Alþýðublaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 14
14 LISTIR/MENNING Föstudagur 12. nóvember 1976 u* ó Nýjar bækur: Lewis og Clark og ferðin yfir Norður-Ameríku eftir David Holloway í þýð- ingu Örnólfs Thorlacius Bókaútgáfan örn og örlygur hefur gefið út þriðja bindið i bókaflokknum Frömuðir landa- funda, sem Sir Vivican Fuchs rit- stýrir og nefnist það LEWIS OG CLARK og ferðin yfir Norður- Ameriku. Aður eru komnar i þessum flokki bækurnar MAG- ELLAN og fyrsta hnattsigling og KAPTEINN SCOTT og harmleik- urinn á Suðurskautinu. I bókinni eru 116 myndir sem sýna mannlif og landslag i „hinu villta vestri” á þeim árum er stór hluti Norður-Ameriku var enn ó- kannaður. Sá leiðangur sem hér er sagt frá er ekki jafn viðfrægur og hnattsigling Magellans eða pól- ferðir þeirra Amundsens og Scotts. Þó jafnast fáar landkönn- unarferðir á við ferðalag þeirra Lewis og Clarks um sögulegt mikilvægi — og fáar ferðasögur eru fróðlegri og skemmtilegri en saga þeirra leiöangurs. Þessi bók greinir eigi aðeins frá frækilegri könnunarferð. Saga þessarar ferðar er jafnframt saga fágætrar samvinnu og sam- heldni. Vinátta og gagnkvæmt traust Meriwethers Lewis og Williams Clarks brást aldrei á' langri og stundum erfiðri leið. Leiðangur þeirra markar þátta- skil i sögu Bandarikjanna: i fyrsta sinn horfðu bandarikja- menn til vesturs um frekari út- þenslu rikis sins. Er Thomas Jefferson haföi látið kaupa af frökkum óhemjuvið- áttulands, sem þá nefndist Louisiana, vestur af Missisippi- fljóti, gerði hann út leiðangur undir stjórn Lewis og Clarks að kanna þessar nýfengnu lendur og komast allt til Kyrrahafsstrand- ar. Þeir ferðuðust hátt á annan tug þúsunda kilómetra um ókann- að land og sættu oft harðræði, rysjóttu veöri og ýmsum háska. Á þriggja ára ferð þeirra dó aöeins einn þeirra og einungis einn strauk. Siöari hluta árs 1804 lagði hópurinn af stað frá St. Louis upp Missourifljót i leit að ókunnum upptökum þess. Atján mánuðum siðar voru þeir við mynni Colum- biufljóts á strönd Kyrrahafs. Þeir höfðu ferðast, mest á barkarbát- um, um torfær en stórkostleg svæði inn á meginlandi Norður- Ameriku, hitt þar fyrir fjölmarg- ar þjóðir indjána, sem sumar hverjar höfðu aldrei fyrr kynnst hvitum mönnum,og lent i aðstæð- um sem kröfðust ýtrasta snar- ræðis og hugrekkis. Þeir sneru við og komust aftur til St. Louis haustiö 1806 og höfðu þá meðferð- is verðmætt safn sýna og visinda- legra athugana. Ritstjóri þessa nýja og mynd- skreytta bókaflokks, er fjallar um ævintýri hinna miklu landkönn- uða, sir Vivian Fuchs, er fyrir löngu kunnur fyrir að hafa veitt forustu ýmsum meiri háttar leið- angrum á vorum dögum, þ.