Alþýðublaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 12. nóvember 1976 HleSkT Hrafn Bragason, borgardómari: DÓMSTÓLASKIPUNIN ÞRIÐJI HLUTI Hér er einmitt komið að tveimur veigamestu röksemd- unum fyrir breyttri dómstóla- skipun. Mikilvægaster.að ný og breytt dómstólaskipun uppfylli a.m.k. þessi tvö skilyrði: 1. Leiði til hraðvirkari meðferðar dómsmála og 2. Geri dómsvald- ið óháð framkvæmdavaldinu eftir þvi sem kostur er. NUtima þjóðfélag býður sifellt upp á flóknari dómsstörf. Mikil- vægt er, að hæfir menn fái næg- an tima, til að sinna þessum störfum og vel sé að réttindum þeirra búið. Einfaldari mál, sem einnig aukast með hverju árinu sem liður, verða hins vegar að fá sem hraðasta með- ferð. Á þennan hátt sýnist rétt- indum borgaranna best borgiö. II. Kafli Núverandi dómsmálaráð- herra skipaði skömmu eftir að hann tók við embætti, i tið fyrri stjórnar, fjögurra manna nefnd til þess að „endurskoða núver- andi dómaskipun og athuga um ráð til þess að flýta meðferð dómsmála.” Nefnd þessi leysti af hólmi svokallaða, réttarfars- nefnd, sem meðal lögfræðinga gekk undir nafninu, „Stóra nefndin.” Nefnd þessi var við lýði frá fyrri hluta sjötta ára- tugarins og þar til núverandi nefnd tók við, og hafði likt ef ekki sama starfssvið. Við „Stóru nefnd” þessa voru á sin- ,um tima tengdar nokkrar von- ir, en starfi hennar sér litinn stað i löggjöf rikisins. Vonir eru einnig tengdar starfi núverandi nefndar. Hins vegar þykir lög- mönnum og héraösdómurum i Reykjavik, sem einhverjir nefndarmanna hefðu mátt vera úr þeirra röðum. Arangur af störfum nefndarinnar hefur veriðað koma i ljós, sérstaklega nú á allra siðustu mánuðum, og sér þess þvi nokkurn stað, að áður prófessor i réttarfari á sæti i nefndinni. Þau störf nefndar- innar, sem hér skipta máli eru: Frumvarp til lögréttulaga. Frumvarp til laga um breyt- ing á lögum nr. 85/1936 um með- ferð einkamála i héraði. Frumvarp til laga um rann- sóknarlögreglu ríkisins. Frumvarp til laga um breyt- ing á lögum nr. 74/1974 um með- ferð opinberra mála. Frumvarp til laga um breyt- ing á lögum nr. 74/1972 um skip- an dómsvalds i héraði. lögreglu- stjórn, tollstjórn o.fl. Meginmarkmið allra þessara frumvarpa á að vera bætt dóm- sýsla, en rétt er að vekja athygli á þvi, að þau mynda ekki eina heild. Tvö hin fyrstu varða að miklu leyti meðferð einkamála, enda þótt lögrétta eigi einnig að fara með opinber mál, þvi sam- kvæmt uppbyggingu þessa nýja dómstóls mundu einkamál verða yfirgnæfandi verkefni hans. Betur verður fjallað um lögréttu siðar i þessu erindi. Rétt er þó aö benda á, aö réttar- farsnefnd hefur i athugasemd- um við frumvarp til lögréttu- laga talið að lögtaka ætti þessi tvö frumvörp um leið. Rétt er að leggja áherslu á, að jafnvel þótt mönnum sýnist ekki rétt að lög- taka frumvarp til lögréttulaga án nokkuð verulegra breytinga a.m.k., viröist einsýnt aö lög- taka eins fljótt og auðið er reglur frumvarps til laga um breytipgu á lögum nr. 85/1936 um meðferð einkamála i héraði. Ætti tæpast að vera mikil andstaða gegn þvi, þar sem hér eru á ferðinni tillögur, sem mikið hafa verið ræddar meðal dómara og lögmanna. Virðist hafa rikt