Alþýðublaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 6
Föstudagur 12. nóvember 1976 blaSuS1 6 SJÖNARMIÐ Fyrstu afskipti alþingis af barnafræðslunni Eitt er það mál, sem oft er rætt manna á meðal. Þetta eru skóiamálin. Þar sýnist sitt hverjum, sem eðlilegt er, enda snertir þetta mál hvern einasta þegn, þótt i misjöfnum mæli sé. Alþingi tslendinga er ein sú stofnun, sem oft fjallar um fræðslumálin. Þannig hefur það verið árum saman. Þgð var þó ekki fyrr en um miðja siðustu öid að Alþingi tók tit umfjöllunar barnafræðsluna. Það var á árunum 1847,1853 og 1859 sem Alþingi fjallaði um barnaskóla i Reykjavik. Fyrstu frumvörpin um barnafræðslu Svo var það ekki fyrr en 1879 sem Alþingi tekur að ræða barnafræðsluna til nokkurra muna. A þessu þingi komu fram tvö frumvörp um barnafræðslu, annað flutt af Sighvati Arnasyni 1. þingmanni Rangæinga en hitt af Jóni Jónssyni, 2. þingmanni Skagfirðinga. Frumvarp Sighvats var um það, að prestum og söfnuðum skyldi fyrirskipað að kenna börnum að skrifa og reikna. Var i frumvarpinu gert ráð fyrir, að börn lærðu að minnsta kosti samlagningu, frádrátt, marg- földun og deilingu i heilum töl- Frumvarp Jóns Jónssonar, til laga um uppfræðing barna, gekk enn lengra en hið fyrra, að því er varðaði námskröfur. Samkvæmt þvi áttubörn að læra helztu atriði réttritunar, en einnig landafræði og mannkyns- sögu. Þá kemur það atriði i frum- varpi Jóns.aðprestar skuli hafa eftirlit með námi barna, og megi þeir taka börnin af heim- ilunum, ef þau fái þar ekki nægilega fræðslu, og koma þeim fyrir til kennslu annars staðar á kostnað húsbænda. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að hreppsnefndir og bæjarstjórnir skuli isamráöi við sóknarprest, greiða fyrir- fram úr sveitarsjóði gegn endurgreiðslu frá hlutaðeigandi húsfeðrum. Greiðslur þessar vorufyrstog fremst fyrirbækur og pappir. Þá var i frumvarpinu ákvæði um 100 krónu sekt fyrir brot á lögunum. Báðum þessum frumvörpum var vlsað til nefndar. 1 henni sátu þeir Bergur Thorberg, Eirikur Kúld og Sighvatur Árnason, sá er flutt hafði annað frumvarpið. Nefndin gerði nokkrar breyt- ingar á frumvarpi Sighvats og lagði það siðan fyrir Alþingi. Var frumvarpið samþykkt 9. janúar 1880. Lög um uppfræðing barna i skrift og reikningi Fræðslulögin frá 1880 ,,..lög um uppfræðing barna i skrift og rpikningi”, eru mjög athyglis- verð. Þau eru verðugt um- hugsunarefni fyrir okkur i dag, og leiða hugann að þeim breyt- ingum sem orðið hafa á lifshátt- um og menningu þjóðarinnar á einni öld. Lögin frá 1880 eru þannig i heild: 1. grein. Auk þeirrar upp- fræðsluskyldu, sem prestar hafa, skulu þeir sjá um, að öll börn, sem til þess eru hæf að áliti prests og meðhjálpara, læri að skrifa og reikna. 2. grein. Reikningskennsla skal að minnsta kosti ná yfir sam- lagning, frádragning, marg- földun og deiling i heilum tölum og tugabrotum. 3: grein. Rita skal prestur i hús- vitjunarbókina álit sitt um kunnáttu hvers barns i skrift og reikningi, sem og um hæfileg- leika þess til bóknáms, og skal prófastur á skoðunarferðum sinum hafa nákvæmt eftirlit með, að slikt sé gjört. 4. grein. Komist prestur að raun um, að unglingar á einhverju heimili njóti eigi fullnægjandi uppfræðingar I þessu tilliti, annaðhvort fyrir hirðuleysi eða mótþróa húsbænda, ber honum i sameiningu við hreppsnefndina eða bæjarstjórnina, að gjöra ráðstöfun til, að þeim verði, um svo langan tima, sem með þarf, komið fyrir á öðru heimili i sókninni, eða fyrir utan hana, þar sem þeir geta fengið hina nauðsynlega tilsögn. Kostnaðinn, sem af þessu leiðir, eru foreldrar eða fóstur- foreldrar skyldir að greiða, en borga má hann fyrirfram úr sveitarsjóði, og getur hrepps- nefndin heimt hann endurgold- inn af þeim, er uppfóstursskyld- an hvilir á. Kostnað þennan má taka lög- taki. Fyrir börn, sem eru á sveit, skal borga kostnaðinn úr sveitarsjóði. Hugmyndir um far- kennslu koma fram á Alþingi Þegar frumvarpið var til umræðu 1879 komu fram ýmsar athyglisverðar hugmyndir. Flestir þingmenn voru þeirrar skoðunar að almenn undirstöðu- fræðsla væri mjög léleg, eða eins og einn þingmaðurinn orð- aði það, „menntunarleysið er hörmulegt og grátlegt.” Á þessu þingi komu einnig fram hugmyndir um farkennslu. Þar segir einn