Alþýðublaðið - 15.09.1976, Side 5
•Iþýðu-
tiaoið i AAiðvikudagur 15. september 1976.
VETTVANGUR 5
Viðtal við dr. Björn Sigurbjörnsson.forstöðumann
Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins
HUGAÐ AD „GRÆNNI
BYLTINGU" SEM „SUMAR-
AUKA”
Stefnt að því að landsmenn verði sem mest sjálfum sér
nógir um kjarnfóður.
Byggrækt sennilega árangursríkust sunnan jökla.
Tilraunir með víxlun tegunda og geisluna, til þess að
auka vaxtarmátt.
,,Hvað hafið þið nú
helzt með höndum dr.
Björn i fóðurmálum hú
penings?”
,,Það er algjört for-
gangsverkefni hjá okk-
ur, að auka við gæði
heyja eftir ýmsum leið-
um, og stefna að þvi, að
íslendingar verði sem
mest sjálfum sér nógir
um kjarnfóður úr inn-
lendum efnum. Við
leggjum áherzlu á
framleiðsiu grasköggla
sem bættir eru með i-
blöndun. Þar kemur
ýmislegt til greina.
Nefna má tólg og
ýmsa úrgangsfitu, sem
ella er fleygt nú i slát-
urhúsum. Tólgin og fit-
an eru brædd í sérstök-
um tækjum i verk-
smiðjunum og siðan er
þessu sprautað yfir
grasmjölið fyrir köggi-
un. Við gerum ráð fyrir
auknu feitiinnihaldi um
5-10% i kögglum með
þessum aðgerðum, og
auðvitað vinnst á þenn-
an hátt aukin næring-
arorka (fleiri hita-
einingar) i fóðrinu.
í annan staö léttir þetta
kögglunina til stórra muna. Þá
kemur til grein iblönduö meö
búklýsi fiskjar og loks má geta
um ýmisskonar úrgang frá slát-
urhúsum, t.d. kjötafgangar,
bein og jafnvel blöð sem ella er
hellt niöur.
Eins og er fara fram tilraunir
meö þessa hluti I tveim slátur-
húsum og aö siöustu tilraunir
með vinnslu mjólkursykurs úr
mysu.”
,,Já, margs þarf búið viö. En
er alifugla- og svinarækt nokkuö
á ykkar könnu?”
„Ekki höfum við alveg gleymt
þeim þætti. Ef viö vikjum aftur
að iblöndun grasköggla fyrir al-
ifugla og svin t.d. gerir hún ein-
mitt þetta kleift að smækka
kögglana og gera þá þannig
hæfari til fóðurs fyrir þennan
búpening.
Sá ljóður er á notkun fiskúr-
gangs og fiskimjöls, aö hætt er
við aö fiskmjölsbragö komi af
bæöi eggjum og kjöti. Nú eru
tveir starfshópar, annar frá
Rannsóknarstofnun fisk-
iðnaðarins og hinn frá Rann-
sóknarstofnun landbúnaöarins
aö vinna að þvi að koma i veg-
fyrir slika bragðmyndun.
Við litum svo á, að þarna séu
miklir möguleikar, þó enn sé
málið að mestu á umræðustigi.
Þetta tekur sinn tima, en Róm
var nú ekki reist á einum degi! ”
„Hugið þið eitthvað að korn-
rækt, og ef svo er, að hvaða teg-
undum?”
„Já. Við höfum einkum i huga
byggrækt. Þar undir koma til-
raunir með að stytta vaxtartima
og auka viðnámsþrótt byggsins.
Unnið er að tilraunum með að
vixla saman stofnum, til þess að
fá harðgerðari tegundir. Það
eru stofnar frá Noregi. Sviþjóð,
Færeyjum og Alaska og viðar
að úr Bandarikjunum.
Þa eru einnig gerðar tilraunir
með að geisla tiltekin afhrigði
með röntgen, gamma og
neution geislum. Það fáum við
gert i Sviþjóð og Vestur-Þýzka-
landi, og virðist þetta gefa góö-
ar vonir hvorttveggja.
Við stefnum að þvi, að fá fram
bygg afbrigði sem þroskast fyrr
og getur gefið af sér 30 tunnur af
hektara i góðum árum og i með-
alári 15-20 tunnur af ha.”
„En hver er afrakstur byggs,
eins og nú standa sakir?”
„Það munu vera um 10-20
tunnur af ha, eftir árferði.”
„Og hvað fara þessar tilraun-
ir um byggrækt fram einkum,
og á hvaða svæði á landinu teljið
þið að vænta megi bezta árang-
urs?”
„Bygg hefur lengi verið rækt-
að á Sámsstööum i Fljótshlið og
hinn mæti maður, Klemenz
Kristjánsson, hefur varið I þaö
miklum tima af æfinni. Þar að
auki er ræktað bygg i tilrauna-
stöðinni á Skriöuklaustri og loks
má ekki gleyma Þorvaldseyri,
þar sem Eggert Ólafsson bóndi
hefur lengi haft nokkra ha. und-
ir kornyrkju með góðum
árangri.
