Alþýðublaðið - 12.11.1976, Side 9

Alþýðublaðið - 12.11.1976, Side 9
8 FRÉTTIR Föstudagur 12. nóvember 1976 alþýöu- 'blaoíð 1 SKS!, >.j Föstudagur 12. nóvember 1976 FRÉTTIR 9 NYR SENDIHERRA ARGEN- TÍNU Á ISLANDI Nýskipaöur sendiherra Argentlnu hr. Juan Angel Pena Gaona afhenti i dag forseta tslands trúnaöarbréf sitt aö viöstöddum utanrikisráöherra Einari Agústssyni. Siðdegis þá sendiherrann boð forsetahjónanna að Bessastöðum ásamt nokkrum fleiri gestum. Loftleiðir: BAHRAIN FLUGI FRESTAÐ Aætlunarflugi Loftleiða til Bahrain, sem ákveðið var aö hæfist hinn 24. þessa mánaðar hefur nú verið frestaö fram yfir áramót og mun hefjast 12. jánúar 1977. Ástæöan fyrir þessari breytingu er að undirbúningur reyndist viðameiri en gert var ráð fyrir og ennfremur að um jól og nýár raskast áætlun nokkuð vegna aukaferða og helgidaga. Bahrainflugiö veröur tengt Chicago- flugi Loftleiða þannig að sama þotan flýgur frá Chicago á þriðjudagskvöldi, kemur viö á Keflavikurflugvelli á miðvikudagsmorgni og heldur áfram til Luxemborgar. Þaðan heldur þotan svo áfram til Bahrain og kemur þangað um kvöldið. A fimmtudags- morgni verður svo flogið frá Bahrain, með viðkomu i Luxemborg og Kefla- vik, til Chicago. Aðal- fundur FEF Aöalfundur félags einstæöra for- eldra veröur haldinn mánudags- kvöldiö 15. nóv. kl. 21. Jóhanna Kristjónsdóttir, formaður FEF flytur skýrslu fráfarandi stjórnar, lagðir verða fram reikningar félagsins og fram fer kjör nýrrar stjórnar. Að loknum aðalfundarstörfum verður flutt skemmtiefni og jólakort FEF afhent. Fundurinn er haldinn að Hótel Esju. AB Ötrúlega margir elds- voðar stafa af íkveikju Arið 1975 voru útköll Slökkviliös Reykjavikur samtals 432, flest i april — eða 49. Orsakir eldsvoöa f Reykjavík eru flokkaðar gróflega i árbókinni, og kemur fram, að i 46% tilfella er um Ikveikjuað ræða, sem hlýtur að teljast furðu hátt hlutfall. Aörar helztu orsak- ir eldsvoða eru taldar eldfæri og ljósa- tæki, raflagnir og rafmagnstæki, en ýmsar orsakir og óþekktar eru f 24% tilvika. Þjóðminjasafnið: Allsherjar viðgerðir og endurbyggingar gamalla húsa víðs vegar um landið - óhemju dýrt, en menningin kostar peninga, segir Þór Magnússon þjóðminjavörður Þjóðminjasafnið i Reykjavik, hefur unnið mikið og gott starf i þágu verndunar og frið- unar gamalla bygginga, viðs vegar um landið. Alþýðublaðið hafði i gær samband við Þór Magnússon þjóðminja- vörð og spurði hann hver hefðu verið helztu verk- efni sumarsins og hvað væri helzt framundan. Af fornleifarannsóknum ber fyrst aö telja, að Gísli Gestsson lauk uppgreftri á bæ i Alftaveri, austast á Mýrdalssandi. Bær þessi fór i eyði um 14 hundruð, að þvi er talið er. Við uppgröftinn kom i ljós skýr og greinileg bæjargerö þessa tima, en áöur höfðu menn aöeins óljósar heim- ildir um gerð svo gamalla bæja. Er þetta fyrsti bærinn sem Þjóö- minjasafn grefur upp, sem gefur svo góöa heildarmynd af bæjar- gerð þessa tima. Auk stórs bóndabæjar var grafin upp kirkja ffa sama tima. Er þetta fjórða sumarið sem unnið er að uppgreftri á þessum stað, en að- stæður þarna eru allar hinar erfiðustu. Á Keldum var unnið að endur- nýjun bæja. Nauösynlegt er að gera allsherjar viðgerö og endur- nýjun á nokkurra ára fresti, og er þetta annað sumarið i röð sem unnið er að viðgerðum aö Keld- um. Reynt er að nota eins mikið af gamla efninu og mögulegt er, en það er skiljanlega mjög tak- markað sem nothæft er af svo gömlu. t Vatnsfirði var vandlega tekin i gegn kirkja, sú eina sinnar