Alþýðublaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 3
ssssr Föstudagur 3. desember 1976 3 Stúdenta- félags- fundurinn: — Viö teljum aö lögbann þetta hafi verið lagt á löglega, þar sem Garöar Mýrdal kraföist þess i nafni STJÓRNAR Std- dentafélagsins, en eins og kunnugt er, var ný stjórn kjörin á fundi 23. marz siðastliðinn og Garðar Mýrdal á ekki rétt á þvi aðkrefjasteins eða neins i nafni hennar. Að auki var svo kveðið á i lög banni sem sett var á fund i Stúdentafélaginu þann 1. aprll, að Garðari og félögum hans var bannað að koma fram i nafni stjórnar. Þannig mæltist Kjartani Gunnarssyni i gær, en hann gerir tilkall til þess að vera for- maður Stúdentafélagsins á sama hátt og Garðar Mýrdal, eins og blaðið skýrði frá i gær. Lögbannið var ólöglegt Eins og kom fram i Alþýðu- blaðinu var lagt lögbann á framhaldsaðalfund félagsins i Lögbergi, húsi lagadeildar, um miðjan dag á miðvikudaginn. Kjartan sagði, að boðað hefði verið til þessa fundar á mið- vikudaginn til þess að ljúka þvi sem ekki tókst að taka fyrir á aðalfundinum 23. marz, en á þeim fundi var ný stjórn kjörin og formaður hennar Kjartan Gunnarsson. Var ætlunin að takafyrir liðina lagabreytingar, kosning endurskoöanda reikn- ingar félagsins, skýrsla fráfar- andi formanns og önnur mál. — Garðar Mýrdal mætti svo, ásamt lögmanni sinum og full- trúa fógeta, svo að segj a á þeirri mimitu sem fundurinn átti að hefjast og tel ég að eðlilegra hefði verið að gera það mun fyrr, enda vika siðan fundurinn var boðaður. Siðan lögðu aðilar fram gögn sin, en eftri það dró fulltrúi fógeta sig i hlé og kann- aði málið. Við ákváðum þá að setja fund, enda var þá ekkert komið fram sem meinaði okkur það. Þegar fundurinn hófst, var klukkan orðin um 3 og af- greiddum við liðina lagabreyt- ing og kosning endurskoðanda. Garðar Mýrdal stakk upp á sjálfum sérsem endurskoðanda og var ajálfkjörinn. Reikninga var ekki hægt að leggja fram á fundinum af ýmsum ástæðum, þannig að tekinn var fyrir liður- inn skýrsla fráfarandi for- manns. Garðari Mýrdal var gefið orðið sem fyrrverandi for- manniog var hann i pontu, þeg- ar fulltrúi fógeta kom og lagði lögbann á fundinn. Var þvi i raun aðeins lagt bann á siðari hlutann af ræðu Garðars og lið- inn önnur mál. Ég tel að Garðar Mýrdal hafi tekið fullan og eðli- legan þátt i störfum fundarins og lýst þannig yfir svo ekki verði um villzt, að fundurinn hafi i alla staði verið löglegur og að hann hafi viðurkennt i raun að hann sé fyrrverandi for- maður Stúdentafélagsins, eins og hann auðvitað er. Eða — segir Kjartan Gunnarsson hvernig ætti annars að skilja framkomu Garðars á fundinum, þar sem hann stakk upp á sjálfum sér sem endurskoðanda og tók svo til máls undir dag- skrárliðnum skýrsla fráfarandi fornianns? Hins vegar hefur Garðar Mýrdal neitað þvi að skila til núverandi stjórnar reikningum félagsins, skjölum þess, prókúruumboði og sjóðum. Kjartan Gunnarsson stað- festi, að forsvarsmenn fundar- . ins hafi krafizt einnar milljónar króna i tryggingu fyrir lög- banninu á miðvikudaginn og sagði það siður en svo háá upp- hæð miðað við venjur i þéssum efnum. Þannig hafi vinstri menn til dæmis krafizt hálfrar milljónari tryggingu vegna lög- bannsins i fyrravetur, og einnig mætti nefna að lögbannið fræga vegna Laxármálsins um árið hefði verið sett, eftir að lögð var fram trygging að upphæð 360 milljónir króna. —ARH KEA opnar nýja