri, en samt er enn allt of mikið um aö menn hefji setningar á þennan hvimleiöa hátt. í stað þess að taka svo til oröa: ,,Ég mundi segjaað fjólu- blátt bæri fallegast” — má t.a.m. segja: Mér finnst, mér sýnisteöa mér viröistfjólublátt fallegast. Ætli fjólublátt sé ekki fallegast. Mln skoöun, eða mitt álit.er að fjólublátt sé fallegast. í skólum landsins, þáttum um daglegt mál I hljóðvarpi og viðar hefur verið hart barist gegn þvi aö nota orðið maöur sem óákveöiö fornafn: Maöur veit bara varla hvað maöurá að gera þegar maöur stendur frammi fyrir þvi að manni yrði um þessar mundir eitthvað á þessa leið: ,,Þú veist bara varla hvað þúátt að gera þegar þústendur frammi fyrir þvi að þérgengur ekkert að fá þér ibúð þegar þú ert að setjast að I ó- kunnri stórborg.” Slika málnotkun ber að forðast. ,En ekki er einungis að fólk sé að hætta að nota orðið maöur gerast svo fátæk að orðum að ekki sé hægt að láta i ljós aödáun sina á manni á annan hátt en að segja aö hann sé mikill persónuleiki eða litrikur persónuleiki. gengur ekkert að fá sér ibúð þegar maöurer að setjast aö i ó- kunnri stórborg. Já við könnumst öll við málnotkun af þessu tagi. En baráttan gegn henni hefur gengiö nokkuö vel; orðiö maöur sem óákveðið for- nafn heyrist mun sjaldnar nú en fyrir nokkrum árum. — En annar máldraugur hefur leyst þennan af hólmi. Að siö ensicu- mælandi manna eru Islendingar nú farnir aö nota orðið þú sem ó- ákveðiö fornafn. Þannig aö maisgreinin sem tekin var sem dæmi um notkun oröins maöur sem óákveöiö fornatn, heldur varast menn að nota þaö sem nafnorð. — Nei, nú skal það heita persónuleiki. Laugardaginn 24. april ræddi Páll Heiðar Jónsson viö nokkra kunna menn I hljóövarpi og spurði þá hvaða menn væru þeim nú minnisstæöir öðrum fremur úr starfi þeirra. En ekki var að heyra að þessir ágætu menn hefðu kynnst neinum mönnum I starfi sinu; hins vegar var margt um persónu- leika;og flestir voru þeir litrik- ir. Vonandi eru ennþá til eftir- minnilegir, stórbrotnir, minnis- stæöir og eftirtektarveröir menn svo að einhver lýsingar- orö séu nefnd. Að slöustu skal varað við of- notkun oröanna jákvæöur og neikvæöur. T.a.m. eru mál alveg hætt að fá góöar, sæmi- legar, dræmar.eöa litlarundir- tektir. Nei, nú fá þau mjög já- kvæöar, jákvæöar, fremur já- kvæöar, heldur neikvæöar eða neikvæöar undirtektir. — Og mörg slik dæmi mætti nefna, þótt þessi séu látin nægja.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.