Alþýðublaðið - 22.10.1976, Síða 4

Alþýðublaðið - 22.10.1976, Síða 4
4 ÚTLÚND Föstudagur 22. október 1976 Aðalmarkmið Carters í kosningabaráttu nni: — Að lokinni annarri umferð i kappræðuséríu þeirra Carters og Fords i sjónvarpi i Bandarikjunum, virðist Carter njóta ögn meira fylgis en forsetinn. Byrinn i seglum Carters blæs þó ekki vegna afger- andi andlegra yfirburða hans og klókinda, heldur miklu frekar vegna klaufalegrar framkomu forset- ans. Ford þótti komast heldur illa frá kappræðu nr. 2, sérstaklega þegar hann lýsti þvi yfir að Sovétríkin undirokuðu ekki þjóðir i Austur-Evrópu. Um þetta hafði hann sannfærzt sjálfur á ferðum sinum austan tjalds! Ef hann heldur áfram aö gefa fleiri slikar vafasamar yfirlýs- ingar, verður Carter næsti forseti stórveldisins i vestri. Hann verð- ur það svo sannanlega ekki vegna afburöa hæfileika sinna, heldur vegna þess að hann er eini val- kosturinn sem menn hafa. Þar með veröur kjörinn forseti i Bandarikjunum sem hefur svo ó- ljósa stefnu i helztu málum, að jafnvel nánustu ráögjafar hans geta ekki sagt nákvæmlega til um hana. Carter margoft lýst yfir, að hann vildi berjast fyrir að fá vilja sin- um framgengt í ýmsum málum, fremur en að reyna málamiölun. Þetta sýnist mér ekki vera neitt til að hrópa húrra fyrir — ef að fara á aö skilgreina stjórnmál sem þaðað nota réttu augnablikin til aö koma sinum málum aö, þá mun Carter ekki eiga gott sam- starf við neinn aðila I Washing- ton. Hann er óbilgjarn og kaldur og umber engar mótbárur”. „Blendingur” Dr. Jekyll — Hr. Hyde Hinn þekkti bandariski blaöa- maður David Halberstam, segir Carter vera undarlegt sambland af Billy Graham og John Kenne- dy. ,,,Kennedy var nýtt andlit i baráttunni hér, og hann lofaði öll- um einhverju nýju. Carter er nýtt andlit, en hann lofar öllum ein- hverju gömlu”, segir hann. Þeir eru margir sem farnir eru aðspá Carter sigri i kosningunum I nóvember, einnig margir af heitustu andstæðingum hans. Reg Murphy, ritstjóri The San Fran- cisco Examiner, segir, að Carter muni sigra vegna þess að hann sé ákveönari en Ford að ná þessu marki þeirra beggja. „Carter er ótrúlega óbilgjarn. Hann mun beita öllum brögöum til að ná til Hvita hússins. Hann skiptir um skoöun hvað eftir annað, og á þann hátt, að margir sjá ekkert athugavert við það. Varöandi af- stöðu sina til þingsins, hefur lvwbeíct mmm r)M Jaweferi aNnei 1877 Tilgangurinn hefur alltaf helg- að meöal fyrir Carter. Lester Maddox, sem sigraði Carter I rikisstjórakosningum I Georgiu- riki árið 1966, segir að Carter hafi tapað fyrst og fremst vegna þess að kjósendum þótti of mikill vinstri-þefur af honum. Arið ’70 mætti Carter til leiks á ný — i rikisstjórakosn. Þá kom hann fram eins og harðasta erki-Ihald, á borö við George Waliace og fleiri slika. „Þennan leik hef ég séð hann leika líka i baráttunni fyrir útnefningu sem forsetaefni demókrata”, segir Maddox. „Carter er dr. Jekyll og hr. Hyde endurborinn. Hann er kaidrifjaður, slunginn og sleipur. Carter er nú varla á atkvæðaveiðum á þessum stað og á þessari stundu, en eitthvað hefur hann samt veitt i háf sinn. Að koma sjálfum sér í Hvíta húsið • PEANUT VALU And we have just the peanut you've been looking for: a pendant tn 14 i<arat. yaltow gdd at just $125. Somethtng B@uittkil ~ Hnetur hafa skyndilega slegið í gegn í Ameríku. Bissnessmennirnir hafa svo sannanlega eygt gróðavon i kjöri Carters. Einhver náungi i Georgiu, heimariki Carters, framleiðir hnetur úr gulli og silfri og mokselur varninginn! Hafi einhver áhuga, má nefna að gullhneta kostar aðeins 23 þúsund krónur. Hann vill eyöileggja allt og alla, sem standa i vegi fyrir