verzlun Þann 1. desember var hin nýja verzlun KEA að Hrisarlundi 5 opnuð. Þessari stórverzlun er fyrst og fremst ætlað að þjóna I- búum Lunda- og Gerðahverfa, sem eru vestast I bænum. En vegna aðstöðu verzlunarinnar, úti sem inni, getur hún boðið við- skiptavini úr öllum bæjarhverf um velkomna. Áætlað er, að I Lunda- og Gerðahverfum muni búa um 2500 manns þegar þau verði fullbyggð. Væntir kaupfé lagið þess, að með byggingu þess- arar verzíunar verði vel séð fyrir verzlunarmálum félagsmanna og annarra Ibúa þessara hratt vax- andi bæjarhverfa. Verzlunarhúsið er á tveim hæð- um hvor um sig 800 ferm. að stærö. A efri hæðinni verða allar- dagvörur i miklu úrvali þ.e. mat- vörur og aðrar þær vörur sem úti- búin i bænum almennt selja, auk ýmiskonar sérvara, þar verður brotið upp á þeirri nýjung að bjðöa viðskiptavinum sérstakar tilboðsvörur, sem breytt verður um annaö slagið, auk nokkurra vörutegunda I heilum pakkning- um, sem verða á kjörmarkáðs- verði. Verzlunin verður búin öll- - um nýjustu tækjum og innrétting- um, sem miða að auknum þæg- indum fyrir viðskipavinina og greiðari afgreiðslu. Þannig eru peningakassarnir og kassaborðin af nýjustu gerð og sælgæti og tób- ak verður ekki afgreitt þar heldur Ikaffiteriunni. Kaffiterian sem er algjör nýjung i verzlun norðan lands, rúmar um 30-40 manns og hefur á boðstólum auk sælgætis og tóbaks, kaffi , heitar pylsur, gosdrykki, Is, dagblöð, bæjarblöð o.fl. — Inngangurinn i verzlunina er þannig gerður, að fólk I hjóla- stólum á hægt með að komast inn og út. Verzlunarstjóri er Stein- grimur Ragnarsson. — Verzlun- arráðunáutar Sambandsins, Baldur Jónasson og Jörgen Niels- en, unnu að skipulagningu og uppsetningu verzlunarinnar. Cr anddyri hússins er gengiö niður á neðri hæðina, en þar verða ýmar vörur frá Vöruhúsi KEA svo sem leikföng, búsáhöld, heimilistæki gjafavörur, kerti o.m.fl. Simi sérvöruverzlun arinnar I Hrisalundi 5 er 11043, en verzlunarstjóri er Jógvan Purkh- us. — A neðri hæðinni verður einnig deild frá húsgagnaverzlun- inni „örkin hans Nóa” með fjöl- breytilegu úrvali húsgagna, en auk þess munu deildin úr Vöru- húsi KEA hafa á boðstólum eld- húshúsgögn, innlend og erlend. Vestan við verzlunina er mal- bikað bilastæði fyrir 120 bila. Ek- ið er inn á það bæði af Þingvalla- stræti og Hrísalundi, en útakstur er eingöngu á Hrisalundi. Við- skiptavinir geta farið með inn- kaupavagna verzlunarinnar út á bifreiðastæðið, þannig að þeir geti hlaðið keyptum vörum beint inn I bifreiðir sinar. 1 hluta af steyptri stétt við vörumóttöku eru sérstakar hitalagnir fyrir frá- rennslisvatn væntanlegrar hita- veitu, þannig að snjó á þar ekki að festa. Samkvæmt skipulagi bæj- arins eiga götuleiðir i Lunda- hverfi að verða mjög greiðar og mun Akureyrarbær-vonandi full- gera þær næsta vor. Alþýðuflokkurinn vísaði ó bug útilokunarstefnu Hluti húsnæðisins I nýju verziuninni. Verzlunarhús KEA að Hrisarlundi 5, Akureyri Bætt aðstaða flugvirkja á Reykjavíkurflugvelli: Nýbygging tekin í um áramótin Ailmiklar hræringar áttu sér stað i hinum pólitisku fylkingum á Alþýðusambandsþingi i gær. Miklar breytingar voru gerðar á uppstillingarnefnd. Herdís ólafs- dóttir var til dæmis tekin út úr nefndinni og Einar Karlsson Stykkishólmi settur i hennar staö. Þá var Vilborg Sigurðardóttir úr Vestmannaeyjum sett inn I uppstillingarnefnd. Dr. Símon ’ ^ JóhiÁgústs- spn lótinn 1 fyrrakvöld lézt i