nokkur einhugur um tillögur i þessa átt. t.d. gengur þetta frumvarp mjög til móts við þær tillögur, sem uppi hafa verið á langstærsta einkamála- dómstóli landsins, Borgardómi Reykjavikur. Hin frumvörpin þrjú varða breytta skipan á rannsókn sakamála. Þau frum- vörp mynda eina heild. Hér virðist stefnt i rétta átt, en frek- ari breytinga er hér þörf. Með nokkrum mikilvægum breyting- um virðist þó mega lögfesta þetta skref. Verður litillega vik- ið að þessu siðar. Hér á eftir verður fjallað mjög almennt um framtiðar dómstólaskipunina. Gallar nú- verandi skipunar og saga henn- ar verður hér ekki rakin framar en gert hefur verið, heldur að megin stefnu litið til framtiðar- innar og komið aö hugmyndum til umhugsunar. Þess skal strax getið, að undirritaður birti grein i Timariti lögfræðinga um þetta efni 1969, og má þar lesa þáver- andi hugmyndir hans. Hug- myndir, sem þar eru raktar eru að miklu leyti i fullu gildi, en ár- in, sem liðin eru, hafa breytt hér töluverðu, sérstaklega varðandi liklega byggðaþróun i landinu. Þannig eru atriði, sem vert er að leggja áherslu á, ef til vill nokkuð önnur i dag en þá. Benda má á, að hugmyndir um svo- kallaða byggöakjarna og hug- myndirum stækkun umdæma á ýmsum sviðum eru ekki eins áberandi nú og þá. Val milli byggða hefur alls ekki farið fram, stórfelld atvinnutæki hafa á alsiðustu árum verið keypt til nær hverrar smávikur. Ahugi á skipulegri uppbyggingu lands- byggöarinnar virðist hafa dvin- að. Hver þróun verður á þessu sviði er þvÞljós og erfitt að hafa nokkra stoð af spádómum þar að lútandi, en það reyndi undir- ritaður einmitt 1969. Verkefni það sem her liggur fyrir er þriþætt: II. 1. Hver cr heppileg umdæmaskipting dómstóla og skyldra cmbætta og hverjir eiga þessir dómstólar að vera? II. 2. Hver á að vera framtiðar- verkefnaskipting milli þessara embætta? II. 3. Hvernig á að manna þess- ar stofnanir? II. i. Það blandast vist engum hugur um, að framkvæmdar- valdið þarf sinar stofnanir, ekki aðeins hér i Reykjavik, heldúr einnig um allt land. Byggðir ut- an Reykjavíkur hafa á siðari árum i sivaxandi mæli haft uppi kröfur um aukna þjónustu rikisins á staðnum. Fleiri staðir hafa hlotið kaupstaðarréttindi en áður. Ástæður slikrar umsóknar eru þá m.a. ósk um aukna þjón- ustu rikisins á staðnum. Staðirnir vilja sinn lögreglu- stjóra, sinn bæjarfógeta. Hér þykir rétt að byggja á þvi, að betta gamla embætti haldist, en einkenni þess sem fram- kvæmdarvaldshafa aukin, en dómsvald þeirra skert. Hins vegar ætti að athuga staðar- mörk þessara gömlu umdæma vendilega. Frá þvi er mörk sýslna voru dregin hefur orðið slik bylting i byggða- og sam- gönguþróun, aö óverjandi er að athuga ekki hvort núverandi umdæmi eru öll nauðsynleg, hvort ekki sé þörf einhverra nýrra og hvort markalinur eru rétt og heppilega dregnar. Athuga veröur þá, hvaða héruö eiga best saman um samgöng- ur, hvert er samstarf milli hér- aða á öðrum sviðum, hvert héruðin sækja verslun sina, og hver er heppileg þróun i byggðamálum. Hugsanlega má spara þjóðinni embætti, veröi fjármagn I staöinn lagt til sam- gangna. Hér verður hins vegar ekki kynnt undir vonir um að fækka megi