þing- maðurinn á þessa leið: „Hægast virðist að visu, að koma sllkri kennslu á á þann hátt, ef til þess yrði með litlum kostnaði feng- inn hentugur og vel hæfur mað- ur, er færi um sveitina og veitti börnum þá tilsögn, sem ætlast er til i frumvarpinu.” Þingmanuanefndin og tiliögur hennar A þinginu 1881 flutti Þorlákur Guðmundsson, 1. þingmaður Arnesinga tillögu til þings- ályktunar um skipun þing- mannanefndar til þess að athuga ástandið i skólamálum landsins að þvi er varðaði al- þýðumenntun. (------------------\ Tillagan var samþykkt og i nefndina voru kosnir: Eirikur Briem, Arnljótur Ölafsson, Jón Ólafsson, Þorlákur Guðmunds- son og Lárus Blöndal. 1 nefndarálitinu er lagt til að settir verði á stofn ungmenna- skólar eða alþýðuskólar fyrir pilta og stúlkur, sem komin eru yfir fermingu. Landinu skuli skipt i 14 skólasvæði og fengi hvert skólasvæði tiltekna upp- hæð árlega úr landssjóði til að standa undir rekstri skólanna. A hinn bóginn taldi nefndin ekki ráðlegt eða tiltækilegt að veita fjárstyrk úr landssjóði til barnakennslu þeirrar, sem þá var lögboðin fyrir alla, eins og segir I nefndarálitinu. Þarna er fyrst og fremst átt við lögin frá 1880, en einnig konungstilskipun frá 1790, þar sem prestum er bannað, að við- lögðum sektum, að ferma nokkurt barn, án leyfis biskups, nema það sé nægilega læst á bók. Alit fræðslumálanefndarinnar frá 1881 var siðan sent til lands- höfðingja með þeim tilmælum, að það yrði haft til hliðsjónar við fjárveitingar til menntunar al- þýðu. um. ÚR YMSUM ATTUM Yfirborganir atvinnuástand 1 gær þefur Þjóðviljinn það eftir Haraldi Steinþórssyni hjá BSRB að yfirborganir á al- mennum vinnumarkaði virtust hafa farið I vöxt að undanförnu og mætti dæma það eftir þvi að útborguð laun hafi, samkvæmt fréttabréfi kjararannsóknar- nefndar, hækkað mun meira en launataxtar. Blaðið skýrir ennfremur frá þvi að Guðmundur J. Guö- mundsson hafi nýlega látið svo ummælt að yfirborganir hjá Dagsbrún hafi færzt stórlega i vöxt. Samkvæmt áliti Haraldar Steinþórssonar hafa minnstar yfirborganir verið hjá launa- lægsta fólkinu, svo sem i Sókn, Iðju og Dagsbrún. Það er álit kunnugra að fram- kvæmdirnar við Sigöldu og Kröflu hafi valdið helztu yfir- borgunum, en einnig nefnir Þjóðviljinn batnandi hag fyrir- tækja. Blaðið spáir siðan hættu- ástand þegar verkefnum lýkur við stórvirkjanirnar og bendir á að þá muni þeir menn, sem þar hafa veriö stórlega yfirborg- aðir, eiga i erfiðleikum með að greiða skatta af hinum háu launum. Það er að sjálfsögðu rétt, að miklar sveiflur á vinnumarkaði eru ekki til góðs og það er ein- mitt hlutverk stjórnvalda að gæta þess að keppa ekki um vinnuafl til opinberra fram- kvæmda meðan eftirspurn eftir vinnuafli er mikil. Eins þarf rikisvaldið að hamla gegn at- vinnuleysisskeiðum með því að auka opinberar framkvæmdir þegar dregu.r úr vinnu á al- mennum markaði. Þvi er allt tal um frekari brúargerð nánast framtiðaro'rar meðan verkefni eru fyrir höndum við brýnni verkefni. Til dæmis má ætla að þegar framkvæmdum við Sig- öldu fer að ljúka verði hafnar virkjunarframkvæmdir við Hrauneyjafoss, og nyrðra verð- ur væntánlega hafizt handa um gerð einhvers stóriðjuvers til að nýta þá orku, sem nýja virkjan- ir veita. —BS Styttist til jóla 1 dag eru ekki nema 42 dagar til jóla. Það er þvl ekki að undra þótt ýmsar verzlanir séu þegar farnar að undirbúa jólaösina af fuiium krafti, eikum þær sem taka að sér að senda gjafir tii fjar- iægra heimshiuta. Heiidverzlunin Festi á Frakkastignum rlður venjulega á vaðið með auglýsingar um jólavarning hér á iandi og minnir á hátið freisarans þegar I október, enda selja þeir til kaupmanna, sem þurfa aö gera slnar pantanir I tlma. Næst verðum viö svo gjarnan vör við auglýsingar frá Ramma- gerðinni, sem minnir á jólagjafasendingar til útianda og Kjötbúð Tómasar, en þar hefur Iengi verið boðið upp á þá þjónustu að senda tslendingum erlendis matarpakka með hefðbundnum is- lenzkum hátlðamat: Hangikjöt, rjúpum, harðfiski, laufabrauöi og þvlumiiku. Vlöa erlendis eru jólatré þegar farin að prýða verzlanir og ieikin eru jólalög um gjallarhorn verzlana. Þessi mynd er frá Hamborg, þar sem haidin var sýning á jóiaskreytingum nýverið. —BS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.