Reykjavik dr. Simon Jóh. Agústsson, prófessor I heimspeki við Háskóla íslands. Hann var stötiu og tveggja ára að aldri. Dr. Simon Jóhann Agústs- son lauk doktorsprófi i heim- speki við Parisarháskóla árið 1936 og varð prófessor við heimspekideild Háskóla Is- lands árið 1945. Hann ritaði á starfsferli sinum ótal bækur og rit. Eftirlifandi kona hans er Steinunn Bjarnadóttir. —hm. I gærkvöld lá einnig ljóst fyrir að Sjálfstæðismenn ætluðu að leggja mikla áherzlu á að - Pétur Sigurðsson næði kosn- ingu. Til þess að tryggja það var Guðmundi H. Garðarssyni fórnað og munu flestir verkalýðssinnar og sanngjarnir menn á þinginu telja að það hafi verið slæm skipti. Strax I gærmorgun lá einnig ljóst fyrir aö Alþýöubandalags- menn höföu; boðið Alþýðu- flokknum upp' á samvinnu um stjórnarkjör þannig að Sjálf- stæðismönnum og Framsókn yrði algjörlega bolað út úr miðstjórn- inni. Þessu gengu Alþýðuflokks- menn ekki að, enda andvigir úti- lokunarstefnu Alþýðubandalags- ins.. Hins vegar mun ekki standa á Alþýðuflokknum að vinna meö öðrum vinstri mönnum og marka sterka og ákveöna stefnu innan Alþýðusambandsins. En Alþýðu- flokkurinn visar algerlega á biig þeim sjónarmiðum sem stuðla aö þvi að útiloka með öllu fulltrúa þess fólks sem aðhyllist aðrar stjórnmálaskoðanir. Enginn ágreiningur viröist vera innan Alþýðuflokksins um þetta grundvallar sjónarmið. BJ notkun Allt frá þvi að flugskýli nr>. 5 og verkstæði Flugfélags Islands á Reykjavikurflugvelli brunnu hinn 13. janúar 1974 og þar til fyrir skömmu, hafa flugvirkjar unnið störf sin við erfiðar aöstæður og tæknideildin búið við húsnæöis- skort. Nú rofar hinsvegar til I þessum málum, þvi samfara endurnýjun á flugskýli nr 4, sem Flugmálastjórn hefur látið gera við, einangra og endurbæta, byggja Flugleiöir verkstæðishús við hlið flugskýlisins, sem bæta mun verulega úr I þessum efnum. Nýja byggingin, sem stendur sunnan við skýli nr 4, og verður tengd þvi, er rúmlega 1000 fer- metrar að fratarmáli á einni hæð. Þarna fær sá hluti tæknideildar sem sér um og annast viðgerðir og viðhald Fokker Friendship flugvéla Flugleiða aðstöðu. Þrátt fyrir þaö verður enn nokkur hluti starfseminnar I óviðunandi hús- næði. I nýbyggingunni, sem nú verður brátt tekin I notkun, veröa verkstæði, lager og þar verða ennfremur forstöðumenn tækni- deildar, verkfræðideild , skoðunardeild og skipulagsdeild. Þá verða I byggingunni snyrti- herbergi og fataherbergi ásamt kaffistofu. Sem fyrr segir verður gangur milli nýbyggingarinnar og þess hluta flugskýlis Nr 4, þar sem stærri skoðanir á F-27 Friendship flugvélum fara fram. Eldtraustar hurðir verða beggja vegna gangs- ins. Flugskýli Nr. 4 hefur verið endurbætt og framkvæmdi Flug- málastjórn endurbætur á húsinu sjálfu en Flugleiðir kostuðu lögn hitaveitu, uppsetningu hitatækja, lýsingu og ennfremur millivegg, sem aðskilur geymslurými fyrir flugvélar og 30m. langt svæði I austurenda hússins þar sem stór- skoöanir á Friendship skrúfu- þotum fara fram. Þótt enn vanti nokkurt húsrými til þess að vel sé séð fyrir öllum þörfum tæknideildar á Reykja- vikurflugvelli, mun þó nýbygg- ingin ásamt og með endurbótum og breytingum á flugskýli Nr 4 skapa betri aöstööu en áður hefur verið fyrir hendi. Ráðgerteraðhluti nýja hússins verði tekinn i notkun um áramót, en að smiði veröi endanlega lokiö um miðjan febrúar n.k.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.