sýslumanns- og bæjarfógetaembættum aö þvi er heildina varðar, heldur mun hitt, að þeim muni fjölga á kom- andi árum. Þá er komið að hugmyndum um, hvernig skipa megi um- dæmum dómsvaldsins. Hafa verður i huga, að rétt má vera að skilja einhvern hluta dóms- valdsins eftir hjá sýslumönnum og bæjarfógetum, og þar megi gera og ná þó fram aðskilnaði dómsvalds og framkvæmda- valds að mestu leyti, en það hlýtur samkv. framansögðu að v^ra annað höfuðmarkmið breyttrar skipunar. Hér skal þá fyrst nefnd sú hugmynd, sem flestir munu sammála og það er að leggja núverandi dómþinghár hrepp- anna niður i einkamálum og hafa þinghárnar miklu mun stærri. Gæti hér farið saman dómþinghá og umdæmi sýslu- manns og/eða bæjarfógeta, þó er það ekki alveg nauðsynlegt, þætti t.d. heppilegri að halda sömu skipan og i sakamálum og láta lögsagnarumdæmin mynda dómþinghá. Hér skulu þvi næst taldar upp nokkrar hugmyndir um, hvernig skipa má dómsvaldinu i stofnanir. Hér verður gengiö út frá þvi, að dómstig verði i raun aðeins tvö, undirréttur og eitt áfrýjunardómstig. Rök þess eru að fleiri dómstig auka kostnaö og seinka meðferö mála. Hér veröa taldar fimm hugmyndir um skipan undirrétta. II. 1. 1. Héraðsdömar verði tveir a) Reykjavik og Seltjarnarnes b) byggðin utan þessa svæðis. Aðalaðsetur beggja dómstólanna mundi þá verða við Faxaflóa. Það, sem mælir með þessari tillögu, er að meginhluti dómsmála kemur upp á þessu svæði. Flestir Iög- menn hafa set hér að. Allra leið- ir virðast nú liggja til Reykjavikur. Stofnanirnar verða báðar stórar og heppi- legri starfsskiptingu verður þannig viðkgmið. Gallar eru hinsvegar helstir þeir, að lögmenn mundu siður setjast að utan Faxaflóasvæðis- ins. Þá mundu störfum við ann- an dómstólinn fylgja mjög mikil ferðalög, sem óvinsæl yrðu til lengdar. Frá þessum dómstól- um væri málum áfrýjað til Hæstaréttar. II. 1. 2. Þá er sú hugmynd að skipta landinu i gömlu fjórðung- ana eða önnur álika umdæmi. Þannig yrðu héraösdómarnir fjórir. Vegna þess, hve byggðin dreifist misjafnlega um landið og a.m.k. Vestfirðir og Vestur- land eiea erfiðleea saman um samgöngur, er þessi skipting gölluð. Þá fellur hún ekki saman við aðra umdæmaskiptingu i landinu. Hins vegar má hugsa sér, að nægj'anleg verkefni kæmu I hlut hvers dómstóls, fer það þó eftir þvi, hvernig verk- efnum verður skipt. II. 1.3. Þá er sú hugmynd að láta hvert kjördæmi vera sjálf- stætt umdæmi, hvert með sinn héraðsdóm. Þetta er sú lausn, sem undir- ritaður hallaöist helst að 1969. Hún hefur lika margt sér til á- gætis og mup að öllum likindum ganga i augun á þingmönnum utan Reykjavikur eða ætti að gera það. önnur umdæmaskipt- ing landsins mundi styrkja þessa skiptingu. Auk kjör- dæmaskiptingarinnar eru skatt- umdæmin þau sömu, nema hvaö Vestmannaeyjar eru sjálfstætt skattumdæmi. Samstarf er með sveitarstjórnum i hverju kjör- dæmi og samdar hafa verið landshlutaáætlanir eða eru i samningu og að mestu miðaðar við kjördæmin. Fjarlægðir eru ekki óyfirstiganlegar, og menn eiga hvort sem er ferð um svæö- ið. Hins vegar virðist sem nú- verandi byggðastefna megni ekki að sporna við þeirri sivax- andi hneigð að gera Reykjavik i öllu