teg- undar, sem safnið lætur gera viö. Einnig var gerð lagfæring á framhlið bæjarins i Laufási I Eyjafirði, fyrirhugað er aö taka til við afgang hússins næstu sum- ur, en það mun allt að þriggja ára verk. Viöimýrakirkja I Skagafiröi, var siðast tekin I gegn 1935. Var þvi ekki orðin vanþörf á aö huga lítils háttar að kirkjunni, sem mun vera oröin um 140 ára göm- ul. Var það sami maður sem tók i gegn kirkjuna nú og fyrir 40 ár- um, en hún var yfirfarin allt frá grunni. Kirkjan á Möðruvöllum i Eyja- firði, er slðan um 1840. Hún fauk af grunni sinum fyrir þremur ár- um, og var af mörgum talin algerlega ónýt. Þjóöminjasafn vildi þó ekki láta þessa gömlu kirkju alveg eyðileggjast, og var það úr að Gunnar Bjarnason gerði við skemmdirnar og færði kirkjuna aftur á nýjan grunn. Kirkjan er tilbúin að utan en eftir er að fullgera framkvæmdir inn- andyra. Að Sjávarborg i Skagafirði hafa staðið yfir viðgerðir i nokkur ár. Þar var unnið að viðgerðum I sumar, en ekki lokið við. Vonast er til að framkvæmdum ljúki næsta sumar. Nokkur flutningur hefur verið á gömlum húsum I sumar. Frá Reykhólum var færð gömul kirkja til Saurbæjar. Kirkja þessi er mjög vandað og fallegt hús, og þegar fullkomlega verður lokið við að koma henni upp, mun hún verða sóknarkirkja þeirra Saur- bæinga. Tvö hús frá Vopnafirði voru flutt I nokkrum hlutum á Árbæjarsafn. Hús þessi þurftu að vikja fyrir nýbyggingum. Búið er að koma öðru húsinu fyrir, en lok- ið veröur við að endurreisa hitt „Rækjustríð á Axarfirði”: SAMKOMULAG UM LEYFISVEITINGAR Tilhæfulaus fréttaflutningur Þjóðviljans Vegna fréttar á bak- siðu Þjóðviljans 11. nóvember s.l. um rækjustrið á Axarfirði ásamt viðtali og mynd af Kristjáni nokkrum Ásgeirssyni á Húsavík, viljum við undirritaðir starfsmenn sjávarút- vegsráðuneytisins taka fram eftirfarandi: Það er með öllu tilhæfulaust, að ráðherra hafi veitt „stærri” bátum leyfi til veiða á 120- tonnum á rækju, sem flutt sé til vinnslu hjá K. Jónssyni og Co. á Akureyri. Hefðu biaðamenn Þjóðviljans getað reynt sann- leiksgildi þessarar æsinga- fréttar með þvi að hafa sam- band við ráðuneytið, en ekki hefur það passaö i kramiö þar sem enginn ráðuneytismanna hefur veriö um þetta spurður. Oft er það þó svo, aö einhver flugufótur finnst fyrir slikum skrifum þótt þau birtist les- endum siðan i liki úlfalda. Það rétta i þessu máli er, að Sölu- stofnun lagmetis hefur nú um nokkurt skeið mjög eindregið fariö þess á leit við sjávarút- vegsráðuneytiö, að það heimili K. Jdnssyni og Co. að kaupa rúmlega 100 tonn af rækju úr Axarfirði til þess að bjarga mjög mikilvægum sölusamn- ingum á niöursoðinni rækju, sem að öðrum kosti yrðu van- efndir vegna skorts á hráefni. Eins og endranær þegar svo ber undir hafði ráðuneytið sam- ráð við viðkomandi aðila um erindi þetta og um siðustu helgi héldum við undirritaðir fundi með forsvarsmönnum rækju- vinnslustöðvanna á Kópaskeri og Húsavik ti að ræða málið. Á fundinum á Húsavik voru auk þess mættir 14 af 16 umsækj- endum um rækjuveiðileyfi á þessari vertið, enda átti einnig að ræða úthlutun veiðileyfa til Húsavikurbáta. Erskemmst frá þvi að segja, að á báðum þessum fundum sýndu menn skilning á vandamáli Sölustofn- unar lagmetis og K. Jónssonar og Co. vegna ofangreinds hráefnaskorts rækjuniður- suðunnar og varö enginntil þess að mótmæla þvi að K.Jónsson og Co. fengi vegna þessa umrætt magn af kvóta hvorrar verk- smiðju á Kópaskeri og Húsavfk. Hins vegar tóku menn skýrt fram á báðum þessum stööum, að