Alþýðublaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 13
SlaSfó1 Föstudagur 12. nóvember 1976 Útvarp Föstudagur 12. nóvember 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgun- leikfimikl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (of forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgun- bæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Kristin Sveinbjörnsdóttir heldur áfram sögunni „„Aróru og pabba” eftir Anne-Cath. Vestly (11). Tilkynningar kl. 9.30. Þing- fréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Spjallað við bændur kl. 10.05. Óskalög sjúklinga kl. 10.30: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikár. Til- kynningar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Til- kynningar. Við vinnuna: Tón- leikar. 14.30 Miðdegissagan: „Eftir ör- stuttan ieik” eftir Elias Mar Höfundur les (9). 15.00 Miðdegistónleikar Halifax- trióið leikur Trió nr. 2 fyrir fiðlu, selló og pianó op. 76 eftir Joaquin Turina. Sinfóniuhljóm- sveit útvarpsins i Hamborg leikur Strengjaserenöðu i E- dúr op. 22 eftir Dvorák, Hans Schmidt-Isserstedt stjórnar. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Óli frá Skuld” eftir Stefán JónssonGisli Halldórsson leik- ari les (9). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Þingsjá Umsjón: Kári Jónasson. 20.00 Tónleikar strengjasveitar Sinfóniuhljómsveitar islands i Bústaðakirkju i september. Einleikari og stjórnandi: Gy- örgy Pauk. a. Adagio og fúga eftir Mozart. b. Fiðlukonsert i a-moll og c. Fiðlukonsert i d- moll eftir Bach. 20.50 Myndlistarþáttur i' umsjá Þóru Kristjánsdóttur 21.20 Lög úr ballettinum „Rómeó og Júliu” eftir Sergej Prokof- jeffVladimir Ashkenazy leikur á pianó. 21.30 Útvarpssagan: „Nýjar raddir, nýir staðir” eftir Tru- man Capote Atli Magnússon les þýðingu sina (4). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Ljóðaþáttur Njörður P. Njarðvik sér um þáttinn. 22.40 Áfangar Tónlistarþáttur sem Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson stjórna. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. SJonvarp Föstudagur 12. nóvember 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós Þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Guð- jón Einarsson. 21.40 Banvænar býflugur Banda- risk fræðslumynd um bý- flugnategund, sem flutt hefur verið inn til Brasiliu frá Afriku, þar eð hún getur gefið af sér tvöfalt meira hunang en venju- legar býflugur. Hins vegar fylgir sá böggull skammrifi, að þessi býfluga verður hundruð- um manna og þúsundum hús- dýra að bana á hverju ári. Þýð- . andi Jón Skaptason. Þulur Sigurjón Fjeldsted. 22.05 Hin myrku öfl (Compulsion) Bandarisk biómynd frá árinu 1959. Leikstjóri Richard Fleischer. Aðalhlutverk Dean Stockwell, Bradford Dillman og Orson Welles. Myndin er byggð á sönnum, óhugnanleg- um viðburðum, sem gerðust i Chicago árið 1924. Tveir ungir háskólanemar, Artie Straus og Judd Steiner, ræna ungum dreng og krefjast lausnar- gjalds, en fyrirkoma honum siðan. Þetta ódæði fremja þeir einkum tilað sýna, að þeir geti drýgt fullkominn glæp, en brátt berast þó böndin að þeim. Þýð- andi Ingi Karl Jóhannesson. 23.45 Dagskrárlok Vtvarp Hin myrku öfl 1 kvöld kl. 22.05 er á dagskrá sjónvarps bandarisk biómynd frá árinu 1959 og nefnist hún „Hin myrku öfl”. Myndin er byggö á sönnum óhugnanlegur atburðum, sem gerðust i Chicago árið 1924. Tveir ungir háskólanemar, Artie Strauss og Judd Steiner, ræna ungum dreng og krefjast lausnargjalds, en fyrirkoma honum siöan. Þetta ódæði fremja þéir einkum til að sýna að þeir geti framið hinn full- komna glæp, en brátt berast þó böndin að þeim. Með aðalhlutverk i myndinni fara Dean Stockwell, Bradford Dillman og Orson Wells, en leik- stjóri er Richard Fleischer. Þýðandi er Ingi Karl Jóhanns- son, en myndin er tæpra tveggja stunda löng. Ritstjórn Alþýðublaðsins er í j Síðumúla 11 - Sími 81866 j . ■ ■ TIL KVðLDS i Of Títiá gert úr þætti varnarliðsmanna - í sambandi við björgun mannanna úr Gígjökli Lesandi blaðsins bringdi: — Mér finnst of lítið gert úr þætti amerikumannanna i sam- bandi við björgun mannanna við Gigjökul i Þórsmörk. Þarna er um að ræða 4 menn sem leggja sig i mikla liættu til þess að bjarga mannslifum og það ekki I fyrsta sinn. Það á ekki að vera feimnismá! aö viðurkenna, aö við eigum ekki menn og tæki til þess að gegna þvi hlutverki sem amerikanarnir gegna I þessum málum. Þeir hafa alltaf brugð- ist fljótt og vel við, þegar til þeirra hefur verið leitað og þjónusta þeirra er okkur ómetanleg. Til dæmis má taka þá hjálp sem þeir hafa veitt Is- ienska bátaflotanum árum saman, þegar eitthvað hefur á bjátað. Ég vildi aðeins láta þetta Jíoma skvrt fram. HRINGEKIAN ísfirð- ingur rotar mink Pessá úrklippu rákumst við á i Vest- firska fréttablaðinu. Það er ekki á hverjum degi sem fólk verður mink að bana byssu- laust. Og þó-muna ekki einhverjir eftir sauma- klúbbnum sem tókst að berja liftóruna úr mink með skóflu eða einhverju þviliku. j^nknr unninn ri /safírði S/gfijs I j • Zt ...Zt h >2 k v°r '"-ðið, kom ham, , V;lr " Wð ht ■tö&fr...... 222- « ««“SS z Ríkið, níu börn og tvær eigin- konur deila með sér arfinum Bandarikjamaðurinn Bob Martin var ekki allur þar sem hann var séður. Hann lifði góðu lifi sem forstjóri efnahagslegs ráðgjafafyrirtækis i Pierre i Suður-Dakota. Þar átti hann konu og meö henni fjögur börn. En eins og titt er með mikla athafna menn vestur þar þurfti hr. Martin oft að bregða sér bæjarleið i viöskiptareisur. Oftar en ekki fór hann þessar ferðir til Sioux Falls, bæjar sem er um það bil 320 km frá Pierre. 1 Sioux Falls átti Bob karlinn aðra konu og meö henni 5 börn. Þaö var ekki fyrr en hr. Martin yfirgaf þennan táradal og leitaði til æðri tilverustiga að allt komst upp. Auðvitaö vildu báöar konurnar taka arf eftir eiginmann „sinn”. En eins og við getum imyndað okkur urðu frúrnar dulitið skritnar á svip- inn þegar allt komst upp. En nú er allt fallið i ljúfa löð, frú Martin 1. og frú Martin 2. hafa nú ákveðið að hittast og koma sér saman um lausn sem verði öllum börnum Martins sáluga til góðs. En frúrnar eru ekki einar um hituna. Martin sálugi hafði nefnilega átt i einhverju fjárm- álabraski og nú vill rikið fá sinn skerfaf þvisemhann lætur eftir sig.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.