tilliti að stjórnmiðstöð landsins, en 1969 virtist mikili á- hugi á breyttri stefnu i þessu efni. Stjórnmálamenn okkar virðastekki hafa vilja eða kraft til að skapa ákveðna stefnu hér aðlútandi.vilja i þessu tilliti sem öðrú, láta leiðast af lýðnum en ekki að leiöa hann. Þá eru Vest- fjarða- og Austfjarðakjördæmi enn það fámenn, aö menn eru ekki sannfærðir um að nægjan- leg verkefni finnist þar fyrir einn dómara hvað þá fleiri. Fer þó þetta nokkuð eftir þvi, hvern- ig störfum verður skipt milli embætta dómara og embætta sýslumanna og bæjarfógeta. II. 1. 4.Þá er fjórða lausnin sú að stofna nýjan dómstól fyrir landiðallt, sem verði eins konar millistig héraðsdóms og Hæsta- réttar. Hugsanlegt er, að þetta verði eingöngu áfrýjunardóm- stóll, sem þannig létti á Hæsta- rétti. Hitt er miklu raunhæfara að skipa málum svo, að i raun séu dómstig tvö. Nýi dómstóll- inn virki þá aðallega sem áfrýj- unardómstóll gagnvart héraðs- dómi, en væri jafnframt fyrsta dómstig i ákveðnum málaflokk- um t.d. stærri einkamálum og dæmdi i þeim opinberum mál- um, þar sem fram fer munnleg sókn og vörn. Hæstiréttur væri svo áfrýjunardómstóll i þeim málum, sem þessi dómstóll dæmdi á fyrsta dómstigi. Auðvitaö má hugsa sér tvo slika dómstóla, annan þá t.d. fyrir Suður- og Vesturland hinn fyrir Norður- og Austurland. 1 frumvarpi til lögréttulaga gerir réttarfarsnefnd tillögu um ein- hvers konar útgáfu af þessu fyr- irkomulagi. Fyrirmyndar er að leita i Danmörku og tekið litið breytt þaðan. Kostir þessarar skipunar eru þeir helstir, að hún léttir á Hæstarétti, sem við nú- verandi ástand virðist nauðsyn- legt. f Danmörku hafa líkir dómstólar fast aðsetur. Réttar- farsnefnd leggur til, að dómstól- ar þessir heiti „lögréttur” og aðallega að þrir dómarar fari með hvert mál. Samkvæmt til- lögum nefndarinnar eiga lög- rétturnarað fjalla um dómsmál ýmis sem fyrsta eða annað dómstig. Fram kemur i grein- argerð, að nefndin hyggst tak- marka aögang að Hæstarétti þannig, að mál, sem lögð verða fyrir lögréttu sem annað dóm- stig, eigi ekki aðgang að Hæsta- rétti. Tillögur nefndarinnar eru allrar athygli veröar, en þær virðast mótast of einhliða af nú- verandi álagi Hæstaréttar. Fyr- ir Hæstarétti liggja nú ódæmd mál, sem talin eru svara til hátt i árs vinnu réttarins. Hvort hér er um varanlegt ástand að ræða skal ósagt látið eða hvort réttur- inn afkastar nú jafn miklu og stundum áður og hver sé þá á- stæðan til þess. Afgreidd mál réttarins, dóm- ar og úrskurðir voru á 10 timabili þessi: ára 1965 133 1970 151 1966 147 1971 144 1967 156 1972 118 1968 163 1973 130 1969 201 1974 127 Afköst réttarins virðast þvi a.m.k. ekki aukast. Benda má á. að mál, sem fyrir réttinn eru ari með auknum þjóðfélagsu svifum. Þá má velta þvi fy sér, hvort alltaf hafi verið höf huga .rétt sjónarmið við \ manna i réttinn. Auðvitað ve ast þangað ekki nema hæ menn, en lögfræðin er orðin s víðfemur starfsvettvangur velja verður samsetningu ré arins með það i huga að reyns þeirra, sem þar veljast sama komi sem best að gagni v lausn verkefnanna. Enginn n þó skilja þetta svo, að ekki þörf á að létta álagi af Hæst rétti. Þar sem lausnum ha verður ekki