Alþýðublaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 1
1 I 1600 millj. í útflutn- ingsbætur vegna land- búnaðar- afurða Talið er að verðbætur á útflutt- ar landbúnaðarafurðir fyrir verð- lagsárið 1975-76 nemi nálægt 1600 millj. kr. Endanlegar tölur liggja enn ekki fyrir, þar sem uppgjöri allra reikninga er ekki lokiö. Þetta kemur m.a. fram i ný- komnu fréttabréfi frá upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins. Segir þar að útflutningurinn svari til 8,5% af verðmæti landbúnað- arframleiðslunnar, en hefði þurft aö nýta heimild laga um útflutn- ing 10% verðmætis landbúnaðar- framleiðslunnar, þá yrðu útflutn- ingsbæturnar um 1874 milljónir. Nú hafa söluaðilar lagt fram reikninga fyrir 1516 milljónum, en rikissjóður hefur greitt af þvi um 1150 millj. kr. — ARH Fornihvammur: Dræm veiði — rjúpan er dreifð og stygg „Það er ósköp litið um rjúpu hér núna, og ennþá minna en i fyrra, sagði Elin Haraldsdóttir I Fornahvammi, þegar Alþýðu- blaðið ræddi við hana i gær. Það liafa lika komið færri tii aö veiöa rjúpu nú en undanfarin ár, enda hefur veðrið verið leiðinlegt i haust. Sagði Elin, að ekkert væri farið að snjóa á heiðinni, og á meðan svo héldist, væri rjúpan stygg og dreifð. Sá sem hefur verið fengsæl- astur þaðsem af er hausti,fékk 38 rjúpur yfir daginn. Annars hefur með.alveiðin verið þetta 5-10 rjúpur og allt niður i eina eða tvær. Fornihvammur hefur fram til þessa ekki farið varhluta af jóla- ösinni, og hafa menn fjölmennt þangað til að sækja jólasteikina. SagðiElin, að vanalega færi veiði- mönnum að f jölga upp úr miðjum nóvember, svo enn væri ekki að vita nema menn reyndu að ná sér i rjúpu fyrir jólin, þrátt fyrir dræma veiði. JSS Til Vilhjálms menntamála- ráðherra: Við krakkarnir þurfum lika að borða. Okkur finnst að þið ættuð að láta mömmur okkar og pabba fá nógu mikið náms- lán, þvi að námslánin eru kaupið þeirra. Ef þið viljið það ekki, eruö þið ekki gott fólk. Fyrir öll námsmanna- börnin, Guðrún Arný. Til Alþingis: Viljið þið hjálpa okkur? Mömmur okkar og pabbar fá svo litið námslán, að það er ekki nóg fyrir mat og fötum handa okkur. Við þurfum lika að borða. Við erum lika til. Fyrir öll náms- mannabörnin. Guðrún Arný. FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER Þessa dagana hafa hestamenn gæðinga sina á haustbeit og búa þá undir veturinn. Á baksiðu er stutt spjall við hestamann. 1 gæi IUI 11 d 111 m Uiugdiiga barna námsmanna. Með i förinni voru nokkrir náms- menn, sem þannig studdu kiöfur barna sinna. Safnast var saman á Arnar- hóli. Báru flestir krakkarnir kröfuspjöld, þar sem á stóðu setningar eins og: Vilhjálmur, bezti vinur barnanna, Vil- hjálmur, af hverju ræðst þú á garðinn, þar sem hann er iægstur, og fleiri i svipuðum dúr. Kröfugangan endaði niður við Alþingi, en þá er talið, að þátttakendur hafi verið orðnir um fjögur hundruð, þar af helmingur fullorðið fólk. Börni'n afhentu þrjár yfir- lýsingar, fjármálaráðherra fékk eitt, menntamála- ráðherra eitt og loks fékk Alþingi eitt. Yfirlýsingarnar voru svo- hljóðandi: Til Matthiasar fjármála- ráðherra: Við krakkarnir fórum i göngu til að segja ykkur, að þið eigið að láta pabba okkar og mömmur fá nógu mikið námslán. Mömmur okkar og pabbar þurfa lika að fá peninga til að gefa okkur að borða. Við erum lika til. Fyrir öll námsmanna- börnin, Ólafur Kristinn. Askriftar- síminn er 14-900 - ARH HLIF.I HAFNARFIRÐI: Skorar á verkafólk að hefja aðgerðir fyrir bættum kjörum Á fundi í trúnaðarmannajráði Verkamannafélagsihs Hlifar i Hafnar- firði, sem haldinn var 10. nóvember s.l., var samþykkt ályktun um kjaramálin. Þar segir, að fundurinn telji að ,,nú sé svo þrengt að kjór- um verkafólks almennt, að minum skefjalausu verðhækkunum, að verkalýðshreyfingin geti ekki setið hjá aðgerðalaus þótt samningar séu bundnir fram á næsta vor. Fundurinn skori á verkaiýðssamt' kin að risa nú upp og hef ja aðgerðir og sóknarbaráttu fyrir bættum kjörum og nota til þess hverja þá aðferð sem likleg er til árangurs”. Rltstjórn Sfðumúla II

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.