honum. Hann er táknrænn stjórnmála- maður”. Gull og grænir skógar Menn hafa oft talað um, aö ef einhverjir séu ólatir við að lofa upp i ermar sér, þá séu það stjórnmálamenn. Carter slær þó flesta út hvað þetta snertir, eins og svo margt annaö. Hann er fylgjandi bókstaflega öllu. Hann lofaröllum gulli og grænum skóg- um. Hann berst fyrir þvi að efla vfgbúnað Bandarikjanna um all- an helming, en á sama tima vill hann skera niður opinber útgjöld. Hann lofar atvinnuleysingjum hærri atvinnuleysisstyrk, en lýsir þvi jafnframt yfir að útgjöld rikisins til atvinnuleysissjóða verði að skera niður! Hann er fylgjandi fóstureyöingum á fundi hjá kvenréttindakonum, en and- vfgur fóstureyðingum á fundi hjá framámönnum kirkjunnar. Þannig mætti telja. Ferskur stjórnmála- maður? Carter vill gjarnan láta lita út sem svo, aö hann sé nýr og fersk- ur andvari I bandariskri pólitik. En staðreyndin er samt sú, aö hann hefur unnið baki brotnu sfö- ustu 10 árin með það markmiö I huga sem hann keppir nú að. Hann og kona hans Rosalyn ferö- uöust nær óslitið f 4 ár um Georgiu og þrýstu hendur aö minnsta kosti 600 þúsund kjós- enda, til þess að tryggja kjör Carters i rikisstjórakosningum 1970. Frá árinu 1972 hefur hann unnið aö forsetaframboði, og síö- an 1974 hefur hann verið minnst I8tímumáhverjum sólarhring til þess arna. blíða, breiða bros — sem iskalda grettu. Þeir segja að hann fyrir- gefi aldrei mistök, gleymi aldrei rangindum. Aðeins tveir eða þrir af nánustu samstarfsmönnum hans voga sér að gagnrýna hann opinberlega. „Við vorum dauðhrædd um að hann tapaöi sér algerlega”, sagði kona ein sem starfaöi fyrirrikis- stjórann Carter. Hreint mjöl i pokahorninu Vörumerki Margir samstarfsmanna hans lita á vörumerki Carters — hið Margir pólitiskir athyggjendur hafa gjarnan lfkt Carter við Nix- on og þá eins-manns-ríkisstjórn sem ríkti á dögum hans. Samlik- ingin er á þá leið, að báðir hafi hampaö lögum og rétti, hafi ekki spurt kóng eða prest álits á mörg- um gerðum sinum bara gefið fyr- irskipanir. Þessi samanburður er vitanlega ekki sanngjarn, að þvi leyti, að Carter hefur alltaf haft hreint mjöl i sínum pólitíska mal, aö þvi bezt er vitað. Hann _ r.. _ „I „nnin iii kníXinn hneyksli og einkalif hans er að- eins endurspeglun af ströngu, trúarlegu uppeldi hans. Þegar hann lætur ritið Playboy hafa viö sig umdeilt viötal, viður- kennir hann að hann hafi „girnzt aðrar konur f huganum”, en látið við svo búið standa. Hann reynir að sýna lesendum Playboy fram á það, aö hann sé hvorki ihalds- samur né fordómafullur, jafnvel að hann geti tekið sér i munn orð á borð við „screw” — serða. En Carter hefur líka staðið aug- liti til auglitis viö almáttugan guð og hann talar oft um djúpa, trúar- lega upplifun sina, þegar hann var hvað lengst niðri sálarlega, eftir að hafa tapað ríkisstjóra- kosningunum. Hvað almáttugur guð ráölagði Carter á þeim tima- mótum vitum við ekki, en það sakar varla að gizka.... Carter i forsetastólinn Carter gerði marga góða hluti innan menntakerfisins á rikis- stjóraárum sinum. Fram aö þeim tima höfðu konur og litað fólk alltaf komið að lokuöum dyrum, hvað varðar stöðuveitingar innan kerfisins. Carter veitti mörgum konum og lituðum stööur f rfkis- stjóratið sinni, og þar hefur hann liklega komizt næst því að sanna „náungakærleik” sinn og „sam- kennd”, sem hann talar svo oft um. Hins vegar er ekki hægt að reiða sig á þetta atriði einmitt á þessari stundu, því að i augna- blikinu er Carter algerlega upp- tekinn viö ákveðið verk: að koma Jimmy Carter í Hvita húsiö I nóvember næstkomandi. —ARH

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.