Alþýðublaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 16
„Vitneskja veitir öryggi" Kynna þarf al- menningi sérþarfir blindra — segir í ályktun ráð- stefnu Blindra- félagsins Um siðustu helgi var haldin ráðstefna á vegum Blindrafélags- ins, Hamrahlið 17, undir kj örorðunum: Vitneskja veitir ör- yggi. Á ráðstefnu þessari voru þrjú mál tilumræðu: Umferða- mál, framsögumaður Baldvin Ottósson, fulltr. i umferðadeild lögreglunnar i Reykjavik: Hjálp i viðlögum: fram- sögumaður Jón Oddgeir Jónsson: Brunavarnir: fram- sögumaður Rúnar Bjarnason slökkvi- liðsstjóri. Að loknum erindum fram- sögumanna var starfað i hópum, þar sem saman störf- uðu bæði blindir og sjáandi, en allir hópstjórar voru hins vegar blindir. Erfiðleikar i umferðinni Með það i huga að mörgum sjáandi manninum gengur full-erfiðlega að átta sig á „menningu” umferðarinnar, þá er augljóst að blint fólk hlýtur að eiga i miklum erfið- leikum i umferð. Fram kom á þingi blindra, að aðalöröug- leikar þeirra væru, að komast yfir götu. Er lagt til aír gang- brautir við gatnamót og annars staðar séu merktar með sérstökum hætti, þannig að blindir menn viti nákvæm- lega hvar fara skuli yfir götuna. Geti merkingin verið upphleypt merki á umferðar- stólpa, sérstaklega lagaöur stólpi eða grindur Viö gang- braut sem mynda hlið aö brautinni. Þá eigi einnig að koma upp hljóðmerkjum við hvert umferðarljós, likt og tiðkist i mörgum nágranna- löndunum. Virkar þaö þannig, aö vegfarendurýta á hnapp og heyrist þá hljóðmerki er varir jafn lengi og ljósið. Þá lagði þingið áherzlu á umferðar- fræðslu fyrir blint fólk, að kynna blindum lög og reglur i umferðinni og gera þeim kleyft að fylgjast meö breyt- ingum á þeim. í lok ályktunar ráðstefnu blindra um umferðamáler svo lögð á það rik áherzla, að Blindrafélagiö sé skilyrðis- laust haft meö í ráðum, þegar farið sé út i einhverjar fram- kvæmdir er varði hagsmuni biindra og sjónskertra i umferðinni. —ARH Þessar kempur eru, talið frá vinstri-.'Sæmundur Jónsson, Albert Jóhannsson, Guðni Kristinsson, Jón Bjarnason, Finnbogi Eyjólfsson og Brynjúlfur Thorvaldisson A þessari mynd má þekkja m.a. Hjalta Pálsson, efst til vinstri, tilhliðar við hann er Bergur Magnússon, þá Friðrik Jörgensen og Halldór Eiríksson. Fremst er Karl Hjaltason, en bróðir hans situr lengst til vinstri. Nú eru hestar á haustbeit Nú eru flestir hestamenn meo hesta sina á haustbeit. Þá er búið að drága skeifurnar undan og hestunum sleppt I giröingu til að þeir fái gott hárafar, verði loðnir af útiverunni og vel undir vetur- inn búnir, svaraði Guðlaugur Tryggvi Karlsson, hestamaður, spurningum blaðsins um starf hestamanna þessa dagana. Um hátiðarnar taka svo flestir reiðhestana sina i hús, ala þá á töðu i hálfan mánuð, járna þá siðan, og þá eru gæðingarnir til- búnir til útreiðanna. Hestamennskan er mjög holl iþrótt sagði Guðlaugur Tryggvi, eyðirengum dýrmætum gjaldeyri, en hefur bætandi áhrif á mannlifið. Þessa' siðbúnu svipmyndir af hestamönnum voru teknar á fjórðungsmóti að Faxaborg á Hvítárbökkum i Borgarfirði.gg Frumvarp Benedikts og Sighvats fær enn meiri stuðning á Vesturlandi Fyrir skömmu sam- þykkti bæjarstjórn Akraness að beina þeirri áskorun til Alþingis, að samþykkja frumvarp til laga