Alþýðublaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 2
2 STJÖRNMÁL Föstudagur 3. desember 1976 issar alþyöu' blaöiö tjtgefandi: Alþýöiiflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson. Fréttastjóri: Bjarni Sigtryggsson. Aðsetur ritstjórnar er i Síðumúla 11, simi 81866. Augiýsingadeiid, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftarverð: 1100 krónur á mánuði og 60 krónur i laúsasöiu. Söguleg norræn stefnuskrá I síðastliðinni viku var haldið í Helsinki Norrænt alþýðuþing, þar sem saman voru komnir full- trúar alþýðuflokka og verkalýðshreyf ingar allra fimm Norðurlanda. Að þessu sinni var megin- verkefni þingsins að af- greiða sameiginlega stefnuskrá fyrir hreyf- ingar þessara fimm landa til að starfa eftir á grundvelli Norðurlanda- ráðs, en allt bendir til þess, að vaxandi árangur hins norræna samstarfs muni innan skamms leiða til þess, að f ulltrúar í ráð- inu flokkist meira eftir skoðunum en eftir lönd- um. Hin sameiginlega nor- ræna stefnuskrá jafnað- armanna í flokkum og verkalýðshreyf ingu hefur átt langan aðdrag- anda. Upphaf hennar er að finna á síðustu fund- um Norðurlandaráðs í Reykjavík, en þá hittust þessir aðilar og ákváðu að hefja starf að sam- eiginlegri stefnuskrá, þeirri, sem afgreidd var á þinginu í Helsinki. Alþýðuf lokkurinn hefur frá upphafi verið flokkur hins norræna samstarfs á (slandi, og ekki alltaf verið þökkuð sú stefna. Nú kveða allir flokkar þá Lilju, en Alþýðuf lokkurinn leitar eftir raunhæfara sam- starfi á málefnagrund- velli en nokkru sinni fyrr. Að sjálfsögðu sendi Alþýðuf lokkurinn full- trúa til þingsins í Hel- sinki, og fengu þeir um leið sérstakt tækifæri til að kynnast starfsemi finnska flokksins, fræðslusambandsins og alþýðusambandsins. Sendinefndin tók mjög virkan þátt í starfi þings- ins. Gylfi Þ. Gíslason, sem er formaður menningarmálanefndar Norðurlandaráðs, flutti inngangserindi um þau mál. Bjarni AAagnússon, fræðslufulltrúi flokksins, gegndi formannsstarfi í einni af nefndum þings- ins. Benedikt Gröndal f lutti aðalræðu af íslands hálf u á þinginu. Auk þess tóku Islendingarnir, Kristín Guðmundsdóttir, Jón Karlsson frá Sauðár- króki og Jón Helgason f rá Akureyri þátt í nefndar- störfum og lögðu fram skemmtikrafta í lokahófi — ungt söngfólk úr FUJ í Haf narf irði. Það er í raun og veru heimsviðburður, að jafn- aðarmannaflokkar fimm þjóða og að mestu verka- lýðshreyf ingar sömu fimm þjóða skuli hafa komið sér saman um eina, róttæka stefnuskrá. Hún byggist á jafnaðar- stefnu eins og hún getur verið bezt, frelsi og mannréttindum, félags- legu öryggi, heilbrigðum vinnustöðvum og lífsum- hverfi og öðrum baráttu- málum samtímans. Þetta er ekki stefnuskrá draumóra, heldur raun- hæf starfsáætlun, sem telja verður líkur á að framkvæma megi f næstu framtíð, ef tekið er mið af því, sem norrænir jafnaðarmenn hafa þeg- ar komið í verk. í ræðu sinni á þinginu benti Benedikt Gröndal á, að samkvæmt hefð- bundnum hugmyndum væru Norðurlöndin fimm ríki með mismunandi þjóðum tungumálum, utanríkis- og viðskipta- stef nu. Sé hins vegar lifið á Norðurlöndin frá sjónarhóli hins einstaka Norðurlandabúa, séu þau ein heild, þar sem hann getur ferðazt án skilríkja, hef ur víðtækt vinnufrelsi, nýtur sameiginlegra- trygginga og réttinda og lifir innan samræmds réttarkerf is. Þessi sameining nor- rænu ríkjanna er komin neðanfrá, frá fólkinu sjálf u, og byggist á stuðn- ingi og vilja þess. Heimurinn mun á kom- andi árum veita þessu samstarfi vaxandi athygli, af því að það er einmitt á þennan hátt, sem unnt er að gera drauminn um Sameinuðu þjóðirnar að veruleika, og engan annan. Benedikt Gröndal benti á, að þetta samstarf á vettvangi Norðurlanda- ráðs mundi óhjákvæmi- lega vekja mikla alþjóð- lega athygli á komandi árum. Það ætti sérstak- lega erindi til þróunar- landanna, þar sem f lestir ráðamenn og flokkar virtust aðhyllast sósíal- isma, en ekki allir gera sér grein fyrir því, hve mikla yfirburði lýðræðis- sósíalismi hefur umfram einræði og kúgun komm- únismans. Þess vegna þyrfti að kynna vel í þró- unarlöndunum starf jafnaðarmanna á Norðurlöndum , sagði Benedikt Gröndal. AAeð þinginu í Helsinki í vikunni sem leið var stig- ið stórt skref í átt til nán- ara og raunhæfara nor- ræns samstarfs en áður. AAeðal þeirra einstöku atriða, sem þar voru samþykkt sem stefnu- mark norrænu jafnaðar- mannaf lokkanna og ver ka I ýðsh