þótt þeir myndu sætta sig við þetta nú, þá þýddi það alls ekki viðurkenningu af þeirra hálfu á þvi að K. Jónsson og Co eða aðrir en verksmiðjurnar á Kópaskeri og Húsavik hefðu eignast nokkurn rétt til Axar- fjarðarrækjunnar. Þessir tveir staðir ættu nú og i framtiöinni að eiga allan forgang til veiða og vinnslu á þessari rækju. A Húsavikurfundinum varð auk þess samkomulag um það hvernig haga skyldi leyfisveit- ingum til Húsavikurbáta meö tilliti til þess að þeir veiddu þá rækju er fari til K. Jónssonar og Co. Viö undirritaðir gáfum ráðherra skýrslu um ofan- greinda fundi og niðurstöður þeirra s.l. mánudag, en engin ákvörðun var þá tekin i málinu. Seinna þann sama dag brá siðan svo við, að nokkrir menn hringdu i ráðuneytið til þess að mótmæla þvi, sem þeir höfðu sjálfir samsinnt á fundinum. Hefur ráðherra siðan borist eitt simskeyti frá Kópaskeri og annað frá Húsavik þar sem mótmælter þvi, sem gengið var út frá á fundunum, að K.Jónsson og Co. fengi nokkra rækju úr Axarfirði. Ráðherra og ráðuneyti hans hefur þetta mál nú til athugunar og hefur engin ákvörðun verið tekin um það hvort farið veröi eftir niðurstöðum ofangreindra funda eða hvort ofangreind mótmæli og hótun verkalýðs- félags Húsavikur um beitingu samtakamáttarins breytir ein- hverju þar um. Hitt er ljóst, að viðbrögö sumra fundarmanna á Kópaskeri og Húsavik eftir að við vorum farnir þaðan, eru okkur undirrituðum þó nokkuð áfall i þeirri viðleitni okkar að gefa mönnum úti á landi kost á að tjá sig og ræða við okkur um þau þeirra mál sem við höfum til umfjöllunar i ráðuneytinum. Þórður Ásgeirsson skrifst.stj. Jón B. Jónasson deildarstj. næsta sumar. Nokkur samvinna hefur verið á milli Þjóðminjasafns og Arbæjar- safns. Sagðist Þór Magnússon þjóðminjavörður vonast til að sú samvinna gæti oröið meiri og betri. — Það er ekkert i vegi fyrir þvi að færa hús utan af landi á Arbæjarsafn og hafa þar meö sýnishorn af fleiri húsum en ein- göngu úr Reykjavik, sagði Þór. Helzta vandamál Þjóöminja- safnsins er aö fá menn til vinnu, sem eitthvaö kunna til verka i endurbyggingu gamalia bygg- inga. Þar sem hús þau sem verið er að lagfæra og endurreisa eru orðin svo gömul, er ekki um marga að ræða sem eitthvað hafa vit á hvernig þau eru byggö og hlaðin. Húsfriðunarnefnd svokölluð, er ekki beint á vegum safnsins, sagöi Þór, en þó hefur þjóöminja- safnið eitthvaö þar að segja. 1 bigerð er að friöa fleiri hús en verið hefur. Hörður Agústsson og Þorsteinn Gunnarsson lögðu fram tillögur um að friða viss hverfi og byggingar i Reykjavik og á Akureyri. Ekki eru allar þeirra tillögur komnar i fran\- kvæmd, en eru I athugun. Um hvað framundan væri, gat Þór ekki alveg sagt til um, en þó yrði haldið áfram við að lagfæra þau hús sem ókláruð væru, viðs vegar um landið. 1 Þverá i Laxár- dal þyrfti að setja kraft i fram- kvæmdir þar sem um stórmerk- ilega stofnun væri að ræða. Þar stofnuðu Þingeyingar sitt fyrsta kaupfélag.Einnig verður tekið til við Glaumbæ I Skagafirði og Laufás i Eyjafirði, svo og Möðru- vallarkirkju og Þingeyrarkirkju. Sögualdarbærinn er nú að mestu tilbúinn. Verið er að setja i hann hita, og verður hann væntanlega tilbúinn næsta sum- ar, til sýnis fyrir almenning. En Þór vildi lltið segja okkur um þann bæ, þar sem það væri mest Hörður Agústsson sem sæi um framkvæmdir þar. Allar þessar miklu viðgerðir og endurbyggingar eru auðvitaö kostnaðarsamar, en eins og Þór Magnússon komst að orði, þá kostar menningin peninga. —AB Auglýsing í símaskránni: Áhrifamikil, en dýr Auglýsing i simaskrá ku vera afskaplega áhrifamikil. En hún er ekki eingöngu áhrifamikil, þvi hún eróhemju dýr. Auglýsingar I nafnaskrá simaskrárinnar er hægt að fá i þremur stærðum. 