Alþýðublaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 12.11.1976, Blaðsíða 15
ið Föstudagur 12. nóvember 1976 SJÖNMM8IÐ15 Bíóin / Leikhúsin hafnarb! *S 16-444 W B ID 31 Robert Aitman's Images, Susannah York Spennandi og afar sérstæö ensk Panavision-litnynd, sem hlotið hefur nikið lof, um unga konu og afar mikið hugarflug og hræðileg- ar afleiðingar Leikstjóri: Robert Altmanæ ISLENZKUR TEXTI. Bönnuð innan 16 ára Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. S 2-21-40 Byltingaforinginn Villa Rides Söguleg stórmynd frá Paramount tekin i litum og panavision. ISLENZKUR TEXTI. i Aðalhlutverk Vul Brinner, Robert Mitchum. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd. kl. 5 og 9. LEIKFÉLAG 2|2 REYKJAVÍKUR ^ “ «• SKJALDHAMRAR i kvöld. — Upþselt., > Þriðjudag kl. 20,30. ÆSKUVINIR 4. sýn. laugardag. — Uppselt. Blákort gilda. 5. sýn. mibvikudag kl. 20,30. ' Gul kort gilda. STÓRLAXAR sunnudag kl. 20,30. Fimmtudag kl. 20,30. Miðasalan i Iðnó kl. 14-20,30. Simi 1-66-20. VIPPU - BltSKURSHURÐIN Lagerstærðir miðað við jnúrop: |Jæð;210 sm x breidct: 240 sm 2K) - x - 270 snri Aðror »tá»rðir. smiSaáar eftir beiðrtá QLUÍÓAS MIÐJAN w Slðumúla 20, slmi 38220 ISLENZKUR TEXTI. Ein hlægilegasta og tryllingsleg- asta mynd ársins gerð af háð- fuglinum Mel Brooks. Bönnuð börnum innan 12 ára. Hækkað verð. Sýnd kl. 5, 7,15 og 9,30. “lonabíó 0*3-11-82 Tinni og hákarlavatnið Tin Tin and the Lake of Sharks Ný skemmtileg og spennandi frönsk teiknimynd, með ensku tali og ISLENZKUM TEXTA. Textarnir eru i þýðingu Lofts Guðmundssonar, sem hefur þýtt Tinna-bækurnar á islenzku. Aðalhlutverk Tinni, Kolbeinn kafteinn. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sími 11475 Arnarborgin eftir Alistair MacLean. Hin fræga og afar vinsæla mynd kominaftur með íslenzkum texta. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9. ® 3-20-75 Að fjallabaki True love is beautiful ...soyouworít feel ashamed to cry. Ný bandarisk kvikmynd um eina efnilegustu skiðakonu bandarikj- anna skömmu eftir 1950. Aðalhlutverk: Marilyn Hassett, Beau Bridges o.fl. Stjórnandi skíðaatriða: Dennis Agee. ÍSLENZKUR TEXTI Sýnd kl. 5, 7 og 9. Nakið lif Mjög djörf dönsk kvikmynd með ÍSLENZKUM TEXTA Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 11. Ath. myndin var áður sýnd i Bæjarbió. Will Penny Technicolor-mynd frá Para-- mountum lifsbaráttuna á sléttum :vesturrikja Bandarikjanna. Aöalhlutverk: Charlton Heston, Joan Hackett. Sýnd kl. 9 S 1-89-36 SERPIC0 ISLENZKUR TEXTI. Heimsfræg sannsöguleg ný amerisk stórmynd um lögreglu- manninn Serpico. Kvikmynda- handrit gert eftir metsölubók Peter Mass. Leikstjóri Sidney Ljimet. Aðalhlutverk: A1 Pacino, John Randolph. Mynd þessihefuralls staðar fengið frábæra blaðadóma. Bönnuð innan 12 ára. Hækkað verð. Sýnd kl. 6 og 9. Ath. Breyttan sýningartinva. HVI EKKI BREYTA TIL ? Eini úrkosturinn? A undanförnum timum hafa dunið yfir, næstum i öllum fjöl- miðlum, fregnir um kröfur á hendur samfélaginu, að reisa nú i stórum stil svokölluð ,,dag- vistunarheimili” um allar jarð- ir. Þetta er vitanlega rökstutt með þvi, að knýjandi þörf sé á að þjóðfélagið geti hagnýtt sér vinnukraft húsmæðranna til fram leiðslustarfa. Hér skal ekki efast um þeirra gagnmerka framlag i ýmsum framleiðslu- greinum, þó hinsvegar sé enganveginnsvoástatt um allar útivinnandi húsmæður. En þaö er önnur saga. 1 annan stað má vera, að hér sé á ferðinni angi af svokallaðri jafnréttisbaráttu kvenna, eink- ■ um þeirra sem þrúgast undir erfiðinu á eigin heimilum. Heyrzt hefur undir væng, að nú ætli rauðsokkahreyfingin að hefja nýja og stórslegna herferð fyrir framgangi þessara bygg- inga barnaheimila. Anauð húsmæðra á eigin heimilum er vissulega sérstak- ur kapituli, sem hér skal ekki ræddur frekar, en þegar allir endar koma saman, verður að draga stórlega