Alþýðublaðið - 22.10.1976, Síða 15

Alþýðublaðið - 22.10.1976, Síða 15
Föstudagur 22. október 1976 15 Bíóin / Leikhúsin GAMLA BIO Simi 11475 Þau gerðu garðinn frægan Brá&skemmtileg viðfræg banda- risk kvikmynd sem rifjar upp blómaskeið MGM dans- og söngvamyndanna vinsælu á árun- um 1929-1958. ISLENZKUR TEXTI. Hækkað verð. Sýnd kl. 7 og 9. Fimm manna herinn með Bud Spencer. Bönnuð innan 14 ára. Endursýnd kl. 5. *S 3-20-75 Spartacus Sýnum nú i fyrsta sinn með Is- lenzkum texta þessa viöfrægu Oscarsverðlaunamynd. Aðalhlutverk: Kirk Douglas, Laurence Olivier, Jean Simmons, Charles Laughton, Peter Ustinov, John Gavin, Tony Curtis. Leikstjóri: Stanley Kubrich. ISLENZKUR TEXTI. Bönnuð börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5 og 9. í&MOÐLElKHUSIfi SÓLARFERÐ i kvöld kl. 20. Uppselt sunnudag kl. 20. tMYNDUNARVEIKIN laugardag kl. 20 þriðjudag kl. 20 LITLI PRINSINN sunnudag kl. 15 Litla sviðið: DON JUAN t HELVtTI endurflutt sunnud. kl. 15.30. Miöasala 13,15-20. leikfelag a<» <*•« REYKJAVtKUR SAUMASTOFAN i kvöld. — Uppselt. þriðjudag kl. 20,30. STÓRLAXAR laugardag kl. 20,30. SKJALDHAMRAR sunnudag kl. 20,30. r. miðvikudag kl. 20,30. Miðasalan I Iðnó kl. 14-20,30. Simi 1-66-20. TRCLOFUNARHRINGAR Fljót afgreiösla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður, Bankastr. 12 PETER FONDA drivin'hardí SUSAN GEORGE ridin’easv! UIIITY IVIAIlY.. CRAZV UUHlV Þokkaleg þrenning ISLENZKUR TEXTI. Ofsaspennandi ný kappaksturs- mynd um 3 ungmenni á flótta undan lögreglunni. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. lonabíó *S 3-11-82 Hamagangur á rúmstokknum OLE SBLTQFT-VIVI SDREN STRBMBERG-ANNIE BIRGIT GARDE ULLA JESSÍN • PAIH HAGEN KARL STEGGER - ARTHUR JENSEN ■flí/ldl Djörf og skemmtileg ný rúm- stokksmynd, sem margir telja skemmtilegustu myndina i þessum flokki. Aðalhlutverk: Ole Söltoft, Vivi Rau, Sören Strömberg. Stranglega bönnuð börnum innan 16 ára. ISLENZKUR TEXTI. Sýnd kl. 5, 7 og 9. *S 2-21-40 Partizan Mjög spennandi og sannsöguleg mynd um baráttu skæruliða i Júgóslaviu i siöari heimstyrjöld. Tónlist: Mikis Theodorakis. Aðalhlutverk: Rod Taylor, Adam West, Xenia Gratsos. ISLENZKUR TEXTI. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. S 16-444 Spænska flugan LESLIE PHIU.IPS v terrv thomas tX»(ntxA«d EA4I Hm Ovfntxitart lld GAx« bfWNnxotot • Leslie Phillips, Terry Thomas. Afburða fjörug og skemmtileg ný ensk gamanmynd i litum, tekin á Spáni. Njótið skemmtilegs sum- arauka á Spáni i vetrarbyrjun. ISLENZKUR TEXTI Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Sími 50249 óheppnar hetjur Mjög spennandi mynd I litum. Aðalhlutverk: Robert Redford Georg Sigal Sýnd kl. 9. ! S1-89-36 Stone Killer ISLENZKUR TEXTI Æsispennandi amerisk saka- málamynd i litum með Charles Bronson. Bönnuð börnum. Endursýnd kl. 6 og 10. Siðasta sinn. Emmanuelle II Heimsfræg ný frönsk kvikmynd i litum. Mynd þessi er allsstaðar sýnd við metaösókn um þessar mundir i Evrópu og viða. Aðalhlutverk: Sylvia Kristel, Un- berto Orsini, Cathaerine Rivet. Enskt tal, ÍSLENZKUR TEXTI. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Nafnskirteini. Miðasala frá kl. 5 Hækkab verö Sýnd kl. 8. Allra siðasta sinn. SÖLUSKATTUR Viðurlög falla á söluskatt fyrir septem- bermánuð 1976, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 10% en siðan eru viðurlögin 1 1/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið 20. október 1976 ,,Vegamótin liggja víða”! í páfagarði. Það var merkilegt og athyglisvert erindi, sem Þórar- inn Þórarinsson fyrrum skóla- stjóri á Eiðum, flutti útvarps- hlustendum hér um kvöldiö, um bréfaskipti ögmundar Páls- sonar, siðasta kaþólska bisk- upsins I Skálholti og „hans heilagleika”, páfans i Róm. Vissulega kemur okkur ekki á óvart, að heyra um margháttað ráðriki biskupa landsins i kaþólskum sið. En hér hefur ögmundur Pálsson þó gengið feti lengra öðrum stéttarbræðr- um sinum, með þvi að ásælast einnig einskonar drottinvald yf- ir Hólastoli. Eflaust hefði einhver máttar- minni en Jón Arason guggnað fyrir þeim hatrömmu árásum, sem verðandi embættisbróðir hans lét á honum dynja, auk meira og minna lævísra snara, sem hann lagði viðsvegar hjá valds- og ráðamönnum utanlands og innan. En Jón var enginn veifiskati og hélt sinum hlut, sem kunnugt