Alþýðublaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 2
2 STJORNMÁL Föstudagur 12. nóvember 1976 HaXSö1 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. áskriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i lausasölu. TRYGGARI VINNA FYRIR ALDRAÐA OG ÖRYRKJA Hér á landi innheimtir ríkið 3 1/2% launaskatt, og renna 2% til Húsnæðis- málastjórnar, en hitt í ríkissjóð. Atvinnurekend- ur greiða þennan skatt af öllum launum starfsfólks síns. Um þessar mundir liggur fyrir Alþingi frumvarp til staðfesting- ar á áf ramhaldi þessarar skattheimtu. Enda þótt atvinnurekendur kvarti undan miklum launa- tengdum gjöldum, verður vart deilt um, að launa- skatturinn er óhjákvæmi- legur, sérstaklega sá hluti hans, sem rennur til Húsnæðismálastjórnar. Þingmenn Alþýðu- flokksins hafa flutt at- hyglisverðar breytinga- tillögur við stjórnarf rum- varpið um skattinn. Þeir leggja til, að öll laun greidd til þeirra, sem eru 67 ára og eldri, eða til fatlaðra, vangefinha, þroskaheftra og ann- arra, sem hafa 60% ör- orku eða meiri, verði undanþegin launaskattin- um. Ef þessar breytingar- tillögur alþýðuf lokks- þingmanna verða sam- þykktar, mun gamla fólkið og öryrkjarnir ekki fá hærra kaup en áður. Hins vegar mun það kosta atvinnurekendur minna að hafa þetta fólk í vinnu heldur en yngra fólk og heilbrigt. Með því að gera atvinnurekendum ódýrara að nota þetta vinnuafl, mun atvinnu- öryggi gamals fólks og öryrkja aukast og líkur þess á að fá störf verða meiri en áður. I þessu felst veigamikil umbót fyrir allstóran hóp fólks, sem ástæða er til að veita meiri og tryggari atvinnu en hingað til hefur verið. Vonandi skilja þing- menn stjórnarflokkanna þýðingu þessa máls og veita því liðsinni sitt. Gamla fólkið og öryrkj- arnir eiga skilið að fá meira atvinnuöryggi og auknar vonir um vinnu en verið hefur. RÍKISSTJÓRNIN TORVELDAR SMÍÐI DVALARHEIMILA ALDRAÐRA Árið 1973 setti Alþingi lög, þar sem meðal ann- ars var ákveðið, að ríkis- sjóður skyldi greiða þriðjung af bygginga- kostnaði dvalarheimila aldraðra, svo og tækjum og búnaði þeirra. Tveim árum síðar, 1975, setti þingið f yrir til- hlutan ríkisstjórnar lög um ýmis konar sparnað í rekstri ríkisins, og var eitt það, að fella niður þessa hlutdeild ríkissjóðs i byggingu dvalarheimil- anna. Mörg sveitarfélög höfðu hraðað byggingu ýmis konar bústaða fyrir aldraða í trausti þess, að ríkið stæði við loforð lag- anna og greiddi þriðjung kostnaðar. Við þetta var ekki staðið, og verða sveitarfélögin nú að bera kostnaðinn allan, sem er þeim þung byrði. í þessu sambandi er rétt að minnast þess, að á höfuðborgarsvæðinu eru reist stór og myndarleg dvalarheimili fyrir happ- drættisfé, sem safnað er um landið allt. Reykjavík og nágrannabyggðir hafa því mun betri aðstöðu en önnur sveitarfélög, og er það varhugavert mis- rétti. Sérstaklega verður að gæta þess, að draga ekki allt gamla fólkið frá heimabyggðum sínum til höf uðborgarinnar, heldur verður að skapa því að- stöðu til að eyða elliárun- um í heimabyggðum sin- um, ef það vill. Þingmenn Alþýðu- flokksins hafa flutt um það frumvarp á Alþingi, að aftur verði tekin upp sú regla, að ríkissjóður greiði þriðjung af kostn- aði við byggingu dvalar- heimilanna. Hefur þetta frumvarp fengið góðar undirtektir, til dæmis í á- skorun bæjarst jórnar Akraness á Alþingi og í einróma samþykkt Sam- taka sveitarf élaga á Vesturlandi. Munu sveit- arstjórnarmenn, sem