Alþýðublaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 1
FOSTUDAGUR 3. DESEMBER Askriftar- síminn er 14-900 Tímamót í sögu verkalýðshreyfingarinnar: STEFNUSKRA ASÍ SAMÞYKKT Alþýðusambands- þing samþykkti i gær nýja stefnuskrá. Þetta er stórviðburð- ur i sögu verkalýðs- hreyfingarinnar, enda hefur ASÍ ekki haft við að styðjast neina heildarstefnuskrá frá þvi Alþýðuflokkur og Alþýðusamband störfuðu saman sem ein heild. Stefnuskrárnefnd samþykkti að mæla með þvi að stefnu- skráin yrði samþykkt sem stefna Alþýðu- sambandsins fyrir næsta kjörtimabil. Jafnframt þvi var samþykkt að kjósa sérstaka milliþinga- nefnd, sem fengi það verkefni að vinna með stjórn ASÍ, að taka til meðferðar allar framkomnar breyt- ingatillögur. í tillögu stefnu- skrárnefndar var gert ráð fyrir að nefndin lyki störfum fyrir árs- lok 1978, tillögurnar yrðu siðan sendar út til verkalýðsfélag- anna, þannig að góður timi ynnist til að ræða þær fyrir næsta Alþýðusambands- þing. Þegar Alþýðublaðið náði tali af Birni Jóns- syni seint i gærkvöld sagði hann að þessi samþykkt markaði timamót i sögu Alþýðusambandsins og verkalýðshreyf- ingarinnar a íslandi. ,,Þetta er merkis dagur i sögu Alþýðu- samba ndsins ”, sagð i Björn Jónsson. — BH Baktjaldamakk ALlmikil uppstokkun varð i uppstillinga- nefndinni á Alþýðusambandsþingi i gær. Þá var einnig mikið makkað bak við tjöld- in. SJÁ BLS. 3 Far vel, Jón boli! Franski herinn stóð að baki háhyrningaveiðunum: Höfum ekki hugmynd — segir deildarstjóri Sjávarútvegsráðuneytisins „Viö vitum ekki annaö en allt hafi gengið eins og til stóö um brottför brezku togaranna af tslandsmiðum” var svarið, sem blaðið fékk hjá Landhelgisgæzl- unni, þegar leitað var frétta i gærmorgun. „Það eru tvö varð- skip á vakki 70-80 milur suð- austur af Hvalbak” bættu þeir við, „svona til að fylgjast með. Þeir tveir togarar, sem voru á Vestfjarðarmiðum eru nú á siglingu austurmeð landi í fylgd með Othello. Veðrið þar er slæmt ein 8 vindstig. Nei, við sjáum ekki annað en allt hafi farið að sköpum” Myndin hér að ofan var ein- mitt tekin á Austfjarðamiðum meðan landhelgisstriðið stóð sem hæst. Það er eftirlitsskipið Othello sem i baksýn fylgist með einum landhelgisbrjót- anna. OS/Mynd: Haukur Már. Annar háhyrninganna sem Frakkarnir veiddu i sumar er hér kom- inn i girðingu sina i Hornafjarðarhöfn. Hann á að þjóna franska hernum i framtiðinni. Það hefur nú komið i ljós, að Frakkarnir sem hér voru við háhyrningsveiðar sl. sumar, voru i raun og veru á vegum franska hersins, við þessar veiðar sinar. Þeir beittu hins vegar fyrir sig sædýrasafninu Marineland i Nice þegar þeir sóttu um heimild til þessara veiða til Sjávarút- vegsráðuneytisins Það var fréttaritari franska blaðsins Le Monde og frétta- stofunnar AFP, Gerard Lemarquis, sem komst að þessu og var frétt þess efnis birt i útvarpinu i fyrrakvöld. Vegna þessa ræddi Alþýðu- blaðið i gær við Jón B. Jónas- son, deildarstjóra i Sjávarút- vegsráðuneytinu, og spurði hann fyrst, hvort þeir hjá ráðuneytinu hefðu gert sér grein fyrir þessu þegar þeir veittu Frökkunum tveim leyfið. — Nei, við vissum það ekki og vitum raunar ekki enn. Er þetta rétt? Hann var fullvissaður um að þetta væri rétt og skýrt frá heimildum. Þá kvað hann það sannfæringu sina, að slikt leyfi hefði aldrei verið gefið, ef vit- að hefði veriö um aðild franska hersins að þessum veiðum. — Við höfðum mjög ströng ákvæði um afturköllun á leyf- inu, ef skilyrðum um meðferð dýranna væri ekki fullnægt. Við bárum meðferð þeirra mjög fyrir brjósti. Auk þess erum við hér i ráðuneytinu mjðg á móti hernaði og þvi áreiðanlegt, að við hefðum ekki veitt leyfi til að veiða þessi dýr i hernaðarlegum til- gangi. — Hvað um framhald slikra veiða ? — Það verður varla sótt um slikt leyfi aftur fyrr en næsta sumar. En þá verður sú um- sókn örugglega rannsökuð gaumgæfilega vagna þessara upplýsinga. Þess má geta hér, að háhyrningar þykja mjög hag- nýtar skepnur i hernaði. Þeir eru notaðir til að flytja njósna- tæki og jafnvel sprengjur alls konar miili staða. Það er sannariega vonandi að staðið verði við það, að veita ekki leyfi til slikra hergagnaveiða við Islandsstrendur aftur —hm.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.