i efa, aö meö nú- tima lifsháttum, sem — þvi bet- ur — hafa búið velflest heimili út með þægindum, sem taka sárasta erfiðið af við heimilis- verkin. Hlutskipti húsmæöranna er þessvegna allt annað og stórum betra en formæðurnar áttu við að búa. Talsvert ber á þvi, að þau rök séu fram borin, að húsmóðirin þurfi sannarlega að hafa sin tækifæri til að blanda geði við utanheimilisfólk, sem vissulega skal ekki dregið i efa, og loks er ekki þvi að neita, að fjárhags- legir erfiðleikar margra heim- ila knýja á um meiri fjáröflun ensvokölluð „fyrirvinna” getur af mörkum látið. En þrátt fyrir allt er þó eins og einn aðilinn á heimilinu hafi færzt óþægilega mikið i skuggann - börnin. Þetta er þvi furðulegra, sem varla lýkur nokkur svo upp munni um þessi mál án þess að viðurkenna, að börnin séu isenn dýrasta eign hvers þjóðfélags ogmikill hamingjuauki þar sem allt er með felldu. Það virðist þvi vera mikil þverstæöa, að ekki þurfi að huga meira að þeirra þörfum en svo, að þau séu umsvifalitið sett á opinber- ar, eða hálfopinberar stofnanir til „trausts og halds”. Hér skal enginn dómur lagður á starf- semi og kunnáttu hinna svo- nefndu fóstra, sem vinna á dag- heimilunum. Eflaust er þar um að ræða góðan vilja og getu, en sú spurning er þó næsta áleitin, hvort þetta fóstur geti nokkru sinni jafnast á viö umhyggju góðra foreldra. Oddur A. Sigurjónsson Þvi hefur alltaf verið haldið fram, sem fullgildum sannleika, þó dapur sé, að alltof mörg he.mili séu með meiri losara- brag en vera ætti, og þess hljóti, einkum ungviðið að gjalda — auðvitað misjafnlega Sárt, en sárt samt. Fullkomin ástæöa viröist vera til, að velta fyrir sér og i alvöru, hvort engar aðrar úrbætur sé aö finna i þessum margþætta vanda, heldur en að sigla sem nú horfir. Þarna eru góð ráð eflaust dýr, en það raskar ekki þvi, að lak- asta ráðið er að gefast upp. Fram til þessa höfum við búið við fastmótaðar vinnuhefðir, og auðvitað er ætið erfitt að glima við slikt. En er ekki kominn timi til að hugleiða, hvort breyta megi þessum gömlu hefðum á þá lund, aö öðruhvoru foreldr- anna gæti ætið gefizt kostur á að vera heima og annast heimilið og ungviðið, þótt hitt stundi vinnuna. Þetta er þannig að skilja, að foreldrarnir skiptust á um úti- og innivinnuna, en ann- að væri ekki ætið „tjóðrað” á sama stað — heima — ef svo þætti hlýða aö komast að orði. Ekkiþarfað draga það i neinn efa,aðhér væri á ferðinni mikil skipulagsbreyting á vinnutima fólks, og eflaust kæmu æði mörg ljón i ljós á veginum. í öllum þeim tilburðum til skipulagningar, sem nú eru hvarvetna uppi, ætti það þó að vera kleift með góðum vilja. Það er litill vafi á, að hér væri á ferðinni eitthvert mesta jafn- réttismál allra aðila. Og hvers- vegna ekki aö huga vandlega að þvi? En aðalatr. er, að eins og nú standa sakir ætti hagsmunum barnanna að vera stórum betur borgið á þennan hátt en ella. Það er trú min, að heimilis- böndin myndu styrkjast stór- lega við þessa hætti, og væru þá fleiri flugur en ein, slegnar i sama höggi. Það skal fram tekið, að þó þetta sé hér lauslega viörað, liggur ekki að baki nein full- mótuð hugmynd -um, hvernig leysa eigi málið, nema i höfuð- atriðum. Vitanlega þyrfti það aö ræðast og ménn að velta þvi fyr ir sér rækilega. Þar myndi auð- vitað sannast, að enginn einn hefur iundið upp ,allt púðriö”. Enþað erforn, islenzkur háttur, að beztu manna yfirsýn, geti leyst vanda, sem einstaklingi sé um megn. 1Í HREINSKILNI SAGT Ritstjórn Alþýðublaðsins er í j Síðumúla 11 i - Sími 81866 Mastiwihf Grensásvegi 7 Sími 82655. lnaUnNti*«liip«l leið 0 Ul IðnxtiðNkiptn BIÍNAD/XRBANKI ' ÍSLANDS Austurstræti 5 Sími 21,-200 Hatnartjar&ar Apótek Afgreiðslutimi: Virka daga kl. 9-18.30 'Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsing^simi 51600.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.