á m. visindaleiðangri þvert yfir Suður- skautslandið á árunum 1955-1958, en það var i fyrsta skipti sem sú leið var farin. Bókin er sett i prentstofu G. Benediktssonar en prentuð og bundin i Bretlandi. Fjölbreytt dagskrá Kammersveitarinnar í vetur TVÖ VERK FRUMFLUTT Kammersveit Reykjavíkur er nú að hefja sitt þriðja starfs- ár. Starfsemi sveitar- innar verður með liku sniði nú og verið hefur. Haldnir verða fernir reglulegir tónleikar. Fyrstu tónleikar vetrarins verða haldnir 14. nóvember. Verða þar eingöngu flutt tónverk, samin á þessari öld. Tónverkin eru misgömul, en yngst er verk Leifs Þórarinssonar, Angelus Domini. Aðrir tónleikar verða 12. desember i Kristskirkju. Þeir tónleikar eru helgaöir barokktón- list. Ekkert verk þessara tón- leika, utan jólakonsert Corellis, hefúr áður verið flutt hér á landi. A þriðju tónleikum kammer- sveitarinnar, sem haldnir verða 20.febrúar verður frumflutt við- frægt verk eftir Oliver Messiaen. Verkið nefnist Quatuor pour la fin du Temps. Verk þetta samdi Messianen i striðsfangbúðum i seinni heimstyrjöldinni. Seinustu tónleikar vetrarins verða svo 27. marz 1977. 26. marz er 150. ártið Beethovens, og verða tónleikarnir einnig minningar- og hátiðatónleikar. Flutt verður ma. Septett op. 20 eftir L.v. Beet- hoven. A þessum hátiðatónleikum verður einnig frumflutt tónverk eftir norska tónskáldið KetilSæ: verud, en Sæverud samdi verkið sérstaklega fyrir kammersveit- ina og nefnist það Tilbrigði fyrir Kammersveitina. Þriðja tónskáld lokatónleikanna verður Jón Leifs, en eftir hann verður flutt Mors et Vita. Allir tónleikar Kammer- sveitarinnar verða haldnir i sal Mentaskólans i Hamrahliö, nema desembertónleikarnir, sem verða eins og fyrr segir i Kristskirkju. Aðgangur að tónleikunum er kr. 800 á einstaka tónleika, en hægt er að fá áskrift að öllum fernum tónleikunum á kr. 2.400. Börnum og skólanemendum verður veittur afsláttur, geta þau fengið áskriftarkort á kr. 1.500 og einstaka miða á kr. 500. Askriftarkort eru til sölu i bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar og á fyrstu tónleikum kammer- sveitarinnar. —AB Tækni/Vísindi I þessari viku: Virkjun bylgjuorku 4. Mikil aðsókn að SÓLARFERÐ alltaf fyrir fullu húsi Óvenja mikil aðsókn hefur verið að Þjóðleikhúsinu i októbermánuði, alls komu um 15 þúsund manns á sýningar leikhússins. Fádæma aðsókn hefur verið að hinu nýja verki Guðmundar Steinssonar, SÓLARFERÐ, sem verður sýnt i 25. skipti á laugardagskvöldið. Hefur verið uppselt á allar sýningar verksins til þessa og leikritinu veriö mjög vel tekið. Þetta er þriðja verk höfundar, sem sýnt er i Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri er Brynja Benedikts- dóttir og hefur miklu lofsorði verið lokið á leikstjórn hennar i sýningunni. Aöalhlutverkin, hjónin Ninu og Stefán, sem eru i sólarfrii á Spánarströnd, leika þau Þóra Friðriksdóttir og Róbert Arnfinnsson, en meðal annarra leikenda eru Bessi Bjarnason, Guðrún Stephensen og margir fleiri. Eyþór Þorláksson og Sveinn Eyþórsson leika spænska tónlist fyrir sýningu og í hléi og til þess að auka á sólarlandastemn- inguna, eru málverk eftir Tryggva Ólafsson frá sólar- löndum til sýnis i anddyri. ÍMYNDUNARVEIKIN i 40. skipti Þá hefur ímyndunarveiki Moliéres einnig notið mikilla vinsælda i haust og nálgast sýningar nú 40. Verkið var frumsýnt i vor og sýnt i leikför i sumar og hefur mikil aðsókn verið að sýningunum