Alþýðublaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 7
biaðið Föstudagur 12. nóvember 1976 IÞROTTIR 7 Gamlir knattspyrnu- menn eiga oft við áfengisvandamál að stríða Brezk athugun hefur leitt i ljós, að ræðar- arnir frá Cambridge og Eton lifa að meðaltali sex árum lengur en bekkjarfélagar þeirra og finnskir skiðamenn sjö árum lengur en meðaltalið segir til um. En þetta er alls ekki einhlitt. Tveir norskir prófessorar hafa rann- sakað iþróttamenn, sem fæddust árið 1913. Rannsóknirnar hafa staðið siðan 1963, en ennþá er mikið verk eftir óunnið. „Hér er þörf mikilla rann- sókna”, segir prófessor Gösta Tibblin i viötali við blaðið Afton- bladet. „Tölulega séð kemur i ljós, að hóparnir glimumenn, boxarar og knattspyrnumenn - eiga við mikið áfengisvandamál að striða.” „Það þýðir, að þessar iþrótta- greinar eru áthæ.'ttusamar. Af hverjum þremur iðkendum, hefur einn áfengisvandamál. Leiðtogar og þjálfarar ættu að kynna sér málið, ræöa um það við leikmenn og vara þá við. Samfélagið styrkir iþróttirnar fjárhagslega. Það ætti að vera skilyrði fyrir fjárveitingum, að slik fræðsla færi fram”. Pró- fessor Tibblin tekur fram, að tölurnar sanna ekki, að knatt- spyrna eða glima sé orsök meiri áfengisnotkunar: „Það geta legið aðrar ástæður að baki”, segir hann. „Hugsan- legter, aðsú manngerð, sem er veik fyrir áfengi, hafi einnig mikinn áhuga á einmitt þessum iþróttagreinum”. „Til þess að varpa ljósi á þetta mál, verður að fá saman- burðar rannsóknir, svonefnda tölfræðilega tvibura, sem sagt mann með sama bakgrunn og iþróttamaðurinn, en sem hefur aldrei stundað iþróttir. Þá er hægt að komast að því, hvort iþróttin hefur haft spillandi áhrif”, segir prófessor Tibblin. Rússarnir eru nú farnir að undirbúa Ólympiuleikana, sem halda á í Moskvu 1980, af fullum ki afti. Alþjöða Olympiu- nefndin ákvað að siglingakeppnin skyldi fara fram i borginni Tallin, sem er höfuðstaður Estoniu. Þessar myndir eru af lflkani af keppnissvæðinu i Tallin. Alþýðublaðið mun næstu daga birta nokkra frásagnaþætti Sæmundar G. Lárussonar, bifreiða- stjóra. Þar stiklar hann á ýmsu úr ævi sinni, vlkur að mönnum og máiefnum og greinir meðal annars frá viðhorfum sinum til þess flokks sem hann lengst af studdi, Framsóknarflokksins. Sæmundur bauð Tlm- anum þessa grein til birtingar, en ritstjóri Tlmans vildi ekki birta hana. Morgunblaðinu var þá boðin birting hennar, en þar fór á sömu leið. Hér birtist fyrsti þáttur greinarinnar, en birtingu hennar lýkur f næstu viku. Sæmundur G. Lárusson skrifar: 1. þáttur Sjómaður, bóndi og bifreiðastjóri Allar þessar atvinnu- greinar hefi ég reynt og tel mig þvi geta gert á þeim nokkurn saman- burð. Þegar ég var 18 ára fór ég i fyrsta sinn á vertið. Þá voru engin farartæki og ferðuð- umst við fótgangandi með dótið okkar alla leið til Borgarness. Þaðan fórum við með gufubáti, sem mig minnir að hafi heitið Skjöldur og gekk á milli með viðkomu á Akranesi. Þegar til Reykjavikur kom, voru allmargir af Suðurnesjum ábryggjunni, og voru að svipast eftir mönnum á bátana slna, og vorum við ráðnir þrir saman samdægurs, Kristinn bróðir minn, Benedikt S. Kristjánsson frá Stóramlula, félagi okkar og samsveitungi okkar, og ég. Viö vorum ráðnir á sama skipið, Hraunskipið, eins og það var kallað. Eigandi þess var Hafliði bóndi ásamt Sigriði konu sinni en Gisli sonur þeirra var for- maður á skipinu. Þarna leið okkur vel, en ekki myndu ungu mennirnir nú á dögum vera ánægðir með það kaup sem þá var borgað fyrir þann tima fram til 11. mai, en það voru þrjú hundrúð krónur. Eg gæti samt trúað, að okkur hafi orðið eins mikið úr þvi og tugum þúsunda nú, svo er vit- leysan orðin á öllum sviðum. Eftir þetta var ég á ýmsum stöðum og siðan á togurum ver- tið eftir vertið, það var áður en svefnlögin komust á og farið var með mann eins og þræl. Aldrei var f arið úr fötum eftir að skipið komstá miðin fyrr en skipið var fullt, og ekkert hirt nema þorsk- ur og stórlúða. Allri ýsu, kola og smálúðu var mokað fyrir borð. Sannast sagna ofbuðu manni þessar aðfarir, en sannleikur er þetta samt. Ég var eina vertið á enskum togara, sem gerður var út frá Hafnarfirði, og fiskuðum við i salt. Þeir réðu sextán íslendinga á og við vorum við alla vinnu á dekki og i lest. Einn okkar var stýri- mannslærður og var hann fiski- lóss og réði allri okkar vinnu bæði i lest og á dekki. Brezku yfirmennirnir voru rólegir og mjög góðir i allri umgengni. Þegar þetta var, voru gerð út frá Hafnarfirði tvö skip frá sama félagi og yfirmennirnir sigldu þeim upp að, og tóku um borð islenzkar áhafnir. A þess- um siðustu sjómennskuárum minum var ég að búa smá- búskap og stundaði vinnu utan heimilis lika og fór á vertiðir eins og að framan greinir. Sveitin hefur alltaf heillað mig meira en sjórinn, og gerðist ég bóndi. Læt ég hér lokið frásögn af sjómennskuárum minum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.