Alþýðublaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 03.12.1976, Blaðsíða 8
 8 VERKALÝÐSMÁL Föstudagur 3. desember 1976^!a^fi>* Föstudagur 3. desember 1976 9 ■TO ,,öll yfirvinna á að vera skattfrjáls" 100 til 150 þúsund á mánuöi á aO vera lágmark I dagvinnu”, sagði Jóhann G. Mölier. „Þaö er ekki hægt fyrir verka- fólk a6 lifa af launum sinum i dag. Það sér hver heilvita maður. Hinsvegar sjáum við verkafólki þrælað út með yfirvinnu og næt- urvinnu, sem er meiri en nokkur skynsemi er i,” sagði Jóhann G. Möller fulltrúi Vöku á Siglufirði. „Það er skoðun min. að verka- fólk eigi að geta lifað af dagvinnu, sem ætti alls ekki að vera minni en 100 til 150 þúsund á mánuði fyr- ir 40 stunda vinnuviku.” Og Jó- hann bætti við: „Nætur- og eftir- vinna á siðan að vera skatt- frjáls.” Jóhann sagði að það væri órétt- látt að láta verkafo'lk greiða háa skatta af næturvinnu og annarri yfirvinnu. Hér væri um að ræða aukaframlag’sem fólk leggði af mörkum og sliti sér út við. Það væri vissulega þjóðhagslegt framlag þegar verkamenn tækju að sér mikla næturvinnu þegar þörfværiá miklu vinnuafli. „En þessi vinna á þá að vera skatt- frjáls.” sagði Jóhann G. Möller. „Ég llt á útilokunarstefnuna i verkalýðshreyfingunni sem algera fjar- stæðu” sagOi GuOrún ólafsdóttir, formaOur Verkakvennafélags Kefla- víkur og NjarOvikur. „Fólk er ekki spurt um stjórn- mólaskoð- anir þegar það gengur í verka- Verkalýðshreyfingin er farin að gera lýðsféiag" ser grein Jón Karlsson, forseti Alþýðu- sambands Norðurlands, sagði þegar blaðamaður Alþýðublaðs- ins hitti hann á þinginu i gær, að sér f yndist mikilvægt hvað verka- lýðshreyfingin væri farin að vakna til meðvitundar um gildi fræðslustarfsins. Jón sagðist hafa haft tækifæri til að kynna sér nokkuð fræðslu- starf verkalýðshreyfingarinnar i Finnlandi. „Þá sá ég hversu langt við erum á eftir i þessum málum. Hér er mikið verk að vinna,” sagði Jón Karlsson. „Og eg held að við höfum farið vel af staö. Við erum sem sagt rétt búnir að byggja grunninn. Nú er að byggja ofaná.” Jón lagði mikla áherzlu á um- ræðurnar um kjaramálin. „Ég vona að þau mál fái viðunandi af- greiðsiu,” sagði Jón Karlsson. Þá vék Jón að stefnuskránni. „Þar er einnig verið að stiga mik- „Hér er mikiö verk aö vinna”, sagöi Jón Karlsson forseti Al- þýðusambands Noröurlands. fræðslustarfs ilvægt spor fram á við.” Jón sagðist þvi miður ekki hafa getað fylgzt með öllum umræðunum, enda væri margt annað sem þing- fulltrúar gerðutheldur en rétt það sem fram færi i sjálfum salnum og það munu vera fleiri en forseti Alþý ðusambands Norðurlands sem þannig er ástatt með. Málefni öryrkja mesti smánarblett- ur þjóðfélagsins AOalheiOur Bjarnfreösdóttir, for- maður Sóknar. Það verður ekki annað sagt en að hún Aðalheiður Bjarnfréðs- dóttir hafi veriö i sviðsljósinu að undanförnu. Hún hefur lika verið á eilífum þönum ekki aðeins á Al- þýðusambandsþingi, heldur hefur hún einnig verið að halda ræður hjá stúdentum, tala i útvarp og hitta fólk að máli hér og þar. Aðalheiður segir aö málefni ör- yrkja séu stærsti smánarblettur þjóðfélagsins i dag. „Við i Sókn höfum verið að vekja athygli al- mennings á þeirri sviviröilegu meðferð sem láglaunafólk sætir. Svo er þaö með ellilifeyrisþeg- ana. Það er annað hneyksliö,” sagði formaður Sóknar, Aðalheið- ur Bjarnfreðsdóttir. Aðalheiður sagðist vilja beita öllum sinum ráðum til þess að fá Alþýðusambandið til að taka á- kveðna afstöðu til þessara mála og framfylgja þeim. Guðrún ólafsdóttir Verka- kvennafélags Keflavikur og