nú i haust; hafa nemendur framhaldsskól- anna fjölmennt á sýninguna og mikil kátina rikt á sýningum. Þær breytingar hafa orðið á hlutverkaskipan, að Margrét Guðmundsdóttir hefur nú tekið við hlutverki Béline, eiginkonu hins Imyndunarveika.af Sigriði Þorvaldsdóttur. Bessi Bjarna- son er Argan og Herdis Þor- valdsdóttir Toinette. Leikstjóri er Sveinn Einarsson en tónlist eftir Jón Þórarinsson. LITLI PRINSINN á förum Nú eru aöeins eftir þrjár sýningar á barnaleikritinu LITLA PRINSINUM, sem sýnt er á Stóra sviðinu á sunnudags- eftirmiðdögum. Það eru stúlkur úr Leikbrúðulandi sem stjórna brúðunum i þessari sýningu, en leikarar Þjóöleikhússins flytja textann. Þar eö brúðurnar og sviðsbúnaður er fenginn að láni hjá Mariónettuleikhúsinu i Stokkhólmi til takmarkaðs tima, verður ekki unnt að hafa fleiri sýningar á þessari fallegu sýningu. Næsta sýning er kl. 15 á sunnudag. BALLETTSÝNING UM MÁNAÐAMÓTIN SÆNSKUR GESTADANSARI Hinn nýi ballettmeistari Þjóð- leikhússins, Natalie Konjus frá Sovétrikjunum æfir nú Islenska dansflokkinn ásamt nokkrum fleiri dönsurum fyrir heils kvölds ballettsýningu, sem verður frumsýnd um næstu mánaðamót. Verður þá fluttur ballettinn LES SYLPHIDESvið tónlist Chopins og dansar sænskur sólódansari, Per Arthur Segerström þar sem gestur leikhússins. Hann dansar einnig i fleiri atriðum, sem flutt verða i þessari ballettsýningu, m.a. prinsinn i SVANA- VATNINU við tónlist Tsjæ- kovskis. Per Arthur Segerström starfar við óperuna I Stokk- . hólmi og þykir fremsti karl- dansari þar um þessar mundir. Þess má geta aö uppsétning Natalie Konjus á Svanavatninu hefur nú verið sýnd I 12 ár i Þjóðleikhúsinu Sviðsmynd úr Sólarferö: Tveir spánskir verkamenn væta kverk- arnar (Þórarinn Guðmundsson og Rlkharð Þórarinsson). Stokkhólmsóperunni. A efnis- skránni á ballettkvöldinu verða fleiri dansar, m.a. nokkrir eftir Natalie Konjus sjálfa. ÆFINGAR HAFNAR Á JÓLALEIKRITINU Æfingar eru nú hafnar á jóla- leikriti Þjóðleikhússins, sem að þessu sinni er GULLNA HLIÐIÐ eftir Davið Stefánsson, en nú er liðið á annan áratug, siðan verkið var siðast fært á svið I leikhúsinu. Að þessu sinni er það Sveinn Einarsson, sem leikstýrir og Björn Björnsson, sem gerir leikmyndir. Með hlut- verk kerlingar fer Guðrún Step- hensen, Helgi Skúlason leikur Jón bónda og óvinurinn er leikinn af Erlingi Gislasyni. Frumsýning verður annan dag jóla. Vökvadæla önnur tegund útbúnaðar til þess að virkja bylgjuorku var fundin upp af Sir Christopher Cocerell (þess sem fann upp loftpúðaskipið). Þetta gerir þaö að verkum að flekarnir rugga fram og aftur miðað við næsta fleka við hliðina. 'X Veltiöxull Bylgjuhreyfingar Lengjur af samtengdum flekum liggja út frá strönd- inni, og fylgja bylgju- hreyfingum sjávar. Veltiöxull Vökvadælur á samskeytum flekanna breyta hreyfiorku þeirra i vökvaþrýstipúlsa, sem sendir eru til strandar eftir þrýstihosum. Þar eru hosurnar tengdar stórum raf- al, sem er knúinn áfram af vökvapúlsunum._____________

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.