Alþýðublaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 3
bíaSjó* Föstudagur 12. nóvember 1976_ _______VERKALYDSMAL 3 Baráttudagur grunnskólakennara í Vestmannaeyjum: Ollum réttindalausum kenn- urum verði gefinn kostur á að afla sér réttinda Kennarar viö grunnskólann i Vestmannaeyjum fela stjórnum S.Í.B., L.S.F.K. og B.H.M. og samninganefndum að vinna að eftirfarandi atriðum með næstu samninga i huga. l.Starfsheitið kennari verði lögverndað. Þeir einir kenni á grunnskólastigi sem til þess hafa full rétt- indi, og hafi þeir sömu laun. (Punktakerfið verði afnumið). Það er athyglisvert hver munur er á þvi hvernig ráðinn er starfskraftur til bygg- inga skólahúsnæðis annars vegar og þess starfsliðs sem annast skal uppfræðslu barn- anna hins vegar. Það þættu nokkur tiðindi ef i ljós kæmi að 25% raflagna i skólahúsum væru verk manna sem ekki hefðu sérmennt- un á þvi sviði. E.t.v. myndum við una þeim verkum þar til færi að kvikna i og orsakimar kæmu i ljós. Engum dettur i hug að taka slika áhættu. Samt er hliðstæð áhætta tekin um velferð barnanna hvað menntun þeirra áhrærir. Liðst það e.t.v. þar sem hvorki glatast mannslif né fjármunir beinlinis, heldur kemur tjónið fyrst og fremst niður á þeim einstaklingum sem fyrir verða i skertum framtiðar- möguleikum og tilfinningalegum áföllum. Með þessu er ekki sagt að all- ir réttindalausir kennarár séu lélegir kennarar. Mörg dæmi eru um hið andstæða. bað er þvi augljós sanngirniskrafa að jafnframt þvi sem tekið verði með öllu fyrir ráðningar rétt- indalausra i kennslustörf, verði þeim sem nú starfa réttinda- lausir gefinn kostur á að ná réttindum með námi á nám- skeiðum i eða utan skóla og verði þá tekið tillit til fyrri menntunar og starfsreynslu. Væri markvisst að þessu stefnt og ákveðinn aðlögunar- timi ákveðinn (2—3 ár), væri grundvöllur skapaður fyrir sameiningu kennarafélaga á grunnskólastigi. 2. Sama kennsluskylda skal vera i grunnskólanum öllum. bað hefur verið landlægur hugsunarháttur að kennsla sé þeim mun auðveldari og létt- vægari sem nemendurnir eru yngri. Endurspeglast þetta i mismunandi kennsluskyldu á hinum ýmsu skólastigum, minnkandi eftir þvi sem ofar dregur. bær rannsóknir sem efstar eru á baugi og einfarið er geng- ið út frá i almenna hluta nýút- kominnar námsskrár (sjá bls. 8—15) benda til, jafnvel sanna að markvisst kennslustarf er sizt auðveldara þegar yngstu nemendurnir eiga i hlut þar sem hugsun þeirra er svo ólik hugsun kennarans sem raun ber vitni. 3. Einhliða ákvörðun rikisvalds- ins um lengingu starfstima kennara veröi hrundið. Engri stétt annarri en kenn- urum hefur verið sýnd sú litils- virðing að atvinnuveitandi ákvarði einhliða lengingu á vinnutima án þessað laun komi fyrir. betta sýnir að svokallað- ur samningsréttur sem samið var um i siðustu samningum er einungis i orði en ekki á borði. Er ömurlegt til þess að vita að rikisvaldið, sem á að gæta rétt- ar þegnanna skuli verða fyrst allra til að traðka á siálfsögð- um mannréttindum. Teljum við að ekki hafi verið tekið tillit til þessarar lengingar og krefj- umst þess að þessir dagar verði greiddir ef þeir verða unnir. 4. Reglugerðir um skólahald brjóti ekki i bága við anda grunnskólalaganna. 1 lögum um grunnskóla segir að „Grunnskólinn skuli leitast við að haga störfum sinum i sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuöla að al- hliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins. Við teljum að það reglu- gerðarákvæði að meðaltala nemenda i bekk skuli vera 28 sé gróft brot á annarri grein grunnskólalaganna. bað sé ekki á nokkurs manns færi að sinna hverjum einstaklingi svo fullnægjandi sé i svo fjölmenn- um bekk. baðan af siður ef stuðningskennsla i núverandi mynd á að hverfa og bekkjar- kennari alfarið að sinna sér- þörfum nemenda I hópi „fastra vinnufélaga” eins og hin nýja aðalnámsskrá virðist gera ráð fyrir. 