Njarðvikur, sagði að þetta væri mikið og gagnlegt þing. Umræð- urnar um fræðslumálin hefðu verið góðar. „Fræðslumálin eru stórmál og ég er mjög ánægð með þá stefnu sem verkalýðshreyfingin hefur tekið i sambandi við þau,” sagði Guðrún. Þá vék hún að handbókinni, sem MFA hefur gefið út. „Þessi bók þyrfti að komast i hendurnar á sem allra flestum i verkalýðs- hreyfingunni”, sagði Guðrún ólafsdóttir. Hún sagði aö það væri átakan- legt hve almenningur væri fáfróð- ur um rétt sinn i þjóðfélaginu. Þessi bók bætti vissulega nokkuð úr þeim vanda. Blm.: —Hvað segirðu annars um pólitikina og kosningu til mið- stjórnar? GÓ.: „Verkafólk er ekki spurt um stjórnmálaskoðanir þegar það gengur i verkalýðsfélag. Ég lit á útilokunarstefnuna i verka- lýðshreyfingunni sem algera fjarstæðu. Ég er á móti öllu of- beldi gegn minnihlutahópum og ég er á móti þvi að reka fulltrúa fjölmennra minnihlutahópa út úr miðstjórn Alþýðusambandsins.” Guðrún ólafsdóttir sagðist ekk- ert fara dult með sinar pólitisku skoðanir, en i verkalýðshreyfing- unni og i hennar verkalýðsfélagi væri réttur allra hinn sami, hver svo sem stjórnmálaskoðun þeirra væri. Auk Guðrúnar ólafsdóttur sitja fimm aðrar konur Alþýðusam- bandsþing, en þær eru: Guðbjörg Þórhallsdóttir, Guðrún Arnadótt- ir, Maria G. Jónsdóttir, Maria L. Jónsdóttir og Sonja Kristjansen. HEF EKKI ORÐIÐ FYRIR VONBRIGÐUM „Félk tekur þetta starf alvar- lega”, sagöi Ragna Bergmann „Þetta hefur verið mjög mál- efnalegt þing”, sagði Ragna Bergmann þegar blaðam. Al- þýðublaðsins hitti hana á þinginu i gær. „Það er margt sem hefur kom- ið inn i sviðsljósið og þá fyrst og Texti; Bragi Jósepsson fremst umræðurnar um kjara- málin og i þeim málum verðum við að gera eitthvað róttækt. Þá er alveg nauðsynlegt að rétta viö lifeyrissjóðina og bæta kjör aldr- aðra og öryrkja,” sagði Ragna Bergmann. Þá vék hún að stefnuskránni. Hún sagðist ekki vera viss um að það tækist að ná samstöðu um hana á þessu þingi. Betra væri einnig að visa henni til milli- þinganefndar heldur en sam- þykkja eitthvað, sem menn gætu ekki verið ánægðir með. „Þetta er i fyrsta sinn sem ég sit Alþýðusambandsþing og ég hef svo sannarlega ekki. orðið fyrir vonbrigðum. Hér er mikið að gerast og fólk tekur þetta starf alvarlega”, sagöi Ragna Berg- mann fulltrúi Verkakvennafé- lagsins Framsóknar. ,,Pólitíkin ræður ekki öllu í verka- lýðshreyfingunni' — sagði Sigurður Óskarsson fulltrúi frá Hellu „Ýmsir glepjast manna”, son. stjórnmálamenn láta af kröfupólitik náms- sagöi Siguröur óskars- Sigurður Óskarsson, Verka- lýðsfélaginu Rangæingi, deildi mjög hart á kröfupólitik náms- manna. „Það á aö styrkja þá eina til náms sem eru i skólunum til þess að nema,” sagði Sigurður. „En það á lika að styöja og styrkja verkafólk til að læra,” bætti hann við. Þegar blaðam. Alþýðublaðsins Rætt samðn á ASt-þingi: Björn Jónsson forseti, Jón Karlsson formaöur Alþýöusambands Noröurlands og Stefán úgmaindsson formaöur Menningar- og fræöslu- sambands alþýöu. „Leiðin í fræðslu- málum verður að liggja í gegnum vinnustaðina og verkalýðsfélögin" 1 framsöguræðu sinni um fræðslustarf Alþýðusambandsins sagði Stefán Ogmundsson að nauðsynlegt væri aö byggja upp svo traust trúnaðarmannakerfi á islenzkum vinnustööum að það reyndist verkalýðssamtökunum sú brjóstvörn sem enginn fengi bugað. „Vinnustaðurinn er okkar ann- að heimili en víð eigum lika að gera þetta heimili að gróðurreit fyrir hugsjónir og lif samtak- anna. Við eigum að krefjast þess að fá þar mannsæmandi aðbúnað og fullkomna félagslega