breytt, er mikið i húfi, að mál hljóti þar vandlega meðferð og réttinum sé ekki i- þyngt meö litilsverðum málum. Hér þykir það þó gagnrýni- vert, að nefndin hafi ekki litið meira en raun ber vitni til vand- kvæða stærstu héraðsdómstól- anna. Fylgifrumvarp frum- varps til lögréttulaga þ.e. frum- varp til breytinga á lögum nr. 85/1936 um meðferð einkamála i héraöi, er afy visu góðra gjalda vert og kemur til með að bæta núverandi meðferð einkamála, en spurning er hvort þessi með- ferð mála henti ekki lögréttu og nefndin hefði átt að gera tillögur um mun fljótvirkari meðferö ■mála við núverandi héraðsdóm- stóla sbr. siðar. . Sé litið á skipulag lögréttu, eins og það hefur orðið i meðför- um nefndarinnar, þykir gagn- rýnivert, að það á sbr. 3. gr. frumvarpsins að verða' aðal- regla, að þrir sitji i dómi. Þetta er að visu svona i „Landsrett- en” i Danmörku, en Island er þaö fámennt riki, að það þolir ekki nema takmarkaða yfir- byggingu. Það virðist lika alveg nægjanlegt að láta einn dómara fara með mál i lögréttu sem aðalreglu. Hér er ekki um end- anlega dóma að ræða, nema i einfaldari málum það virðist hingað til ekki hafa komiö svo mjög að sök, að aðeins fari einn löglærður dómari með mál i héraðsdómi og þetta eru ekki nýir málaflokkar, sem leggja á fyrir lögrétturnar. Nægjanlegt virðist að hafa heimild til þess, að fleiri dómarar sitji i dómi i stærstu málum. Þá hafa þau mistök átt sér stað um framlagningu þessa frumvarps, að þvi hefði þurft að ■fylgja frumvarp til breytinga á lögum nr. 74/1972 um skipan dómsvalds i héraði, lögreglu- stjórn, tollstjórn o.fl., þar sem mælt væri fyrir um hvernig fara ætti með núverandi 1 dómara- embætti. Verði frumvarp til lög- réttulaga lögtekin virðist ein- sýnt, að ekki verði i náinni framtið þörf fyrir eins marga embættisdómara við hlið for- stöðumanna núverandi dóm- stóla. Þetta gildir að visu aðal- lega um Borgardóm Reykja- vikur, en einnig að einhverju leyti um Sakadóm Reykjavikur og héraðsdómstólana á Akur- eyri. Kópavogi, Hafnarfirði og Keflavik. Það virðist þvi einsýnt að reyna að stuðla að flutningi manna á milli þessara embætta og dómaraembættanna i Lög- réttu. Réttarfarsnefnd bendir að visu i greinargerð á þennan möguleika, en hefði átt aö gera ákveðnar tillögur I þessa átt, þvi telja veröur eðlilegt, að alþing- ismenn verði ekki ginnkeyptir fyrir auknum kostnaði við dóm- stólana. Dómstólar hljóta að visu i næstu framtiö að baka rikinu meiri kostnað en nú, eigi þeir að ráða við verkefni sin, en með lagni og réttum tillögu- flutningi má þó án mikils kostn- aöarauka ná fram æskilegum breytingum á dómstólaskipun- inni. Niðurstaðan verður þvi sú, að réttarfarsnefnd geti veriö á réttri leiö, en breytingar hennar verði aö vera nokkru róttækari. Breytingar þurfa þó ekki aö verða miklar á frumvarpi til lögréttulaga, til þess að þær hljómi mun betur og valdi ekki misskilningi um, að þar sé verið að stórauka kostnað af dómstól-, um. Sjá lausn II. 1. 5hér á eftir. II. 1. 5. Þá skal hér bryddað upp á fimmtu hugmyndinni, Hún er sú að sjóöa upp úr tillög- um 3 og 4' eina tillögu, sem ekki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.