5. Samtök kennara kynni störf þeirra. Almenningur telur að vinnu- timi kennara sé stuttur og laun góð miðað við hann. betta staf- ar fyrst og fremst af þekk- ingarleysi almennings á skóla- starfinu. A þessu má ráöa bót með sterkum, lögvernduðum heildarsamtökum kennara og öflugri kynningarherferð til styrktar stööu kennarans i þjóðfélaginu. Störf kennara eru mjög vanmetin. Til þess liggja ótal ástæður. M.a. eru réttindalaus- ir kennarar hiklaust ráðnir i stöður og þær oft á tiðum ekki auglýstar aftur, þó lög kveði á um að svo skuli gert. betta ger- ir það að verkum að al- menningi finnst að hver sem er geti stundað kennslu. Ekkert annaö stéttarfélag liður slikan ágang á hagsmuni félaga Ályktun kennarafundar í Glerárskóla á Akur- eyri 8. nóvember 1976 í dag gengur kennarastéttin i grunnskólum landsins fram til * samstilltrar baráttu. Kennarar hafa sýnt það I undangengnum árum að þeir eru seinþreyttir til vandræða, en svo má brýna deigt járn að blti. Tal menntamálaráðherra um löglausa baráttu stéttarinnar verkar eins og klámhögg, þegar þess er gætt að hann hefur sýnt litinn skilning og ekkert framtak til að koma til móts við stétt okkar. i stað þess að ganga heiðarlega til samninga við okkur hefur rikisvaldið beitt fyrir sig ósvifinni samninganefnd og hlutdrægum kjaradómi æ ofan i æ. Arangurinn þekkja all- ir. Menntamálaráðherra ætti a.m.k. að skilja það óðrum fremur að það er ekki menntun og menningu þjóðarinnar til framdráttar að láta kennarastéttina troðast undir i launa- og kjaramáium. Landsföðurlegt tal æðstu valdsmanna þjóöarinnar um erfiða tima og litla greiöslugetu verkar ekki sannfærandi þegar jafn- framt gefur að lita milljarðasóun fjármuna á öðrum sviðum. 2 3 Með vaxandi ugg hefur kennarastéttin fylgzt með framvindu kjara- og réttindamáia sinna auk almennrar þróunar f skóla- málum. Kennaraskólinn hefur á undanförnum árum verið hafður að leiksoppi misviturra stjórnvalda og er ná aðeins að hluta til fagskóli og útskrifar orðiðalltof fáa kennara. bað ásamt hrak- smánarlegum kjörum kennara veldur þvi að sfvaxandi fjöldi réttindalauss fólks skipar nú kennarastöður um alit land. Handahófskennd vinnubrögö við röðun I launaflokka verkja furðu og hneykslun. Engin önnur stétt, sem okkur er kunnugt um, veröur að sæta þvi að langþjálfaðir menn með tilskylda starfsmenntun séu settir neðar I launastiga en nýútskrifaðir viðvaningar i starfsgreininni. bað hlýtur einnig aðteljast misskilin hagsýni að gera þannig við kennara að úr stétt þeirra hrekist mikill hluti þess fólks, sem menntazt hefur og þjálfazt til starfsins, þess starfs sem a.m.k. á hátiðlegum stundum er taliö eitt hið þýðingarmesta og vandasamasta, sem menn fást viö. bað dugar skammt að orna sér við drauma um glæsilega og fjölbreytta æðri menntun i þessu landi, ef valdsmenn skortir andlega stærð til að skilja og viöurkenna I verki mikilvægi góðrar undirstöðumenntunar. sinna. Utanríkisráðuneytið óskar að ráða ritara til starfa i utanrikis- þjónustunni frá og með 1. janúar 1977. Umsækjendur verða að hafa góða kunn- áttu og þjálfun f ensku og a.m.k. einu öðru tungumáli. Fullkomin vélritunarkunnátta áskilin. Eftir þjálfun i utanrikisráðuneytinu má gera ráð fyrir að ritarinn verði sendur til starfa i sendiráðum Islands erlendis þeg- ar störf losna þar. Eiginhandarumsóknir með upplýsing- um um aldur, menntun og fyrri storf verða að hafa borizt utanrikisráðu- neytinu, Hverfisgötu 115, Reykjavik, fyrir 20. nóvember 1976. U tanrikisr áðuney tið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.