aðstöðu. Þar eigum við meðal annars að ræða kröfugerð og stefnumótum i kjarasamningum og samninga á svo til hverju stigi. Samningar siðustu ára taka til sifellt fleiri mála af félagslegum toga: hús- næðismála, skattamála trygg- inga orlofsmála og heilsuvernd- ar. öll þessi mál eiga að ræðast á vinnustað og siðan I verkalýðsfé- laginu. Oll stærstu málin sem — sagði Stefán Ögmundsson, formaður MFA fjallað er um i borgar- og sveitar- stjórnum auk fjölmargra þing- mála eru málefni sem varða verkafólkið á vinnustað og verka- lýðsfélagið beinlinist og ættu aö ræðast þar. Og þaðan á aö beina þrýstingi til viðkomandi valda- stofnana. Það er fátt sem er vinnustaðnum og verkalýðsfélag- inu óviökomandi. Pólitiskt kjörn- um fulltrúum þings og sveitar- stjórnar höfum við aldrei gefið neinn einkarétt á þvi að fjalla um þá þætti lifskjaramála alþýðu, sem ráðið er til lykta ,í pólitisk- um valdastofnunum þjóðfélags- ins. spurði Sigurð hvort hann hafi ekki kveðið of hart að, i sambandi við baráttu námsmanna, sagöi hann: „Kannski er sannleikurinn harð- ur.” Sigurður sagði að ýmsir stjórn- málamenn létu glepjast af kröfu- pólitik námsmanna vegna þess að þetta væri fjölmennur hópur. Ef menn færu að skoða þessi mál i alvöru ogkynna sérhvað um væri að ræða mundu menn sjá hvilik fásinna hér væri á ferðinni. Blm.: — Hvað finnst þér annars um störf þingsins? SÓ.: „Mér finnst það málefna- legt og litið um málþóf. Mér finnst að hér riki yfirieitt meiri friðurheldurenég hafðilátið mér detta i hug. Þetta er fyrsta þingið sem ég sit,” sagði Sigurður Ósk- arsson. Sigurður sagði að pólitikin réði alls ekki öllu i verkalýöshreyfing- unni eins og oft væri sagt. Að visu væru átök um einstök mál, „og órólega deildin losnar stundum við jörðina vegna þess að hún hef- ur svo miklar hugsjónir.” Að lokum sagði Sigurður ósk- arsson: „Ég er sannfærður um að það verður alger eining um kosn- ingu i miðstjórn Alþýðusam- bandsins, enda eru það margir al- vörumenn hérna á þinginu, sem fara ekki út i leikaraskap.” Auk Sigurðar eru tveir aðrir fulltrúar frá Verkalýðsfélaginu Rangæingi á Hellu, en þeir eru Hilmar Jónasson og Ingvar Agústsson. Frá fólkinu á vinnustööum og trúnaöarmönnum þess eiga for- ystumenn verkalýðsfélaganna að fa hugmyndir og tillögur og þrek til að bera þær fram til sigurs. Það'er lika að minu viti óhugs- andi fyrir verkalýðshreyfingun að rækja fræöslustarf i verka- lýðshreyfingunni að nokkru markiánþessaöeiga trausttrún- aðarmannakerfi og lifandi vinnu- staðastarf. A stuttum ferli MFA höfum við kynnst þvi að rödd aug- lýsingarinnar i fjölmiðlum nær skammt i dag, nema hrópað sé með tilstyrk fjármagns sem engir ráða yfir nema sterkustu gróða- öflin I þjóöfélaginu. Leið okkar I fræðslumálum verður þvi fyrst og fremst að liggja i gegnum vinnu- staðina og verkalýðsfélögin. Það mun sennilega veröa nokk- ur bið á því að islenzkt verkafólk sem stjórnar vélum og framleiðir verðmætin eignist þær og ráöi yf- irþeim.Enöðru getum viðráðið. Við getum ráðið anda vinnu- staðarins. Það er á okkar valdi. Þar getum við látið hugsjónir og markmið verkalýöshreyfing- arinnar ráða, anda samhjálpar þekkingar og einingar. Af þessu þingi skulum við láta þann skilning breiöast út um landið allt, að vinnustaðurinn sé eign verkafólksins I þessum skilningi. Eignaréttur atvinnu- rekandans nái aöeins til dauðra hluta.” Þetta voru lokaorð Stefáns Og- mundssonar i framsöguræðu um fræðslumál Alþýöusambandsins. Myndir: Axel T. Ammendrup

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.