1 dálkur x 30 mm og kostar þannig auglýsing 42.000.- 2 dálkar x 30 mm kostar 84 þúsund og 3 dálkar x 30 mm kostar aöeins 126.000,- Auglýsingar I atvinnuskrá kosta, 15 mm x 1 dálkur kr. 21.000.- og 7000,- fyrir hverja 5 mm til viðbótar. Ekkert smáverð það. 260 mm x 1 dálkur I atvinnu- skrá, þ.e. 26 cm x 1 dálkur kostar kr. 364.000,- Til fróöleiks birtum við hér með verðskrá slmaskrárinnar, allt frá 15 mm upp i 50 mm. Sfmaskráin er gefin út i um 95 þús. eintökum, og fer inn i öll fyrirtæki og nánast hvert heimili á landinu. Simaskránni hafa bor- izt fjölmargar fyrirspurnir varö- andi auglýsingar, og eru fyrirtæki þá að tryggja sér stað i sima- skránni, sem þeir munu siðan halda I framtiðinni. I sima- Sigfús en ekki Sveinn t grein I Alþýöublaðinu fyrir skömmu um Snorra Sigfús Birgisson, pianóleikara, var Snorri sagður heita Snorri Sveinn. Sveins-nafniö er rangt, en Sigfúsar-nafnið rétt. Beðiö er vel- virðingar á þessum mistökum. skránni má sjá, að auglýsingar þessar eru mikið notaðar, þrátt fyrir hátt verö. AB 15 mm 21.000 20 mm 28.000 25 mm 35.000 30 mm 42.000 40 mm 56.000 50 mm 70.000 Söltun Suðurlandssíldar: 20 ÞUSUIMD TUNNUM MEIRI EN í FYRRA Nú hefur verið saltað um þaö bil 20.000 tonnum meira af suð- urlandssild en á sama tima i fyrra. A miönætti aðfararnótt sunnudags 7.. nóvember nam heildarsöitun suðurlandssildar samtals 81.081 tunnu, en var á sama tima i fyrra 60.974 tunnur. Þetta kemur fram i nýútkomnu fréttabréfi Sildarútvegsnefndar Hér á eftir fer yfirlit um sölt- unina á hinum einstöku stöðum: Söltunarstaðir Hr ingnótasíld Landsaltað Sjósaltað Samtals Reknetasíld Samtals Seyðisfjörður Neskaupstaður Eskifjörður Fáskrúðsfjörður Stöðvarfjörður Djúpivogur Hornafjörður Vestmannaeyjar Þorlákshöfn Grindavík Sandgerði Garður Keflavík Hafnarfjörður Kópavogur Reykjavík Akranes Rif Siglufjörður 1784 3270 5493 1655 583 12025 347 5971 1940 371 7226 660 1857 9795 3937 1533 1607 1310 1784 3270 5493 1655 583 12025 347 7281 1940 371 7226 660 1857 9795 3937 1533 1607 496 940 15850 2254 61 116 1784 3270 5493 2151 583 940 15850 14279 347 7281 1940 371 7287 660 1857 9795 3937 1649 1607 Samt. tnr. 6.11. '76 60054 1310 61364 19717 81081 Samt. tnr. 7.11. '75 43878 12598 56476 4498 60974 Óvænt stórsíldarganga við bæjardyrnar hjá Svíum Samkvæmt fréttum, sem Sild- arútvegsnefnd hafa borizt frá Sviþjóð, hefir allmikið veiðst af góðri söltunarsild „rétt við bæj- ardyrnar” hjá sænsku sildar- niðurlagningarverksmiðjunum i Kungshamn. Blaðið „Bohu- slaningen” birti nýlega fréttir af þessari óvæntu sildargöngu og segir i fyrirsögn „Vattnet vid Vaderöarna kokar nu av stor- sill”. 1 október munuhafa veiðst á þessu svæöi 12—15.000 tunnur. Nokkuð af sildinni hefur verið kryddsaltað i Sviþjóö, en hluti fluttur á uppboðsmarkað i Dan- mörku, þar sem hærraverð fæst þar fyrir fersksildina en i Svi- þjóð. Samkvæmt tveim fitu- mælingum, sem SÚN er kunn- ugt um að gerðar hafa verið, hefir fitumagn sildarinnar reynzt 20—22% miðað við sild- ina heila. Luodúoaíefo ídes. á tn.39.eoo 'TSamvtnnuferðir Ferðaskrifstofa-Austurstræti 12 simi 27077 Bændaför á landbúnaóarsýninguna í London 4.-11. des. Morgunveróur innifalinn. Fararstjóri: Agnar Guónason. Pantió nú.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.