rey f i nga nna er að styðja frárfestingu á yztu svæðum Norður- landa svo sem (slandi með nýrri myndun f jár- festingasjóða, og er það eitt ekki lítill árangur fyrir sendinefnd Alþýðu- flokksins, þegar höfð eru í huga hin miklu áhrif flokkanna og verkalýðs- hreyfinganna á hinum Norðurlöndunum. (slendingar lifa milli steins og sleggju risa- veldanna tveggja, þar sem kjarnorkuvígvélar þeirra í undirdjúpunum mætast á úthafinu. Þess vegna er íslenzku þjóð- inni ekkert þýðingar- meira í utanríkismálum en að eiga góðan þriðja vin. Sá vinur eru hin Norðurlöndin. Hann hef ur oft reynst okkur vel i raun og hann á eftir að reynast okkur vel um langa framtíð. —j— Merk nýjung í starfi MFA: Handbók verkalýðs- félaga er komin út Menningar- og fræðslusamband alþýðu hefur gefið út Handbók verkalýðsfé- laga. í formála Björns Jónssonar fyrir bókinni kemur fram, að að- dragandi þessarar bók- ar er orðinn alllangur. Hafa verið gerðar sam- þykktir á ýmsum mannfundum verka- lýðssamtakanna sið- asta áratug um slika útgáfu, en ekki hefur orðið af fyrr en nú. Otgáfa þessi er vissulega merkur áfangi I fræöslumálum verkalýöshreyfingarinnar og ber aö fagna henni og vona, aö fleira fylgi á eftir. I útgáfunefnd þessarar bókar áttu sæti, þau Magnús L. Sveinsson, Bolli A. Olafsson, Guöjón Jónsson, Þórir Danielsson og Þórunn Valdemarsdóttir, en útgáfan mun hafa hvilt aö mestu á herö- um Stefáns ögmundssonar for- manns MFA. Auk þess var Egill Sigurgeirsson lögfræöingur ASI til ráöuneytis varöandi lög- fræöileg atriöi. Bókin skiptist i átta kafla, og heita þeir eftirfarandi nöfnum: 1. kafli: Alþýöusamb Islands. 2. kafli: Orlof. 3. kafli: Löggjöf um réttindi verkafólks. 4. kafli: Heilbrigöis- og öryggismál. 5. kafli: Tryggingar. 6. kafli: Lifeyrissjóöir. 7. kafli: Húsnæöismál. 8. kafli Hagnýt minnisblöö. Þessir kaflar skiptast svo I marga kafla hver um sig, þannig aö hér er á feröinni mjög þarflegur fróöleikur fyrir félaga verkalýöshrey finga rinnar. Aftan á bókarkápu eru les- endur bókarinnar beðnir aö koma á framfæri athuga- semdum við bók þessa og til- lögum um efni og efnisþætti. Vilji menn gera svo, er utaná- skriftin: Handbók verkalýðs- félaga, Pósthólf 5281 I Reykja- vik eða Menningar- og fræöslusamband alþýðu, Laugavegi gavegi 18, Reykjavik EIN- DÁLKURINN Sorpblaða- mennska í bókstaflegri merkingu þess orðs Striö sumra blaöanna um upp- lagstölur er komiö niöur á þaö stig aö geta talizt sorpblaöa- mennska, í þess orös bókstaflegri merkingu. Nýlega dvaldi einn blaöamaöur Þjóöviljans daglangt i prentsmiðju Árvakurs viö aö telja upplag Dagblaðsins, og nú hefur annar fréttamaður sama blaös eytt vinnudegi á sorphaug- um Reykjavikurborgar vijj aö telja búntuö afgangsblöö ViSis og Morgunblaðsins, sem aö talningu lokinni reyndust vera „nokkur þúsund” — og þvi til sönnunar eru birtar myndir af einum hundrað eintökum eöa svo, Ekkihefur sorpfréttamennskan leitt i ljós hvort þarna var um aö ræöa eingöngu eintök sama tölu- blaösins, eöa hvort þetta kynnu aö vera afgangar mánaöar af sölustööum borgarinnar. Þjóö- viljinn gekk þó úr skugga um aö blöðin höfðu ekki verið lesin. Nú hefur Þjóðviljinn stungið upp á þvi aö upplagseftirlit dag- blaöanna veröi til húsa viö sorp- haugaReykjavfkur. Þaö væri þá kannske ekki úr vegi aö siöanefnd Blaðamannafélagsins fengi aö setur á sama staö. Dag skal að kveldi lofa Morgunblaöiö kvartar undan þvi I leiðara i gær aö „rauöskjöld- óttir” stúdentar hafi ekki minnzt þess viö hátiðahöld sin aö rikis- stjórnin hafi fært þjóöinni 200 milna fiskveiöilögsögu án erl- endra veiöiskipa aö gjöf á full- veldisdaginn. Þaö er aö visu rétt, aö hvergi var á þennan áfanga minnzt i ræöum i Háskólabiói i fyrradag. En þá er þess lika aö gæta aö is- lenzka þjóöin er ekki búin aö fá fullvissu fyrir þvi aö fiskvciöilög- saga okkar veröi virt af erlendum stórveldum. t evrópskum fjöl- miölum er daglega greint frá þvi aö þótt Finn Olov Gundelach hafi ekki tekizt aö ná samningum fyrir Breta um áframhaldandi veiöar brezkra togara innan Islenzkrar landhelgi þá sé hann vongóöur um aö ná einhverjum árangri i næstu lotu. Það er þetta sem veldur þvi aö islenzk þjóö jafnt iaunafólk sem „rauöskjöldóttir” námsmenn, er ekki reiöubúin að fagna unnum sigri. A.m.k. ekki meðan Bretar eiga bandamenn i islenzkri rikis- stjórn. —BS ••••••••••••••••••••••

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.