um breytingu á lög- um um dvalarheimili aldraðra, sem nú hefur veriðlagt fram og felur i sér, að rikissjóður skuli greiða 1/3 hluta stofn- kostnaðar við þessar stofnanir. Flutnings- menn frumvarpsins á þingi eru Benedikt Gröndal og Sighvatur Björgvinsson. Nú hefur aðalfundur Samtaka sveitarfélága i Vesturlandskjör- dæmi samþykkt svipaða ályktun. Þar segir, aö þaö hafi verið spor aftur á bak, er þátttaka rikissjóðs i stofnkostnaði dvalarheimila aldraðra var afnuminnn um s.l. áramót og bitni það harðast á byggðum dreifbýlisins, þar sem þörf sé verulegs átaks i þessum málaflokki. Aðalfundurinn beinir þvi þeirri áskorun til stjórnvalda og Alþingis að beita sér fyrir þvi, að fyrra lagaákvæði um þessi efni verði lögleidd á ný. I greinargerð þeirra Sighvats og Benedikts með breytingatil- lögunni kemur meðal annars fram, að árið 1973 voru sett lög um dvalarheimili aldraðra, og hafi þar verið gert ráð fyrir, að rikið greiddi þriðjung af kostnaði við byggingu þeirra, tæki og bún- að. Arið 1975 hafi þetta ákvæði svo verið numiðúr lögum, og hafi það átt að heita liður i skiptingu verk- efna milli rikis og sveitarfélaga, að hin siðarnefndu bæru kostnað dvalarheimilanna að fullu. Þessi breyting hafi valdið sveitarfélög- unum margvislegum erfiðleik- um. Þá er bent á að á höfuð- borgarsvæðinu séu reist stór og myndarleg dvalarheimili fyrir happdrættisfé. Flutningsmenn segja það réttlætismál að taka aftur upp rikisaðstoö við þessar framkvæmdir, eins og verið hafi i upphaflegum lögum. AG FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1976 ijrén bláðiö Séð: I fundargerð borgar- ráðs Reykjavikur, að sam- þykkt hefur verið tillaga iþróttaráðs um hækkun á gjaldskrá sundstaða. Ein- stakir miðar fyrir fullorðna hækka úr 80 krónum i 100 krónur, og barnamiðar úr 30 krónur i 40. —Hins vegar lagði Albert Guðmundsson til, að miðar fullorðinna hækkuðuúr 80krónum i 150 og barnamiðar úr 30 i 50. Þessi tillaga var felld með 1 atkvæði gegn einu. Sigur- jón Pétursson greiddi at- kvæði gegn henni. í tillög- unni, sem samþykkt var er gert ráö fyrir að aldraðir fái alla þjónustu fyrir hálft verð, en þar vildi Albert láta lækka enn meira og að aldraðir fengju alla þjón- ustu fyrir 1/4 gildandi verðs. o Lesið:I Sjávarfréttum: Að töluverður áhugi hafi nú aftur vaknað hjá útgerðar- mönnum á hringnóta- skipum eftir að ljóst varð að möguleikar á sumar- loðnuveiðum eru góðir. Einn útgerðarmaður tjáði Sjávarfréttum að svo virt- ist sem verð á þessum skip- um hefði hækkað um 20- 30% i sumar, og hefur hækkunin orðið mest á skipum,sem bera mest eða góðir möguleikar eru á að lengja og stækka. o Frétt: Að ekki sé óliklegt, að i ljós muni koma aö þær túrbfnur, sem keyptar voru fyrir Kröfluvirkjun, séu ekki af réttri gerð. Annað hvort verði aö breyta þeim svo unnt verði að nota þær, eða hreinlega að fá aðrar. Eins og menn vita voru túrbfnurnar keyptar áður en rannsóknir höfðu farið fram á efnasamsetningu gufunnar, og er llklegt að hún sé önnur en menn höföu gert ráð fyrir i upp- hafi. o Heyrt: Að það frystihUs sem nU ber sig einna bezt á landinu, sé tsbjörninn i Reykjavik. Rekstur þess er talinn til fyrirmyndar og eigendur hafi af góðan arð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.