er. Allskammt er siðan mönnum var ljóst, að ögmundur Pálsson lét ekki við þaö eitt sitja, að kalla sér til aðstoðar andlega og veraldlega valdsmenn I grannlöndum okkar, heldur muni einnig hafa látiö málatil- búnað sinn ganga til æðsta dóm- stóls kirkjunnar. Fræðimenn hafa lengi hug- leitt, hvort ýmisskonar gögn i kirkjusögu okkar frá kaþólskri tið, gætu ekki verið fólgin i skjalasafni páfagarðs. En þar hefur engum hversdagsmönn- um verið greiður aðgangur til þessa. Ekki þarf blöðum um það að fletta, að forganga Þórarins, fyrrum skólastjóra, um fund bréfs ögmundar Pálssonar, er hin gagnmerkasta, sem hann á miklar þakkir skilið fyrir, frá öllum, sem unna Islenzkri sögu og fræðum. Það er einnig liklegt, aö þessi uppgötvun hans eigi eftir aö draga lengri slóða, einkum ef greiðara verður hér eftir en hingað til, aö athuga sitthvað i skjalasafni páfagarðs, sem okk- ur kynni að varða og þar að leynast. Nýstofnað stjórnmála- samband okkar við Páfarikið kann og að styðja hér aö. Sú uppgötvun, sem Þórarinn einnig sagði frá, að tsleifur Gissurarson, okkar fyrsti islenzki - biskup, hafi tekið biskupsvigslu i Róm, en ekki i Þýzkalandi, eins og fram að þessu hefur verið talið, bendir einnig til nánara sambands við aðalstöðvar kirkjunnar, en menn hefur áður grunað. Hér ber þvi enn að sama brunni um auknar likur fyrir merkum heimildum i sögu okkar, i skjalasafni hins „heilaga föð- ur”. Það væri vissulega engin goö- gá, að láta sér detta i hug, að þar væri að finna skjalfest um trúlega mesta afrek kaþólsku kirkjunnar á tslandi fyrr og siö- ar-setningu tiundarlaganna 1096. Vissulega var Gissur Iðeifs- son biskup mikill höfðingi, svo að sagnritarar hafa borið sér I munn, að hann hafi verið bæði •Oddur A. Sigurjónsson konungur og biskup yfir land- inu. En það þyrfti ekki að sýna neina óhóflega metnaðargirni hans, að hann hefði gert æðsta yfirmanni kirkjunnar rækilega grein fyrir athöfnum sinum i þessu efni. Beint samband föður hans við páfastól, gat og stutt rækilega hér að. Alkunna er, að kirkjutiundar- lög mættu afar mikilii mótstöðu hvarvetna i álfunni. Og það tók langan tima og kostaöi ærna baráttu að ná þeim fram viðast- hvar, nema á íslandi. Enginn skyldi halda, að öðrum eins heimsborgara og Gissuri bisk- upi hafi verið með öllu ókunnugt um þetta. Og það var engin ástæða til að setja ljós sitt undir mæliker. En að þessu slepptu, er sannarlega ekki úr vegi aö vikja að, hversu óramargt af söguleg- um gögnum kann enn að leynast og vera órannsakað, bæði er- lendis og jafnvel hérlendis einn- ig. Þetta er ekki sagt til að varpa neinni rýrð á þá fáu fræðimenn sem hafa varið æfi sinni i slíkar rannsóknir — fjarri þvi. En við vitum, að meira að segja gögn, sem hingað hefur verið skilað fyrir um hálfri öld, hafa framundir þennan tima alls ekki verið fullrannsökuö, ef þvi verki er þá lokið enn. Hér kemur vitanlega til frem- ur féskortur og aðstöðuleysi, en að áhuga hafi skort. En allt um það er ekki vanzalaust, að svo standi öllu lengur, sizt fyrir „söguþjóð”, ef hún vill ekki kafna undir þvi sæmdarheiti. Enn munu liggja dyngjur af skjölum og gögnum úti i Dana- veldi, máske viðar, varðandi verzlunar- og hagsögu okkar á fyrri öldum. Litlar likur eru til, þó nokkuð hafi verið I ýmislegt af þessu krukkað, að við eigum sanna heildarmynd af þessum mál- um, er þó hér ekki verið aö væna rannsóknarmenn um beina hlutdrægni. Það hefði hinsvegar verið mannlegt, meðan á sjálfstæðis- baráttu okkar stóð, að meira væri beinzt að þvi, sem gat orðiö okkur vopn i hendi en öðru. Við verjum ófafé til menntun- ar landsins barna, sem sannar- lega skal ekki eftir talið, ef að gagni kemur. En þaö væri hjátækt, að vinda ekki bráðan bug að þvi, meðan enn er timi til, að verja nokkru meira en nú er gert, til þess að fylla upp i þær eyður i sögu okkar, sem kostur er. Fordæmi Þórarins Þórarins- sonar, fyrrum skólastjóra, bendir á, að viða.geta vegamót- in legið. ■y.ýy.U í HREINSKILNI SAGT © Volkswagenéigendur Höfum (yrirliggjandi: Bretti — Huröir — Vélarlok — Geymshilok á-WoIkswagen I allflestum litum. Skipium á einútn degi meö \Iagsfyrirvara fyrir ákveöiö verö. Reyniö viöskiptin. Bitasprautun Garöars Sigmundssonar. JSkipholti 25 Simar 19099 og 20988.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.