„Það er algjört forgangsverkefni hjá okkur að auka við gæði heyja
eftir ýmsum leiðum”.
Dr. Björn Sigurbjörnsson, for-
stööumaður Rannsóknar-
stofnunar landbúnaöarins.
Við höfum mestan augastað á
svæðunum sunnan jökla til
kornyrkju t.d. á Hornafirði og i
öræfasveit og undir Eyjafjöll-
um.”
„En hvað um grænfóður?”
„Grænfóður er sannarlega
lika á dagskrá okkar. Við höfum
bakvið eyrað athuganir um
aukna rófnarækt, og áfram-
haldandi eru rannsóknir um
ræktun hafra, fóðurkáls og raps.
Tilraunir eru gerðar með á-
burðarmagn og stofna. Athug-
anir eru i gangi meö sáningu
vetrarhveitis meðal annars.
óhætt er að segja, að með
aukningu grænfóðursræktunar
megi lengja gróðurtimann um 2-
4 vikur, sem er álitlegur sumar-
auki.
„Græna byltingin” I Asiu hef-
ur sýnt að unnt er að auka af-
rakstur um 100-150% þar. Þvi
skyldum við ekki leita I slóð-
ina?”
„Já, hversvegna ekki?”
„Við kappkostum að hafa
sambönd við visindamenn i
þessum efnum viða um, þó eink-
um séu það visindamenn frænda
okkar á Norðurlöndum og með-
al annarra Evrópuþjóða og þar
að auki Bandarikjamenn,
Alaskabúa þó einkum.”
„Svo þið eruð ekki uppi-
skroppa með verkefni I bráö?”
„Nei. Það er sannarlega eitt-
hvað annað. Lakastur er skort-
urinn á afli þeirra hluta, sem
gera skal.” lauk dr. Björn Sig-
urbjörnsson máli sinu.
— O.S.
'1
Hafnar-
fjörður
3ja herbergja
íbúð
Til sölu er 3ja her-
bergja ibúð i fjölbýlis-
húsinu númer 15 við
Sléttahraun i Hafnar-
firði.
Sala og endursala
ibúðarinnar er háð á-
kvæðum laga númer
106, 1970. Umsóknir
sendist á bæjarskrif-
stofurnar Strandgötu
6 fyrir 21. þessa mán-
aðar.
Bæjarstjóri.
Sænska til prófs í stað
dönsku
Nemendur 7. 8. og 9. bekkjar mæti mið-
vikud. 15. sept. kl. 17 i stofu 17 i Hliða-
skóla.
Nemendur 4. 5. og 6. bekkjar mæti
fimmtud. 16. sept. kl. 17 á sama stað.
Contex 330
Hljóðlaus rafmagnsreiknivél með strimli
Verzlunarstjóri
Pöntunarfélag Eskfirðinga óskar eftir að
ráða verslunarstjóra sem fyrst.
Hann á að annast vöruinnkaup, stjórnun á
fólki og kunna að saga kjöt.
Umsóknir sendist Arnþóri Jensen, fram-
kvæmdastjóra eða starfsmannastjóra
Sambandsins, sem gefa nánari upplýsing-
ar, fyrir 2a þ.mán.
Pöntunarfélag Eskfirðinga.
# CONTEX 330 er fullkomnasta
raímagnsreiknivcl scm hægt er að fá á
Islandi í dag fyrir aðeins kr. 39.500.—.
# Prentun cr algjörlcga hljóðlaus.
# Mjög góð lcturútskrift.
Q Lykilborö er það lágt, að hægt er að
hvíla hendina þægilega á borðplötunni
mcðan á vinnu stendur.
# Hreyfanlegir hlutir eru aöeins á
pappírsfærslu sem þýðir sama og ekkert slit.
# Enginn kostnaður við litabönd né
hreinsun og þessa vél þarf ekki að smyrja.
# Á CONTEX 330 er hægt að vclja um 0
til 6 aukastafi.
# Á CONTEX 330 er konstant, sem hægt
cr að nota við margföidun og deilingu.
Auðveldar þetta mjög t.d. gerð gjaldeyris og
launaútreikninga.
# CONTEX 330 hcfur þá nýjung að hafa
innbyggðan lager, sem er mjög þægilegt við
hraðvirka samlagningu.
# CONTEXhcfurprósenturergerir t.d.
söluskattsútreikninga mjög auðvelda.
# CONTEX hefur minni, og er hægt að
bæta við, draga frá þeirri tölu sem í því
stendur.
# CONTEX getur keðjureiknað undir
brotastriki og skilað Otkorou á mjög
auöveldan hátt án þess aö nota minni.
# CONTEX getur margt fleira sem ol
langt yrði að tclja hér upp, sjúu er sögu
rikari.
Sendum I póstkröiu.
SKRISTJÁNÓ.
SKAGFJÖI
8ími 2-41-24
Hólmufitn 4 — Revkjavlk
RÐHF