bezt þekkja þetta mál, vera sammála um, að ó- hjákvæmilegt sé að rétta aftur hlut landsbyggðar- innar á þessu sviði, svo að margvísleg dvalarheimili aldraðra, stór og smá, geti risið í öllum lands- hlutum og gamla fólkið búið þar sem það sjálft vill síðustu árin, en hrek- ist ekki milli byggða. B. Gr. Áskriftarsfmi Alþýðublaðsins er 14900 EIN- DÁLKURINN Allir með strætó... Þeirri skoðun hefur oft veriö fleygt, að meö bættu leiða- kerfi strætis- vagna, tiðari ferðum, betri biðstöðum og lægra gjaldi mætti draga verulega úr notkun einkabila og spara þjóðfé- laginu þannig dýrmætan gjald- eyri. Auk þess myndi slik lausn draga úr umferðarslysum og slá á frest dýrum en óumflýjanlegum framkvæmdum til lausnar um- ferðarvandanum á höfuðborgar- svæðinu. Páll Bergþórsson viðraði þessa hugmynd enn einu sinni i Dag- blaðinu nýverið, og nú hefur Þjóðviljinn borið þetta undir Eirik Asgeirsson, forstjóra SVR. „Hann sagði að skv. reynslu er- lendis skipti fargjaldið minna máli en margt annaö. t erlendri könnun sem gerð var meöal far- þega i strætisvögnum kæmi fram að þeir settu t.d. tiöni ferða, með- alhraða vagna, þægindi i vögn- um, gönguleið að heimili, skýlis- aðstæður ofl, ofar en fargjaldið. 1 Róm var gerð tilraun með aö hafa ókeypis i vagna og leiddi hún til 5% aukningar i vögnunum og teldist það ekki mikið. Tilraun var lika gerð i Moskvu en horfið frá henni af þvi að slæpingjar og drykkjumenn settust að i strætis- vögnunum og héngu þar allan daginn. í Reykjavik hefðu starfs- menn strætisvagna og lögreglu- þjónar frikort i vagnana en virt- ust þó nota einkabila til jafns við aðra. . Eirikur var ennfremur spurður að þvi hvort gert hefði verið upp kostnaöardæmið einkabill gegn strætisvagni og þá teknir allir lið- ir inn td. slit á götum, bensín- eyðsla osfrv. Eirikur sagði svo ekki vera en þetta dæmi væri i si- auknum mæli tekið með i reikn- inginn þegar borgir væru skipu- lagðar og frá þjóðhagslegu sjón- armiði léki enginn vafi á þvi að strætisvagnaferðir borguðu sig betur en einkabilaferðir. En eina ráðið til að auka farþegafjölda strætisvagnanna virtist vera að þrengja að einkabilnum með þvingunum td. með þvi að fækka bilastæðum. En hvað þá um að auglýsa bet- ur strætisvagnaþjónustuna? Um það atriði sagði Eiríkur að hefði mikið verið rætt á fundum en skv. reynslu erlendis væri það talið skipta afarlitlu máli. Gerð hefði verið könnun á þvi hvað kostaði að auglýsa i fáein skipti dálitið myndarlega I dagblööunum hér en komið i ljós aö það kostaði 1 1/2 miljón sem væri há tala. Engin ákvörðun hefur þvi verið tekin um auglýsingaherferö. Þá sagði Eirikur að sums stað- ar erlendis væru seld mánaðar- kort eöa ársfjóröungskort sem giltu i strætisvagna og hefði það aðallega verið gert til að létta af bilstjórum vinnu viö að skipta peningum. Hér væru notaðir mið- ar og ekki skipt peningum og væri sú aðferö slxt lakari. Ekki taldi Eirikur að árskort yrðu til að auka að ráði farþegafjölda. Að lokum kvartaði Eirikur und- an þvl að þegar pólitikusar væru að gagnrýna strætisvagnakerfið, hvar I flokki sem þeir stæðu, væri það yfirleitt af lltilli reynslu þvl að þessir menn ættu undantekn- ingalaust einkabila og stigju aldrei fæti upp i strætisvagn.” í hóp'inn Bætist í vaxandi hóp nyrra askrifenda Alþýóublaósins. Askrift erodyrari en lausasala — og tryggir blaðió heim á hverjum morgni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.